Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Listafólk frá Litháen verður meó tónleika og danssýningar víða um land síðustu dagana í október. Þessi mynd er af einum dansi listafólksins. Listafólk í heim- sókn frá Hinn 23. október nk. er væntan- legur hingað til lands hópur lista- fólks og forystumanna á sviði félags- og menningarmála í sovétlýðveldinu Litháen til þátttöku í Sovéskum dög- um MÍR 1983, sem helgaðir verða sérstaklega þessu Eystrasalts- lýðveldi. I hópnum verða m.a. einsöngv- arar og einleikarar, svo og félagar úr söng- og dansflokknum „Vetr- unge“ í Klaipeda, en í honum eru nemendur við tónlistarháskólann í Litháen. Söngvararnir eru þau Regina Matsioute, heiðurslista- maður litháíska sovétlýðveldisins, og Eduardas Kaniava, einn af fremstu einsöngvurum við óper- una í Vilnius, höfuðborg Litháen, og þjóðlistamaður Sovétríkjanna. Undirleikari og einleikari á píanó er Múza Rubatskyte, sem oft hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni píanóleikara. Litháen Listafólkið kemur fram á tón- leikum og danssýningum í Reykja- vík, Mosfellssveit, Vestmannaeyj- um og á Suðurlandi, fyrst við setn- ingu Sovésku daganna í Hlégarði í Mosfellssveit mánudaginn 24. október kl. 20.30 og síðan í Vest- mannaeyjum 26. og 26. okt., á Suð- urlandi 27. og 28. okt. og í Gamla bíói (íslensku óperunni) sunnu- daginn 30. okt. Meðan á Sovésku dögunum stendur verður sýning opin í Ás- mundarsal við Freyjugötu á list- munum frá Litháen, svartlist, tré- skurði, leirmunum og skartgripum skreyttum rafsteinum. Sýningin verður opnuð laugardaginn 22. október kl. 15. Þá verður sett upp sýning á ljósmyndum og bókum I MÍR-salnum, Lindargötu 48, og þar verða einnig sýndar kvik- myndir frá Litháen. (f)r frétlatilkyniiin^u) Islenskar málfreyjur á ráðsfundi í Stykkishólmi Stvkkishulmi, 21. oktéber. ALÞJÓÐASAMTÖK málfreyja á ís- landi hafa nú hafið vetrarstarfið. Sam- tökin voru stofnuð í Kaliforníu 1938 og eru 45 ára. Nú eru starfandi 12 mál- freyjudeildir á fslandi. Málfreyjusam- tökin hafa að markmiði að efla með einstaklingnum sjálfstraust, þroska og hæfni til að tjá sig. Laugardaginn 22. okt. munu ís- lenskar málfreyjur halda fyrsta ráðsfund starfsársins. Þá munu hitt- ast fulltrúar úr öllum deildum. Fundurinn verður haldinn í hóteli Stykkishólms. Forseti fyrsta ráðs málfreyja á íslandi er nú Kristjana Milla Thorsteinson. Gestgjafadeild fundarins að þessu sinni er mál- freyjudeildin Embla í Stykkishólmi, sem stofnuð var 1981 og er að hefja sitt þriðja starfsár. Fyrsti forseti deildarinnar var Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á Akureyri, en núverandi forseti er Ástrós Þorsteinsdóttir. Fréttaritari. RENAULT Sigurvegari í Bridgestone Rallinu 14.-15. okt. sl. sigruðu bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir á Renault 5 Alpine glæsilega. Frá 1979 hefur Renault 5 Alpine unnið til 23. verðlaunasæta í bifreiðaíþróttum og hefur enginn bifreið á (slandi sigrað jafn oft. Renault - fær í flestan sjó Ath. Bílasalan opin laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GIIÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT Notaðir í sérf lokki Dodge Omni ’80 Gullfallegur og vel útbúinn bíll m.a. sjálfskiptur, m/framdrifi og amerískur að auki. Sem nýr. Bronco ’73 Ekinn aöeins 116.000 km. Rétti bíllinn fyrir þennan leiöindavetur. Skoda 120 GLS ’81 Bíll í toppstandi enda meö 6 mánaöa ábyrgö, (skárra værl það nú). Vetrardekk fylgja. £7/?á5}. cmetr Ford Caprí III V6 ’79(’78) Litaö gler, fram og afturspoiler, Recaro stólar, grind í aftur- glugga, stillanlegir demparar o.fl. Innfluttur í nóvember ’82. Skærgulur. Sumar og vetrar- JÖFURhf Opiö i dag 1—5 Oldsmobile Cutlass Diesei ’79 Laglegur bíll með uppt. vól. Sjálfsk., aflstýri, aflhemlar og flest allt rafdrifið. Ökumælir Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.