Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 27 Á síöastliðnum vetri fluttust þau hjónin til Reykjavíkur vegna lasleika hans og hafa dvalið á Elli- heimilinu Grund. Vilhjálmur son- ur þeirra stjórnar nú búinu á Hnausum og hreppstjóri hefur hann verið um nokkur ár. Að lokum votta ég þeim Sigur- línu og Vilhjálmi samúð mína og þakka þeim langa kynningu og samveru og ég votta einnig minn- ingu Eyjólfs virðingu mína og þakkir. Ingimundur Stefánsson Loks ert þú liðinn, land er nú tekið, hðfninni náð bak við helsins flóð. Höggvið er rjóður, hnigin er til jarðar sú eik, sem lengst og styrkast stóð. Þegar ég frétti lát vinar míns, bændaöldungsins og sveitarhöfð- ingjans Eyjólfs Eyjólfssonar, kom mér í hug ofanritað erindi úr eft- irmælum skáldsins Einars Bene- diktssonar um annan sæmdar- mann. Þau orð, sem ég festi hér á blað, verða ekki eftirmæli þar sem talin eru upp hin mörgu og merku störf, sem Eyjólfur á Hnausum leysti af hendi með miklum sóma á óvenju- langri ævi. Það verður gert af öðr- um. En ég vil kveðja hann og minnast hans á skilnaðarstundu. Kveðja hann er hann ieggur upp f þá för, sem öllum mannanna börn- um er búin, og þakka fyrir ógleymanlega samfylgd. Ég vil kveðja hann í þeirri trú, sem hann átti með mér, að dauðinn sé aðeins áfangi og að skilnaðurinn vari að- eins um stundarsakir. Mér er í fersku minni er ég hitti Eyjólf á Hnausum í fyrsta sinni. Það var snemmsumars árið 1942. Ég var á leið með áætlunarbíl austur að Klaustri. í Vík komu nokkrir menn í bílinn, þar á meðal Eyjólfur. Mér varð starsýnt á þennan vörpulega og höfðinglega mann. Brosmildur og prúðmann- legur hélt hann uppi samræðum við aðra farþega og ég veitti því strax athygli hve málið sem hann talaði var hreint og fagurt. Það duldist mér ekki, að þarna fór gáfaður og menntaður maður. í miðju Eldhrauninu yfirgaf hann bílinn. Þar beið Vilhjálmur sonur hans með hesta til þess að flytja föður sinn fram í Meðalland. Þarna í bílnum var einnig Björn Runólfsson í Holli. Þeir Eyjólfur voru að koma af sýslufundi í Vík. Ekki óraði mig fyrir því þá, að þessir tveir höfðjngjar ættu eftir að verða nánir samstarfsmenn mínir tæpum áratug síðar og ég ætti eftir að eignast ævilanga vin- áttu þeirra beggja. Báðir voru þeir ógleymanlegir menn að gáfum, prúðmennsku og drengskap. All- mörg ár eru nú liðin frá dauða Björns og nú er Eyjólfur kvaddur. Minningarnar hrannast upp og alls staðar þar sem Eyjólfur á Hnausum kemur við sögu ein- kennast þær af birtu og hlýju. Jafnvel á allra síðustu árum er sjón hans var farin og heilsu hans að öðru leyti tekið mjög að hraka, stafaði frá honum ylur, sem náði til hjartans. „Það sem kemur frá hjartanu nær til hjartans." Árið 1951 höguðu forlögin því þannig, að ég fluttist ásamt fjöl- skyldu minni til Víkur í Mýrdal. AUstór hópur Vestur-Skaftfell- inga hafði þá stofnað til félags- skapar um verzlun og var ég feng- inn til að veita henni forstöðu. Til forystu i þessum félagsskap völd- ust úrvalsmenn, þar á meðal Eyj- ólfur Eyjólfsson, og nú var það samstarf okkar hafið, er stóð í meira en áratug. Þetta var tími baráttu og sigra. Nú eru allir þeir góðu drengir, sem með mér stjórn- uðu Verzlunarfélagi Vestur- Skaftfellinga, horfnir yfir móðuna miklu að undanteknum einum, Bjarna Bjamasyni í Hörgsdai. Misvitrum mönnum tókst á nokkrum árum að leggja í rúst það, sem byggt hafði verið upp af framsýni og kjarki þeirra forystu- manna, sem brautina ruddu til hagsbóta fyrir héraðið rneðan vitsmuna þeirra naut við. Þær ánægjustundir, sem ég átti með Eyjólfi á Hnausum, bæði meðan ég bjó fyrir austan og einn- ig eftir að ég var fluttur til Reykjavíkur, eru ótaldar. Margar nætur gisti ég á Hnaus- um, þar sem vinalegur bærinn rís fast við Eldvatnið. Silfurtært lið- ast það fram austan við bæinn, austurbakkinn úfið Eldhraunið, vesturbakkinn gróið valllendi, ræktuð tún og uppgræddur fok- sandur. í uppgræðslu sandsins sá Eyjólfur árangurinn af brautryðj- andastarfi sínu varðandi sand- græðslu í Meðallandi. Vormorgnarnir við Eldvatnið gleymast ekki. Eftir næturhvíld og góðar veitingar var gengið niður að vatni með veiðistöng og rennt fyrir sjóbirting. Aldrei fór ég frá Hnausum á þeim árum án þess að hafa nýveiddan silung meðferðis. Þá gladdist Eyjólfur ef gesturinn hafði fiskað vel. Eyjólfur Eyjólfsson var flestum mönnum tryggari, þeim er ég hefi átt samleið með. Það fann ég best eftir að ég fluttist burt úr hérað- inu. Þegar hann átti leið til Reykjavíkur, reyndi hann að heimsækja okkur hjónin ef tök voru á því, en hafði samband við okkur í síma að öðrum kosti. Eyjólfur Eyjólfsson fæddist að Botnum í Meðallandi árið 1889, og þar lifði hann sín bernsku- og unglingsár. Sá bær stendur einn og sér inni í miðju Skaftárelda- hrauni. Fyrir hvatningu frá sókn- arprestinum, séra Bjarna Einars- syni á Mýrum í Álftaveri, fór hann til náms í Flensborgarskól- ann og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Hann sótti einnig kennara- námskeið í Kennaraskóla íslands og stundaði í mörg ár kennslu í heimabyggð sinni. Þá var hann um skeið skólastjóri unglingaskól- ans í Vík í Mýrdal. Alla ævi jók hann við þekkingu sína með sjálfsnámi. Eyjólfur var með afbrigðum fróður og minnugur og manna skemmtilegastur í viðræðu. Hann var alvörumaður að jafnaði, en þó var ávallt stutt í brosið og gaman- semina. Rólegt fas hans og prúð- mennska i framkomu gerðu það að verkum, að öllum þótti gott með honum að vera. Eyjólfur var höfð- inglegur á velli og vakti hvarvetna athygli, þar sem hann kom í fjöl- menni, og var hann þó laus við að sýnast. Hin fágaða kurteisi hans var ekki lærð. Hún var meðfædd og kom að innan. Því var hún aldrei yfirdrifin eða tilgerðarleg, heldur eins og sjálfsögð hver sem við- mælandi hans var. Ekki vakti hann síður athygli þegar hann stóð í ræðustól. Hann þurfti hvorki að hækka róminn né vera með leikaralega tilburði. Menn hlustuðu á hann án þess. íslenzkt mál lék honum á tungu, hugsunin skýr og málflutningur allur byggður á rökfastri yfirvegun. Reglusemi hans í allri embættis- færslu var til fyrirmyndar og bera bæði vinabréf hans og opinber gögn er frá honum komu vitni um fagra rithönd og vandaðan texta. Þótt Eyjólfur væri orðinn há- aldraður maður, 94 ára, er hann lézt, hélt hann andlegu þreki fram undir það síðasta. Hann leit yfir farinn veg þakklátum huga til hans, sem lífið gefur, fyrir að hafa fengið að lifa og starfa svo langa og viðburðaríka ævi. Virtur og vinsæll af öllum, sem af honum höfðu nokkur kynni, er hann nú horfinn á braut. Mér er ekki harmur í huga við fráfall þessa aldna heiðursmanns. Þeim, sem lifað hefur svo langan dag sem Eyjólfur Eyjólfsson og skilað jafn heilladrjúgu dagsverki, er hvíldin kær. En við, sem þekkt- um hann og áttum vináttu hans, erum fátækari en áður og kveðjum hann með söknuði. Meðallandið, þessi láglenda sveit, girt Eldhrauni, eyðisöndum og ólgandi jökulfljótum, hefur fyrr og síðar fóstrað rismikla sonu, ekki síður en aðrar íslenzkar byggðir, menn sem gnæfðu yfir fjöldann. Eyjólfur á Hnausum var einn þeirra. Guð blessi minningu heiðurs- manns og veri háaldraðri ekkju hans og ástvinum öllum stoð og styrkur. Ragnar Jónsson ARU 1800 GLF fjórhjóladrífínn árgerð 1984 er kominn til landsins. Við höldum upp á það með glæsilegri Bílasýningu laugardag og sunnudag kl. 2-5 Þeir hjá Subaru voru fyrsti með hugmyndina að fjórhjóladrifnum fjölskyldubíl og þeir eru ennþá öruggir í fyrsta sæti. Fyrst var Subaru með 1400 cc vél. Hún var of lítil. Þá kom 1600 cc vélin. Ekki var krafturinn ennþá nægilegur fyrir fjórhjóladrifið. Núna er Subaru GLF 4WD með geysi kraftmikilli en sparneytinni 1800 cc vél. Það er rétta stærðin. Subaru GLF 4wd árgerð 1984 er if Upphækkanlegur mvð vinu liuinltuki (og vr mi Sulmrii hár fyrir) Þegar þú vilt faru miklar vvglvysur vða i snjo mvð vvl hlaðimi liíl. iy Mvð vlvktorniskri kvvikjii til að nýta livnsmið vnn livtur, svm sagt kraftmeiri og sparneytnari. if Mvð algvra nýjiing svm slær í gvgn „llill holder“ Subaru hvldur sjálfur við í hrekkum, ef þu stoppar. Þú þarft hvorki að stíga á brvmsuna nv nota handbremsuna. it Sjálfskiptur. Engan híl í heiminum er jafn auðvelt að setja í fjorhjoladrif og sjalfskiptan Subaru. ^ Ekki bara með einn lágan gir, heldur Ekta lágt drifsem virkar á alla gira, eins og íjeppa. it Með vökvastýri, ef þú vilt. it Með rafmagnsrúðum, ef þú vilt. it \ð sjálfsögðu með alla þá aukahluti sem aðrir gorta sig af, en eru sjálfsagðir í Subaru. Suharu 188 4WD mest seldi híUinn á íslandi. (Samkvæmt síðustu tölum Hagstofu íslands) Afhverju heldur þú ad svo sé? Eigum enn örfáa fjórhjóladrifna Subaru 700 High Roof Delavery Van sendibifreiðir árg. 1983 á alveg einstaklega hagstæðu verði. Það er sama hvort þið ferðist með fjölskyld- una í friið eða flytjið pakka til viðskiptavina. fjórhjóladrifið erþað einasta eina sem dugir. lökum llestur gerðir eldri bifreiða upp / nyjar. . SUBA R U-Fjárfesting sem skilar sér. INGVAR HELGASON s;m, SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI JMtYgtniMfifcft Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.