Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 40
BítlaædiðVVj HOLUWððBi BDDADwS^ ESMME6: LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Saksóknari í Hæstarétti: Krafðist sýknu í máli sem hann áfrýjaði til sakar Morgunblaðid/ KÖE. Þórður Björnsson ríkissaksóknari flytur mál sitt fyrir Hæstarétti í gær — varnarræðu fyrir hinn ákærða, eins og verjandinn Benedikt Blöndal hrl. (til hægri), orðaði það. KÍKISSAKSÓKNARI, Þórður Björnsson, gerði í gær þá kröfu fyrir Hæstarétti, að sýknað yrði í máli, scm hann hafði sjálfur áfrýj- að til sakfellingar. Það mun aðeins hafa gerst tvisvar áður í sögu Hæstaréttar, að ákæruvaldið hafi við málflutning krafist staðfest- ingar á undirréttardómi, sem gekk því f óhag. Málflutningurinn í gær var í máli skipstjórans á skuttogaran- um Einari Benediktssyni BA (sem nú hefur skipt um nafn og aðaleigendur). Hann var í mars í fyrra sýknaður í Vestmannaeyj- um af ákæru fyrir ólöglegar veiðar. Ákæran byggði á því að vélarstærð skipsins hefði verið yfir 1000 hestöflum og að skipið hefði verið við veiðar í hólfi, sem ætlað var skipum með vélarst- ærð undir 1000 hestöflum. Skip- stjóri og útgerð skipsins héldu fram við réttarhöldin að raunv- erulegt og nýtanlegt velarafl væri aðeins 910 hestöfl. Fleiri mál af þessu tagi hafa komið til kasta dómstóla á undanförnum mánuðum, þ.e. þar sem deilt er um skráningu vélarstærðar og réttmæti niðurfærslu orku, sem hægt er að gera með innsigli á olíugjöf og svokallaðri skiptiskr- úfu. „Jú, þetta verður að teljast mjög óvenjulegt," sagði Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, í samtali við Morgunblaðið í gær. „I áfrýjunarákæru krafðist ég sakfellingar og ákveðinnar refs- ingar. En þegar ég fór að lesa málið gaumgæfilega fyrir nokkr- um dögum sannfærðist ég um að héraðsdómurinn væri réttur. í skipaskrám er skipið talið 1095 bremsuhestöfl við 750 snúninga á mínútu. Vélin í skipinu sýndi hinsvegar 910 bremsuhestöfl við þennan snúning. Málið valt á þessu, enda taldi héraðsdómur að það væri ekki sannað að vél- araflið væri 1095 hestöfl, og við gaumgæfilega skoðun komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri rétt. Ég get ekki krafist refs- ingar yfir manni, sem ég tel saklausan." Þórður sagðist vissulega hafa getað fallið frá áfrýjun en hann hefði viljað að hæstiréttur fjall- aði um málið. Morgunblaðift/Ól.K.M. Gulur reykur á ný Guli reykurinn, sem hefur verið þyrnir í augum margra Reykvík- inga um árabil, stígur til himna. Taka varð gömlu sýruverksmiðj- una í Gufunesi í notkun á ný vegna þess að bilun varð í nýju sýruverksmiðjunni í kjölfar rafmagnsbilunar. Unnið er að viðgerð á nýju verksmiðjunni og verða Reykvíkingar að sætta sig við gula reykinn um sinn. Morgunblaðið/ Snorri Snorrason. Skuttogarinn Guðbjörg frá ísafirði á siglingu. Togarinn er nú aflahæsta skipið á landinu, hefur landað afla að verðmæti rösklega 37 milljónir króna fyrstu átta mánuði ársins. Skuttogarinn Guöbjörg frá ísafirði: Hefur landað 3.965 tonnum aö andvirði 37,6 milljónir króna SKUTTOGARINN Guðbjörg ÍS 46 frá ísafirði er nú aflahæsti togar- inn á landinu, samkvæmt upplýs- ingum er blaðamaður Morgun- blaðsins fékk í gær hjá Ágústi Ein- arssyni skrifstofustjóra hjá LfÚ. Ágúst sagði Guðbjörgina hafa landað fyrstu átta mánuði ársins 3.965 tonnum, að verðmæti 37,6 milljónir króna. — Það er útgerð- arfélagið Hrönn hf. á ísafirði, sem gerir Guðbjörgu út. f öðru sæti hvað aflaverðmæti snertir, er Snorri Sturluson, sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerir út. Hann hefur landað 3.600 tonnum, að andvirði 32,8 millj- ónir króna. f þriðja sæti er skuttogarinn Vigri, með 3.183 tonn, sem er að andvirði 32,7 milljónir króna. Það er útgerðarfélagið Ögurvík hf. sem gerir Vigra út. Einn heimasími opinn í Flatey á Breiðafirði „Greiðum ekki símreikninga vegna hækkana og truflana sem Póstur og sími gefur enga skýringu á,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, oddviti í eynni. ÓFREMDARÁSTAND ríkir nú í símamálum í Flatey á Breiðafirði. í eynni eru átta símar, auk símaklefa. Aðeins fjórir símanna eru í heima- húsum og notaðir allt árið um kring. Nú er svo komið að einn þeirra er opinn, auk símaklefans sem lítið er notaður af heimamönnum. „Þetta ástand á sér nokkurn að- draganda," sagði Hafsteinn Guð- mundsson, oddviti í Flatey, í sam- tali við Mbl. „Við höfum neitað að greiða símreikninga Pósts og síma og liggja þar tvær ástæður að baki. Sjálfvirk símstöð var sett upp hérna árið 1982. Þá um sumarið byrjuðu truflanir í tveim- ur símum. Truflanirnar lýstu sér þannig að þegar tólið var tekið upp var komið inn á annað símtal og þrátt fyrir að enginn væri heima í þessum tveimur númerum voru simarnir oft „á tali“. Við báð- um um lagfæringu en fengum eng- in svör frá Pósti og síma. Síðan hækkuðu símreikningar í þessum tveimur símum um helming og voru allt að sjö þúsund krónum, án þess að símanotkun ykist. Seinna hækkaði líka um helming í síma sem ekki voru truflanir í. Þá fórum við þess á leit við símstöðv- arstjórann í Stykkishólmi að fá útskýringu á þessari helmings- hækkun og ítrekuðum beiðni um lagfæringu. Hvorugu var sinnt og því er ástandið þannig í dag að þrír símar eru lokaðir hér. Aðrir símar en þessir þrír hafa verið í góðu lagi, en af þeim er aðeins einn í heimahúsi, annar á hreppskrifstofu og hinir ekki not- aðir á veturna. Ný símstöðvartæki voru tekin í notkun í marslok, án þess að bilanirnar væru athugað- ar. Okkur finnst þetta að vonum ansi hart og teljum okkur hafa ærna ástæðu til að halda það að símstöðin virki ekki sem skildi, en eins og ég sagði höfum við hvorki fengið útskýringar á þessari miklu hækkun né lagfæringu á símun- um,“ sagði Hafsteinn. 10 króna mynt og 1000 króna seðill í umferð í maí STEFNT er að því að 10 króna mynt og 1000 króna seðill fari í umferð hér á landi í maí á næsta ári, að því er Stefán Þórarinsson hjá Seðlabanka fslands tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gærkvöldi. Stefán sagði hönnun seðilsins og myntarinnar ekki endanlega lokið, og væri því ekki unnt að birta myndir af þeim enn sem komið væri, auk þess sem form- leg heimild eða samþykki banka- málaráðherra sé enn ekki fyrir hendi varðandi útlit nýju mynt- arinnar og seðilsins. Tillögur Seðlabankans hefðu hins vegar verið lagðar fyrir ráðherra, og eru þær þessar: Tíu króna mynt- in verði úr sama málmi og krónu- og fimmkrónu-pen- ingarnir, með mynd af fjórum loðnum á framhlið og landvætt- unum á bakhlið. Þúsund króna seðillinn verði fjóiublár að lit, með mynd af Brynjólfi Sveins- syni, Skálholtsbiskupi, á fram- hlið og mynd af Skálholtskirkju frá dögum Brynjólfs á bakhlið. Stefán Þórarinsson sagðist von- ast til að endanlegri hönnun lyki fyrir árslok, og nýi seðillinn og nýja myntin færu í umferð í maí í vor. Hönnuður 1000 króna seðilsins er Auglýsingastofa Kristínar, en Þröstur Magnússon teiknari hannar myntina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.