Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 31 fclk í fréttum Geta strangar líkamsæfingar valdiö ófrjósemi hjá konum? + Þegar sænska leikkonan Ann-Margret, sem býr og atarf- ar í Hollywood, kom fram í Stokkhólmi nú fyrir nokkru, komst sá orðrómur á kreik, að hún væri ófrísk. Því miður reyndist hann ekki róttur en Ann-Margret, sem nú er 42 ára gömul, hefur alltaf dreymt um að eignast barn og leitaö ( því skyni ráöa hjá hverjum kven- sjúkdómafræöingnum á fætur öðrum. Kvensjúkdómafræöingar segja, aö í sjálfu sér sé ekkert athugavert viö Ann-Margret ann- aö en þaö, aö hún getur ekki átt barn. Og ástæöan er sú, aö hún hefur stundaö iíkamsræktina af fullmiklum krafti. Segja læknarn- ir, aö ófrjósemi af þessu tagi sé ekki óalgeng hjá íþróttakonum og aö svo virðist sem kvenlíkam- inn sé ekki geröur fyrir þaö álag, sem fylgir stööugum og hörðum æfingum. Hvaö þaö er, sem fer úr skoröum, vita læknar ekki nákvæmlega en um afleiöingarn- ar vita þeir þeim mun betur. Ann-Margret hefur aldrei slegiö slöku viö líkamsæfingarnar enda er tekiö til þess hvaö hún hefur spengilegan skrokk, kona komin á fimmtugsaldurinn. Hún viröist þó hafa oröiö aö kaupa þaö dýru veröi. Stöðugar líkamsæfingar hafa reynst Ann-Margret nokkuö dýrkeyptar. „Ellle" orðin heil heilsu + Barbara Bel Geddes eöa „miss Ellie“ í Dallas er nú aftur komin á stjá eftir erfið veikindi. Ennþá er hún aö vísu dá- lítiö föl á vangann en hún lætur þaö ekki aftra sér frá því að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfiö við upptök- urnar. Dallas-þættirnir eru geröir nokkuö löngu áður en þeir eru sýndir og þess vegna var hægt að kvikmynda af kapþi meöan Barbara var veik. Þeim atriöum, sem hún átti aö koma fram í, var þá bara sleppt en nú veröa þau tekin upp sér- staklega. Barbara kvaöst vera himin- lifandi aö vera komin aftur til „skrýtnu fjölskyldunnar“ eins og hún kallar Ew- ing-fólkiö og framleiöandi þáttanna, Phillip Capice, fagnaöi henni með stórum bangsa, sem hann færöi hennl aö gjöf. Annika Hoydal með nýja plötu + Annika Hoydal, færeyska leik- og söngkonan, sem m.a. hefur skemmt okkur íslendingum, er nú að senda frá sér stóra plötu þar sem hún syngur um föðurland sitt, Færeyjar. Annika býr nú og starfar í Danmörku og er bæöi um að ræða danska og færeyska útgáfu af plötunni. Annika segist helst ekkl geta sungiö um annaö en land sitt og þjóö og það eru líka Færeyingar, sem hafa skrifað textana, bróöir hennar og Roi Paturs- son. Hún leggur þó áherslu á, aö hún sé fyrst og fremst leikkona og að söngurinn sé bara aukageta. Annika hefur verið í Danmörku í mörg ár og býr með dönskum leikara og þessa stundina er hún aö æfa í stykki, sem fjallar um friöinn. Annika syngur bara söngva um land sitt og þjóð 1928 ALLT A SAMA STAÐ 1983 EGILL VILHJÁLMSSON HF. 55 ÁRA ÞJÓNUSTA Notaðir bílar — Skipti möguleg ■— ------^ AMC EAGLE FIAT ARGENTA 2000, 1982 2 d„ Sedan 1982. Oekinn. 15 þýs km Kr 285.000. Ljósbrúnn. Kr. 635.000. SÍFELLD BÍLASALA FIAT RITMO AMC EAGLE 1981 65 CL 1982. 6 þús. km. Kr. 92 þús. km. Kr. 450.000. 225.000. SIFELLD ÞJONUSTA FIAT 127 1981 27 þús. km. Kr. 155.000. TOYOTA HIACE 1977 CAMPING. Kr. 160.000. ALLT A SAMA STAÐ VOLKSWAGEN GOLF 1977 DAIHATSU CHARADE 1979 90 þús. km. Kr. 95.000. 54 þús. km. Kr. 135.000. HJA AGLI I FIAT-HUSINU MAZDA 323 1977 80 þús. km. Kr. 90.000. MAZDA PICK-UP 1979 90 þús. km. Kr. 110.000. OPID IDAG SÍFELLD BÍLASALA Sími 77200 SÍFELLD ÞJÓNUSTA Sími77202 EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIDJUVEGI 4C, KÓPAVOGI. 1928 ALLT A SAMA STAD 1983

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.