Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 23 Minning: Jón Stefánsson frá Skaftafelli Fæddur 20. september 1899 Dáinn 7. október 1983 Látinn er sannur íslands sonur, Jón Stefánsson frá Skaptafelli í Öræfum. Segja má, að þjóðgarður- inn hafi misst eitt af sínum feg- urstu blómum. Jón var sonur hjónanna Jó- hönnu Jónsdóttur og Stefáns Benediktssonar í Hæðum í Skaptafelli. Þeirra börn urðu fjög- ur og var hinn látni þeirra elstur. Næstur honum kom Benedikt (1903—1975), en hann starfaði öll sín manndómsár hjá Tollendur- skoðunarskrifstofunni í Reykja- vík. Guðlaug (1906—1977), einka- systir þeirra, var þriðja í röðinni, en yngstur er Ragnar bóndi í Skaptafelli, sem er landsmönnum löngu kunnur fyrir störf sín sem þjóðgarðsvörður. Undirritaður hitti fyrst þetta sómafólk í maímánuði 1945, þegar Ragnar kom honum á hesti frá flugvellinum á Fagurhólsmýri til Hæða í Skaptafelli. Þá stóðu þau á hlaðinu til að bjóða borgarbarnið velkomið þau Guðlaug, Jón, og faðir þeirra Stefán, sem studdist fram á birkistaf úr skóginum, enda orðinn gamall og gigtveikur. Guðlaugu, sem við kölluðum Lullu, man ég helst fyrir góða matreiðslu og bakstur. f sælgæt- isleysinu þóttu smákökur hennar úr kókosmjöli hreint afbragð. Hún átti til að vera þunglynd á köflum, en þess utan var Lulla ræðin og skemmtileg. Hún hleypti eiginlega ekki heimdraganum fyrr en eftir fertugt og lést hér fyrir sunnan eftir langvarandi veikindi. Stefán, faðir þeirra, var mikill öðlingur og átti til að bregða á leik með ungviðinu. Þegar ég fékk mér birkistaf og þóttist vera gigtveik- ur eins og hann, þá elti hann mig gjarnan með sinn staf á lofti og lét sem hann væri mikið reiður. í leikslok hló hann svo dátt, að tár- in trilluðu niður kinnarnar. Ragnari kýnntist ég einna minnst, enda var hann bústjórinn og fór því oftast af bæ í ýmsum erindagjörðum. Var hann alltaf hlýr og tillitssamur við malar- strákinn. Jóni kynntist ég best, enda sinnti hann mér mest. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur mér þótt eina mest vænt um Jón af öllum mönnum um mína daga. Hann var fríður og góður, skynsamur og að- gætinn, kærleiksríkur og óhrekk- vís, ljóðelskur og söngvinn, gam- ansamur og svo mikið náttúru- barn, að flest virtist leika í hönd- unum á honum. Þrátt fyrir alla sína kosti kvæntist Jón aldrei. Hann fór til Er ég sá að æskufélagi minn, Garðar ólafsson, væri skyndilega látinn, varð mér hverft við. Þar fór góður drengur. Hugurinn leit- aði til baka, aftur um yfir 20 ár, vestur á Snæfellsnes, þar eru okkar æskustöðvar. Þá var gaman að vera ung að árum og þá ekki síst ef maður átti góðan vin. Leiðir okkar Garðars lágu sam- an er ég var 15-16 ára. Hann var einstaklega skemmtilegur og góð- ur félagi, heiðarlegur og prúður í allri framkomu. Ég mun ætíð minnast hans með söknuði og um leið þakklæti fyrir árin sem við áttum samleið. Guð gefi honum höfuðborgarsvæðisins skömmu fyrir 1930 og stundaði smíðar hjá Reykdal í Hafnarfirði, en þar var ein sú fyrsta rafstöð, sem í gang fór hér á landi. Seinna gerðu þeir bræður sér rafstöð í bæjarlæknum í Skaptafelli. Jón dvaldi um tveggja ára skeið fjarri átthögun- um og lét vinnuna sitja í fyrir- rúmi. Til að mynda stóðu lengi tvö bárujárnsklædd timburhús skammt fyrir austan Hveragerði og voru þau eins á að líta, en þar frið og veiti huggun öllum hans nánustu. Hulda „Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði,— líf mannlegt endar skjótt." (H.P.) Þegar ég frétti um hið sviplega andlát virktavinar míns, Garðars hafði Jón verið að verki. Nú hefur a.m.k. annað þeirra verið rifið. Til allrar hamingju fyrir Jón og okkur, sem dvalið höfum lengur eða skemur í Skaptafelli, hvarf hann heim aftur á vit þess ægi- fagra vistheims, er hann unni svo heitt. Þar lifði Jón í kærleiksríku samspili við tilveruna og naut þess að vera hluti sköpunarverksins. Það var ómetanlegt fyrir ungan dreng að kynnast Jóni og mega sjá jurta-, dýra- og steinaríkið með augum hans. Það var líka ómet- anlegt að læra til verka hjá slíkum manni á meðan enn var búið með gamla laginu í sveitinni án vélknúinna heyvinnslutækja. Á rigningardögum voru helstu ljóðskáld íslendinga kynnt í skemmunni og hrynjandinn féll vel að sveiflum hverfisteinsins hjá Jóni, þegar hann lagði á ljáina. Tæki hann sér hvíld fékk sveinn- inn ungi að syngja lítið lag úr skólaljóðunum og þá lyngdi Jón stundum aftur augum og ekki annað að sjá, en honum þætti flutningurinn góður. Var þetta svo örvandi, að stundum tók sveinninn aukalag óbeðinn. Annars var svona söngur aðeins hvursdags. Eftir hádegisverð á sunnudögum var oft gengið til stofu og hlustað Ólafssonar, brast sá strengur, er tengt hafði vináttubönd vor um tíu ára skeið. Ég á honum og eftirlifandi unn- ustu, Særúnu, mikið að þakka. Þegar tímar voru erfiðir hjá mér, gat ég ávalit leitað til þeirra, þau veittu mér ómetanlega ásjá og verð ég þeim æfinlega þakklátur fyrir það. Það brást ekki að er ég af uppundnum grammifóni á Elsu Sigfúss syngja tregablandna söngva eins og „Þess bera menn sár um ævilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur." „Þeim gleymist oft er girnast söng og dans uð ganga hljótt hjá verkamannsi i3 kofa“ eða „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“. Rómantíkin og ástin til lífs- ins og tilverunnar átti hugi okkar á þessum stundum. Allt var svo eðlilegt þar sem túlkurinn var Jón. Nú ríkir kyrrð yfir djúpum dal í huganum, sem fullur er þakklætis til þessa einstaka vinar, sem horf- inn er af sjónarsviðinu þó minn- ingin um hann máist seint. Örugglega fylgja hlýjar hugsan- ir frá öllu frændfólki mínu til Jóns, þegar hann að lokum yfir- gefur Skaptafell. Þangað verður ekki eins að koma. Það virðist eðlilegast að kveðja Jón með ljóði og er það tekið að láni hjá Davíð frá Fagraskógi. „Sú jörð á réttinn, kröfu til krafta minna, sem kenndi mér, snauðu barni, að hugsa og vinna, og aldrei vega vorkunnsemd eða leiði að vökulum bónda, sem ræktar sína heiði.“ Blessuð sé minning Jóns Stef- ánssonar. Hrafn Pálsson var í vanda staddur, gat ég alltaf leitað til þeirra. Ég veit að það er tekið tillit til þess í lífsins bók. Ég kynntist Garðari vorið 1974, er við störfuðum saman við leigu- bifreiðaakstur hjá Bifreiðastöð Steindórs. Hann var geðþekkur náungi, glaðlegur og svipléttur, og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég á margar góðar minningar um samverustundir okkar og lofa ég Guð fyrir það að aldrei hafði hvorugur gert hinum neitt er iðr- ast þyrfti síðar. Drottinn varðveit þú sál félaga vors og fylg honum, þar sem mannleg augu hafa aldrei litið. Ég þakka þér fyrir að lofa mér að hafa fengið þann heiður að fá að taka þátt í hinu skamma hlutverki Garðars hér í þessu jarðlífi. Góður guð styrki og veri þeim nálægur er líða og syrgja. Ronald Kristjánsson Garðar Ólafsson sjómaður — Kveðja ÁSINN Opnum í kvöld, laugardaginn 22.10. kl. 19, nýjan veltingastaö (kaffiteríu) og leiktækja- sal aö Hverfisgötu 105. Kaffiterían opin trá ki. 9 aö morgni til 23.30 alla daga nema sunnudaga frá kl. 11—23.30. Viö bjóðum uppá kaffi með fjölbreyttu meðlæti, smurt brauð, einnig ýmsa heita smárétti, öl, gos og sælgæti. Á\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.