Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Ekki einfalt að snúa til fyrri ritháttar Tillögu á Kirkjuþingi um beygingar á nafninu Jesú SAMKOMULAG varð á Kirkjuþingi í gær, um að vísa til allsherjarnefnd- ar tillögu um að taka upp fyrri beyg- ingu nafnsins Jesú, en beygingunni var breytt fyrir fáum árum og var frá tillögunni sagt í Morgunblaðinu í gær. Var það gert að tillögu flutn- ingsmanns Séra Halldórs Gunnars- sonar, prófasts í Holti undir Eyja- fjöllum. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson sagði málið viðkvæmt og vandasamt, en ekki væri óeðli- legt að málið yrði tekið fyrir á Kirkjuþingi, eftir þá umræðu sem hefði átt sér stað um þetta efni á opinberum vettvangi að undan- förnu. Að hverfa aftur til fyrri rit- háttar væri hins vegar ekki einfalt mál, því Biblían, sálmabókin og handbókin hefðu verið gefnar út með hinum nýja rithætti. Þeir sem hefðu staðið að þessum breyt- ingum á sínum tíma hefðu gert það í góðum hug tii að gera beyg- inguna meðfærilegri og aðgengi- legri. Hins vegar væri vandamálið að hverfa aftur til fyrri vísað til allherjarnefndar hvað þetta snerti mest í sambandi við íslenskan sálmakveðskap og einna mest í sambandi við Passíu- sálmana, því séra Hallgrimur hefði beiðst þess að ekki yrðu gerðar breytingar á sálmunum þeim, frá því sem hann gekk frá þeim, en rím getur breytst vegna þessara breytinga á beygingunni. Hann fyrir sitt leyti sagðist ekki treysta sér til þess að breyta út frá þessari ósk séra Hallgríms er að endurprentun Passíusálmanna kæmi. Flutningsmaður kvað ekki eðli- legt að séra Hallgrímur nyti sér- stöðu umfram aðra í þessum efn- um. Útfór Eiríks Ásgeirssonar, forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í gær og stóðu eitt hundrað strætisvagnabflstjórar heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkju. Koma mun til uppsagna ísiand í um allt land á næstunni Gfstft S30ÍÍ Rætist ekki úr aflabrögöum, segir skrifstofustjóri LÍÚ ÍSLENZKA skáksveitin er í efsta sæti á átta landa keppninni, sem fram fer í Osló. Fyrir síóustu umferðina hefur ís- land 23 vinninga. Danir eru í öðru sæti meó 201/? vinning og bióskák. Pólverjar er í þriAja sæti mcð 20 vinninga og 3 biðskákir. f 4.-5. sæti eru Svíar og V-I>jódverjar með 20 vinninga og biðskák, Norðmenn hafa 17 vinninga og biðskák, Finnar 14 vinninga og biðskák og Færeyingar hafa 4'A vinn- ing. ísland telfdi í gær við Færeyinga og vann 5'A — 'k. Guðmundur Sigur- jónsson vann Ziska, Margeir Pét- ursson gerði jafntefli við Hansen, Helgi Ólafsson vann Apol, Jóhann Hjartarson vann A. Ziska, Áslaug Kristinsson vann Klingen og Karl Þorsteins vann Nielsen. Jóhann vann tvær biðskákir í gær, Grun frá V-Þýzkalandi og Wibe, Noregi. Is- land vann Pólland 3'A—2'A á fimmtudag. „ÞAÐ ER mjög víða slæmt ástand og ef ekkert fer að rætast úr afla- brögðum verður ekki lengur um einstök tilfelli að ræöa, heldur mun þetta breiðast út og koma mun tjl uppsagna um allt land,“ sagði Ágúst Einarsson, skrifstofu- stjóri LÍÚ, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, er borin voru undir hann ummæli sjávarútvegsráðherra í blaðinu í gær og fréttir af uppsögnun fisk- vinnslufólks á Stokkseyri og Eyrarbakka. „Það er aflaleysið fyrst og fremst sem er að,“ sagði Ágúst, „það er allt að drepa. Haustið er alltaf erfiður tími, en þetta er miklu erfiðara nú en við höfum átt að venjast á þessum árstíma undanfarin ár. Það verður að fara langt aftur til að finna svipað ástand." Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær, var talsvert á annað hundrað starfsmönnum i fiskiðnaði sagt upp i vikunni á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna skorts á hráefni í frysti- húsunum. Bátar eru þó á veið- um, og vinna hefst um leið og o afli kemur að landi. Þótt ekki hafi mjög víða komið til upp- sagna enn sem komið er, mun ástandið þó litlu skárra víða um land. Á Ólafsfirði var starfsfólki í fiskvinnslu til dæmis sagt upp í vikunni og var ekki unnið í gær. Nú hefur hins vegar borist afli á land á ný og verður unnið á mánudaginn aftur og togarar frá Ólafsfirði eru væntanlegir inn með afla í næstu viku. Þar verður því unnið eitthvað áfram. Sóley frá Grundarfirði tekin: Klæðning í poka vörpunnar ólögleg INNLENT Á miðvikudag var togbáturinn Sóley, SH 150, frá Grundarfirði stað- inn að togveiðum með ólögleg veið- arfæri tæpar 7 sjómflur út af Öndverðarnesi. Varðskipið Týr kom Viljum frið í frjálsum heimi: Vökumenn sigruðu í 1. des. kosningunum VAKA, FÉLAG lýðræðissinnaðra stúdenta, sigraði naumlega í kosn- ingum til hátíðarnefndar 1. des., sem fram fóru í háskólanum á fimmtudagskvöldið, en vinstri menn hafa sigrað í þessum kosn- ingum sl. 12 ár. Fengu Vökumenn 308 atkvæði gegn 306 atkvæðum Félags vinstri manna, en aðrir list- ar buðu ekki fram. Níu seðlar voru auðir og tveir ógildir. Kjörsókn var 15,76%. „Við erum auðvitað í sjöunda himni," sögðu fulltrúar Vöku- manna sem litu inn á ritstjórn Mbl. í gærdag, „þótt við hefðum reyndar verið sigurvissir allan tímann. Því sannleikurinn er sá að vinstri bylgjan er að fjara út meðal háskólastúdenta, auk þess sem við buðum fram aðgengi- legra umfjöllunarefni en vinstri menn. Okkar efni er „Friður, frelsi, mannréttindi", en með þessum orðum viljum við draga fram þá staðreynd að raunveru- legur friður hlýtur að grundvall- ast á frelsi og mannréttindum. Þannig viljum við leggja okkar skerf til friðarumræðunnar, en á Nokkrir fulltrúar Vökumanna. Frá vinstri: Stefán Guðlaugsson, Óli Björn Kárason, Ragnar Pálsson, Baldur Erlingsson og Gunnar Jóhann Birgis- son, formaður Vöku. Morgunblaðið/Kristjín Einarsson. annan hátt en tíðkast almennt hjá friðarhreyfingum, sem setja kröfuna um einhliða afvopnun á oddinn. Við leggjum aðaláherslu á friðarsamstarf vestrænna þjóða, því við viljum frið í frjáls- um heimi. Viðfangsefni vinstri manna var heldur klént að þessu sinni, „Sjálfstæði — eitthvað ofan á brauð", og byggðist barátta þeirra öll á árásum á núverandi ríkisstjórn og var greinilega miðstýrt beint frá Þjóðviljanum. Þetta sáu margir vinstri menn, sem eru ekki hallir undir Al- þýðubandalagið og Þjóðviljann, og sátu því heima. En það setur óneitanlega skugga á þessar kosningar hve þátttaka var dræm. Skýringin á því er tvíþætt að okkar mati. I fyrsta lagi sú að aðeins var kosið á milli klukkan átta og tólf á fimmtudagskvöldið auk þess sem framboðsræður fóru fram á sama tíma. Þessi tilhögun er verk vinstri manna, en þeir neit- uðu, í krafti meirihluta í kjör- stjórn, að hafa kosningar allan daginn, þrátt fyrir eindreginn tilmæli Vöku. Þeir vita sem er, að meirihluti þeirra stúdenta sem ekki taka virkan þátt í póli- tísku starfi, fylgja lýðræðissinn- um að máli. Með því að þrengja kosningatímann á þennan hátt draga þeir úr kjörsókn þessa hóps. Hin skýringin á þessari dræmu kjörsókn er sú, að vinstri menn hafa undanfarin ár mis- notað 1. des.-hátíðarhöldin í pólitískum tilgangi. Stúdentar eru orðnir þreyttir á þessu og leiða því þessa kosningar hjá sér í auknum mæli.“ að bátnum, sem var að toga með skutvörpu og reyndist klæðning vörpunnar ólögleg. Skipstjóra var fyrirskipað að halda til Grundar- fjarðar og bíða fyrirmæla sýslu- mannsins í Stykkishólmi. Málið var tekið fyrir og leyst með dómsátt. Skipstjórinn var dæmdur til þess að greiða 45 þús- und krónur í ríkissjóð. Embætti ríkissaksóknara heimilaði dóms- átt í málinu. Lánskjaravísi- tala hækkar um 3,01% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir nóvember- mánuð og reyndist hún vera 821 stig. Lánskjaravísitala hefur því hækkað um 24 stig milli mánaða, en hún var 797 stig í október. Hækkunin milli mánaða er 3,01%. Hækkun lánskjaravísitölunnar nú er nokkru meiri, en hækkunin milli mánaðanna september og október þegar hún hækkaði um 1,4%. Meginástæðan fyrir því, að hækkunin nú er mun meiri, er áhrif hækkunar á landbúnaðar- vöruverði og hækkunar launa um síðustu mánaðamót. Vegna smávægilegrar bilunar { prentvél Morgunblaðsins er stærð blaðsins takmörkuð við 40 síður { dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.