Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 38
• Þetta er fyrsta landsliö íslands í karate. Þessi vígalegi hópur tekur þátt í Norðurlandameistaramót- inu um helgina en þaó fer fram í Noregi. Myndin af landsliðinu er tekin í œfingasal liðsins í Ármúla en þar hefur hópurinn œft af kappi undanfarnar vikur og fer hann vel undirbúinn á mótið. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 G/einargerð frá Ólympíunefnd Islands: Á misskilningi byggt í viðtali viö Bjarna Friöriksson, júdókappa, í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram, aö ólympíu- nefnd Islands hefði ekki viljaö styrkja hann tíl þátttöku í heims- meistaramóti í júdó, sem fram fór í Moskvu. Bjarni er einn af okkar frækn- ustu íþróttamönnum og hefur því fengið hærri styrki en aörir í ár frá Óí. En þaö er á misskilningi byggt að Ói eigi að styrkja þátt- töku hans í heimsmeistara- keppni. Það á Júdósambandiö aö gera. Ólympíunefndin úthlutar fyrst og fremst þjálfunarstyrkjum til ein- stakra íþróttamanna og sórsam- banda, en ekki styrkjum til aö kosta þátttöku í heimsmeistara- keppni. Þaö er verkefni sórsam- bandanna aö ákvaröa og kosta þátttöku í alþjóöamótum. Á miöju sl. sumri úthlutaöi Ói styrkjum til sórsambanda og ein- stakra íþróttamanna fyrir áriö í ár. Öllum hlutaöeigandi átti aö vera þaö vel kunnugt, aö sú úthlutun gilti fyrir allt áriö. Nú vinnur Óí aö undirbúningi aö nýrri úthlutun þjálfunarstyrkja fyrir áriö 1984 í samvinnu viö nokkur sérsambönd. Enn er ekki hægt aö segja hvort úthlutað veröi fé til ein- stakra keppenda eöa sórsam- banda, þar sem skiptar skoöanir eru á því máli hjá formönnum sér- sambandanna. En af viötölum, sem nú fara fram viö þá, skýrist málið, og er óhætt aö segja þaö nú, aö næsta úthlutun þjálfunar- styrkja fer fram rétt um næstu mánaöamót, sem veröur þá fyrir næsta ár fram aö Ólympíuleikum. Hversu há sú upphæö verður, sem til úthlutunar kemur, byggist aö verulegu leyti á því, hvernig Ólympíunefndinni tekst aö afla fjár, en einmitt um þessar mundir er unniö aö því verkefni. • Það voru mikil, kröftug og vígaleg brögö som æfö voru, og sumum þoirra fylgdu mikil hróp, en eins og sjá má á þessum myndum er einbeitni karate-manna mikil. MorgunbMM/Kritijin Einarsaon. Enskir punktar: Fer Brazil nú til Man. mmmm obi. Atli Eðvaldsson á fullri ferð með boltann, en einn varnarmanna Eintracht Frankfurt gerir árangurslausa tilraun til aö stöðva hann. Nokkuö er liöiö síðan Atli skoraði síðast, en hann segist vonast til aö fara að sjá boltann í netinu aftur. MorgunblaóM/Skapti Fimm stig úr næstu þremur leikjum — er takmark okkar, segir Atii Eðvaldsson Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgun- bladsins í Englandi. MIKLAR líkur eru nú á því að Manchester United kaupi skoska landsliðsmanninn Alan Brazil frá Tottenham. Tottenham keypti hann í haust frá Ipswich, en hann hefur ekki náö aö festa sig í sessi í liöinu, og þrátt fyrir meiösli hjá félaginu mun hann ekki veröa meö í deildarleiknum gegn Birmingham í dag. Man- chester United hefur lengi haft mikinn áhuga á að fá Brazil, en hann kaus aö fara frekar til Tott- enham í haust. Tveir körfu- boltaleikir ÞAD er ekki mikiö um aö vera á íþróttasviöinu um helglna. Vegna landsleikja íslendinga og Tékka eftir helgi er enginn handbolti á dagskrá, og aöeins tveir leikir veröa í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Báöir hefjast þeir kl. 20.00 annaö kvöld. KR og ÍR leika þá í Hagaskóla og Valur og Haukar í Seljaskóla. Utd.? Melia til Bournemouth? Don Megson, framkvæmdastjóri 3. deilarliðs Bournemouth, var rek- inn frá félaginu í gær. Liöinu hefur gengiö afleitlega undanfariö — tapaö níu af síöustu ellefu leikjum sínum. Jimmy Melia, sem rekinn var frá Brighton í vikunni hefur ver- iö sterklega orðaður viö fram- kvæmdastjórastööuna hjá Bournemouth. „Verðum að vinna“ „Viö veröum aö vinna leikinn gegn Nottingham Forest í deildinni í dag,“ sagði Terry Neill, fram- kvæmdastjóri Arsenal. „Við höfum nú tapað síöustu þremur leikjum og þetta gengur ekki lengur. En ef viö vinnum Forest og síðan leikinn í mjólkurbikarnum í vikunni gæti þetta farið aö ganga vel aftur. En þaö er eins gott fyrir Charlie Nicholas aö fara sýna meira en hann hefur gert undanfariö. Hann hefur aðeins skoraö eitt mark í vetur," sagði Neill. Þaö er nú mál manna hér í Englandi aö fari Ars- enal-liöinu ekki aö ganga betur veröi Neill rekinn frá þessu forn- fræga félagi. „ÞAÐ ER takmark okkar að ná fimm stigum út úr næstu þremur leikjum okkar. Viö höfum spilaö á móti sterkum mótherjum að und- anförnu og gengiö allvel. Ég held að ég geti sagt að frammistaða liösins sé vonum framar það sem af er keppnistímabilinu. En þaö er nú máske erfitt að dæma um frammistööu liöanna, þar sem svo fáir leikir hafa farið fram. Það eru mörg liö sem hafa komið á óvart nú í haust og sér í lagi leíkmenn sem eru lítt þekktir. Það eiga sér staö kynslóðaskipti núna í knattspyrnunni, bæði f deildinni og í þýska landsliöinu," sagði Atli Eövaldsson er Mbl. spjallaöi viö hann. „Hvaö sjálfan mig varöar þá hef ég því miður ekki skoraö í siöustu leikjum, en vonandi fer aö koma aö því aö maöur fer aö sjá boltann í netinu aftur. Ég hef átt sæmilega leiki og finn aö ég get gert enn betur,“ sagöi markaskorarinn. Um helgina fara þessir leikir fram í V.-Þýskalandi í 1. deild: Hamburger SV — VfL Bochum Eintr. Frankfurt — Bor. M’gladbach 1. FC Nurnberg — 1. FC Köln Arm. Bielefeld — Fort. Dússeldorf Bayern Leverk. — Kick. Offenbach Bay. Uerdingen — Werd. Bremen Bor. Dortm. — Eintr. Braunschweig 1.FC Kaisersl. — Waldh. Mannhelm VfB Stuttgart — Bayern Múnchen — ÞR Fyrsta landslio Islands í karate „Bestur í Englandi" - segir Cruyff um Glenn Hoddle Frá Bob Henneisey fréttaritara Mbl. i Englandi. LEIKUR Glenn Hoddle meö Tott- enham á móti Feyenoord í Evrópukeppninni hefur vakið mikla athygli. En þá lék Hoddle framúrskarandi vel. Knattspyrnu- stjarnan Johan Cryuff sagði í spjallí viö ensku blööin. „Þaö leikur enginn vafi á því aö Glenn Hoddle er besti leikmaöurinn ( ensku knattspyrnunni í dag. Hann hefur mikla yfirsýn og leik- ur af einstakri eðlishvöt. Slíkir knattspyrnumenn eru ekki á hverju strái i dag. En í næsta leik okkar ætla ég að sýna fram á aö ég sé betri leikmaöur en Glen Hoddle,“ sagði Hollendingurinn fljúgandi, Johan Cruyff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.