Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^ W !'£**<*' m L a/ • n \w<A\<mpx?umx}: Þessir hringdu . . . Okkur varð star- sýnt á handbragðið Aðstandandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Okkur hjónin langar til að senda þakk- lætiskveðju til frú Kristbjargar, blómaversluninni Stráinu á Eg- ilsstöðum. Hún aðstoðaði okkur í sambandi við tvær jarðarfarir ástvina okkar og leysti verk sitt svo stórkostlega vel af hendi og af svo mikilli virðingu og reisn, að okkur varð starsýnt á hand- bragðið. Það var listaverk. Kær- ar þakkir. Réttara að birta mynd af hljóm- sveitinni allri Járnsíðulesandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við urðum mjög vonsviknar, tvær vinkonur, yfir Járnsíðunni á miðvikudag (12. okt.), að það skyldi bara birtast mynd af Þorsteini Gunnarssyni trymbli í hljómsveitinni Icelandic Sea- funk Corporation, en ekki hljóm- sveitinni allri. Það hefði verið miklu skemmtilegra, eins og sýndi sig með hinar hljómsveit- irnar, sem myndir birtust af á sömu síðu. Þó að Þorsteinn sé æðislega góður trommuleikari og hafi tekið frábært sóló þarna, fannst okkur, að réttara hefði verið að birta mynd af allri hljómsveitinni. Er hægt að bæta úr þessu? - O - Sigurður Sverrisson blaða- maður tjáði okkur að hann hefði reynt að ná mynd af hljómsveit- inni við þetta tækifæri, en ekki tekist. Og sökum mannabreyt- inga hefði ekki verið hægt að notast við gamla mynd. En úr þessu yrði bætt. Hvað er orðið af Arnþrúði og Páli? Ingibjörg Baldursdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að beina fyrirspurn til forráðamanna útvarpsins: Hvað er orðið af hinum ágætu út- varpsmönnum Arnþrúði Karls- dóttur og Páli Þorsteinssyni? Svo virðist sem bæði Dropar og syrp- urnar hans Páls hafi horfið með öllu af dagskránni, eftir að vetr- ardagskrá hófst. Var ekkert litið til vinsælda þessara þátta í skoð- anakönnuninni, þegar tekin var ákvörðun um það, hvort þeir héldu velli í dagskránni? A heims- mælikvarða „Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum vorum við hjónin stödd í höfuðborginni og ákváðum að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæli okkar með dætr- um og tengdasonum. Ákveðið var að fara út að borða. En hvert? Fyrir valinu varð Hótel Holt. Við vildum vera flott á því og pöntuðum kampavín með matnum. Þegar þjónninn kom með flöskuna, sagði hann, að hún væri gjöf frá staðnum í tilefni afmælisins. Þetta viljum við þakka fyrir, svo og góðan mat og alla þjónustu, sem var á heimsmælikvarða. Það mætti oftar lofa það, sem vel er gert, en gera minna af því að lasta sí og æ það sem miður fer. Friðný og Jónas G., Húsavík." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Bilið þar á milli er einn meter. Rétt væri: ... er einn metri. Séra Guðmundur Torfason. (Teikning bróðursonar hans, Finns Jónssonar á Kerseyri.) kominn, þegar hann rankar við sér, þjakaður af timburmönnum. Reykjavíkurbragur yngri Eg var á ferð um fölva nóttu foræði vóð um grýtta slóð, tók mig að syfja undir óttu á hæð hjá vörðu kyr því stóð. Byltu mér veiti bróðir helst þá bjarminn lýsti fagrahvels. Ei er mér Ijóst hve lengi gisti lúinn véböndum dauðans í. Þegar eg upp reis yfir lysti óhíjóðum, skvaldri, harki, gný; gerðist nú ys og ógnarskrölt sem ótal nauta kuldabrölt. Mér varð litið til hægri handar, húmskýlu fyrir augað brá mér fannst sem þytu illir andar út úr hyldýpis myrkri gjá, reykbræluhnettir hófu köf, hátt sem úr mestu kolagröf. Allt eins og milli steins og sleggju stóð eg og horfði þvílíkt á, af þessu hissa hvorutveggju. Hlaupandi koma mann ég sá. „Komdu sæll, vinur,“ kvað eg þýtt, kátur var hinn og tók því blítt. Tók eg nú þegar þennan frétta þá orðin raáttu til hans ná: „Hvar er eg staddur? Hvað er þetta? Hvaðan er þessi svæla frá? Segðu mér upp á ást og tryggð, er hérna nálægt mannabvggð?" Hann hlær og segir: „Svo má kalla, sýnist þér hérna fjarska Ijott? þú ert ekki með öllum mjalla, eitthvað hefir þig villt í nótt. Hér er mannbyggð, já, heldur rík, höfuðstaðurinn Reykjavík." Þá lýsir sögumaður mönnum og mannlífi í Reykjavík, eins og það kemur honum fyrir sjónir. Um konurnar í bænum farast honum orð á þessa leið: Hér finnast konur, frúr og meyjar sem farfa sig með ýmsum lit, þær glæsilegu gullhlaðs-eyjar ganga langt yfir mannlegt vit; eg fæ ei þeirra fegurð lýst, frómlyndi og hegðun allra sízt. Kvendin sura gráa kjóla bera með kransa eins og fléttað hár, járnbentar eins og á að vera, út svo þær fái gengið skár, svo kurteisar að ker fullt má koll þeirra setja skaðlaust á. Þær kveða: Jæ e kokkepige kan vals og snakker dansk, er feit, en hitt að mjólka kýr og kvie, kindur og múkke flór í sveit, so skidt, so tossuð, líðileg eg líð það ei, fjandinn gæli í mig. Hann gefur utanbæjarmönnum ýmis ráð, ætli þeir að gera sér ferð til kaupstaðarins. M.a. segir hann: Þá skaltu bera hring á hendi, hárið greitt út í vangann sé, ellegar munu menn og kvendi mjög að því færa háð og spé, fólk er hér útásetningssamt við sveitafólk og hæðnistamt. íslenska tungu mátt ei mæla menn kunna iítt á henni skil, kokaðu sem þú ætlir æla einhverju sem ei hefir til, kreistu svo orðin upp úr þér allt eins og sumir gera hér. Og loks segir séra Guðmundur um Reykjavík og Reykvíkinga: eða vansæma þennan stað en við ef hefi aukið dygðum ætla eg fyrirgefist það. Sannindin bar að segja þér, því sannleikurinn beztur er.“ * v. Mittismálid? Ef þú hefur átt svo um munar í vandræð- um með aukakílóin og mittismilið, þá hef- urðu kannski komizt að því að skyndi- megrun og töfrakúrar hrökkva sjaldnast langt. Nei, þá er bezt að taka málið föstum tökum og læra að lifa lífinu á skynsamleg- an hátt með hollum og góðum mat. Við bjóðum námskeið í þessa veruna, þar sem er reynt aö taka á sem flestum þátt- um varöandi mat og mataræði, svo þið getið haft ánægju, en ekki áhyggjur af mat. Námskeiöið hefst laugardaginn 5. nóv- ember. Upplýsingar {síma 31486 kl. 17—19 virka daga. Dr. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur, Sigrún Davíðsdóttir. j-y , Nobiínr Citroén nœstbesti fwsturinn! Citroen GSA Pallas C-mat Citroén GSA Pallas Citroén GSA Pallas Citroén GSA Pallas Citroén GS Pallas Citroén CX Pallas árg. km. Verð 1982 40.000 290.000.- 1982 24.000 265.000,- 1982 29.000 260.000.- 1980 36.000 180.000- 1979 37.000 125.000,- 1978 60.000 260.000.- Opið í dag frá kl. 14—17 ‘ ~ G/obusr^zn Hurðarpumpur Margar stærðir Þettilistar á huröir og glugga ® U Vf fí/. STOFNAÐ z 1903 'ea&tmaent ÁRMÚLA 42 ■ HAFNARSTRÆTI 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.