Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Minning: Árni Vilmunds- son, Keflavík Fæddur 22. janúar 1914 Dáinn 11. október 1983 Vinur minn og samstarfsmaður um árabil, Árni Vilmundsson, verður til moldar borinn frá Keflavíkurkirkju í dag. Árni veiktist fyrst í maí sl. og allt frá þeim tíma átti hann í harðri baráttu við þann sjúkdóm sem leiddi hann til dauða 11. október sl. Löngu og erfiðu sjúk- dómsstríði er lokið. Árni vinur minn varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn, en slík eru jú ferðalok okkar allra. Árni Vilmundsson fæddist 22. janúar 1914 í Grindavík. Hann var næstelstur 13 systkina, sonur hjónanna Vilmundar Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi hjá foreldrum sínum fram til 25 ára aldurs. Árni starfaði við landbúnað og stundaði sjóróðra ásamt smíðum meðan hann dvaldi hjá foreldrum sínum. Árið 1937 fór hann á mót- ornámskeið Fiskifélags íslands og lauk þar prófi með góðum vitnis- burði. Eftir það réðst hann vél- stjóri á vélbátum, en árið 1947 setti hann á fót í Keflavík eigið bílaverkstæði sem hann rak í 5 ár. Árið 1955 gerðist hann hluthafi í Aðalstöðinni í Keflavík og var leigubílstjóri til 1960. Þá hóf Aðal- stöðin rekstur bensínstöðvar og starfaði Árni við þá stöð þar til hann varð flokksstjóri hjá Kefla- víkurbæ fram til ársins 1973. Árið 1973 gerðist hann húsvörður við Gagnfræðaskólann í Keflavík og gegndi því starfi þar til yfir lauk. Árni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Laufeyju Guðmundsdóttur ættaðri af Eyrarbakka árið 1946. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru Vilmundur, Sigrún og Jó- hanna. Auk þess ól Árni upp fóst- urson, Friðrik Hermann Frið- riksson. Þetta er aðeins þurr upptalning, skýrsla um ævi látins vinar. Hún segir vitanlega fátt um gerð Árna og einkenni eða neitt það sem geymist í minningunni, en það er þó það eina sem eftir er þegar leið- ir skilur. Ég kynntist Árna fyrst árið 1967, en þá hafði ég ráðið mig sem sumarafleysingamann við bensín- afgreiðslu á Aðalstöðinni í Kefla- vík. Við unnum þá saman eitt sumar. En árið 1973 liggja leiðir okkar saman að nýju er hann gerðist húsvörður við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Mér varð strax ljóst að Árni var einstakur maður fyrir margra hluta sakir. Því skal ekki leynt að hann var ekki gallalaus frekar en við hin og hann var ekki allra. En hinu skal ekki gleymt að kostirnir voru yfirgnæfandi. Hann var ákveðinn og hug- myndaríkur, var fljótur til að leysa úr málum, var þúsund þjala smiður. Hann var sterkur persón- uleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Við urð- um fljótt góðir kunningjar og sá kunningsskapur þróaðist upp í einlæga vináttu. Síðasta árið varð samstarf okkar enn nánara en áð- ur og þá gerði ég mér best ljóst hvern mann hann hafði að geyma. Við ræddum mikið saman um hin ýmsu mál — og það voru ekki allt- af skólamál sem þá voru rædd! Hann kunni ógrynni skemmti- sagna og vísna. Auk þess var hægt að leita ráða hjá Árna í mörgum málum. Lífsreynslan hafði kennt honum svo ótal margt og hann kunni að miðla af þeirri reynslu. Á þessu vori varð ég og mín fjöl- skylda fyrir áfalli þar sem mér fannst dauðinn höggva þungt og óvægilega. Þá fann ég hversu góð- an vin ég átti þar sem Árni var. Hann kom hvern morgun á skrifstofu mína, ræddi málin hisp- urslaust og taldi í mig kjark og þrek. Hann gerði það sem flestir forðuðust, þ.e. að tala um orðinn hlut, einmitt það sem mér kom best á þeim tíma. Árni gerði sér ljóst hvað mér bjó í sinni — og fáir hafa betur skilið vísuna góðu: Utan manninn allir sjá orð og gjörðir heyra. En hyggjuranninn horfa upp á held ég kosti meira. Steingrímur Thorsteinsson seg- ir í einu kvæða sinna: Vor er indælt eg það veit þá ástar kveður raustin en ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Við getum líklega flest tekið undir með skáldinu að haustið sé fegurst árstíðanna, gróðurinn skarti sínu fegursta og litirnir í hrauninu skírast og taka á sig djúpan og fallegan blæ. Því verður auðvitað ekki neitað að það var komið haust I lífi Árna Vilmundssonar, hann var að verða sjötugur. En hann var hraustur og stundaði heilbrigt líferni. Hann hlakkaði til að lifa sitt haust og undirbjó sig til þess. Meðal annars var hann tilbúinn með lítinn bát, „skemmtisnekkju", eins og hann nefndi bátinn stundum, sem hann ætlaði að „leika sér á“ þegar hann hætti störfum við skólann. En tii þess kom aldrei — veikindi hans og fráfall komu fyrirvaralaust og óvænt. Ég votta einlæglega ættfólki Árna samúð mína og alveg sér- staklega eiginkonu hans. Ég geri mér grein fyrir þeirri tilfinningu sem heltekur hjartað og sálina er sá tapast sem alls ekki má missa, þegar sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sín- um. í nýútkominni ljóðabók Hann- esar Péturssonar segir skáldið þetta svo blátt áfram og skýrt: Sá er eftir lifir deyr þeim sem lifir en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Loks vil ég þakka Árna Vil- mundssyni samfylgdina og ein- læga vináttu. Blessuð sé minning hans. Gylfi Guðmundsson Ævinlega setur okkur hljóð, þegar einhver sem við þekkjum er burt kallaður héðan af jörðu. Okkur finnst allt í einu við verða svo miklu fátækari. Við vissum að vísu að hverju stefndi en þó, kær vinur, bróðir eða mágur er okkur horfinn bak við móðuna miklu. Það skarð sem kemur þá í hópinn verður í rauninni aldrei aftur fyllt. í þessu tilfelli kemur ekki mað- ur manns í stað. Þetta kom mér í hug, þegar mágur minn, Árni Vilmundsson, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur þ. 11. þ.m. Nú þegar Árni er allur, finnst mér ég eiga honum dálitla skuld að gjalda og verði ég að launa hana með nokkrum kveðjuorðum frá okkur sem stóðu honum nærri, s.s. systkinum og þeirra fjölskyld- um. Árni fæddist að Löndum, Stað- arhverfi í Grindavík. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur frá Stærri-Bæ í Grímsnesi og Vilmundar Árnasonar frá Sperðli í Landeyjum. Á Löndum ólst Árni upp í stórum systkina- hópi, en þau voru alls þrettán og var Árni annar elstur í röðinni. Árni fer fljótt að vinna og hjálpar til við öll algeng störf heima við. Skólaganga er stunduð í eina fjóra vetur. Þá var farið fótgang- andi austur í Járngerðarstaða- hverfi, en þar var barnaskólinn. Þó þetta þyki langur gangur í dag, hef ég oft heyrt systkinin frá Löndum tala um hvað þetta hafi verið mikið skemmtilegur æsku- tími. Árni var mjög liðtækur til allr- ar vinnu og virtist allt leika í höndunum á honum. Hann þótti mjög laginn smiður hvort sem smíðað var úr tré eður járni. Árni stundaði mikið sjó bæði á opnum árabátum og einnig mót- orbátum. Árið 1937 fór hann til Reykja- víkur á námskeið og aflaði sér þar mótoristaréttinda. Hana var ofsa glúrinn við allar vélar, enda rak hann um skeið bifreiðaverkstæði. Það var líka alltaf leitað til Árna ef eitthvað fór úr skorðum með bílinn og var hann þá ævinlega fljótur að bregða við því hann var manna hjálpfúsastur. Það var svo margt sem hann lagði gjörva ^önd á að langt mál yrði að telja það allt upp. Árni stundaði leigubílaakstur bæði í Reykjavík og hér í Keflavík. Tvö ár keyrði hann hjá Flugfélagi íslands. I nokkur ár var hann verkstjóri hjá Keflavíkurbæ. Sl. tíu ár gegndi hann húsvarðarstöðu hjá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Það starf rækti hann af stakri samviskusemi eins og annað sem honum var falið. Hér í Keflavík steig Árni sitt stærsta gæfuspor er hann hitti sína ágætu eiginkonu, Laufeyju Guðmundsdóttur. Hún er Árnes- ingur að ætt en flyst ung til Kefla- víkur. Hún stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Árni og Laufey byrjuðu búskap sinn í Reykjavík fyrir nákvæmlega 38 árum, eða 11. október 1945. Þau giftu sig 22. janúar 1946. En það má segja að það hafi verið merkisdagur í lífi þeirra hjóna en það er afmælisdagur þeirra beggja. Laufey lifir mann sinn ásamt fjórum börnum. Þau eru: Vil- mundur, bifreiðarstjóri, kvæntur Önnu Skaftadóttur; Sigrún, henn- ar unnusti er Magnús Emilsson, kennari; Jóhanna, gift Jóhanni S. Kristbergssyni, skipasmið; Her- mann Friðriksson, verkstjóri, gift- ur Jóhönnu Júlíusdóttur. Her- mann var tveggja ára þegar Lauf- ey og Árni kynntust og ólst hann upp hjá þeim. Ég held mér sé óhætt að segja að Árni hafi reynst honum sem einu af sínum eigin börnum eða sem besti faðir. Barnabörnin eru sex. Laufey og Árni bjuggu nokkur ár í Reykjavík, einnig bjuggu þau um nokkurt skeið að Húsatóftum í Grindavík, en lengst af hafa þau búið í Keflavík, nú síðast í mörg ár að Smáratúni 11. Þegar við lítum til baka verða okkur efst í huga ótal margar góð- ar minningar og viljum við nú þakka honum allt sem liðið er. Kæra Laufey, börn, tengdabörn og ekki síst afabörnin, við biðjum þann, sem við ávallt leitum til þegar á bjátar, að gefa ykkur styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Helga Sigurðardóttir + Eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, ELSA MAGNÚSOÓTTIR, Álfheimum 38 R., lést i Landspítalanum 20. október. Björn Lárusson, Halldóra Björnsdóttir, Valgerður Skarphéðinsdóttír, Ingveldur H. Björnsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Birna Jóna Jóhennsdóttir, Lárus Björnsson. Móöursystir mín, GUDRÚN HARALZ, er látin. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hlnnar látnu. Bergljót Sveinsdóttir. + Eiginmaöur minn og fósturfaöir JÓN ELÍASSON, verslunarmaður, Eskihllð 8a, lést í gærmorgun aö heimili sínu. Lilja Hafliöadóttir, Ragnar Kærnested. Eiginmaður minn, + BJÖRN HALLDÓRSSON, Fjólugötu 19a, er látinn. Marta Pétursdóttir. + GUDMANN SIGURÐSSON, Melbraut 12, Garði, lést í Landspítalanum 17. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Útskála- kirkju miövikudaginn 26. október kl. 2 e.h. Ingibjörg Þórðardóttir, Þórður Guðmannsson, Kristjón Guðmannsson, Kristin Jóhannesdóttir. + HJALTI KNÚTSSON, Fjalli, Skeiöum, andaöist 20. október. Jón Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir. + Eiginmaöur minn, BÚI ÞORVALDSSON, andaöist í Landspítalanum 20. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóna Erlendsdóttir. + Maðurinn minn, ÓLAFUR S. MAGNÚSSON, kennari, Skálará, Blesugróf, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 24. okt. kl. 3. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Geröa Jónadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.