Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Þormóður rammi: Hvorki verr né betur statt en önnur fyrirtæki — segir Tómas Árnason forstjóri Fram- kvæmdastofnunar sem hefur málefni Þor- móðs ramma til afgreiðslu „VIÐ ÁLÍTUM að fyrirtækið sé hvorki verr né betur statt heldur en önnur fyrirtæki í sjávarútvegi,“ sagði Tómas Árnason, forstjóri Framkvæmdastofnunar, er Mbl. spurði hann í gær hvort stofnunin hefði afgreitt mál fyrirtækisins Þormóðs ramma í Siglufirði, en rík- isstjórnin fjallaði um vandamál fyrirtækisins fyrir skemmstu og sendi það Framkvæmdastofnun ríkisins til afgreiðslu. Tómas sagði að málið væri í at- hugun; Framkvæmdastofnun væri að yfirfara málið í heild og gæti hann ekkert sagt um hvenær þeirri athugun lyki. Eins og komið hefur fram í fréttum, var Lands- banki fslands búinn að segja upp viðskiptum við fyrirtækið. Tómas sagði aðspurður að Landsbankinn hefði aðeins haft með einn þátt að gera, þ.e. rekstrarfjárþáttinn og afurðalánin. Framkvæmdastofn- un væri aftur á móti að fjalla um málið í heild. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um, hversu stórt reikningsdæmi þarna væri um að ræða, hann væri ekki búinn að fá í hendur skýrslur þar að lútandi. Kynning á vetrar- og skíðafatnaði Mánudaginn 24. október kl. 20.30 efnir Ferðafélag íslands í samvinnu við íslenska Alpaklúbbinn til kynn- ingar á klæðnaði í vetrarferðir og skíðagönguferðir. Torfi Hjaltason og Guðjón O. Magnússon kynna útbún- aðinn og mun Torfi gefa almennar upplýsingar um vetrarferðir áður en kynning á fatnaði hefst. Þegar kaupa skal útbúnað til ferðalaga er úr mörgu að velja og mistök eru dýr. Hér gefst gott tækifæri til þess að fá góðar ráð- leggingar frá þeim sem reynsluna hafa. Kynningin verður á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. (Frétutilkynning frá FerAafélagi fslands) ( Dagur veioimannsins í Nausti annað kvöld Nú eru dagar veiöimannsins gengnir í garö og því er tilvaliö aö setja upp Ijúfenga villidýrabráö á matseöilinn. HREINDYRAPATE með sýrðum agúrkum og ristuðu brauði eða LAXAPATE með ristuðu brauði og hvltvínssósu. RJÚPUKJÖTSEYDl með ristuðum brauðteningum. STEIKT VILLIGÆS með ristaðri peru, rifsberjahlaupi og rósinkáli. HREIND ÝRAHNE TUS TEIK með parísarkartöflum og Waldorfsalati STEIKT RJÚPA með sykurbrúnuðum kartöflum og lyngsósu. BLÁBER með rjóma. VEISLUSTJÓRI VEIOIMAOURINN MIKLI SiGMAR B. HAUKSSON. REYNIR SIGUROSSON LEIKUR A VÍBRAFÓN FYRIR MATARGESTI VESTURRÖST ifvuyiD fv innin VEIDIFATNAÐ 0G VEIÐIVÖRU Félagar úr Skotfélagi Reykjavíkur og Skot- veiöifélagi íslands sérstaklega velkomnir. Boröa- pantanir í síma- 17759. Haukur Morthens og félagar leika Halli og Laddi koma í heimsókn og segja léttar veiöisögur. CIVIC 3ja dyra. Veröfrákr. 250.000 TÖKUM NOTAÐA BÍLA UPPÍ ÞANN NÝJA. Opiö í dag ACCORD SEDAN Veröfrákr. 378.000 5 gíra m. fleiru. 1—5 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 , Símar 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.