Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 Aðalfundur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Iðgjöld lífeyrissjóð- anna eru orðin of lág — segir Pétur Blöndal „Hver var staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 1956, þegar hann var stofnaóur? I>á voru eingöngu starfandi nokkrir fyrirtækjasjóðir og svo Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins. Allur þorri launþega bjó þá að- eins að bótum almannatrygginga og hafði enga möguleika á lánum frá lífeyrissjóðum. l>eir, sem að stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna stóðu, vildu ráða bót á þessu og settu sér meðal annars það markmið að LV tryggði verzlunarmönnum 60% af meðaitekjum sem ellilífeyri, þegar þeir hefðu greitt til sjóðsins í 30 ár. I>á skyldi sjóðurinn veita félags- mönnum sínum lán til að koma sér upp húsnæði," sagði Pétur Blöndal, forstöðumaður Lífeyrissjóðs verzlun- armanna, meðal annars í erindi sínu um lífeyrismál. Hvernig hefur svo tekizt við framkvæmd þessa markmiðs? „Sem dæmi má taka sjóðsfé- laga, sem greitt hefur hámarks iðgjald til sjóðsins í 11 ár og féll frá 1969. Maki hans fékk í lífeyri 3.120 krónur eða 31,20 nýkrónur. En þessi lífeyrir var óverðtryggð- ur og varð fljótlega einskis virði í þeirri verðbólgu, sem í hönd fór á árunum upp úr 1970. Það var ekki fyrr en 1977 að lífeyririnn varð verðtryggður hjá sjóðunum. Um- Dr. Pétur Blöndal ræddur makalífeyrir hækkaði þá upp í 300 nýkrónur og hefur hækk- að síðan vegna verðtryggingarinn- ar hjá sjóðnum og breytinga á reglugerð frá 1977 þannig að hann nemur nú 5.600 krónum. Ellilíf- eyrir eftir 30 ára iðgjaldagreiðslu er um 54% af þeim launum sem greitt var af og er grundvöllur hans iðgjöldin, fullverðtryggð aft- ur í tímann og lífeyririnn sjálfur fullverðtryggður miðað við laun. Þannig má segja að markmiði hvað lífeyri varðar hafi verið náð, a.m.k. miðað við lífeyrisreglur í dag. Lánahlutverki sínu hefur sjóðn- um gengið misvel að rækja. Lánin hafa verið mjög misdrjúg til bygg- inga og fer það eftir ásókn sjóðs- félaga í lán og einnig gætir ásælni ríkisvaldsins í fjármagn sjóðanna. Þó má fullyrða að sjóðsfélagar hafa átt hauk í horni, sem er Líf- eyrissjóður verzlunarmanna og lánveitingar úr honum hafa skipt sköpum fyrir sjóðfélagana við það átak að koma yfir sig þaki. Þrátt fyrir nokkra óánægju með verð- tryggingu lána, þegar LV tók hana upp fyrstur lífeyrissjóða 1977 hafa flestir skilið að sjóðurinn getur ekki verðtryggt lífeyri og jafn- framt gefið sjóðfélögum fjármagn í formi óverðtryggðra lána. Verð- trygging útlána sjóðsins hefur þannig gert honum kleift að ná markmiðum stofnendanna varð- andi lífeyri og jafnframt uppfylla vonir þeirra um lánveitingar. En má bæta þessi réttindi? Má lækka eftirlaunaaldur, bæta líf- eyri'eða stytta þann tíma, sem menn greiða iðgjöld? Eða er nú- verandi lífeyrir of hár miðað við iðgjald, sem greitt er og þá vexti, sem raunhæft er að miða við? Því miður verður að játa síðustu spurningunni og neita hinum. Líf- eyrir er of hár miðað við iðgjaldið, eða öllu heldur, iðgjaldið er ekki nógu hátt til að greiða þann líf- eyri, sem sjóðurinn lofar. Þetta á við flesta lífeyrissjóði á íslandi. Þegar 10% iðgjaldið var ákveðið upp úr 1930 var dánaraldur ís- lendinga allt annar en hann er í dag. Hærri aldur almennt kemur illa við fjárhag sjóðanna og breyt- ir grundvelli þeirra. Þessi stað- reynd liggur ekki í augum uppi og kemur ekki í ljós fyrr en eftir ára- tugi, þegar þeir, sem nú eru á bezta aldri, knýja dyra og óska líf- eyris. Þannig má ljóst vera að markmið frumkvöðla LV varðandi lífeyri standast ekki í framtíðinni nema að til komi breyting á grundvelli sjóðsins, það er að segja iðgjaldinu. En er það augljóst mál, að það form á framfærslu aldraðra, sem stofnendurnir stefndu að, það er að segja greiðsla peninga til þeirra sem ná ákveðnum aldri, leysti hinn vinnandi mann frá frekari skyldum sínum við föður sinn og móður. Erlendis eru menn farnir að gagnrýna þau skörpu skil sem verða á högum manna við að fara á lífeyri. Þeim er kippt út úr hinu venjulega umhverfi sínu og það hefur verið staðfest að dán- arlíkur aukast mjög við það að menn fara á lífeyri. Vinnan er flestum mönnum meira en brauð- stritið, hún er þeim félagslega mikils virði. Spurningin er sú, hvort hægt sé að finna form á líf- Verktakar Vélsmiðiur Vló hjá Síndia spyrjum: Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli hæða, stiga á tanka, landgöngubrýr? Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli hæða? Vantar þrep og palla utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan dyra t.d. vegna snjóa? Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá Weland séu svar við þessum spurningum. Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim lengsta endingu. Gœtum hagkvœmni - gœtum öryggis. Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, þrep. Þrep 900 x 230 mm 900 x 260 mm 1000 x 260 mm Þessar stærðir eru til á lager: Þrep með Pallar hálkuvörn 700 x 230 mm 900 x 230 mm 900 x 260 mm 900 x 1000 mm lOOOx 1000 mm Ristarplötur Úr 25 x 3 mm stáli: 1000x6000 mm Úr 30 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Leitið upplýsinga SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 Bragi Jóhannsson Asælni stjórnvalda í fé lífeyris- sjóðanna hefur skert lánagetu þeirra — segir Bragi Jóhannsson „ÁSÆLNI ríkisvaldsins í fjár- magn lífeyrissjóðanna hefur haft þau áhrif, að þeir geta ekki veitt sjóðsfélögum jafnhá lán og þeir annars gætu. Lán lífeyrissjóða hafa enn fremur rýrnað að verð- gildi undanfarin ár. Mín skoðun er að ekki sé endilega nauðsynlegt að hætta að skylda sjóðina til að kaupa verðbréf af fjárfestingasjóðum hins opinbera fyrir 40% af ráðst- öfunarfé sínu, heldur að stjórnir sjóðanna fái að kaupa þau, þar sem hagkvæmast er hverju sinni,“ sagði Bragi Jóhannsson, forstöðumaður Lffeyrissjóðs KEA, er blm. Morgunmblaðsins ræddi við hann um lífeyrismál. „í ályktun þingsins kemur fram, að í reglugerð lífeyris- sjóðanna er skýrt ákvæði um það hvernig ráðstafa skuli fé þeirra. Stjórnir sjóðanna bera síðan ábyrgð á fjármunum þeirra og ráðstafa þeim sam- kvæmt reglugerðinni, enda er um fé þeirra að ræða. Með því, að löggjafinn setur á Alþingi lánsfjárlög, þar sem kveðið er á um skyldukaup lífeyrissjóð- anna á verðtryggðum skulda- bréfum af fjárfestingalána- sjóðum, þá er löggjafinn að taka úr höndum réttkjörinna stjórna sjóðanna ráðstöfun- arréttinn. Eins og er eru lífeyrissjóð- irnir skyldaðir til að kaupa að minnsta kosti fyrir helming skyldukaupanna bréf af Fram- kvæmdasjóði ríkisins, ríkis- sjóði og Byggingasjóði ríkis- ins. Hingað til hefur hinn helm- ingurinn farið til kaupa á skuldabréfum í sjóðum, sem hafa lánað til fyrirtækja sem veita lán til uppbyggingar at- vinnufyrirtækja í verzlun og hafa með því tryggt atvinnu- öryggi verzlunarfólks. Það hefur nú heyrzt að lífeyris- sjóðunum verði nú gert að kaupa eingöngu af Bygginga- sjóði ríkisins og jafnvel að skyldukaupin verði aukin. Skoðun mín er sú, að stjórnir sjóðanna hafi rétt til þess að verja fjármunum sjóðanna til þess, sem þær telja hagkvæm- ast fyrir sjóðfélagana. Ríkið á ekki að lögþvinga stjórnir sjóðanna til annars," sagði Bragi Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.