Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" Fíkniefnasala í leiktækjasal til umræðu í borgarstjórn: Hef reynt að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu hér — og hef fengið hótanir um morð og líkamsmeiðingar, segir Gylfi Snædal Guðmundsson, eigandi leiktækjasalarins Gagn og gaman „ÉG ER BÚINN að tala við Guðrúnu Jónsdóttur, sem sagði þetta og hún neitar því alfarið að hafa sagt þetta þannig, að fíkniefnasala færi sérstaklega fram hér,“ sagði Gylfi Snædahl Guðmundsson, en hann er eigandi leiktækja- salarins Gagn og gaman, sem áður hét Billa-grill. Á borgarstjórnarfundi á Fimmtudagskvöld kom það fram í ræðu eins borgarfulltrúa, Guðrúnar Jóns- dóttur, fulltrúa Kvennaframboðs, að á fyrrgreindum stað væru seld fíkniefni. Veiðar og vinnsla hafa lengi verið og eru undirstöðuat- vinnuvegir Islendinga. Drýgstur hluti þjóðartekna og meginhluti gjaldeyristekna eru til sjávar- útvegs sóttir. Hann er óumdeil- anlega helzti hornsteinn lífs- kjara í landinu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir mál- tækið. Við höfum, sem betur fer, ekki fullmisst þennan gilda þátt úr þjóðarbúskapnum. En það hefur „saxazt á limina hans Björns míns". Síldarstofninn hrundi. Loðnustofninn fór sömu leið. Nú bendir margt til þess að þorskafli verði 150 til 200 þúsund tonnum minni en hann var fyrir tveimur árum, en þorskurinn hefur verið gjöfulastur nytja- fiska okkar. Þrátt fyrir minnkandi fiski- stofna höfum við efnt til vaxandi veiðisóknar. Fleiri og fleiri skip hafa verið gerð út á færri og færri fiska. Þetta hefur leitt til þess að kostnaður á hvert afla- tonn hefur orðið mun meiri en vera þurfti — og rýrt hlut útvegs og sjómanna. Þorskafli hefur að vísu verið misjafn í tímanna rás, „árgang- ar“ misstórir eftir breytilegum skilyrðum, bæði til klaks og vaxtar stofnsins. Fiskifræðingar tala hinsvegar um ofveiði. Og ýmislegt bendir til þess — á líð- andi stund — að við höfum verið offarar í samskiptum okkar við lífsbjörgina. Hættuboða er víða að sjá: • Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Hraðfrystistöðv- arinnar á Eyrarbakka og fimm- tán lausráðnum hefur verið sagt upp störfum. • Hraðfrystihús Stokkseyrar hefur sagt upp tuttugu og sjö fastráðnum og álíka mörgum lausráðnum starfsmönnum. • Ástæður þessara uppsagna eru aflatregða og gæftaleysi að sögn heimamanna. • Blikur eru á lofti í útgerð á Patreksfirði, Þorlákshöfn, Eyr- arbakka, Stokkseyri og víðar. Togaranum Bjarna Herjólfssyni hefur verið lagt vegna rekstrar- örðugleika, svo dæmi sé nefnt. • Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, „að þetta séu hlutir sem maður geti átt von á hvenær sem er á all- mörgum stöðum á landinu". Minnkandi afli heimafyrir og harðnandi sölusamkeppni á helztu sjávarvörumörkuðum okkar hafa komið fram í sam- drætti þjóðarframleiðslu, þjóð- artekna, lífskjara og kaupmátt- ar. Þessi þróun kemur harðast niður hjá þeim, sem starfað hafa í kviku framleiðslunnar. Einn viðmælenda Morgunblaðsins á Stokkseyri komst þannig að orði: „Atvinnuástandið hérna er slæmt og jafnvel enn verra í nágrenninu, svo sem upp á Sel- fossi. Þetta fólk fer því beint á atvinnuleysisskrá, og vafalaust verður nú erfitt hjá mörgum, því oft er um hjón að ræða, sem misst hafa vinnuna, og nú nálg- ast jólin, og skattar og gjöld oft ógreidd." Betra er seint en ekki að bregðast rétt við. Brýna nauðsyn ber til þess að draga úr veiði- kostnaði, þ.á m. veiðisókn, og auka vöruvöndun og framleiðni vinnslunnar. Það þarf að stefna markvisst að því að byggja helztu fiskistofna upp tií há- marksnýtingar. Samhliða þarf að ýta duglega undir hverskonar nytja-fiskeldi. Það er of mikið í húfi: atvinnu- öryggi, afkomuöryggi, lífskjör og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar, til þess að hægt sé að láta skeika að sköpuðu um framvindu veiðisóknar og stofnstærðar helztu nytjafiska okkar. „Litla þjóð sem átt í vök að verjast ... “ Eyland, sem byggir á fisk- veiðum og er háð samgöng- um á sjó, bæði um út- og inn- flutning, hlýtur að treysta á eig- in skipasmíðar. Skipasmíðastöðvar, sem sjá um óhjákvæmilegt viðhald veiði- flotans, þurfa jafnframt verk- efni í nýsmíði, til að hafa rekstr- arlega möguleika. Endurnýjun veiðiflotans hefur ekki — í tímanna rás — verið dreift á langt árabil, sem stuðlað hefði að traustari uppbyggingu íslenzks skipasmíðaiðnaðar. Endurnýjunin hefur verið í „stökkum" og komið fyrst og fremst útlendri framleiðslu til góða. Jafnvel hin síðari árin, þegar ljóst var að veiðiflotinn var of stór, höfum við flutt inn skip er- lendis frá, sum hver gömul og úrelt. Þetta flas hefur ekki verið til fagnaðar. Þær fréttir berast nú frá Ak- ureyri að verkefnaskortur hjá Slippstöðinni þar kunni að leiða til uppsagnar 150 starfsmanna. Það er von að staldrað sé við og spurt, hvort ekki sé tímabært að flytja viðhald og endurnýjun skipastólsins, sem alltaf er eitthvert þrátt fyrir stærð hans, inn í landið. Þjóðin tekst nú á við erfitt ár- ferði, í efnahagslegu tilliti, og vanrækslusyndir pólitískrar stjórnsýslu. — Þá er hollt að hafa í hyggju að ef við hjálpum okkur ekki sjálfir, þá gera aðrir það ekki. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjáifa þig að berjast." Tilefni umræðna þessara í borg- arstjórn var tillaga um leyfisveit- ingu til tveggja leiktækjasala, að Laugavegi 118 og Hverfisgötu 105, en tillögurnar voru báðar sam- þykktar. Önnur var samþykkt með 13 atkvæðum gegn 7, en hin með 12 atkvæðum gegn 9. Á fundinum vöruðu fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennafram- boðs við því að samþykkja um- rædd leyfi og greiddu þeir atkvæði gegn leyfisveitingunum. Meiri andstaða var gegn leiktækja- salnum á Hverfisgötunni en þeim á Laugavegi, en þar greiddu allir fulltrúar minnihlutaflokkanna at- kvæði gegn leyfinu. í umræðum kom m.a. fram að fíkniefnasala færi fram á stöðum sem þessum og var fyrrnefnt Billa-grill nefnt í því sambandi. Gylfi Snædahl Guðmundsson sagði að 1. mars hefði hann tekið við rekstri leiktækjasalarins og hefði sér þá orðið ljóst að staðinn IÐNKYNNING allra iönfyrirtækj- anna í Vík í Mýrdal, itta að tölu, var opnuð i Kjarvalsstöðum ( gær að viðstöddum fjölda gesta, en sýningin verður opin til sunnudagskvölds. Þorsteinn Pilsson alþingismaður opnaði sýninguna með ivarpi og kór kvenna úr Vík í Mýrdal söng laga- syrpu. Sýningargestum er boðið að smakka blóðmör, lifrarpyl.su og sviðasultu og rajólk eða mysu með. Þorsteinn Pálsson sagði í ávarpi sínu að miklar framfarir hefðu orðið í íslenzkum iðnaði á undan- förnum árum og margt hefði verið vel gert, svo vel að á sumum svið- um hefðu menn náð svo langt að það væri á vitorði hvers einasta Islendings. Á hinn bóginn, sagði sækti fólk sem hann hefði ekki áhuga á að hafa innandyra. „Þess vegna hafði ég fljótlega samband við fíkniefnalögregluna og hef ég verið í fullri samvinnu við hana síðan í vor. Þetta var að minu eig- in frumkvæði og hef ég skapað lögreglunni aðstöðu hér til þess að fylgjast með fólki og hjálpað lög- reglunni til þess að fylgjast með fólki sem fer hér inn og út úr saln- um,“ sagði Gylfi. „Ég hef haft samband við úti- deild félagsstofnunar, sem ég hef haft góða samvinnu við og starfs- menn þar þverneita því að þeir hafi nokkurn tímann nefnt þenn- an stað sérstaklega á nafn, hvorki við Guðrúnu Jónsdóttur eða nokk- urn annan. Þannig að Guðrún hef- ur ekki orðróm þaðan um fíkni- efnasölu hér. Ég álít að ástæðan fyrir því að þessi staður var sér- staklega nefndur sé sú, að ég er líklega sá eini sem unnið hefur að því af fullri hörku að útiloka fíkni- Þorsteinn, hefði einnig verið unnið mikið og merkilegt starf f iðnað- armálum sem minna hefði látið yfir sér, en þau sýnishorn fjöl- breyttrar iðnaðarframleiðslu frá litlu bæjarfélagi eins og Vík í Mýrdal, sýndu að það væri hægt að vinna stórvirki á þessu sviði þótt það væri ekki stórt í sniðum. Síðan rakti Þorsteinn ýmsa þá erfiðleika sem steðja að iðnrekstri á landsbyggðinni og minnti á að Víkurbúar hefðu í sinni iðnaðar- framleiðslu mætt erlendri sam- keppni með lægra verði og betri gæðum og nú væru þeir að feta fyrstu sporin til útflutnings. Að lokum lagði Þorsteinn áherzlu á að þessi sýning myndi opna augu manna fyrir möguleikum þeim efni hér. Þess vegna hefur orðróm- ur komist á kreik, en á þessum stað eru um 40 manns útilokaðir og fá ekki að vera hér inni. Þar á meðal eru menn sem vitað er, að eru í tengslum við fíkniefnasölu og fíkniefnaneyslu og ég hef fengið frá sumum þessara manna bæði morðhótanir og hótanir um líkamsmeiðingar. Það hefur verið eyðilagður fyrir mér bíllinn af þessu fólki og frá einum fékk ég þá hótun að hann væri í aðstöðu til þess að koma því á framfæri, að ég leyfði fíkniefnasölu hér innan- dyra,“ sagði Gylfi. „Úr því að Guðrún segist ekki hafa fullyrt í sinni ræðu að hér fari fram fíkniefnasala, en ég hef upplýsingar um annað, þá kemur hún til með að þurfa að standa fyrir máli sínu. Ég neita því að hér fari fram fíkniefnasala eða neysla því ég hef engar sannanir fyrir þar að lútandi. Ég hef reynt að koma í veg fyrir áfengis- og fíkni- efnaneyslu hér og ég hef farið eft- ir reglugerð sem er ókomin um 14 ára aldurstakmark og haldið ung- um krökkum utan staðarins," sagði Gylfi Snædahl Guðmunds- sem væru fyrir iðnaðaruppbygg- ingu á landsbyggðinni. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari setti sýninguna upp, en þar eru sýnishorn af fram- leiðslu á húsgögnum, peysum og jökkum úr ull, sokkum frá stærstu sokkaverksmiðju landsins, raf- magnsofnum, rafhitakötlum, sturtuvögnum og bílkerrum, hurð- um, rafmagnstöflum og fleiru, en Sláturhúsið í Vík og Matkaup hf. bjóða upp á skaftfellskt slátur- smakk og sviðasultu. Anna Björnsdóttir stjórnaði kórsöngn- um sem vakti mikla hrifningu gesta, en kórinn söng m.a. vísur um öll fyrirtækin eftir Reyni Ragnarsson á Höfðabrekku. son. Frá opnun iðnkynningar Víkur í Mýrdal á Kjarvalsstööum, Þorsteinn Pálsson alþingismaöur flytur opnunarávarp. Iðnkynning Víkur í Mýrdal á Kjarvalsstöðum: „Opnar augu manna fyrir iðnaðar- uppbyggingu á landsbyggðinni“ — sagði Þorsteinn Pálsson, alþingismaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.