Morgunblaðið - 08.11.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.11.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna: Þorsteinn Pálsson, formaður SjálfsUeðisflokksins, ásamt Má Jóhannssyni, sem starfað hefur lengst allra núverandi starfsmanna á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, og Ingu Jónu Þórðardóttur. Viðræðufundur forystu- manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Lárétt hreyfing - án formanns „ÞINGMENN Bandalags jafnaðar- manna eru sjálfkrafa forystusveit hreyfingarinnar og því sáu lands- fundarmenn enga ástæðu til að kjósa sérstakan formann. Það er brandari um þessar mundir að tala um lóðrétt og lárétt skipulag á stjórnmála- flokkum og hreyfingum. Okkar skipu- lag er sem lárétt, beint lýðræði," sagði Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, í samtali við Mbl., en um helgina var haldinn í Munaðarnesi fyrsti landsfundur BJ og bar hann yfirskriftina „Aldrei flokk- ur“. Um 80 manns sóttu fundinn. „Okkar samtök, eða hreyfing, réttara sagt, er bandalag hug- mynda," sagði Stefán. „Markmið okkar er að vinna að því að hrinda ákveðnum hugmyndum í fram- kvæmd og það verður ekki séð að besta leiðin til þess sé að starfa inn- an ramma lóðréttu stjórnmála- flokkanna. Þvert á móti er slíkt skipulag í andstöðu við ýmis okkar helstu baráttumál, svo sem aukna valddreifingu og milliliðalaust lýð- ræði.“ I stjórnmálaályktun sem gerð var á fundinum var efst á blaði sú hugmynd BJ að framkvæmdavaldið yrði kosið beinni kosningu allra landsmanna. „Þá vita menn hvaða fylgi stjórn hefur meðal fólksins í landinu," sagði Stefán. Þá kemur fram í ályktuninni að BJ vill taka upp þriðja stjórnsýslu- stigið, sem á að annast sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaga og taka við sem flestum lögbundnum verk- efnum ríkissjóðs. Er markmiðið að auka valddreifinguna. ÞORSTEINN Pálsson, nýkjör- inn formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Friðrik Sophusson, vara- formaður flokksins, áttu í gær stuttan viðræðufund með Steingrími Hermannssyni, for- manni Framsóknarflokksins, og Halldóri Ásgrímssoni, varafor- manni flokksins. Á fundi þessum staðfesti formaður Sjálfstæðisflokksins óbreytta afstöðu flokksins til stjórnarsamstarfsins eftir úr- slit formannskjörs á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Ennfremur var rætt um það, hvernig háttað skyldi sam- Bjarnfríður kærir til ráðherra BJARNFRÍÐUR Leósdóttir hefur óskað eftir því við félagsmálaráðu- neytið að það kanni hvort rétt hafi verið staðið að kosningu í sam- bandsstjórn Verkamannasam- bands íslands í síðasta mánuði. Atkvæði i kosningunni voru tvital- in, þar sem ekki komu allir seðlar fram við fyrri talningu. Eftir síðari talninguna kom í Ijós, að Bjarn- fríður hafði fallið út úr sambands- stjórninni. „Ég geri enn kröfu til þess að eiga sæti í stjórninni og vil láta félagsmálaráðherra kanna hvort ég er ekki rétt kjörin í stjórn VMSÍ, eins og fyrri taln- ing sýndi,“ sagði Bjarnfríður í samtali við blm. Morgunblaðs- ins. „Ég tel að rök miðstjórnar ASÍ, sem ekki féllst á kröfu mína um ógildingu kosningar- innar, séu svo léttvæg, að ég get ekki unað þeirri niðurstöðu. Þeir bera því helst við, að eng- ar athugasemdir hafi verið gerðar við kosninguna á sjálfu þinginu. Það er að vísu rétt, en ef farið hefði verið að rekast í þessu þegar þinghaldinu var um það bil að ljúka hefði þingið taf- ist — mörg mál voru þá enn óafgreidd, skipið var að fara, veður að versna og á þeim tíma hafði ekki gefist tóm til að at- huga málið. Nú hef ég komist að þessari niðurstöðu og hef sent félagsmálaráðherra öll gögn um þetta. Þá verður væntanlega skorið úr þessu í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Bjarnfriður Leósdótt- ir. „Jólasnjór“ á Akureyri MorgunblaJið/HG. Talsvert snjóaði á Akureyri í norðanáttinni síðustu daga, en ekki var ófærð í bænum þrátt fyrir „jólasnjóinn“, eins og börnin kalla jafnfallna mjöllina oft. Hins vegar röskuðust flugsamgöngur verulega og um tíma biðu hundruð manna eftir flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Norðanáttin er nú að ganga niður, jólasnjórinn þekur enn tré og runna að miklu leyti og Akureyringar hafa tekið snjósleðana í gagnið. skiptum forystumanna stjórn- arflokkanna. Jarðskjálft- ar norður af landinu NOKKRIR all snarpir jarðskjálfta- kippir komu í gær fram á mælum í Mývatnssveit, og er talið að kippirn- ir eigi sér upptök 200 til 300 kíló- metra norður af landinu. Ekki fann fólk fyrir kippunum í Mývatnssveit í gær, og þeirra varð heldur ekki vart í Grímsey, að því er Alfreð Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins tjáði blaðamanni í gærkvöldi. Umtalsverð vanskil einstakl- inga hjá lífeyrissjóðunum - skuldbreytingunni lýkur væntanlega í bönkum í næstu viku VANSKIL einstaklinga hafa verið umtalsverð hjá hinum ýmsu lífeyr- issjóðum síðustu mánuði og er nú svo komið, að fjölmargir óska eftir því að fá að greiða hluta afborgunar inn á, eða draga það mánuðum sam- an að greiða þær. Hins vegar hafa vanskil í veðdeild Landsbankans vegna húsnæðismálalána ekki auk- izt umtalsvert miðað viö fyrri ár. Sömu sögu er reyndar að segja úr bönkum og sparisjóðum iands- ins eins og hjAÁífeyrissjóðunum. Þar hefur borið á allverulegum vanskilum einstaklinga. Vanda- mál húsbyggjenda hafa verið til sérstakrar umfjöllunar eins og kunnugt er, en þeim sem hafa byggt eða keypt húsnæði í fyrsta sinn á árabilinu frá 1981, var boð- ið upp á skuldbreytingu lána sinna til 8 ára, sem léttir verulega á greiðslubyrði þeirra. Morgunblaðið leitaði upplýsinga í bönkum um hvernig framkvæmd skuldbreytingarinnar gengi og fengust þau svör víðast, að lokið væri við að skuldbreyta hjá þeim einstaklingum, sem hefðu verið með lán í 1—3 bönkum, en hins vegar yrði ekki lokið við skuld- breytingu þeirra, sem eru með lán í fleiri innlánsstofnunum, fyrr enn í fyrsta lagi í næstu viku, en vinna vegna þessa hefur verið mun meiri en gert var ráð fyrir. Einstaklingar hafa fengið til- „ÞAÐ brýtur í bága við grundvailar- lífsskoðanir mínar og hugmyndir um samningsfrelsi aðila vinnumarkaöar- ins að takmarka samningsréttinn með þessum hætti,“ sagði Guð- mundur H. Garðarsson varaþing- maður í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. — Til- efnið var að Guðmundur sagði við umræður á Alþingi í gær, að í með- ferö þingsins á bráðabirgðalögunum ætti að endurskoða ákvæðið um kynningar um afborganir og ítrek- anir vegna gjaldfallinna afborg- ana, eftir að þeir höfðu lagt inn beiðni um skuldbreytingu. Morg- unblaðið fékk þær upplýsingar, að skertan samningsrétt með það í huga að fella það brott. Guðmundur H. Garðarsson sagði, að nokkrir þingmenn úr röðum stjórnarliða hefðu undan- farið unnið að þessu máli, hver með sínum hætti. Því til viðbótar má nefna, að Gunnar G. Schram alþingismaður tók í sama streng við umræður á Alþingi í síðustu viku, og Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í ræðu á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. í samtali við Morgunblaðið í ekki yrðu reiknaðir vanskilavextir af þeim lánum, heldur yrðu aðeins teknir venjulegir dagvextir. Fólk þyrfti því ekki að hafa áhyggjur af þeim málum. gærkveldi sagði Guðmundur einn- ig, að nauðsynlegt væri að ríkis- sjórn og verkalýðshreyfing hefðu með sér náið samband á næstu mánuðum. Ljóst væri að launþeg- ar hefðu tekið á sig þungar byrðar í því skyni að lækka verðbólguna og rétta efnahag þjóðarinnar, en um leið væri ljóst að þjóðarbúið hefði orðið fyrir miklum áföllum, og ekki bætti þar úr skák að að- eins mætti veiða um 200 þúsund lestir af þorski á næsta ári, aðeins fáum árum eftir að þorskafli hefði verið um og yfir 400 þúsund lestir. Skertur samningsréttur til umræðu á Alþingi: Ber að fella ákvæðið brott í með- ferð Alþingis á bráðabirgðalögunum - segir Guðmundur H. Garðarsson varaþingmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.