Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983
3
„Útboð ríkisspítalanna meingallað“
Okkur ætlað að eiga
sjálfir 15-20 tonn af líni
Sólveig
Leifsdóttir
varð önnur
— í klippingu og blæstri
á Norðurlandakeppninni
SÓLVEIG Leifsdóttir, hárgreiðslu-
nieistari í Reykjavík, varð í öðru
sæti í klippingu og blæstri í Norður-
landakcppninni í hárgreiðslu og hár-
skurði, sem fór fram í Kaupmanna-
höfn um helgina.
Sólveig varð mjög sigursæl í ís-
landskeppninni, sem haldin var i
Reykjavík sl. vor, en tíu efstu
keppendurnir úr þeirri keppni,
bæði hárgreiðslufólk og hársker-
ar, tóku þátt í keppninni í Dan-
mörku. Hvert Norðurlandanna á
rétt á að senda fimm keppendur
úr hvorri grein til keppninnar.
Norðmenn urðu sigurvegarar í
báðum flokkum um helgina.
Fönn óskar eftir nýjum viðræðum á grundvelli nýrra upplýsinga
„ÚTBOÐ Ríkisspítalanna var
meingallað. Það var svo illa hannað
og í því voru margir lausir endar,
sem breyttu myndinni verulega,"
sagði Guðmundur Arason, forstjóri
Þvottahússins Fannar, í samtali við
blaðamann Mbl. um útboð á þvotti
fyrir sjúkrahúsin. Hann hefur nú
óskað eftir viðræðum við stjórnar-
nefnd Ríkisspítalanna vegna
breyttra forsenda fyrir tilboði hans í
þvottinn.
„f útboðinu er byggt á því, að
tilboðsaðila er ætlað að eiga allt
lín, sem sjúkrahúsin nota. Það eru
um 800 tonn á ársgrundvelli.
Vikunotkun sjúkrahúsanna er
15—20 tonn, svo þetta gæti verið
kostnaður upp á 15—20 milljónir,"
sagði Guðmundur. „Sjúkrahúsin
eiga í dag allt sitt lín, eins og eðli-
legt verður að teljast. Tilboðsgjöf-
Dalvík:
Versta
vetrarveður
ríkjandi
Dalvík, 7. nóvember.
Á DALVÍK ríkir nú hið versta vetr-
arveður. Allar götur í bænum eru ill-
eða jafnvel ófærar flestum bílura.
Miklir skaflar hafa myndast og mið-
að við árstíma eru snjóalög í meira
lagi. Veðurfar í október og það sem
af er nóvember hefur verið með ein-
dæmum óstillt. Heita má að snjóað
hafl meira og minna í hverri viku og
hefur því varla hafst undan að ryðja
snjó af götum bæjarins og er kostn-
aður sökum þessa orðinn langt um-
fram áætiun.
Þó er bót í máli að þessu veðri
fylgja ekki miklar frosthörkur og
er hitastig flesta daga í kringum
frostmark.
Gæftaleysi hjá rækjubátum
hefur verið mikið sökum veðráttu
en héðan sækja þrír bátar á
rækjumið við Kolbeinsey. Telja
sjómenn að vafalaust myndi aflast
ef veður stillti um tíma.
Á laugardagskvöld kom togar-
inn Björgúlfur úr söluferð frá
Bretlandi, seldi hann um 100 tonn
og varð meðalverð milli 28 og 29
krónur fyrir hvert kg. Togararnir
Dagbjört og Baldur eru nú í sölu-
ferð en Björgvin er á veiðum.
— Fréttaritarar.
um var ekki boðið upp á að kaupa
eða leigja neitt af því. Ætlunin
var, að samningurinn yrði til
fimm ára, sem Ríkisspítalarnir
gætu rift með sex mánaða fyrir-
vara á fyrsta ári. Það þýðir að við
gætum setið uppi með 15—20 tonn
af líni eftir eitt ár og auðvitað er
engin leið að losna við svo mikið
magn.“
Guðmundur sagði að fleiri gall-
ar hefðu verið á útboðinu. „Þeir
gátu í samanburði sínum um
fimm atriði, sem ekki voru reikn-
uð til fjár. Nú hefur Hagvangur
látið reikna þetta út og þá kemur í
ljós, að okkar tilboð er talsvert
lægra en kostnaður þvottahúss
Ríkisspítalanna er i dag. Á
grundvelli þess hef ég nú óskað
eftir viðræðum við stjórnarnefnd-
ina,“ sagði Guðmundur Arason.
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Hvað er húsið að gera á götunni?
Hvað er húsið að gera á götunni? — Það var mikið tilstand í Þingholtunum í
fyrri viku þegar flutningabflar fluttu gamalt hús á grunn á gatnamótum
Bjargarstígs og Bergstaðastrætis. Allt gekk vel fyrir sig og húsið sómir ser
vel á nýja grunninum.
Í KANARÍSÓL MCD ARNARTLUOI
GISriMGIN
GERR GÆITJMIJMNN
Þú vaknar að morgni og eftir hressandi steypibað og morgunverð
skellirðu þér út í sólina á sundlaugarbarminum. Færð þér svalandi
sundsprett annað slagið og undir hádegið tekurðu léttan tennisleik með
ferðafélögunum. Eftir Ijúffengan hádegisverð á sundlaugarbarnum
hallarðu sólstólnum þínum aftur og lætur þér líða vel í sólskininu.
Seinnipartinn röltirðu svo kannski í verslunarmiðstöðina, eða ferð hring
á golfvellinum, eða kíkir í spennandi bók og slakar á fyrir stórsteikina
á veitingastaðnum. Og eftir kvöldverðinn . . . í fjörið á næturklúbbnum,
eða rólegheit heima í glæsilegri íbúðinni. . .
Þetta er engin draumsýn. Svona gengur lífið fyrir sig á Barbacan Sol,
gististaðnum einstaká sem Arnarflug býður farþegum sínum. Þar er allt
á einum stað, - nýjar og fallegar íbúðir eða smáhýsi, tvær frábærar
sundlaugar með öllu, golf- og tennisvellir, verslunarmiðstöð, veitinga-
staðir, barir, spilasalir og fleira - allt er fyrsta flokks. Stórkostlegur
gististaður sem íslenskir Kanaríeyjafarar hafa lengi óskað sér, en fá nú
fyrst að njóta. íslenskur fararstjóri.
í góðum sólarferðum gerir gistingin gæfumuninn.
Viðburðarík Amsterdamdvöl í kaupbæti.
VERD rRÁ KR.22.686 (miðað við 4 í 3 herb. íbúð).
Brottför: Alla þriðjudaga. 10, 17 og 24 daga ferðir.
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á lúxushótelinu
Pulitzer í Amsterdam og íbúðagisting á Kanaríeyjum ásamt íslenskri
fararstjórn.
Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria og fáið litmyndabækling
með ítarlegum upplýsingum.