Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Hvern varðar um varð- veislu Fjalakattarins? — eftir Erlend Sveinsson „Á þessari stundu skynjaði ég á nýjan leik mikilvægi þess að gamla Reykjavíkur Bíógrafthe- ater yrði bjargað frá glötun. Ég sá í hendi mér að þar ættum við íslendingar ríkidóm, sem gæti að sínu leyti orðið okkar Ðrottning- holm." Fyrir rúmum 50 árum leið merkileg listgrein undir lok, án þess beinlínis að nokkur reyndi að spyrna við fæti, nema ef vera skyldi einn höfuðsnillingur þessa listforms, meistari Charles Chapl- in. Varla hefur nokkur listgrein náð jafn skjótum þroska og al- mennri hylli og staðið jafn stutt við og þogla kvikmyndin. Lifdagar þessa listforms frá fæðingu til dauða voru um það bil 33 ár. Á þessum ótrúlega stutta tíma tókst að þróa frásagnartækni og sýn- ingarform og skapa ódauðleg sí- gild verk bæði á sviði alvörunnar og grínsins. Gamanmyndir Chapl- ins, Harold Lloyds og Buster Keatons eru svo nátengdar þögul- myndaforminu, að þessum snill- ingum gamanmyndanna tókst ekki að þróa list sína áfram á tal- myndasviðinu og því leið list þeirra undir lok með þöglu mynd- unum. Form og innihald hélst órjúfanlega í hendur. Með komu talmyndanna var þróuð ný frá- sagnartækni í kvikmyndum. Sjón- varpið kom til sögunnar og gat af sér enn nýja frásagnartækni. Svo sem videóið. Videó og sjónvarp er alvarleg ógnun við rekstrargrundvöll kvik- myndahúsanna. Kvikmyndahús- um fer nú fækkandi utan Stór- Bíósalur Gamla bíós í Fjalakettinum. Reykjavíkursvæðisins og erlendis frá berast þær fréttir, að kvik- myndahúsarekstur sé sifellt að dragast saman og kvikmyndahús- in séu tekin til annarra nota. Að- sókn að kvikmyndahúsunum minnkar stöðugt, þegar fólk á þess kost að velja sjálft kvikmyndir, sem það vill sjá og sem það síðan horfir á heima í stofu hjá sér. Verði ekki breyting á þessari þróun er nú hætt við, að það sama muni gerast og átti sér stað með tilkomu talmyndanna, og leiddi til þess að þöglu myndirnar duttu uppfyrir. Sýningar á hinu víta tjaldi kvikmyndahúsanna myndu smám saman leggjast af harm- kvælalaust, einfaldlega vegna þess að það sýningarform, sem við tæki, þætti heppilegra ef ekki full- komnara en það sem fyrir væri. Ef við íhugum þessi mál ögn nánar, sjáum við að það sem hér « ABHAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO er að eiga sér stað eru róttækar breytingar, svipað og átti sér stað, þegar talmyndirnar lögðu þoglu myndirnar að velli. Ef kvik- myndasýningar framtíðarinnar færast svo til eingöngu yfir á sjón- varpsskerminn verða kvikmynda- framleiðendur, svo framarlega sem þeim verður gert kleift að halda áfram að framleiða kvik- myndir, að miða frásagnartækni sína við miklu minni myndflöt en hingað til. Jafnframt gerist það að áhorfandinn mun ekki eiga þess kost að upplifa kvikmynd í myrkv- uðum sal kvikmyndahúsanna, inn- an um hóp áhorfenda, þar sem áhrifin af myndinni magnast oft upp vegna svörunarinnar úr saln- um. Allir kannast við hvað hlátur getur verið smitandi í troðfullum bíósal. Sambærileg stemmning er tæpast möguleg heima í stofu. Ef kvikmyndahúsin neyðast til þess að leggja starfsemi sína á hilluna í náinni framtíð er óhætt að full- yrða að menning okkar og skemmtanalíf verður fátækara fyrir vikið. Og þetta á ekki bara við okkur íslendinga. Þessi sama þróun á sér stað allt í kringum okkur. Sé hægt að benda á að hér sé um óheillaþróun að ræða og sé hægt að tala máli kvikmyndahúsanna með þeim hætti að þessari óheilla- þróun yrði snúið við, þá á að gera það. íslendingar geta kvatt sér* hljóðs á þessu sviði svo að eftir yrði tekið, vegna þess að spurning- in um varðveislu gamla bíósins í Fjalakettinum er samofin þessu máli. Nú á að gera út um örlög þess. Gamla bíó í Fjalakettinum í hjarta höfuðborgarinnar, sem enn er uppistandandi með sömu um- merkjum og voru þegar kvik- myndahúsrekstri var hætt þar ár- ið 1927, er hvort sem okkur líkar það betur eða verr merkilegar minjar um kvikmyndahús frá hinu örstutta og einstaka tímabili þöglu kvikmyndanna. Þetta kvik- myndahús, sem nefndist eins og vera ber Reykjavíkur Bíógrafthe- ater, var starfrækt nánast allan þann tíma, sem þöglar kvikmyndir voru sýndar í kvikmyndahúsum í heiminum. Sýningar hófust þar 2. nóvember árið 1906 en um það leyti, þ.e. um það bil áratug eftir að kvikmyndirnar komu fram á sjónarsviðið sem almennings- skemmtun, fór hugmyndin um sérstakt kvikmyndaleikhús, þar sem einungis yrðu sýndar kvik- myndir, að láta á sér kræla. Var þá ekki óalgengt að leikhúsum væri breytt í kvikmyndahús, eins og átti sér stað í Reykjavík. Breið- fjörðsleikhúsi var breytt í bíógr- aftheater. Borgarbúar tóku þessari nýjung í bæjarlífinu svo vel að unnt reyndist að byggja glæsilega bíóhöll við Ingólfsstræti og var starfsemin flutt þangað árið 1927, rétt um það bil sem talmyndirnar voru að ryðja sér til rúms. Síðan hafa örlögin hagað því svo, að gamla bíóið við Bröttugötu hefur varðveist allt til okkar dags, sé horft fram hjá almennri niður- níðslu og því að sætin hafa týnst og settir hafa verið 3 gluggar á eina hlið bíósalarins. Sá möguleiki er fyrir hendi, að þetta gamla bíó sé eina uppistandandi kvikmynda- húsið í heiminum í dag sem varð- veist hefur óbreytt frá tímum þöglu kvikmyndanna. Við skulum hafa það í huga, að jafnvel þótt tækist að hafa upp á kvikmynda- húsi, sem tók til starfa á undan Reykjavíkur Bíógraftheater, sem lft.il líkindi eru til eins og sýnt verður fram á, þá eru yfirgnæf- andi líkindi til þess að slíkt kvik- myndahús hafi þurft að ganga í gegnum umtalsverðar breytingar með tilkomu talmyndatækninnar. Ástæða þess að líkindin eru hverf- andi fyrir því að finnast muni starfandi kvikmyndahús, sem væri eldra en Fjalakattarbíóið, er sú að það var ekki fyrr en um 1905—6 að hugmyndin um reglu- bundnar kvikmyndasýningar í sérstökum kvikmyndahúsum tók að skjóta rótum. Kvikmyndasýn- ingar voru teknar upp í dagskrár fjölleikahúsanna, og kvikmyndir voru sýndar í tjöldum á markaðs- torgunum. Bíópetersen, eigandi og forstjóri Gamla bíós um áratuga- skeið, telur að í Kaupmannahöfn hafi aðeins verið starfrækt 3 kvik- myndahús, þegar Reykjavíkur Bíógraftheater tók til starfa. Ekk- ert þeirra er uppistandandi í dag. f Bandaríkjunum var byrjað að K,S137 SLhvern va ST:L LE:1814(1814) LI:531(531) JU:0/0 T:9(20) breyta búðarholum í nokk- urs konar bíó (Nickelodeons) árið 1905. talið er fullvíst að ekkert slíkt búðarbíó hafi varðveist. Hér við bætist að Bandaríkjamenn hófu ekki að byggja kvikmynda- hús fyrr en upp úr 1910. í Engl- andi hófust reglulegar kvikmynd- asýningar ekki fyrr en um sumar- ið 1907 með sýningum Balham Empire. Samkvæmt lauslegri könnun mun ekkert kvikmynda- hús hafa varðveist jafngamalt Reykjavíkur Bíógraftheater í Þýskalandi eða Frakklandi, en allt eru þetta hefðbundin kvikmyndal- önd. Þótt ekki liggi fyrir nákvæm könnun á aldri kvikmyndahúsa og hvað hafi varðveist af elstu kvikmyndahúsum í heiminum í dag er full ástæða til að ætla að gamla niðurnídda bíóið í Fjalak- ettinum sé með elstu uppistand- andi kvikmyndahúsum í veröld- inni, ef ekki hið elsta. Elsta kvik- myndahúsið, sem undirritaður hefur haft spurnir af, er Electric Theatre í London frá árinu 1911. Þetta kvikmyndahús var uppgötv- að fyrir rúmum áratug í ekki ósvipuðu ásigkomulagi og gamla bíóið í Fjalakettinum og var gert upp á 10 árum og var tekið í notk- un fyrir 2 árum. í júní síðastliðnum var haldinn aðalfundur alþjóðasambands kvikmyndasafna, FIAF, sem Kvikmyndasafn íslands á aðild að, en í þessu sambandi er 51 kvik- myndasafn. Að þessu sinni var að- alfundurinn haldinn í Stokkhólmi og að fundarhöldum luknum tók við ráðstefna um varðveislu kvik- mynda á 21. öldinni, eins og það var kallað. Ekkert var á það minnst á þessari ráðstefnu hver mætti vænta að yrðu örlög kvik- myndasýningaformsins, eins og við þekkjum það nú á 21. öldinni. En þar sem kvikmyndir eru búnar til til þess að sýna á stóru tjaldi fyrir hóp áhorfenda væri það vissulega ómaksins vert að velta því fyrir sér samhliða því að fjall- að er um varðveislu kvikmynda- spólnanna, hvort þróunin stefni í þá átt að hætt verði að sýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum, jafnvel nokkru áður en 21. öldin gengur í garð með þeim kaldhæðn- islegu afleiðingum, að þegar til þess kæmi eftir rúman áratug eða nánar tiltekið árið 1995, að haldið yrði upp á 100 ára afmæli kvik- myndasýninganna í heiminum, þá væri hætt að sýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum. Þegar fundi kvikmyndasafn- anna var lokið, dvaldist undirrit- aður í Stokkhólmi í nokkra daga í viðbót til þess að kynna sér kvik- myndasafnsmál og til að reyna að hafa upp á gömlum kvikmyndum frá Islandi. Það er kannski ekki úr vegi að geta þess hér að í leitirnar kom m.a. stutt kvikmynd af ís- lensku glímuförunum, sem glímdu á ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912, og heimildarkvikmynd, sem tekin var um borð í togara á íslandsmiðum árið 1919. Þessar kvikmyndir ásamt öðrum frá ís- landi reyndust vera til í filmu- safni sænska sjónvarpsins. En fleira vakti athygli mína með Sví- um. Skammt fyrir utan Stokk- hólm er sumarhöll konungs þar sem heitir Drottningholm. Þar er yndislegt leikhús, sem konungur lét byggja um líkt leyti og faðir Reykjavíkur var að bisa við að láta reisa fyrsta steinhús á íslandi útí Viðey. Þegar Ingmar Bergman færði upp Töfraflautu Mozarts fyrir sænska sjónvarpið fyrir nokkrum árum fór upptakan fram í þessu leikhúsi. Eitthvert krafta- verk hefur haldið hlífiskildi yfir Drottningholm-leikhúsinu því ekki aðeins leikhúsið heldur upp- runalegur sviðsbúnaðurinn, sem búinn er þeim galdri að hægt er að skipta um svið á aðeins 5 sekúnd- um án þess að tjald sé dregið fyrir, hefur varðveist allt til okkar dags. Ég settist inn í þennan töfra- heim 18. aldar og skemmti mér konunglega við að horfa á rók- okkóballetta frá tímum Skúla Magnússonar í Reykjavík, Jóns Eiríkssonar í Kaupmannahöfn og Mozarts í Salzburg. Leikið var á upprunaleg hljóðfæri eins og Moz- art hefur þekkt og stemmningin var einstök. Ballettarnir voru allir miðaðir við margvíslega mögu- leika sviðsbúnaðarins en hægt er að skipta á milli 30 sviða. Ég get varla ímyndað mér að hægt sé að flytja þessa balletta með góðu móti án slíks sviðsbúnaðar. Vegna þess hve kómískir þessir ballettar voru, fóru þeir fljótlega að minna mig á slapstick þöglu myndanna og fyrr en varði var ég farinn að hugsa um gamla bíóið í Fjalakett- inum heima á íslandi jafnframt því sem mér varð hugsað til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.