Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 23

Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 27 r treyst vin- ppinautanna „Það er gömul saga og ný, að eng- inn á allra fylgi. Við höfum keppt þrír að útnefningu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Úrslitin liggja fyrir, glögg og ótvíræð. Ég óska Þorsteini Pálssyni til hamingju af alhug og öllu hjarta. Ég sagði í gær, að landsfundarfulltrúar hlytu að fara af þessum fundi sem ein og órofa heild. Til að undirstrika það enn frekar hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram til varaformanns. Ég hvet ykkur til þess að kjósa Friðrik Sophusson. Ég hef rætt við marga, sem sækja landsfund Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sinn. Ollum finnst sérstak- lega mikið um hversu mikill kraftur býr í flokknum. Látum þennan kraft ganga út í þjóðfélagið. Við skulum öll leggja á það áherslu að efla flokkinn. Göngum fram í einni breiðri og órofa fylkingu." Friðrik 915 atkvæði. Að loknum ávörpum þeirra Þor- steins, Friðriks og Birgis ísleifs, var 1002, sem greidd voru. Sigrún Þor- steinsdóttir hlaut 26 atkvæði, Davíð Oddson 25, Birgir ísleifur Gunn- arsson 11 og aðrir 5 atkvæði. Auðir atkvæðaseðlar voru 16 og 4 ógildir. „Stuðningur ykkar mun verða mér styrkur“ Eftir árnaðaróskir fundarstjóra tók Friðrik til máls. Þakkaði hann góð orð í sinn garð og þakkaði landsfundarfulltrúum fyrir þann afgerandi stuðning, sem honum var sýndur í varaformannskjörinu. Jafnframt þakkaði hann Birgi ís- leifi fyrir drengskap hans og stuðn- ingsyfirlýsingu og sagði síðan: „Stuðningur ykkar mun verða mér styrkur." Friðrik sagði ennfremur, að það yrði verkefni þeirra Þorsteins að treysta tengslin við hinn almenna flokksmann í Sjálfstæðisflokknum og styrkja heildina í Sjálfstæðis- flokknum. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Ég heiti á ykkur öll, að þið sjáið til þess að ný Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisdokksins og Friðrik Sophusson, varaformaður takast í hendur á landsfundi í fyrradag er kjöri hins síðarnefnda til varaformanns hafði verið lýst Ljósm. ÓI.K.M. Þorsteinn Pálsson og eiginkona hans, Ingibjörg Rafnar að loknu formannskjöri á landsfundi. Ljósm. ÓI.K.M. am í gengið til kosninga um varafor- mann Sjálfstæðisflokksins. Þar sem Birgir ísleifur ákvað að bjóða sig ekki fram höfðu aðeins tveir til- kynnt framboð til varaformanns, Friðrik Sophusson og Sigrún Þor- steinsdóttir frá Vestmannaeyjum. Á meðan gengið var til kosninga fundaði þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins á efri hæð hússins. Friðrik Sophusson var kjörinn varaformaður flokksins með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hlaut 915 atkvæði af þeim einni og glæsileg sigurganga Sjálfstæðis- flokksins hefjist þegar við göngum héðan af fundinum." Fimm þingmenn kjörnir í miðstjórn Þorsteinn Pálsson flutti Friðrik því næst árnaðaróskir sínar í stuttri tölu og þakkaði fundinum fyrir kjörið. Sagðist hann ekki bara vona, hann vissi að góð samvinna yrði á milli þeirra í þágu Sjálfstæðis- flokksins. Er Þorsteinn sté úr pontu til- kynnti fundarstjóri, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði einróma kjörið eftirtalda fimm þingmenn í miðstjórn flokksins: Albert Guð- mundsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sig- urðsson og Salóme Þorkelsdóttur. Gengu landsfundarfulltrúar síðan til atkvæðagreiðslu um 11 menn í miðstjórn. Fráfarandi formanni þakkað Að loknu kjöri miðstjórnar sté Albert Guðmundsson í ræðustól og hvatti landsfundarfulltrúa til þess að styrkja með fjárframlagi bygg- ingu Valhallar, en nú er unnið að frágangi hússins. óskaði hann formanni og varaformanni til ham- ingju með kjörið og sagði að það ríkti einhugur á fundinum. Sagði hann að mestu skipti hvernig fólkið að baki formanns og varaformanns ynni. Sigurður óskarsson, formaður verkalýðsráðs Sj álfstæðisflokksins, Geir Haarde, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Halldóra Rafnar, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna og Sigurður Hannesson, formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra fluttu ný- kjörnum formanni og varaformanni árnaðaróskir og þökkuðu fráfarandi formanni, Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra, fórnfúst starf í þágu flokksins og létu þá ósk í ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn fengi áfram að njóta starfskrafta hans í framtíðinni. Enginn beðið ósigur nema andstæðingarnir Geir Hallgrímsson tók næstur til máls. Færði hann formanni og varaformanni heillaóskir og sagði síðan: „Við væntum þess að þeim auðnist að færa flokknum stóra sigra. Það er ánægjulegt að formað- urinn var kosinn í heiðarlegri og drengilegri keppni framúrskarandi ágætismanna." Sagðist Geir taka undir orð nafna síns Geirs Haarde fyrr á fundinum, þess efnis að eng- inn hefði beðið ósigur í þessu for- mannskjöri, nema andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. „Andstæð- ingar okkar gerðu sér vonir um að keppnin yrði til sundrungar, en svo vel hefur verið staðið að kjörinu af hálfu þeirra sem í því hafa staðið, að kosningin hefur orðið flokknum til eflingar. Slíkt er ekki hugsanlegt í neinum öðrum flokki en Sjálfstæð- isflokknum". Að gera drauminn um hreinan meirihluta að veruleika Sagði Geir að margir hefðu haft orð á því við sig að annað andrúms- loft ríkti á þessum landsfundi en þeim síðasta, en það væri ekki nema að hluta til rétt. Sagði hann að þótt menn kynni að greina á í Sjálfstæð- isflokknum, þá væri samt sú undir- alda sem tengdi Sjálfstæðismenn saman, svo sterk að henni yrði ekki hrundið og bæri hún þá til sigurs. Sagði hann andstæðinga flokksins ekki skilja þann kynngikraft sem í flokknum byggi, sem væri sá eigin- leiki að geta haldið saman, en verið samt einstaklingshyggjumenn. Sagði hann Sjálfstæðismenn geta látið hið smærra víkja fyrir hinu stærra, hugsjónir Sjálfstæðisstefn- unnar væru sjálfstæði landsins og frelsi einstaklingsins. Sagði hann nú vera tímamót, nú bæri að sækja fram og gera drauminn um hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins að veruleika. Fagnar nýjum andlitum en saknar annarra Geir sagði að á þessari stundu væri margt að þakka. Þakkaði hann samstarfsmönnum í fráfarandi miðstjórn, framkvæmdastjórum flokksins, Ingu Jónu Þórðardóttur og Kjartani Gunnarssyni og lands- fundarfulltrúm. Sagði hann for- vitnilegt á hverjum landsfundi að virða fyrir sér landsfundarfulltrúa úr formannssæti. Þaðan sæi maður ný andlit og fagnaði þeim, en sakn- aði annara. Það væri hins vegar ávallt mættur ákveðinn kjarni á hvern landsfund, sem tryggði það að fortíð og framtíð tengdust og byggði upp sterkasta stjórnmálaafl þjóðar- innar. Sagði hann að það væri ánægjulegt að hafa unnið með svo mörgu góðu fólki. Þakkaði hann góð orð í sinn garð um það að hann hefði uppfyllt þær skyldur, er hann hefði axlað með því að taka að sér formannsembætti í Sjálfstæðis- flokknum og sagði að kona sín, Erna Finnsdóttir, hefði veitt sér ómetan- lega aðstoð í því efni. Að lokum sagði Geir Hallgrímsson: „Við skul- um strengja þess heit að vinna hug- sjónum okkar þess fylgis með þjóð- inni að við megum sjá þær rætast". Risu landsfundarfulltrúar úr sæt- um og klöppuðu. Þorsteinn Pálsson þakkaðai hlý orð í sinn garð og flutti Geir Hall- grímssyni og konu hans árnaðar- óskir. Að því loknu sleit hann lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. — SSv./HJ fa íylkingu * úrslit í formannskjöri lágu fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.