Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 47

Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 25 HSV hefur ekki tapað heima í tvö og hálft ár: Enn efst eftir jafntefli gegn Köln — „íslendingaliðin“ burstuðu bæði sína leiki FORTUNA OUsseldorf er komið i annað sætið í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 5:0 sigur á Kickers Offenbach á Rheinstadion í DUss- eldorf. Atli Eðvaldsson lék ekki með Fortuna um helgina þar sem hann er meiddur og Pétur Ormslev lék heldur ekki með liðinu. Stuttgart gerði enn betur — sigraöi 1. FC NUrnberg 7:0, og skoraöi Ásgeir Sigurvinsson eitt mark í leiknum; sjötta mark Stuttgart. Hamburger er enn í efsta sætinu eftir aö hafa gert jafntefli við Köln é heimavelli. Hamburger lék án fimm fasta- manna, þeirra á meöal varnar- mannanna snjöllu Michael Shröder og Holger Hieronymus. Tveir áhugamenn léku meö Hamburger — og þrír áhugamenn sátu á bekknum hjá meisturunum. Þaö er athyglisvert aö Hamburger hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli sínum Volkspark Stadion síöan í maí áriö 1981, eöa í tvö og hálft ár. Frábær árangur hjá liðinu. Pierre Littbarski skoraði bæöi mörk Kölnarliösins en annar áhugamaöurinn og Felix Magath gerðu mörk HSV. Magath jafnaöi 2:2 á 83. mín. meö fallegu skoti af 20 m færi. Toni Schumacher var illa á veröi og átti ekki möguleika á aö verja skotiö. Eftir slakan fyrri hálfleik fór liö Stuttgart heldur betur í gang i þeim seinni gegn 1. FC Núrnberg. Þá opnuöust flóögáttirnar og leikmenn Stuttgart skoruöu sjö sinnum. Karl Allgöwer skoraöi tvö þau fyrstu á 46. og 47. mín. og síöan skoruöu varnarmaöurinn Gunther Schaefer á 50. mín., Walt- er Kelsch úr víti á 66., Ásgeir Sig- urvinsson á 73. og Thomas Kempe á 75. mín. Karl Allgöwer skoraöi svo sitt þriöja mark í leiknum á 87. mín. — en þess má geta aö hann var útnefndur maöur leiksins. j Dússeldorf var aldrei spurning hvort liðiö færi meö sigur af hólmi — aöeins hversu stór sigur For- tuna yröi. Staöan var 3:0 í hálfleik. Manfred Bockenfeld skoraöi á 7. • Felix Magaht, fyrirliöi Ham- borg SV, jafnaði leikinn gegn Köln með marki af löngu færi. Árangur Hamborg é heimavelli er einstakur. mín. og Rúdiger Wenzel bætti ööru viö á 16. mín. Gerd Zewe geröi þriöja markið úr viti á 43. mín. og Ralf Dusend og Rudi Bommer skoruðu svo í síöari hálfleik. Yfir- buröir Fortuna voru geysilega miklir og heföi liðiö hæglega átt aö geta skoraö þrjú til fjögur mörk til viöbótar. Liöiö er nú í ööru sæti, eins og áöur sagði, og þykir leika mjög skemmtilega knattspyrnu. Hraöinn er haföur í fyrirrúmi, og áhersla lögö á sóknina. Þaö ber árangur í leikjunum, og einnig í því tilliti aö áhorfendur eru nú farnir að streyma á völlinn þegar Fortuna leikur. Á laugardag voru áhorfend- ur 20.000, sem þykir gott þegar svo slakt liö kemur í heimsókn. Kaiserslautern tapaði í fyrsta skipti á heimavelli sínum á keppn- istímabilinu er Borussia Mönch- engladbach sótti liðiö heim. Frank Mill (71. mín.jog Lothar Matthaeus (81. mín.) skoruöu fyrir Gladbach. STAÐAN STADAN í Bundasligunni oftir leiki helgarinnar: Hamburger SV 13 8 3 2 26:16 19 DUsseldorf 13 7 3 3 33:18 17 VFB Stuttgart 13 6 5 2 26:13 17 Gladbach 13 7 3 3 28:16 17 Bayern 13 7 3 3 26:14 17 Bremen 13 6 4 3 20:13 16 FC Köln 13 6 2 5 28:19 14 Leverkusen 13 5 4 4 22:18 14 Uerdingen 13 6 2 5 27:26 14 Bielefeld 13 5 3 5 17:19 13 VFL Bochum 13 5 2 6 25:29 12 Mannheim 13 4 4 5 18:23 12 Braunschweig 13 5 0 8 22:28 10 Kaiserslautern 13 3 3 7 25:31 9 Dortmund 13 3 3 7 17:31 9 Offenbach 13 4 1 8 18:37 9 NUrnberg 13 4 0 9 19:31 8 Frankfurt 13 1 5 7 17:32 7 • Littbarski skoraði bæði mörkin fyrir FC Kðln er liðið garði jafntefli við HSV. • Ásgeir, Benthaus þjélfari Stuttgart og Niedermayor. Stuttgart hefur gengið vel og er í efstu sætunum. Ásgeir skoraði „Nú tókst okkur loks aö nýta marktækifærin sem við fengum í leiknum. Og í síöari hélfleikn- um gekk allt vel upp hjé okkur og við skoruðum sjö mörk. I fyrri hálfleik fór víti forgörðum hjá okkur og nokkur færi. Leik- urinn hefði alveg eins getaö endað tíu núll eins og sjö núll,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson en Stuttgart sigraði sjö núll um helgina og lék vel. „Ég náöi aö skora fimmta markiö í leiknum og er þaö fyrsta mark mitt á keppnistímabilinu. Liöið er nú á góöri leiö og ég hef trú á því aö viö getum sigrað í næsta leik þó að hann sé á úti- velli. Ef viö sigrum i næstu þrem leikjum eigum viö góöa mögu- leika á aö vera í fyrsta sæti þegar jólafríiö hefst hér," sagöi Ásgeir, sem fékk góöa dóma fyrir leik sinn. __ pr. Atli var ekki med, er enn slæmur í ökkla: „Leikurinn hefði eins getað endað átta núll“ — ÉG SPILAÐI ekki meö þar sem ég er enn ekki oröinn góður í ökklanum. Meiöslin voru verri en ég étti von á og sennilega verö ég í meöferö alla þessa viku. En ég verð aö né leiknum é föstu- dagskvöldiö sem er é móti Werd- er Bremen é útivelli. Það er ekki skemmtilegt aö sitja á bekknum þegar svona vel gengur, sagöi Atli Eðvaldsson. — Dússeldorf-liöiö haföi al- gjöra yfirburöi gegn Kickers- • Atli er meiddur. Offenbach og leikurinn heföi allt eins getaö endaö 8—0 eins og 5—0. Þaö er stórkostlegt aö liö okkar skuli nú vera í ööru sæti í deildinni. Vonandi veröur áfram- hald á þessari velgengni okkar. En veöur eru fljót aö skipast í lofti í knattspyrnunni og þaö gæti allt eins fariö svo aö viö hröpuöum neðar á stigatöflunni. Þetta er allt svo óútreiknanlegt í knattspyrn- unni. Þaö er frekar taugatrekkj- andi aö vera svona ofarlega. Viö erum farnir aö gera okkur vonir um aö smámöguleiki sé á að ná Evrópusæti. Þaö yröi góöur árang- ur út af fyrir sig. Þaö er mikil stemmning komin í kringum liðiö og áhorfendum fjölg- ar mjög á leikjum. Viö fengum til dæmis 20 þúsund áhorfendur á leikinn á laugardaginn einu af neösta liöi deildarinnar. Þaö er mjög gott, sagöi Atli. — ÞR Úrslit leikja í V-Þýskalandi Úrslit leikja í V-Þýskalandi um helgina uröu þessi: Hálf- leikstölur í sviga. Fortuna Dusseldorf — Kickers Offenbach 5—0(2—0) Bor. Munchengladbach — FC Kaiserslautern 2—0(0—0) Bayer Leverkusen — Eintracht Braunschweig 3—0(2—0) Eintracht Frankfurt — VS Bayern Múnchen 0—0 Armenia Bielefeld — Werder Bremen 2—0(1—0) Hamburg SV — FC Köln 2—2(1—1) VFB Stuttgart — 1. FC NUrnberg 7—0(0—0)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.