Morgunblaðið - 08.11.1983, Page 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983
Minning:
Arni Jónasson
húsasmíðameistari
Fæddur 9. október 1897
Dáinn 30. október 1983
Að kvöldi 30. september andað-
ist í Borgarspítalanum Árni Jón-
asson húsasmíðameistari.
Hann fæddist 9. október 1897 að
Galtarhöfða í Norðurárdal, Mýra-
sýslu, og hafði hann því rétt fyllt
86. aldursárið er hann lést. For-
eldrar hans voru hjónin Jónas
Jónasson járnsmiður og bóndi og
Ingibjörg Loftsdóttir, sem lengst
af bjuggu á Litla-Skarði í Staf-
holtstungum. x
Árni sleit barnsskóm sínum við
ýmis störf í heimabyggð sinni sem
þá var siður og var einn átta
systkina, sem nú eru öll látin.
Á æskuárum hans fóru í hönd
miklir umbrotatímar í íslenzku
þjóðlífi. Bæir og byggðarlög voru í
örum vexti og bylgja aukinnar
tækni og afkasta var að skella á í
allri verkmenningu þjóðarinnar.
Ungir eldhugar eygðu nú nýja og
betri tíma og öld verkaskiptingar
og sérhæfingar gekk í garð. Völ-
undarsmíð gömlu timburhúsanna,
sem enn í dag eru talin merkur
þáttur í húsagerðarlist okkar,
heillaði Árna mjög. Árið 1922
fluttist hann til Reykjavíkur til að
læra húsasmíðar og stundaði hann
þá iðn æ síðan.
Með nýjum tímum færðist öll
verkalýðs- og stjórnmálabarátta i
aukana, enda ekki allir ásáttir um
skiptingu þjóðarkökunnar þá
fremur en nú. Árni tók virkan þátt
í stefnumótun verkalýðsfélaganna
og bar alltaf hag hins vinnandi
manns mjög fyrir brjósti. Hann
var alltaf staðfastur í stuðningi
sínum við jafnaðar- og bræðra-
lagshugmyndir þessara og seinni
tíma jafnt á erlendum sem inn-
lendum vettvangi.
Árni var félagslyndur maður og
undi sér vel í góðra vina hópi.
Hann var hófsmaður og gekk jafn-
an hægt um gleðinnar dyr. Hann
hafði gaman af hljómlist og söng
og iðkaði hvortveggja, einkum á
yngrí árum. Hafði hann unun af
að leika á orgelið sitt að vinnudegi
loknum. Annað áhugamál Árna
var ferðalög um ættjörðina. Fór-
um við jafnan í nokkur ferðalög
saman ár hvert, einkum á sumrin.
Lék hann þá á als oddi og hafði frá
mörgu að segja.
Árni var öðru fremur raunsæis-
maður og leitaði skilnings og
skilgreiningar á fyrirbærum
mannlífsins. Hann var því lítt til
viðræðu um eilífðarmálin. Hann
leit á einstaklinginn sem hlekk i
langri keðju framþróunar, þar
sem ein kynslóðin tekur við af
annarri og hverjum ber að gera
skyldu sína.
Árni var ekki maður veraldar-
prjáls og sýndarmennsku. Hann
kom ætíð til dyranna eins og hann
var klæddur. Auk vinnu sinnar og
þjóðmálaáhuga áttu heimili hans
og fjölskylda hug hans allan. Árið
1930 kvæntist hann Þorbjörgu
Agnarsdóttur, mikilli mannkosta-
konu. Hjónaband þeirra var
einkar farsælt og þau samtaka í
að búa dætrum sínum, Hólmfríði
og Ingibjörgu, sem bezt heimili.
Barnabörnum sínum voru þau
stoð og stytta og samstaða þeirra
•jnaust kf
Síðumúla 7-9, simi 82722.
Bllanaust h.f. hefur nú á boóstólum hljóðkúta,
púströr og festingar I flestar gerðir blla. Stuðla-
berg h.f., framleiða nlðsterk pústkerfi og hljóð-
kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams
konar framleiðslu erlendra fyrirtækja. Þessa Isl-
ensku gæðaframleiðslu erum við stoltir af að
bjóða viðskiptavinum vorum jafnhliða vörum frá
| hinum þekktu fyrirtækjum BOSAL, Belglu o-
THRUSH, Canada. Heildsala, smásala.
HUÖÐKÚTAR
PUSTKERFI
• •
7 O ö'F
~ V
§
BOTERO
MtMf ■ *.-,,Ar,KunsT,^.N,fn wov.fncrr.-j 11 /om rjeo
Botero, Morning After 95x68
GLÆSILEGT ÚRVAL MYNDA
TILVALDAR TÆKIFÆRISGJAFIR
VERÐ FRÁ 139.00
MYNDIN
Dalshrauni 13
S. 54171
Alfreö Sturlu-
son - Minning
Fæddur 23. nóvember 1912
Dáinn 30. október 1983
Það er alltaf mikill harmur,
þegar menn falla skyndilega frá.
Dauðinn gerir sjaldnast boð á
undan sér og þótt menn hafi átt
við veikindi að stríða, er maður
ekki viðbúinn dauðanum, svo
fljótt sem hann ber að, og heldur í
vonina um að maðurinn fái að lifa
lengur.
Svo var það með Alfreð Sturlu-
son, sem lést sunnudaginn 30. okt.
Hann hafði alla tíð verið hraustur
maður, varla orðið misdægurt fyrr
en nú í byrjun júlí, að hann fór að
finna fyrir hjartasjúkdómi þeim,
er varð honum að bana.
Alfreð fæddist 23. nóvember
1912 á Búastöðum í Vestmanna-
eyjum. Foreldrar hans voru Fríð-
ur Lárusdóttir og Sturla Indriða-
son. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum í Vestmannaeyjum til 16
ára aldurs, ásamt þremur systkin-
um sínum. Lára var elst, en hún er
látin fyrir mörgum árum, en hin
eru Indíana og Pétur, sem er vél-
stjóri að mennt.
Alfreð, eða Alli eins og hann var
jafnan kallaður, lærði málaraiðn
hjá Jóni Björnssyni málara-
meistara þegar hann var 16 ára
gamall. Þann 7. febrúar 1942
kvæntist Alfreð eftirlifandi konu
sinni, Steinunni Jónsdóttur, og
eignuðust þau tvær dætur, Guð-
rúnu og Fríði, en hún lést aðeins
31 árs gömul þann 1. maí 1974.
Barnabörnin eru hins vegar fjög-
ur. Þau eru Alfreð Sturla, Stein-
unn og Soffía, sem eru börn Guð-
rúnar og Böðvars Böðvarssonar,
og Haraldur, sem er sonur Fríðar
og eftirlifandi manns hennar,
Sæmundar.
Fyrstu 8 hjúskaparár sín
bjuggu þau Steinunn og Alfreð í
Vestmannaeyjum, en fluttust það-
an til Reykjavíkur. Heimili þeirra
hér í Reykjavík hefur lengst af
verið í hjarta borgarinnar, því þau
áttu heima á Laugavegi 20 í 16 ár
og síðan á Laugavegi 22 i 11 ár.
Þaðan fluttust þau á Leifsgötu 6,
en keyptu svo íbúð að Hverfisgötu
99 fyrir 4 árum.
Alfreð var dagfarsprúður mað-
ur og vildi öllum vel. Hann unni
heimili sínu framar öllu öðru og
sérstaklega var hann barngóður.
Hann elskaði dætur sínar og
barnabörnin og hreinlega lifði
fyrir þau frá því að þau fæddust.
Hann var einstaklega skapgóð-
ur og alveg sérstakt prúðmenni.
Aðaláhugamál Alfreðs var skíða-
íþróttin. Hann iðkaði skíðaíþrótt-
ina hvenær sem færi gafst. Fór á
skíði næstum um hverja helgi og
alltaf um páska, þangað til fyrir
örfáum árum. Hann byggði skíða-
skála ásamt félögum sínum uppi í
Tindfjöllum, en þeir félagarnir
voru 10 saman. Annað áhugamál
höfðaði einnig mikið til Alfreðs,
Aðalfundur bandalags íslenskra listamann:
Skorað á menntamálaráðherra
aö leggja fram frumvarp um
kvikmyndastofnun íslands
AÐALFUNDUR Bandalags islen.skra
listamanna var haldinn 15. okt. sl. f
Norræna húsinu.
Þorkell Sigurbjörnsson var
endurkjörinn forseti Bandalagsins.
Aðrir í stjórn Bandalagsins eru
Þorgerður Ingólfsdóttir varafor-
maður, Hrafn Gunnlaugsson ritari,
Gestur Þorgrímsson gjaldkeri, en
meðstjórnendur eru Birgir Sig-
urðsson, Jes Einar Þorsteinsson,
Viðar Eggertsson og Örn Guð-
mundsson.
Á fundinum var skorað á
menntamálaráðherra að leggja
þegar í stað fram frumvarp um
kvikmyndastofnun íslands, sem
liggur fyrir í ráðuneytinu.
Þá var stjórn Bandalagsins falið
að vinna að sameiginlegum aðgerð-
um listamanna vegna niðurskurðar
á fjárveitingu til lista- og menning-
armála, og að vinna að lausn á líf-
eyrissjóðsmálum listamanna.
Á fundinum var m.a. gerð grein
fyrir félagaskrá Bandalagsins sem
kom út á árinu, en í félagaskránni
er að finna lög allra listamannafé-
iaganna, auk laga Bandalagsins
sjálfs.
f framhaldi aðalfundarins var
haldin ráðstefna undir yfirskrift-
inni Fjölmiðlar og listir. Forseti
Bandalagsins, Þorkell Sigurbjörns-
son, stjórnaði ráðstefnunni en
frummælendur voru frá flestum fé-
lögum listamanna.
Erindi frummælenda verða fjöl-
rituð og dreift til fjölmiðla.
Úr fréttatilkynningu.