Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983
47
Opið frá kl. 12—18,
laugardaga
frá kl. 10—16,
og föstudaga
i frá kl. 12—19.
S NOATUN S
KAFFETERÍA Á STAÐNUM
Versliö ódýrt
Háskólatónleikar
í Norræna húsinu
TÓNLEIKANEFND Háskólans
gengst fyrir hádegistónleikum í
Norræna húsinu á miðvikudögum
kl. 12.30 og eru fyrirhugaðir sex
tónleikar á haustmisseri og átta á
vormisseri.
Meðal efnis á skrá tónleika-
nefndarinnar á haustmisseri er
leikur kvartetts fyrir horn og
strengi, einleikur á gítar, samleik-
Vestmannaeyjar:
ur klarinetts og píanós, og fagotts
og píanós. Síðastir eru jazztónleik-
ar Guðmundar Ingólfssonar og
Reynis Sigurðssonar.
A fyrstu tónleikunum sem verða
á morgun flytja þeir sr. Gunnar
Björnsson og Halldór Haraldsson
píanóleikari svítu fyrir einleiks-
selló (nr. 2 í d-moll) eftir Johann
Sebastian Bach og sónötu fyrir pí-
anó og selló (op. 102 nr. 2 í D-dúr)
eftir Ludwig van Beethoven.
Kolmunni
og sfld
uppistaða í
októberafla
Vestmannaeyjum, 7. nóvember.
SÍLD OG kolmunni var uppistaðan í
afla þeim, sem hér barst á land í
síðasta mánuði, og tryggði jafna og
góða atvinnu á þeim árstíma sem
oftast áður hefur verið fremur dauf-
ur tími í atvinnulífi bæjarins.
Nú eru komin hér á land rösk-
lega 3.500 tonn af síld, og tæplega
6.000 tonn af kolmunna. í dag var
búið að salta í 12.000 tunnur af
síld, 6.100 tunnur hjá Vinnslustöð-
inni, 2.900 tunnur hjá SES og
3.000 tunnur hjá ísfélaginu. Þá
hefur töluvert magn verið fryst,
og til dæmis hefur Fiskiðjan ein-
göngu unnið síld í frystingu.
Hér hefur allt snúist í kringum
síldina síðustu vikurnar, en afla-
brögð annars verið sáratreg, sem
þó ekki er óvanalegt á þessum
árstíma. Afli bátanna í október
var aðeins 512 tonn, í 203 löndun-
um, sem er töluvert lakara en í
sama mánuði í fyrra. Aftur á móti
hafa togarar landað 335 tonnum
meiri afla í október en sama mán-
uð í fyrra, en fjölgað hefur um
einn togara á árinu. Afli lagður á
land í október nam alls 7.537 tonn-
um, og er þá heildaraflinn frá ára-
mótum orðinn rösklega 55 þúsund
tonn. _ hkj
„Elskendur“
Álfreðs Flóka
Plattinn er unninn úr v-þýsku
Keiser-postulíni og er aðeins gefinn
út í 250 eintökum. Myndin á plattan-
um heitir „Elskendur".
Platti, sem ber nafnið „Elskend-
ur“ hefur verið gefinn út í 250 ein-
tökum. Plattinn er teiknaður af
Alfreð Flóka, myndlistarmanni og
er hann unninn úr vestur-þýsku
Keiser-postulíni. Plattinn er hugs-
aður til að hengja upp á vegg, en
einnig er hægt að nota hann sem
disk. Piattinn verður ekki fáanleg-
ur i verslunum.
„Ekki trufla
mig Guð“
— yfirskrift æsku-
lýöshátfðar í
Bústaðakirkju
Æskulýðshátíð sem ber yfirskrift-
ina „Ekki trufla mig Guð“ verður
haldin í Bústaðakirkju að kvöldi
fimmtudagsins 10. nóvember.
Þar verður á dagskrá: Leikræn
tjáning, kórsöngur, uppákomur,
hugleiðing um yfirskrift hátíðar-
innar og fleira. Þá mun hljómsveit
leika undir söng og á eftir verður
boðið upp á veitingar í safnaðar-
heimilinu.
Æskulýðsfélag Bústaðakirkju
og kór Bústaðakirkju standa að
hátíðinni og hefst hún klukkan
20.30.
Háskóli íslands:
Hátíðarsam-
koma á fæðingar-
degi Lúthers
Stórútsalan Markaðshúsinu
Sigtúni 3, 2. hæð ajftsr
Mjög þekkt fyrirtæki eru nú með við opnum s.s.:
HÁSKÓLI fslands gengst fyrir há-
tíðarsamkomu fimmtudaginn 10.
nóvember næstkomandi í tilefni
þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu
Marteins Lúthers.
Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up flytur hátíðarræðu og Jón Stef-
ánsson stjórnar söng.
Samkoman er haldin í hátíðar-
sal skólans og hefst hún kl. 17.15.
KARNABÆR
BELGJAGERÐIN (Vinnuföt)
SPORTVAL (Sportfatnaöur)
BIKARINN (Sportfatnaöur)
HENSON (íþróttafatnaöur)
ÚTILÍF (Sportfatnaður)
ÆSA (Skartgripir)
ASSA (Tískuföt, barnaföt)
S.K. (Sængurfatnaður)
LIBRA (Fatnaöur)
GALLERÍ LÆKJARTORG
(Hljómplötur)
RAFTAK (Rafmagnsvörur)
LAUtHiNN (i-atn. a alla fjolskylduna)
TINDASTÓLL (S.H. gluggatjaldaefni)
G.M. PRJÓNAGARN
PRJÓNASTOFAN KATLA
(ísl. prjónapeysur)
K. HELGASON (Sælgæti)
M. BERGMANN (Sængurfatnaöur)