Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
258. tbl. 70. árg.
Hollenzka
bjórfram-
leiðandan-
um Heineken
rænt í gær
Amsterdam, 9. nóvember. AP.
ALFREÐ Heineken, forstjóra hinna
risavöxnu bjórverksmiðja í Hollandi,
var rænt í kvöld fyrir utan skrifstofu
hans í Amsterdam. Skýrði lögreglan
frá því, að þrír menn hefðu ráðizt á
Heineken, þar sem hann stóð á
gangstéttinni, hrintu honum inn í bif-
reið sína og óku síðan með leiftur-
hraða á brott.
Lögreglan í Amsterdam lét þegar
í stað setja upp vegarhindranir víða
um borgina og viðbótarlögreglulið
var jafnframt kallað út, þar á með-
al leynilögregluemnn., Þremur
klukkustundum eftir mannránið
höfðu ræningarnir ekkert látið frá
sér heyra og engin krafa um lausn-
argjald verið borin fram.
Það var leigubílstjóri, sem til-
kynnti mannránið til lögreglunnar.
Varð hann vitni að því, er mann-
ræningjarnir gripu bæði Heineken
og bílstjóra hans, Doderer að nafni,
sem er 57 ára að aldri. Ræningjarn-
ir börðu þann síðarnefnda illa, en
hirtu ekki um að taka hann með
sér.
Að beiðni lögreglunnar reyndi
leigubílstjórinn að fylgja mann-
ræningjunum eftir og tókst það
nokkra leið, en missti þá síðan úr
augsýn.
Nokkru síðar tilkynnti lögreglu-
maður, sem ekki var á vakt, að
hann hefði séð hóp manna skipta
um bifreið og fara yfir í bifreið af
Citroen-gerð, sem síðan var ekið
brott á ógnarhraða.
Ný reiki-
stjarna?
Washington, 9. nóvember. AP.
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað
nýjan hlut — annað hvort reikistjörnu
eða halastjörnu — sem fer nær sólu á
braut sinni en nokkrar aðrar stjörnur
í sólkerfinu, sem vitað var um áður.
Skýrðu vísindamenn í Washing-
ton frá þessu í dag. „Við höfum
uppgötvað nýja aðferð til þess að
rannsaka alheiminn", sagði James
M. Beggs, sem stjórnað hefur þess-
um rannsóknum.
Uppgötvanir sínar hafa stjarn-
fræðingarnir gert með atbeina
stjörnukíkis, sem komið var fyrir í
geimfari, er skotið var á loft fyrr á
þessu ári.
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
PrentsmiAja MorgunblaAsins
Bandarískir sérfræðingar með hljóðmælingatæki tóku þátt í leitinni að TF-Rán á Jökulfjörðum í gærkvöldi. Myndin var tekin þegar ieit var að Ijúka
seint í gærkvöldi og sýnir bát bandarísku sérfræðinganna hífðan um borð í varðskipið Oðin. MorgunblaðiA-sfmamynd/RAX.
Leitin að TF-Rán enn árangurslaus:
Dýptarmælar sýna þúst
á 70— 80 metra dýpi
við Kvíar á milli Veiðileysufjarð-
ar og Lónafjarðar. Var þyrlan þá
að fara í æfingaflug. Nokkrum
andartökum síðar heyrðu varð-
skipsmenn ókennilegt hljóð í
gegnum talstöðina og nær sam-
stundis sást ljósleiftur, eins og frá
lendingarljósum þyrlunnar. „Síð-
an heyrðist ekkert rneira," sagði
Höskuldur Skarphéðinsson,
skipherra á Óðni, í samtali við
blm. Morgunblaðsins. Leit hófst
þegar í stað og um klukkan eitt
um nóttina fannst brak úr þyrl-
unni, þ.á m. brot úr hjólahlíf og
óuppblásin björgunarvesti. Síðan
hefur ekkert fundist. Gunnar
Bergsteinsson sagði í gærkvöldi,
að menn væru jafnnær um orsak-
ir slyssins; ekkert það hefði komið
fram umfram það, sem fyrst hefði
verið vitað, sem gæfi vísbend-
ingar.
Sjá nánar á bls. 2, 3
og miðopnu.
— leitað til bandaríska flotans um hugsanlega
aðstoð við björgun flaksins af hafsbotni
LEIT AÐ mönnunum fjórum, sem voru um borð í Landhelgisgæsluþyrlunni
TF-Rán þegar hún fórst út af Kvíum í Jökulfiörðum í fyrrakvöld, hefur ekki
borið árangur. Skipstjórar á rækjubátum frá Isafirði, sem tóku þátt í leitinni
í fyrrinótt og í gær, telja dýptarmæla bátanna sýna þúst á um 70—80 metra
dýpi 0,7—0,8 mflur suðaustur af Kvíum. Öll áhersla veröur nú lögð á að
komast að flaki þyrlunnar og hefur af hálfu Landhelgisgæslunnar verið
kannað hjá bandaríska flotanum hvort mögulegt væri að fá aðstoð þaðan ef
með þyrfti, að sögn Jóns Magnússonar, lögmanns Landhelgisgæslunnar.
Mennirnir fjórir, sem saknað
er, heita Björn Jónsson, flugstjóri,
Þórhallur Karlsson, flugstjóri,
Bjarni Jóhannesson, flugvélstjóri,
og Sigurjón Ingi Sigurjónsson,
stýrimaður. Alls leituðu nærri
tuttugu skip og bátar á slysstaðn-
um í gær, auk þyrlu af danska
varðskipinu Vædderen og félaga í
björgunar- og hjálparsveitum.
Halda átti leitinni áfram í birt-
ingu í morgun.
Síðdegis í gær kom Gæsluflug-
vélin TF-Sýn til ísafjarðar með 10
menn frá Landhelgisgæslunni,
rannsóknarnefnd flugslysa og
varnarliðinu. Höfðu þeir með sér
tæki til að nema hljóðmerki frá
flakinu. „Þetta hlustunartæki er
ekki langdrægt, þannig að það
gæti tekið talsverðan tíma að
greina merkin," sagði Gunnar
Bergsteinsson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, í samtali við
blm. Morgunblaðsins í gærkvöld.
„Það þarf væntanlega að fara oft
yfir svæðið áður en tekst að
greina merki frá þyrlunni, en í
henni er svokallaður „sonar ping-
er“, eða hljóðgjafi til að staðsetja
flak neðansjávar."
ísfirskir skipstjórar sögðu
blaðamanni Mbl. á Isafirði í gær,
að þeir hefðu um hádegið orðið
varir við þúst á um 70— 80 metra
dýpi á slysstaðnum en dýptar-
mælar þeirra gátu ekki leitt
óyggjandi í ljós að þar væri flakið
af TF-Rán. Skúli Jón Sigurðarson
í Loftferðaeftirlitinu og Þorsteinn
Þorsteinsson frá Landhelgisgæsl-
unni sögðu meginverkefni hóps-
ins, er kom til fsafjarðar, vera að
staðsetja flakið nákvæmlega og
undirbúa björgunaraðgerðir.
Bjuggust þeir við að björgunin
gæti orðið tímafrek og erfið væri
flakið á jafn miklu dýpi og skip-
stjórarnir teldu.
Það var kl. 22.53 í fyrrakvöld,
sem TF-Rán tók sig á loft frá
varðskipinu óðni skammt utan
Arafat hvetur menn sína:
„Berjumst unz yfir
Triiwili Q nnvpmher AI*
Tripoli, 9. nóvember. AP.
„ENGINN árangur hefur enn náðst nokkurs staðar," sagði Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO), í dag um viðræður þær, sem nú fara fram á
mörgum stöðum í von um vopnahlé milli stuðningsmanna hans og uppreisnarmanna
innan PLO. Héldu þeir síðarnefndu uppi viðstöðulausri skothríð á stuðningsmenn
Arafats í Badawi-flóttamannabúðunum fyrir utan borgina Tripoli með flugskeytum og
fallbyssum og nutu þar aðstoðar stórskotaliðs Sýrlendinga á nærliggjandi hæðum.
„Það er engin von um grið. Við
munum berjast, unz yfir lýkur,“
sagði Arafat við liðsmenn sína í
dag, er þeir bjuggu sig undir úr-
slitaorrustuna. Héldu þeir uppi
harðri skothríð á andstæðinga sína
með flugskeytum og úr fallþyssum
frá byggingum inni í borginni. í
allan dag loguðu miklir eldar í olíu-
hreisnunarstöð í útjaðri Tripoli, án
þess að slökkvilið kæmist þar
nokkurs staðar nærri vegna bar-
daganna og stigu eldtungur og mik-
ill reykjarmökkur þar hátt til him-
ins. Þá höfðu eldar einnig kviknað
á fleiri stöðum í borginni, þar sem
flugskeyti höfðu komið niður og
sprungið. Hefur mikil skelfing
gripið um sig á meðal ibúa borgar-
innar, sem eru um hálf milljón.
Þrátt fyrir litlar horfur á sam-
komulagi var haldið uppi 'örvænt-
ingarfullum tilraunum af hálfu
margra Arabaþjóða í kvöld til þess
að freista þess að fá Sýrlendinga og
uppreisnarmenn innan PLO til
þess að fallast á vopnahlé á síðustu
stundu. Var sá orðrómur á kreiki,
að uppreisnarmenn gerðu það að
ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir
vopnahléi, að Arafat færi frá
lýkur“
Tripoli og gæfi loforð um að snúa
aldrei þangað aftur.
ísraelsstjórn lét í dag kalla út
varalið hersins til þess að kanna
viðbragðsgetu þess, ef til stríðs
kæmi. Samtímis var tekið fram, að
engin sérstök ástæða lægi að baki
útkallinu, heldur væri það gert í
æfingaskyni með sama hætti líkt
og gert hefði verið mörg undanfar-
in ár. í viðtali í ísrelska sjónvarp-
inu í kvöld sagði Yitzhak Shamir
forsætisráðherra: „Það er álit mitt,
að það sé engin yfirvofandi hætta á
styrjöld við Sýrland."
Yasser Arafat.