Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
27
Bústaðakirkja:
Boðið til æskulýðs-
hátíðar í kvöld
ÆSKULÝÐSHÁTfÐ verður haldin í
Bústaðakirkju í kvöld, fimmtudag-
inn 10. nóvember.
Að sögn sr. Solveigar Láru Guö-
mundsdóttur, aðstoóarprests í Bú-
staöakirkju, hefur mikil vinna verið
lögð í undirbúning, og kvaðst hún
vænta mikillar þátttöku „ungs fólks
á öllum aldri“.
Ekki verður um hefðbundna
skemmtidagskrá að ræða, heldur
munu dagskráratriði mikið byggj-
ast á þátttöku þeirra sem mæta.
Af dagskráratriðum má nefna:
Leikræn tjáning, kórsöngur, uppá-
komur, hugleiðingar um yfirskrift
hátíðarinnar, auk þess sem
hljómsveit mun leika undir söng.
Á eftir verður boðið upp á veit-
ingar í Safnaðarheimilinu.
Það er Æskulýðsfélag Bústaða-
kirkju og kór Bústaðakirkju, undir
stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar,
sem standa að hátíðinni. Æsku-
lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar hefur
einnig lagt málinu lið.
Öllum sem áhuga hafa er boðið
til hátíðarinnar, sem hefst kl.
20.30 og stendur eitthvað fram eft-
ir kvöldi.
Logaland í Borgarfirði á laugardag:
Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðlulcikari með tónleika
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari
mun halda tónleika í Logalandi í
Borgarfirði laugardaginn 12. nóv-
ember næstkomandi.
Á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Áskel Másson, Ysaýe,
Fauré og Ravel, en þessi verk
mun hún spila síðar í mánuðin-
um á einleikaraprófi sínu í Aust-
urbæjarbíói.
Snorri Sigfús Birgisson mun
leika á píanó á tónleikum Sig-
rúnar.
Sigrún Eðvaidsdóttir
fiðluleikari.
BLDOTS-
INNRETTING
23.400.-
Já, tuttuguogtvöþúsundog
fjögurhundruðkrónur!
Frá TKBA að sjálfsögöu
IKEA gæðin eru hér sem annarsstaðar í IKEA framleiðslu.
Alltá lager engarafgreiðslutafir. Komið íeldhúsdeild IKEA, við
aðstoðum ykkur við valið, reiknum út nákvæmt verð og
kynnum ykkur afborgunarskilmálana.
BIÐJIÐ UMNÝJA UTPRENTAÐAIKEA ELDHÚS-
INNRÉTTINGABÆKLINGINN.
Þessi innrétting fæst í
hömruðu plasti, beyki,
furu, og hvítmáluðu.
HAGKAUP
Skeifunni15
Nú bjóðum við alla þá sem horfa fram á veginn með hagsýnina að
leiðarljósi velkomna til okkar á sýninguna Skrifstofa framtíðarinnar í
Sýningarhöllinni á Bíldshöfða.
Við kynnum þar fjölbreytt úrval okkar af Silver-Reed og Message
rafmagnsritvélum, ritvinnslukerfum Silver-Reed og Televideo,
Ijósritunarvélum frá U-Bix, tölvuprenturum frá Nec, Star og
Silver-Reed og að sjálfsögðu sýnum við fjölbreytt notkunarsvið
Televideo tölvunnar við hinar ólíkustu aðstæður.
IBM PC í allri sinni dýrð!
Síðast en ekki síst kynnum við nú í fyrsta sinn á íslandi drottningu
einkatölvanna, IBM Personal Computer sem verið hefur leiðandi í allri
framleiðslu einkatölva í heiminum.