Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Einarsson Afmæliskveðja: Svavar Fyrir þá sem til þekkja er það næsta ótrúlegt að Svavar Einars- son sé orðinn svo gamall sem raun ber vitni. En þó svo að hann með karlmennsku og nánast æsku- þrótti beri aldurinn einstaklega vel, verður staðreyndum ekki neit- að og Svavar verður nauðugur viljugur að sætta sig við að hafa nú náð því marki að fylla hóp okkar sem lifað höfum í hálfa öld. Svavar er fæddur í Reykjavík þann 10. nóvember árið 1933. For- eldrar hans voru hjónin Svanborg Þórðardóttir og Einar Jóhann Jónsson. Þau hjón slitu samvistir þegar í frumbernsku Svavars og var það þungt áfalUfyrir hinn unga svein, því hlutskipti hans varð af þessum sökum að hann var settur í fóstur hjá vandalausum. Það er að sjálfsögðu öllum ljóst hvílíkt áfall það er hverju barni að fá ekki að alast upp og mótast í faðmi eigin foreldra. Og ekki fer á milli mála að þetta þunga áfall hefir á margan hátt sett svip sinn á allt lífshlaup Svavars. Svavar Einarsson tók snemma út þroska sinn, óx og þroskaðist til glæsilegs karlmennis, sem óhjá- kvæmilegt var að veita athygli. Svavar er hár vexti og þrekinn eft- ir því, dökkur mjög á brún og brá og þótt hið hrafnsvarta hár hans sé í dag lítið eitt grásprengt, er þrótturinn og karlmennskan sí- ung. Rétt liðlega tvítugur réðist Svavar til starfa í lögreglu Reykjavíkurborgar og starfaði þar við góðan orðstír um árabil. Á þessum árum festi Svavar ráð sitt og giftist Gunnhildi Ólafsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Einar Ólaf og Halldóru. Þau hjón slitu samvistir eftir nokkurra ára sam- búð. Tekjur lögreglumanna voru á þessum árum fremur rýrar og varð það til þess að Svavar hætti þar störfum og hóf leigubílaakstur sem hann stundaði um langt ára- bil. En svo sem oft er raunin með unga menn, þá hvarflaði hugur Svavars til annarra starfa og vann hann því ýmis önnur störf, m.a. við akstur áætlunarbíla Norður- leiða að ógleymdum sjómanns- störfum. Svavar hefir alla tíð ver- ið reglumaður hvað áfengi snrrtir en þó ekki sloppið áfallalaust í gegnum þessa hálfu öld, sem hann á nú að baki. Svo sem fram hefir komið í þessu afmælisrabbi er Svavar hið mesta glæsimenni og því er ekki að undra, að hið veikara kyn hefir mjög komið við sögu í lífi hans. Kann ég ekki að nefna þær konur sem hann hefir búið með í lengri eða skemmri tíma en veit þó að hann hefir með þessum sambýl- iskonum eignast níu mannvænleg börn, sem öll eru nú komin til vits og þroska. Það mun hafa verið árið 1978 sem Svavar flutti hingað til Gautaborgar. Og þó svo að ég hafi lítillega þekkt til hans heima á ís- landi, þá er það ekki fyrr en á síðustu mánuðum að ég kynnist honum að marki. Svavar hefir hér ytra lengst af starfað hjá Volvo- verksmiðjunum, og starfar þar mikill fjöldi fólks og af ýmsu þjóð- erni. Einn af starfsfélögum Svav- ars, pólskur að uppruna, ræddi einu sinni sem oftar um það ólýs- anlega böl, sem landar hans heima í Póllandi eiga við að búa. Kynnin við þennan pólska starfsfélaga leiddu svo smám saman til þess að Svavar tók sér ferð á hendur og fór til Póllands til þess að fá að sjá með eigin augum það sem við hin fáum að heyra og sjá í fjölmiðlum. í þessari sinni fyrstu Póllands- reisu kynntist Svavar þrítugri stúlku þarlendri. Ferðirnar til þessa hrjáða lands hafa síðan orð- ið fleiri og nú er svo komið að Svavar er heitbundinn umræddri stúlku. Kynni Svavars af þeirri niður- lægingu, sem pólska þjóðin verður að þola, hafa orðið til þess að valda straumhvörfum í lífi hans. Hann heillaðist af hetjulund og hófsemi Pólverjanna, og hin trú- arlega eining, sem heldur þjóðinni saman, varð til þess að vekja hann til umhugsunar um eilífðarmálin og um sína eigin andlegu velferð. Allt þetta varð svo til þess að Svavar tók að sækja samkomur hjá okkur hvítasunnumönnum í L.P. Stiftelsi, og þar upplifði hann Jesúm Krist sem sinn persónulega frelsara. Þótt ekki séu nemar fáar vikur síðan þetta átti sér stað, hefir ótrúleg breyting orðið í lífi og háttum Svavars. Hann setur nú allt sitt traust á meistarann mikla frá Nasaret, biður og vonar til Hans að pólsk yfirvöld gefi heit- mey hans, móður hennar og syst- ur, leyfi til þess að flytjast frá ógnarvöldum kommúnismans hingað til Svíþjóðar og svo von- andi síðar meir til öruggrar vöggu lýðræðis heima á íslandi. Ég og fjölskylda mín ásamt fjölmörgum trúarsystkinum óskum Svavari vini okkar allra heilla í tilefni fimmtusafmælisins og biðjum Guð að blessa honum ókomin ævi- ár. Þorvaldur Sigurðsson Heimilisfang Svavars er: Hjallbo Lilgatan 13 42433 Angered Sverige Bókaútgáfan Iðunn: „Tóbías og vinir hans“ Barnabók eftir Magneu frá Kleifum ÚT ER komin hjá Iðunni barna- sagan Tobías og vinir hans eftir Magneu frá Kleifum. Sigrún Eld- járn myndskreytti. Þetta er sjálf- stætt framhald sögunnar Tobías og Tinna, sem út kom í fyrra. Áður hefur Iðunn gefið út tvær sögur um krakkana í Krummavík eftir sama höfund. Aðalpersónan í Tobías og vinir hans er lítill dreng- ur, en hann á góða vini þar sem eru Sighvatur listmálari og Tinna dóttir hans. Efni sögunnar er kynnt svo á kápubaki: „Nú er sumar og Sighvatur ætlar að ferð- ast um landið á skrýtna bílnum sínum og mála. Krakkarnir fá að koma með og Sighvatur segir að Tobías eigi að vera hjálparkokkur hjá sér. Þetta verður afa skemmti- legt ferðalag og margt að sjá úti í náttúrunni. Vinátta þeirra þriggja vex og dafnar þetta sumar, og fleiri koma við sögu, bæði börn og fullorðnir. Einu sinni er reyndar nærri því illa farið ...“ Tobías og vinir hans er 112 blað- síður. Oddi prentaði. 649.- 589.- 889,- _____-----------^ kr' "".„Q ---- (i'Uoaro/vest' . \ 48v nuúlpur ^D,parn/flaue\skrag gr. 1.389- LJorraÚ\Pa Dömubuxurur-^- Dömubuxuru ^, Herrabuxururvetr ♦ Sími póstverslunar er 30980 V HAGKAUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.