Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 25 Bátar leita í gær á slysstaðnum sem talinn er 0,7—0,8 sjómílur suð-austur af Kvíum, eyðibýli milli Lónafjarðar og Veiðileysufjarðar. Morgunblaðið/RAX /n i .* S, fi Hlíðin var öll á iði og hætta á skriðuföllum — segir skip- stjórinn á Guðnýju ÍS fsafirAi, 9. nóvember, frá Hjálmari Jónasyni, blaóamanni Morgunblaðaina. „VIÐ VORUM ennþá um borð í bátnum þegar hjálparkallið barst, nýkomnir að landi og nýbúnir að landa. Við biðum eftir slysavarna- mönnum og hjálparsveitum skáta frá ísafírði og úr Hnífsdal og tókum þá með, alls 20—25 manns,“ sagði Jón Pétursson, skipstjóri á Guðnýju ÍS-226, í samtali við blm. Morgun- blaðsins nú í kvöld. „Þegar við komum á slysstað ferjuðu varðskipsmenn þá í land, þeir voru með báta tilbúna til þess. Slysavarnamenn gengu fjör- una eins og þeir gátu í þrjá tíma eða svo en eftir því sem þeir fóru utar jókst hættan á skriðuföllum. Því hættu þeir viö en ætluðu að reyna að ganga fjörur aftur í birt- ingu í morgun. Þegar til þess kom var eins og öll hlíðin væri á iði út af hlákunni svo það var ákveðið að bíða þyrlunnar, sem von var á. Slysavarnamenn voru til taks ef þyrlan kæmi ekk^,.Hún kom og fann ekkert frekár 'én þeir, sem gengið höfðu. Ekkert virðist því hafa rekið á land. Það var þokkalegt veður til leit- ar, bjart og ekki hvasst. Hætta á skriðuföllum setti þó strik í reikn- inginn,“ sagði Jón. Hann sagði að þeir á Guðnýju hefðu komið aftur til ísafjarðar um kl. 15:30 í dag með flesta leitarmanna, nokkrir hefðu þó farið yfir í Víking III beint af ströndinni. Sérstök tæki frá varnarliðinu voni flutt á slysstaðinn, en talið var að með þeim mætti nema sendingar frá neyðarsendi þyrlunnar. Fundum blys og fleira sem gæti verið úr Rán — segir skip- stjórinn á Haf- erninum ÍS ÍNafirAi 9. nóvember, frá Hjálmari Jónasyni, blaAamanni MorgunblaAsins. „VIÐ FENGUM kallið tíu mínútum eftir miðnætti. Tíu mínútum síðar voru 10—12 rækjubátar komnir af stað tii leitar. Við fórum næstir á undan Guðnýju, sem beið björgun- armanna. Það var dálítill kaldi en gott veður til leitar,“ sagði Hrólfur Olafsson, skipstjóri á Haferninum frá ísafírði, sem tók þátt í leitinni að TF-Rán. „Við fundum blys og fleira, sem Hrólfur Ólafsson skipstjóri á J^tfern- inum. við höldum að sé úr þyrlunni. Allt kom þetta upp á sama stað, en þótt allur flotinn leitaði til klukkan fimm í morgun fannst ekkert á reki annars staðar. Ákveðið var að bíða birtingar og þá var farið tvisvar yfir allt svæðið án árang- urs. Fljótlega upp úr því var haldið á veiðar," sagði Hrólfur. „Þetta kom mér á óvart, slysið hlýtur að hafa orðið mjög skyndi- lega. Það var einkennilegt, að eng- in olíubrák skyldi sjást á sjónum. Þeir telja sig í dag hafa fundið flakið á svipuðum slóðum og brak- ið kom upp. Þeir töldu sig hafa fundið þúst á hafsbotninum með dýptarmæli," sagði Hrólfur Ólafsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.