Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
• Hans Guðmundsson átti mjög góöan leik með FH í gærkvöldi gegn
Val og skoraði sex mörk. Hans var sér í lagi góður í síðari hálfleiknum.
Valur átti
ekki möguleika
FH —
Valur
30:21
SKJÓTT skipast veður í lofti. Það
fengu áhorfendur í íþróttahúsinu
í Hafnarfirði að sjá í gærkvöldi er
FH og Valur áttust við í 1. deild
karla í handbolta. Eftir mjög góð-
an fyrri hálfleik var bókstaflega
allur vindur úr Valsmönnum í
þeim seinni og FH-ingar fóru meö
stórsigur af hólmi. FH vann 30:21,
eftir að hafa haft eitt mark yfir í
leikhléi, 12:11.
Kristján Arason skoraöi fyrsta
mark leiksins, en eftir þaö réöu
Valsarar lögum og lofum næstu
mínúturnar. Þeir komust fljótlega í
4:1 og síðan 6:3, en FH náöi aö
jafna 6:6. Valsarar héldu upptekn-
um hætti — léku vel og voru eitt til
tvö mörk yfir þar til undir lok fyrri
hálfleiks aö FH tókst aö jafna og
síöan komust Hafnfiröingarnir yfir
12:11.
Valsmenn voru betra liðiö —
þeir voru mun yfirvegaðri en
FH-ingar og léku af mikilli skyn-
semi. Hjá FH réö einstaklings-
framtakið hins vegar ríkjum og
sóknarleikur liösins var oft
tilviljanakenndur.
í síöari hálfleiknum var heldur
betur annaö upp á teningnum.
FH-ingar byrjuöu hálfleikinn af
miklum krafti og kaffæröu Vals-
menn. Munurinn varð fljótlega þrjú
mörk FH ( hag, og sá munur jókst
jafnt og þétt. FH-ingar spöruöu
hraðaupphlaupin ekki, og skildu
þeir Valsara hvaö eftir annaö eftir í
þeim. Þau nýttust vel, sem annaö
er þeir reyndu. Allt virtist ganga
upp, meöan Valsmenn voru heill-
um horfnir.
Hans Guömundsson lék mjög
vel í seinni hálfleiknum — skoraöi
falleg mörk og lék meöspilara sína
vel uppi. Nokkuð annaö en i þeim
fyrri. Atli Hilmarsson fellur alltaf
betur og betur inn í leik FH-liösins,
hann var yfirvegaöur og lék vel.
Kristján Arason viröist vera aö ná
sér á strik eftir slenið sem hvílt
hefur á honum aö undanförnu, og
Haraldur Ragnarsson varöi vel í
markinu. Svona má telja áfram því
flestir léku FH-ingarnir vel, og
meistaralega vel i seinni hálfleik,
en samt er íhugunarefni fyrir þá
hve lengi þeir voru í gang. „Þaö var
einhver taugaveiklun í okkur í fyrri
hálfleiknum. Þaö er fariö aö gera
miklar kröfur til okkar eftir aö viö
höfum veriö aö vinna stóra sigra,
og þaö er erfitt aö halda alltaf
sama standard," sagöi Þorgils
Óttar Mathiesen eftir leikinn. „En í
seinni hálfleik komumst við vel í
gang og kaffæröum þá meö
hraöaupphlaupum. Þá spiluðum
viö eins og lið en eins og einstakl-
ingar í fyrri hálfleiknum.
valsmenn byrjuöu vel eins og
áöur sagöi, en þegar FH-ingar fóru
loksins í gang gáfust þeir upp. Mis-
tökunum fjölgaði og leikur þeirra
fjaraöi út. Sá eini sem hélt höföi
allan tímann var Jakob Sigurös-
son. Hann er oröinn stórskemmti-
legur leikmaöur strákurinn; ákveö-
inn, snöggur, sterkur og fylginn
sér.
Mörkin skiptust þannig:
FH: Þorgils Öttar 6, Hans Guömundsson 6,
Kristján Arason 6/2, Atli Hilmarsson 5, Pálmi
Jónsson 2, Guömundur Magnússon 2, Guö-
mundur Óskarsson 1, Sveinn Bragason og
Guöjón Arnason 1. Valur: Ðrynjar Haröarson
6/3, Jakob Sigurösson 5, Geir Sveinsson 4,
Steindór Gunnarsson 2, Valdimar Grímsson 2,
Guöni Bergsson 1 og Júlíus Jónasson 1. Dóm-
arar voru óli ólsen og Gunnlaugur Hjálmars-
son. Komust þeir þokkalega frá leiknum, sem
var alls ekki auödæmdur. — SH.
Thompson lánaður
Fré Bob Henneasy, frétta-
manni Morgunblaösins í Englandi.
ENSKU meistararnir Liverpool
lánuöu Phil Thompson, fyrrum
fyrirliða liösins, í gærkvöldi til
Southampton í einn mánuö. Mik-
iö er um meiðsli hjá Southamp-
ton og tóku forráðamenn Liver-
pool það skýrt fram aö Thomp-
son væri ekki aö yfirgefa liöiö til
langframa; aöeins að hjálpa til hjá
suöurstrandarliðinu. Thompson
hefur verið á Anfield í 12 ár og
leikið um 500 leiki fyrir meistar-
ana. Þá hefur hann leikiö 42
landsleiki fyrir England.
Belgía tapaði
BELGAR, sem þegar hafa tryggt
sér sigur í 1. riöli Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu, og þar meö
sæti í úrslitakeppninni í Frakk-
landi næsta sumar, töpuöu fyrir
Sviss í gær í keppninni 1:3. Leik-
urinn fór fram í Sviss.
Styrkveiting til
fimm sérsambanda
Að undanförnu hefur stjórn Ólympíunefndar íslands rætt við fulltrúa
allra þeirra sérsambanda, sem eiga á að skipa þeim afreksmönnum,
sem líklegir eru til aö ná þeim árangi, sem Ólympíunefndin hefur sett
til þess að íþróttamenn yröu hlutgengir á Ólympíuleikunum á næsta
ári.
Þau sérsambönd, sem líkleg eru
til aö hafa slíka afreksmenn á aö
skipa eru: Skíöasamband íslands,
Frjálsíþróttasamband 'slands,
Júdósamband íslands, Lyftinga-
samband íslands, Sundsamband
islands.
Eftir þessar viöræöur hefur orö-
iö samkomulag í framkvæmda-
stjórn Ói aö úthluta eftirfarandi
styrkjum til sérsambanda og ein-
staklinga:
Frjálsíþróttasambandiö 90.000
Einar Vilhjálmsson 70.000
Óskar Jakobsson 70.000
Oddur Sigurösson 50.000
Vésteinn Hafsteinsson 50.000
Þórdís Gísladóttir 50.000
Þráinn Hafsteinsson 50.000
Skíöasambandiö 300.000
Júdósambandiö 100.000
Bjarni Friöriksson 70.000
Sundsambandiö 120.000
Tryggvi Helgason 50.000
Lyftingasambandiö 170.000
Alls kr. 1.240.000
Eins og sjá má er úthlutunin tví-
þætt. Annarsvegar er úthlutaö til
einstakra íþróttamanna. Sú úthlut-
un er til þeirra sem hafa náö ár-
angri á alþjóöamælikvaröa í íþrótt
sinni og eru þvi mjög líklegir til
þess aö veröa valdir til þátttöku í
Ólympíuleikunum á næsta ári.
Hinsvegar er veittur styrkur
beint til sérsambandanna, til þess
aö viökomandi samband geti stað-
iö fyrir og kostaö æfingar fyrir þá
sem eru líklegir til þess aö geta
náö árangri á heimsmælikvaröa á
næstunni og kæmu þá til greina aö
veröa valdir til þátttöku í leikunum.
Ennþá hefur Óí ekki valið neinn
keppanda til þátttöku í leikunum,
en stefnir aö því aö fyrir 10. des-
ember 1983, veröi skíöamenn end-
anlega valdir til þátttöku í Vetrar-
leikunum, en þeir fara fram
8.—19. febrúar 1984 í Sarajevó,
Júgóslavíu.
Varðandi Sumarleikana, þá er
stefnt að því aö velja þátttakendur
2—3 mánuöum fyrir leikana, sem
fara fram í Los Angeles, Bandaríkj-
unum, dagana 28. júlí til 12. ágúst
1984.
• Heímir Karlsson
Heimir til
V-Þýskalands
HEIMIR Karlsson, miðherji Víkings í knattspyrnu, leikur að öllum
líkindum í Vestur-Þýskalandi í vetur. Hann hefur fengið tilboð frá
liði að nafni SV Holdorf, en þaö er í svokallaðri Oberligu, og er
áhugamannalið, „a.m.k. að nafninu til“, eins og Heimir sagði í
gær. „Oberligan" skiptist í fjóra hluta: austur-, vestur-, noröur- og
suðurdeild, og er lið þetta í noröurdeildinni. Þess má geta að
Hafþór Sveinjónsson leikur með liði í vesturdeildinni og Siguröur
Grétarsson, sem fór út nú í vikunni, er meö liöi í austurdeildinni.
Það liö er frá Berlín. Heimir sagöi í samtali við Morgunblaðiö í
gærkvöldi að Þjóðverjarnir heföu sent opinn farseðil til sín í gær,
en hann var ekki kominn hingað til lands áöur en Flugleiðir
lokuðu. Heimir sagöi öruggt að hann færi utan í dag eða á morgun
og aö öllum líkindum léki hann sinn fyrsta leik með liðinu á
sunnudag. Taldi hann allar líkur á því aö hann yrði ytra fram á
vorið. Þess má geta að lið sem sigrar í þessari Oberligu flyst ekki
upp í 2. Bundesliguna (sem Gunnar Gíslason leikur í) heldur
hlýtur þaö titilinn Þýskalandsmeistari áhugamanna. — SH.
Arsenal sigraði Tottenham
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi.
ARSENAL tryggöi sér sæti í 4.
umferð Mjólkurbikarsins er liðiö
sigraði erkifjendurna Tottenham
á White Hart Lane í gærkvöldi
meö tveimur mörkum gegn einu.
Leikurinn var stórgóður og sigur
Arsenal sanngjarn.
Charlie Nicholas skoraöi loks-
ins. 48.200 áhorfendur sáu hann
skora fyrsta mark leiksins á 33.
mín. eftir misskilning í vörn Spurs.
Arsenal réö feröinni í leiknum og
Tony Woodcock skoraöi annaö
markið á 47. mín. Hann plataöi
Gary Stevens úti á velli og óö í átt
aö marki og þrumuskot hans af 25
m færi réö Clemence ekki viö.
Glæsimark! Tveimur mín. síöar
handlék Chris Whyte knöttinn inn-
an teigs og dæmt víti á Arsenal.
Glenn Hoddle skoraöi úr vítinu.
Tony Woodcock var besti maöur
vallarsins — átti frábæran leik.
Urslit uröu annars þessi i keppninni:
Aston Villa — Man. City 3:0
Chelsea — WBA 0:1
Everton — Coventry 2:1
Ipswich — QPR 3:2
Leeds — Oxford 1:1
Norwich — Sunderland 0:0
Tottenham — Arsenal 1:2
Colin Gibson, Allan Evans og
Denis Mortimer skoruöu mörk Villa
í öruggum sigri á City. Staöan var
1:0 í hálfleik. Tony Morley lék ekki
meö Villa — komst ekki í liðiö.
Chelsea átti allan leikinn gegn
WBA en mark Garry Thompson á
67. mín. kom Albion áfram. Þaö
voru þeir leikmenn sem eru á sölu-
lista hjá Ipswich sem voru aöal-
mennirnir gegn QPR. John Wark
skoraöi tvö mörk, annaö úr víti, og
Paul Mariner eitt. Wark geröi sig-
urmarkið þegar venjulegum leik-
tíma var lokiö. lan Stewart kom
QPR í 1:0 snemma og eftir aö hann
og John Gregory höföu splundrað
Ipswich-vörninni tveimur mín. fyrir
leikslok jafnaöi Gregory. Þaö
dugöi þó skammt. Mick Vinter
skoraði mark Oxford en Georg
McClusky jafnaöi. Trevor Hibberd
brenndi af víti fyrir Oxford. Adrian
Heath og Graeme Sharp björguöu
andliti Everton meö mörkunum
gegn Coventry. Dave Bamber
haföi komiö gestunum yfir 1:0.
Áhorfendur á Goodison voru aö-
eins 9.000, og hafa aldrei veriö
færri á Merseyside í leik tveggja 1.
deildar liöa.
Reynslan færði Víkingi sigur
VÍKINGAR sigruöu KR-inga með
21 marki gegn 19. í 1. deild ía-
landsmótsins í handknattleik í
gærkvöldi í Seljaskóla. í hálfleik
haföi lið KR forystuna í leiknum,
11—9. En í síöari hálfleik tókst
Víkingum að ná mun betri tökum
á leík sínum og þá var ekki að
sökum aö spyrja, þeir sigldu fram
úr og sigruðu. En lengst af var þó
leikur liöanna sem var frekar
slakur handknattleikslega séð
mjög jafn.
Bæöi liöin geröu sig sek um
mikið af mistökum og sér í lagi var
áberandi hversu agalítill leikur
beggja liða var. Leikmenn geröu
sig seka um aö skjóta í vonlitlum
færum og sýndu oft mikiö kæru-
leysi í leik sínum.
Þegar 10 mínútur voru liönar af
síðari hálfleiknum var aöeins eins
marks munur á liöunum. KR leiddi
15—14.
En þá fóru leikmenn KR aö
skjóta í vonlausum færum og flýta
sér alltof mikiö í sókninni. Um leiö
riölaðist varnarleikur þeirra mjög.
Víkingar gengu á lagiö, Viggó jafn-
aöi 15—15 og náöi síöan forystu
fyrir Víking 16—15. Víkingar höföu
síöan forystuna til leiksloka. Þaö
var fyrst og fremst reynsla Víkinga
sem færöi þeim sigur. Viggó, Sig-
urður Gunnarsson og Steinar léku
allir af reynslu og skópu sigur Vík-
ings. Þá var Hilmar sterkur í vörn-
inni og Ellert þokkalegur í markinu.
Liö KR-inga var ósköp sundur-
laust og var meö ólíkindum hvern-
ig leikmönnum liösins tókst aö
klúöra sókn eftir sókn. Liðið verö-
ur aö taka miklum stakkaskiptum
ef þaö á aö eiga nokkra möguleika
i Evrópuleiknum á laugardag gegn
liöi Berchem.
Einn leikmaöur í liði KR, Jakob
Jónsson, fékk rauöa spjaldið í
leiknum og var vísaö af leikvelli
fyrir munnsöfnuð viö dómara.
Mörk Víkinga: Sitnirdur 7, Viggó 4, Steinar 4,
llördur 4, Karl 2.
Mörk KR: Jakob 7, 2v, (iuðmundur 6, Ifaukur
2, Friðrik 2, Jóhanne.s I og Nedeljko 1.
— ÞR.