Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 48
BítlaæðiðjVj dbcADwír H0LLUW80D Opið öll KVÖId FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunbladid/RAX. Dönsk þyrla tók þátt í leitinni að Rán Þyrla af danska varðskipinu Vædderen tók þátt í leitinni að TF-Rin í gær. Lenti þyrlan m.a. á þyrlupalli varöskipsins Óðins úti fyrir Kvíum þar sem Ijósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd. Fasteignamat hækk- ar um 47—57 prósent Yfírfasteignamatsnefnd hefur tek- ið ákvörðun um framreiknistuðul vegna nýs fasteignamats, sem taka á gildi frá 1. desember, að sögn Gutt- orms Sigurbjörnssonar, forstjóra Fasteignamats ríkisins. Hækkun fasteignagjalda milli ára er reiknuð út frá þessum stuðii, en fasteigna- gjöld eru sem kunnugt er lögð á fast- eignaeigendur í byrjun hvers árs. „Landinu er skipt niður í tvö svæði. Annars vegar er það höfuð- borgarsvæðið, en þar hækkar framreiknistuðullinn frá fyrra ári um 57% og síðan aðrir hlutar landsins, þar sem framreiknistuð- ullinn hækkar um 47%. Þetta á við um allar eignir á landinu," sagði Guttormur ennfremur. Guttormur sagði aðspurður um mismunandi framreiknistuðul, að aðalástæðan væri sú, að fasteignir á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu meira milli ára. „Það má ennfrem- ur segja, að um gamlan vanda sé að ræða, því fasteignir hækkuðu í raun meira milli áranna 1981 og 1982, en sem nam framreikni- stuðlinum. Það var tekin ákvörðun um að hækka framreiknistuðulinn á höfuðborgarsvæðinu um 78%, en hefði í raun þurft að hækka um á bilinu 85—90%, ef verðhækkunum hefði verið fylgt," sagði Guttorm- ur ennfremur. 200.000 lesta þorskafli á næsta ári: 2 milljarða samdráttur VERÐI ekki veiddar nema 200.0001 lestir af þorski á næsta ári, mun það að öllum líkindum þýða 12 til 13% samdrátt útflutningsframleiðslu. Það nemur um 2 milljörðum króna og um 3,5% samdrætti þjóðarfram- leiðslunnar, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Þjóðhagsstofnun. Þess ber að geta í þessum út- reikningum, að miðað er við þriðj- ungs samdrátt í lestafjölda, en margt fleira getur haft áhrif á þessa mynd. Taka þarf tillit til þess, hvernig sókn verður hagað og hvernig framleiðsla verður unnin úr þessum afla. Verði dregið eitthvað úr sókninni gæti það minnkað kostnað en valdið minnk- andi atvinnu. Þá gæti þessi afli hugsanlega verið unninn í verð- mætari pakkningar og gæði afla aukizt. í þriðja sinn í ár í gæzluvarðhald LIÐLEGA þrítugur maður var í Sakadómi Reykjavíkur á þriðjudag úrskurðaður í gæzluvarðhald til 1. febrúar á næsta ári vegna síbrota, eða tæplega 3 mánuöi. Þetta er í þriðja sinn á árinu, sem maðurinn hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæzluvarðhald í sumar vegna rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á þjófnaðarmálum. Þann 7. október síðastliðinn var maður- inn aftur úrskurðaður í gæzlu- varðhald, þá í eina viku, einnig vegna þjófnaðarmála. Þá hefur hann tvívegis á árinu setið inni á Nýr bátur í stað Hafarnarins Stjkkishólmi, 9. nóvember. Stykkishólmsflotanum bættist nýr bátur þegar mb. Anna AK 56, kom frá Akranesi, en þaðan var hún keypt af Björgvin hf. í Stykkishólmi og kemur hún í staöinn fyrir mb. Haförn sem fórst í fyrra mánuði. Er þetta 135 lesta stálbátur, byggður 1960 með tveggja ára gam- alli vél. Skipstjóri verður Gunnar Víkingsson, sem áður var skipstjóri á Haferninum. Árni. Litla Hrauni, þar sem hann hefur afplánað dóma. Maðurinn hefur um langt skeið nánast undantekn- ingalaust brotið af sér þegar hann hefur um frjálst höfuð strokið. Sandey II: Björgunar- aðgerðir liggja niðri Undanfarna daga hafa að- gerðir til þess að snúa flakinu af Sandey II, sem liggur við Engey, legið niðri. Að sögn Þóris H. Konráðssonar hjá Könnun, umboðsaðila Loyds á fslandi, eru tryggingaaðilar að reikna út kostnað við að snúa skipinu og viðgerðarkostnað til þess að ganga úr skugga um, hvort borgi sig að snúa flakinu með tilliti til vátryggingar- upphæðar skipsins og yrði ákvörðun tekin í framhaldi af því. Hafnarfjörður: Fjögur ung- menni tekin undir áhrif- um sniffefna FJÓGUR ungmenni voru tekin við Lækjarskóla f gær undir áhrifum límefna, sem þau höfðu sniffað. Um er að ræða tvær stúlkur, 12 og 14 ára gamlar, og tvo pilu, 15 og 16 ára gamla. Það var skólastjóri Lækj- arskóla, sem gerði lögreglunni við- vart, en unglingarnir voru illa til reika vegna vímuefnanna. Saga þessara ungmenna er allt annað en glæsileg og hafa þau að undanförnu ítrekað komið við sögu lögreglunnar í Hafnarfirði. Piltarnir fyrir þjófnaði, en stúlk- urnar hafa báðar oftar en einu sinni horfið að heiman og þeirra verið leitað að beiðni foreldra. öll hafa ungmennin horfið frá námi, þó öll séu á grunnskólaaldri. Þau voru send á upptökuheimilið í Kópavogi. Fjögurra manna af Rán Björn Jónsson, flugstjóri, Eskihlíð 26, Reykjavík, fæddur 10. nóvem- ber 1931. Kvæntur, á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Starfsmaður Landhelgisgæslunnar síðan 1959 sem stýrimaður og flugmaður. Varð fyrsti þyrluflugmaður Gæsl- unnar 1965. I>órhallur Karlsson, flugstjóri, Kauöahjalla 11, Kópavogi, fæddur 20. október 1943. Kvæntur, þriggja barna faðir. Starfsmaöur Land- helgisgæslunnar síðan 1971. Bjarni Jóhannesson, flugvélstjóri, Breiðvangi 41, Hafnarfirði, fæddur 21. mars 1947. Kvæntur, fjögurra barna faðir. Starfsmaður Land- helgisgæslunnar síðan 1976. saknað Sigurjón Ingi Sigurjónsson, stýri- maður, Laugavegi 49, Reykjavík, fæddur 24. mars 1939. Þriggja barna faðir. Starfsmaður Land- helgisgæslunnar síðan í árslok 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.