Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Kornsali líflátinn í Kína Pelting, 9. nóvember. AP. KÍNVERSKUR embættiamaður, for- stjóri kornsölufyrirtækis hins opin- bera í Jilan fylki í norðausturhluta Kína, var tekinn af lífi í dag, þar sem hann reyndist sekur af ákæru um stuld á 246,5 tonnum af korni hjá fyrirtækinu. Kornsalinn, Ma Taocheng, sem var 38 ára, stal þessu kornmagni á tveggja ára tímabili með því að falsa birgðaskýrslur. Verðmæti þýfisins er um 70 þúsund dollarar. Hæstiréttur staðfesti dóm und- irréttar í máli Ma og að því búnu var hann tekinn af lífi. Menn, sem eru fróðir um kínversk málefni, áætla að 5000 manns hafi verið teknir af lífi í Kína í mikilii her- ferð gegn glæpaverkum þar í landi síðustu þrjá mánuðina. Sagði af sér í gær Ove Rainer, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í gær. Ástæðan var meint skattamisferli, en sænska blaðið „Aftonbladet" skýrði frá því nýlega, að Rain- er væri milljónamæringur og hefði haft 2,5 millj. s. kr. í árs- tekjur í fyrra. Það var þó ekki þetta, sem úrslitum réð, heldur sú uppljóstrun, að Rainer hefði aðeins greitt 10% af þeirri fjárhæð í skatt. Á einhvern hulinn hátt hafði ráðherranum tekizt að draga 2 millj. s. kr. frá í skattframtali sínu og þeg- ar það komst upp, voru fyrstu viðbrögð hans þau, að það kæmi ekki öðrum við. Það varð honum að falli. Frú Nancy Reagan lítur upp til manns síns, Reagans Bandaríkjaforseta, við móttöku þeim til heiðurs í Akasaka-höll í Japan á fyrsta degi opinberrar heimsóknar þeirra þangað í gær. Til hægri á myndinni stendur Hirohito Japanskeis- Heimsókn Reagans í Japan: Viðskipta- og varnar- mál helztu umræðuefnin Tókýó, 9. nóvember. AP. Á FYRSTA degi heimsóknar sinnar til Japans ræddi Ronald Reagan Bandaríkjaforseti við Hirohito Japanskeisara og síðan við Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra, en aðal umræðuefni þeirra voru viðskipta- vandamál þau, sem fyrir hendi eru milli ríkjanna. Þeir George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Shintaro Abe, utanríkis- ráðherra Japans, voru einnig við- staddir fundinn. Yoshio Karita, talsmaður jap- anska utanríkisráðuneytisins sagði eftir fundinn, að viðræðurn- ar hefðu einkum beinzt að hinum mikla viðskiptahalla, sem er milli landanna og nemur nú 20 millj- örðum dollara Japönum í hag. Enginn ágreiningur hefði verið um, að veita yrði Bandaríkja- mönnum greiðari aðgang að mörk- uðum í Japan og færa yrði hið lága gengi yensins til meira sam- ræmis við Bandaríkjadollar. Reagan forseti hefði lagt mikla áherzlu á, að lausn yrði að fást á þessum vanda í framtíðinni og sagt: „Við verðum að gera okkur grein fyrir þeim afleiðingum, sem það gæti haft í för með sér í sam- skiptum landa okkar, ef ekki tekst að leysa þetta vandamál." ('anberra, 9. nóvember. AP. ÁSTRAI.SKIR vísindamenn segjast I hafa þróað gervibein úr brenndum leir, sem komið geti í stað beina sem skaddast í slysi eða vegna sjúkdóms. Segja þeir beinmyndun jafnvel geta j Auk verzlunar- og viðskipta- mála mun Reagan forseti einnig ræða við japanska ráðamenn um varnarmál. Búizt er við, að kosn- ingar fari fram til neðri deildar japanska þjóðþingsins í næsta mánuði og er talið, að varnarmál eigi eftir að skipta þar miklu máli. farið fram í gervibeininu. Kemur gervibeinið í stað bein- flutninga úr öðrum mönnum eða dýrum, eins og tíðkast við aðgerð- ir, að sögn vísindamannanna. Gervibein úr brenndum leir Er farið að hilla undir hina óendanlegu orku? Los Angeles, 8. nóvember. AP. Merkilegur árangur bandarískra vísinda- manna við framleiðslu samrunaorku BANDARÍSKUM vísindamönnum hefur tekist að búa til þær aðstæð- ur, sem nauðsynlegar eru við fram- leiðslu samrunaorku og segja þeir, að nú sé komið að tímamótum í tilraunum manna til að leysa úr læðingi þessa óendanlegu orkuuppsprettu. Kom þetta fram á þingi bandarískra eðlisfræðinga, sem nú er haldið í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bandarísku vísindamönnun- um, sem árum saman hafa unnið að þessum tilraunum við Tækni- stofnunina í Massachusetts, hef- ur nú tekist í fyrsta sinn að hemja rafhlaðnar agnir, sem koma mjög við sögu við fram- leiðslu samrunaorku. Harold Furth, yfirmaður plasma- eða rafgasrannsóknastöðvarinnar við Princeton-háskólann, sagði, að hér væri um að ræða merkasta áfangann í þessum rannsóknum og aðrir vísinda- menn á þinginu tóku í sama streng. Samruni, orkuuppspretta sól- arinnar og allra stjarna, á sér stað þegar léttar frumeindir eru ofurhitaðar undir gífurlegum þrýstingi en þá renna kjarnarnir saman og gífurleg orka losnar úr læðingi. Samruni er andstæða kjarnaklofnings, sem byggist á því að kljúfa kjarna þungra frumefna eins og úraníums. Vís- indamönnum hafði áður tekist að framleiða nægan hita fyrir samrunann, um 100 milljón gráður á celsíus, en meiri vand- kvæðum hefur verið bundið að hemja agnirnar, sem eru ákaf- lega hraðfara og orkumiklar. Næsta stigið í þessum rann- sóknum verður að ofurhita og þrýsta saman rafgasinu, raf- hlöðnu ögnunum, á sama tíma, en vísindamenn við Princeton- háskólann stefna að því á árinu 1986-87. Ef það tekst fer að hilla undir, að orkuskortur heyri sög- unni til. I stuttu máli ... Leið Walesa er friðarleiðin Mílanó, 8. nóvember. AP. MEIRA en 15000 manns fóru f gær í „friðargöngu“ um götur Mflanó á Norður-Ítalíu í mót- mælaskyni við þá, sem vilja ein- hliða afvopnun. Þeir, sem stóðu að þessari göngu voru kaþólsk æskulýðssamtök og í henni tóku þátt menn úr flokki kristilegra demókrata svo og flokki jafnað- armanna, þaö er flokki Bettino Craxi forsætisráðherra. Þeir, sem efndu til göngunn- ar, sögðu hana farna til þess að sýna „hitt andlit friðarins" og til þess að koma á viðræðum og samningum en ekki til þess að hvetja Vesturlönd til uppgjaf- ar gagnvart kröfum Sovétríkj- anna. „Hin sanna leið til friðar í Evrópu, er ekki sú leið, sem friðarsinnar fylgja heldur sú leið, sem Pólverjar og Lech Waíesa fylgja," sagði Olivier Clement, franskur guðfræðing- ur á fundi, sem þátttakendur í göngunni efndu til. Albanir saka Rússa um svik Vínarborg, 9. nóvember. AP. ALBANIR, sem slitu sambandi við Sovétríkin fyrir 23 árum, sök- uðu Rússa í dag um sviksemi við málstað kommúnista. Að þessu sinni var gagnrýni Albana óvenju bitur, að sögn fróðra manna. Gagnrýnin birtist í Zeri I Populit, Rödd alþýðunnar, á 66 ára afmæli rússnesku bylt- ingarinnar. Þar sagði að Rúss- ar hefðu innleitt kapítalisma í eigin stjórnkerfi og að siðgæði væri á hröðu undanhaldi og fé- lagsleg spilling mikil. Jafnframt sagði blaðið að menning í Sovétríkjunum ein- kenndist af mikilli hnignun og í raun væri landið orðið „fang- elsi fólksins". Ný geimferja Fort Worth, 9. nóvember. AP. UM EITT hundrað þúsund manns söfnuðust saman í Carswell-flugstöðinni í Texas til að fagna komu nýjustu geimferju Bandaríkjamanna, Discovery, þangað. Discovery er á leið til geim- vísindastofnunarinnar á Flór- ída og kom til Carswell frá Vandenberg-flugstöðinni 1 Kaliforníu á baki Boeing-747 burðarflaugarinnar (sem hafði viðkomu á Islandi í sumar). ' Geimferjan nýja kostaði um milljarð dollara. Fyrsta ferð hennar út í geiminn er fyrir- huguð í maí að vori. Geimferj- an Kólumbía fer hins vegar í næstu ferð sína 28. nóvember næstkomandi og flytur þá Spacelab, evrópsku geimrann- sóknastöðina, út fyrir gufu- hvolf jarðar. Sir John Fisher stytti sér aldur Newby Bridge, 9. nóvember. AP. SIR John Fisher, maðurinn sem stjórnaði björgun 340 þúsund hcrmanna bandamanna frá ströndum Dunkirk í norðurhluta Frakklands 1940, fannst látinn ásamt konu sinni á heimili þeirra í morgun. Talið er að þau hafl fyrirfarið sér. Lögfræðingur Sir Johns staðfesti í dag að ekill þeirra hefði fundið þau látin í rúmi sínu á heimili þeirra í þorpinu Newby Bridge í norðvestur- hluta Englands. Tveir bréfmiðar með skila- boðum þeirra hjóna fundust við rúmið, og er það talið til marks um að þau hafi stytt sér aldur. Lögfræðingurinn vildi ekki ræða hvernig andlát þeirra hefði borið að. Sir John var 91 árs og kona hans María 78 ára. Hún var óperusöngkona áður fyrri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.