Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
17
EINSTAKT
TíFKTRRRI I
ii jJi\i•
Adeins fyrir félaga Veraldar
Bókaklúbburinn Veröld býður félögum sínum hljómplötu:
.KRLSTJÁN
J0H4NNSS0N
með London Symphony Orchestra
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Melarnir utan gömlu giröingarinnar um Vaglaskóg. Þeir voru girtir 1946.
Myndin er frá 1968. Á gömlum gróðurtorfum í dældum og skorum á melun-
um leyndust birkirætur, en af þeim hefur vaxið upp þéttur skógur. Melarnir
hafa hinsvegar lítið gróið af sjálfsdáðum.
(Ljósm. H.B.)
Um 1860 verður fyrst vart við
uppblástur á hæsta og veðurnæm-
asta ásnum á Fnjóskárbökkum.
Hér er þurrasti staðurinn í landi
Háls, og hér mæðir suðvestan-
áttin á með öllum sínum þunga í
ofviðrum. Þótt uppblásturinn hafi
kannske farið hægt af stað, þá
heldur hann linnulaust áfram og
eftir 60 ár hefur ailur jarðvegur
fokið út í veður og vind af 100
hektara landi auk þess að skafið
hefur ofan af mörgum hólum og
hryggjum í nágrenninu. Landið er
orðið að gróðurvana eyðimörk,
sem mjög hefur reynst erfitt að
rækta á nýjan leik.
Nú munu ýmsir ætla, að slík
saga sem þessi hafi verið og sé
einsdæmi. En slíkt er víðs fjarri.
Svipaðar sögur hafa gerst um land
allt á öllum tímum, en hið versta
er, að þær eru enn að gerast víðast
hvar um land allt, þar sem enn er
ógirt og ófriðað land.
Þeir, sem fara bílveginn um
Laugardal og Biskupstungur,
hljóta að taka eftir hroðalegri
meðferð á skóglendi, sem var und-
urfagurt fyrir nokkrum árum.
Sama sjón, og ekki fegurri, blasir
við efst á Rangárvöllum, og þeir,
sem farið hafa um Skaptártungu
með nokkurra ára millibili, hljóta
að sjá hve birkið hefur víða orðið
Jón Kr. Kristjánsson er uppal-
inn á þessum slóðum og hann tel-
ur að uppblæstri hafi ekki lokið á
melunum fyrr en um 1920. Fram
að þeim tíma var oft mikið mold-
fok á þessum slóðum í hvössu og
þurru veðri.
Saga eyðingarinnar
Saga gróður- og jarðvegseyð-
ingar á Hálsmelum í Fnjóskadal
er í fáum orðum á þessa leið:
Athafnasamur og ágjarn prest-
ur situr einhverja allra bestu
skógarjörð landsins í hálfa öld
fyrir tvö hundruð árum. Þar var
gnótt raftviðar, meiri en dæmi
voru til annarsstaðar, og þess er
getið, að „engið er bæði slitrótt og
smáfengið og viði vaxið". Gefur
það bendingu um, að allt Hálsland
hafi verið vafið birkiskógi framan
af 18. öldinni. Prestur gerir sér
skóginn að féþúfu, þar eð bæði
raftviður og viðarkol eru í háu
verði, sem fer hækkandi með
hverju ári sem líður. Þrátt fyrir
reglugerðir kansellísins um hyggi-
lega meðferð skóga og máldaga
kirkjunnar, sem kveður svo á, að
prestur megi ekki höggva meira
en 10 vætta virði í skógi ár hvert
auk brýnustu nauðsynja til húsa
og búshluta, svo og að ekki megi
selja neitt úr skógi nema að til
staðarbóta sé, fer prestur í kring-
um þetta með fölskum framburði
þingsvitna í fjögur skipti.
Lýsing Olaviusar sýnir glöggt
hve prestur hefur verið aðgangs-
harður frá 1739 til 1777, að ekki
skuli hafa verið svo mikið sem
birkibrúskur eftir á öllum Háls-
móunum. í stað birkis var þar þá
hrís- og lynglendi, sem var auðvit-
að ágætis beitiland um nokkurt
skeið eftir skógarhöggið. En fyrir
stöðuga beit sauðfjár, geita og
annars búsmala gat birkið ekki
komist upp að nýju af gömlu rót-
unum, en smám saman hefur
gróðurþekjan gengið úr sér. Lyng
og fjalldrapi verja jarðveginn bet-
ur en graslendi, en öllu eru tak-
mörk sett.
undan að láta fyrir of mikilli sauð-
beit. Þessar hrikalegu afturfarir
skóglendis eru ekki eingöngu
bundnar við Suðurlandið, þeirra
gætir víðar en upp má telja í einni
svipan. Skal því útrætt um þetta
atriði að sinni, en af þessu dæmi
og öðrum ætti að verða ljóst, að
eyðing skóglenda er fyrsta skrefið
í uppblásturs- og eyðingarsögu
okkar lands.
Næst verður vikið að þeim til-
raunum, sem gerðar hafa verið til
að handleiða líf og gróður inn á
eyðimörkina undan Hálsi. Þær eru
einnig lærdómsríkar.
llikon Bjarnason er fyrrverandi
skógræktarstjóri.
á sérstakri forsölu, áður en hljómplatan verður sett á almennan markað!
ATH: Tilboð þetta gildir aðeins til 15. nóvember 1983