Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Ray Cartwright Myndlist Bragi Ásgeirsson Svo sem kunnugt er þá hefur það verið venja á Borgarspítal- anum undanfarin ár, að kynna ýmsa listamenn á annari hæð sjúkrahússins. Nýlokið er sýn- ingu á mögnuðum myndum hinnar kunnu listakonu Val- gerðar Briem, sem ég náði því miður ekki að rita um en nú sýnir þar Englendingur nokkur Ray Cartwright að nafni all- margar „scraperboard“-myndir. Ég veit ekki hvað þessi tækni heitir á íslensku en hún er ekki með öllu ókunn og byggist á því, að sett er hvítt krítarundirlag á spjald en svart vax-blek er not- að sem yfirlag. Síðan er ristað með oddmjórri nál eftir öllum kúnstarinnar reglum á spjaldið, eftir því hvað gerandinn vill ná fram hverju sinni. Útkoman getur í mörgum tilvikum minnt á ýmsar tegundir grafík-listar, einkum á málm eða tréstungu. Þetta er mjög skemmtileg að- ferð, sem vert er að benda myndmenntakennurum á, því að í henni felast miklir mögu- leikar til skapandi átaka. Það er einnig mögulegt að nota liti sem undirlag og skrapa með ýmsum áhöldum í blekið til að ná hin- um ýmsu tilbrigðum. Ray Cartwright vinnur mjög hreint í þessari aðferð og í myndum hans koma greinilega fram hinir miklu blæbrigða- möguleikar sem aðferðin býður upp á í fínu línuspili og hvers kyns fínlegum leik með nálina eða þeim oddhvassa hlut sem notaður er hverju sinni. Myndir Chartwright eru mjög nostursamlega unnar, nokkuð einhæfar á heildina en fram koma ýmis þekkileg til- þrif, sem bera vott um næma tilfinningu fyrir ljós- og skuggaspili. Átakamiklar eru myndirnar ekki, en auðsæ er sú alúð er gerandinn leggur í verk sín og sem gerir margar þeirra þekkilegar fyrir augað. Hugmyndin að sýningum á þessum stað er mjög góð því að myndlist á mikið erindi inn á íslenzk sjúkrahús, sem flest eru köld og fráhrindandi í viðkynn- ingu en ættu að vera hið gagn- stæða. Skart Ófeigs Björnssonar Gull- og silfursmiðurinn Ófeigur Björnsson fer að sönnu ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni. Það getur hver og einn sannfærst um er lítur inn í Gall- erí Grjót við Skólavörðustíg þessa dagana. Þar sýnir hann skartgripi unna í gull og silfur, — lágmyndir, er hann býr til með sérstakri nýstárlegri aðferð — en hann bakar einfaldlega efnið við 200 gráðu hita, leður jafnt sem kindavambir. Kinda- vambirnar notar hann til þess m.a. að íklæða sjávarbarið hraungrýti svo það lítur út líkt og furðugripir frá heimkynnum geimverunnar E.T. Þá gerir hann fínleg fingur- gull, sem hann festir í fjaðrir af páfuglum, perluhænum og öðr- um skrautfuglum og munu baug- arnir jafnvel hafa sömu náttúru og veiðiflugur. Dáfögur hálsmen sér maður á sýningunni svo sem nr. 20 og „Páfuglsmenið" (21). Hér er þannig um að ræða allt í senn jarðbundið skart, galdra- skart, geimskart, veiðiskart og lágmyndir. Ófeigur er þannig að þræða merkilegt einstigi í íslenzkri skartgripagerð, losa hana úr hefðbundnum viðjum og gera að þátttakanda í sjálfri geimöldinni um leið og hann tengir hana galdraöflum, ófreskum seiðtákn- um fortíðarinnar. Ófeigur er þannig fyrst og fremst mótunarlistamaður, hönnuður hugmynda frekar en gull- og silfursmiður í orðsins venjulegri merkingu, — þannig virðast margir skartgripir hans öðru fremur eiga að vera augna- yndi. Verðmæt eign er leyst get- ur dulin öfl úr læðingi og magn- að upp seið til sóknar og varnar. Þetta er lítil en afar skemmti- leg sýning og drjúgur listasigur fyrir myndverkasmiðinn, — gull og silfursmiðinn Ófeig Björns- son. Stalín eða Bianca Ray? Kvíkmyndir Ölafur M. Jóhannesson STALÍN EÐA BIANCA RAY? Nafn á frummáli: Mystique/ Brainwash. Leikstjóri: Bobby Roth. Handrit: Beth Sullivan og Stephen Bello. Samkvæmt heimildaskáldsögu Gene Church og Conrad D. Carnes. Myndatökustjórn: Affonso Beato. Tónlist: Rochard Makrowitz. Það er skrýtið til þess að hugsa en fjöldi manna hefur af því atvinnu að loka samborgar- ana inní óvistlegum húsakynn- um þar sem þeir annaðhvort gleymast og rotna lifandi eða eru barðir, stungnir, látnir hanga á tám eða fingrum, leiddir fyrir gerviaftökusveitir, hlaðnir rafmagni eða sviptir rænunni með aðstoð ofskynjunarlyfja. Svo er fullyrt í helgum bókum að maðurinn sé kóróna sköpunar- verksins. Skárri er það nú kórón- an, ætli hún sé ekki meir í ætt við þyrnikórónu. Ýmsar kenn- ingar eru annars uppi um hversvegna maðurinn hagi sér svona gagnvart „meðbræðrun- um“. Sumir kenna því um að hann sé api í alltof litlu búri, aðrir að djöfullinn spili í skrokknum á honum. Kenningin skiptir ekki máli, fremur sú staðreynd að maðurinn virðist hafa ánægju af að kvelja með- bræður sína. Raunar virðist kvalaástríðan hafa náð slíkum tökum á sumum mönnum að þeir hafa svipaða nautn af kvalastun- um og aðrir menn af fögrum list- um á borð við skák eða skáld- skap. Þannig var sagt um Stalín að hann hafi sést bakvið skerm á efstu svölunum í leikhúsinu í Moskvu, á þeirri stundu er sam- starfsmenn hans játuðu á sig upplognar sakir. Gamli maður- inn hefur vafalaust haft af þess- um skrípaleik — er hann setti sjálfur á svið — hina mestu skemmtan, kannski hefðann gerst leikritaskáld ef byltingin hefði ekki náð fram að ganga. Sem æðsti yfirmaður byltingar- innar miklu hafði hann hins veg- ar fullan rétt á að stýra leikhúsi veruleikans. Hann gat að vísu ekki vakið menn til lífs en hann gat látið þá hverfa af sviðinu að vild. í bók Arthur Köstlers Myrkur um miöjan dag er lýst þeim aðferðum sem Stalín beitti til að leiða fram á sviðið „óvini byltingarinnar". í hlutverki að- stoðarleikstjórans er Gletkin nokkur sem að því er virðist þarf ekkert að sofa og því fer sem fer að fórnarlambið, byltingarfröm- uðurinn Rubashov, játar á sig andbyltingarlega starfsemi í sjö liðum. Að fenginni játningu hefst leiksýningin sem að þessu sinni fer fram í réttarsal. Ekki er hægt að kvarta undan undirtekt- um áhorfenda því svo lýsir Köstler andrúmsloftinu í leik- húsinu er leið að lokum síðasta þáttar: Málsókninni gegn hinum ákærðu, Rubashov og Kieffer, var senn lokið. Þegar ákæran um morðtilraun gegn leiðtoga Flokksins kom fyrir réttinn, braust út æsileg reiði meðal áheyrandanna. Heyrðist hvað eftir annað hrópað: „Skjótið* þessa óðu hunda." Já, mikið skáld hefur Jósep Stalín verið. En það er ekki bara á bylt- ingartímum að sérstæð gáfa slíkra manna fær að njóta sín. í þeirri kvikmynd sem nú er sýnd uppí Laugarási og nefnist í klappstólar verð 687 krónum pottar verð írá 430 krónum | Opið: til kl. 21 á fimmtudögum, til kl. 19 á föstudögum, frá kl. 9 - 12 á laugardögum Laugavegi 13, siml 2580S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.