Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
15
Búrin utanum mannapana eru misstór.
prógrammi Heilaþvottur getur
að líta svipaða manngerð og Jós-
ep Stalín.
Svo er mál með vexti að kona
nokkur, Bianca Ray, rekur aug-
lýsingafyrirtæki að nafni Myst-
ique. Hún safnar á búgarð sinn
þeim starfsmönnum fyrirtækis-
ins er þykja líkleg forstjóraefni.
Mennirnir undirrita skjal er gef-
ur Biöncu víðtækt lagalegt vald
sem hún notar sér óspart. Þann-
ig eru starfsmennirnir niður-
lægðir og kjassaðir á vixl, uns
allur sjálfstæður vilji virðist
rokinn útí veður og vind. Er
óþarfi að rekja þá atburðarás
nánar en það er næsta fróðlegt
að bera saman aðferðir Biöncu
Ray og Gletkins þess er að fram-
an var getið. Ég sá sáralítinn
mun þar á.
Gletkin beitti þeirri aðferð að
svipta fórnarlambið svefni, en
Bianca Ray notaði bæði bar-
smíðar og flóknari sálfræðilegar
aðferðir. Og það er enn athyglis-
verðara að markmið pynting-
anna í Moskvu var hið sama og í
Kaliforníu, að fá fórnarlambið
til að dansa í takt við svipuhögg
pyntingameistarans, að fá það
til að gangast skilyrðislaust á
hönd „sannleikans" einsog hann
var tilreiddur af yfirmanninum
og þar með játa eigin ófullkom-
leika — sem í tilviki Stalíns var
túlkaður sem undansláttarsemi
við óvini byltingarinnar en hjá
Mystique-harðstjóranum sem
svik við fyrirtækið. Ég verð að
játa að þessi mynd hafði á mig
býsna óþægileg áhrif — ekki
vegna þess hve sviðsetningin var
einföld og leikstjórnin ómark-
viss á köflum; heldur vegna þess
að maður sá svart á hvítu að
mannverur á borð við Jósep
Stalín, Adolf Hitler og Mússólíni
ieynast í hjarta lýðræðisins. Þær
er að finna hvar sem manneskja
hefir tekið sér bólfestu. Hún
sýnir okkur ennfremur að þegar
„sannleikurinn" er ekki lengur
afstæður og háður aðstæðum
hverju sinni heldur framreiddur
af ákveðinni persónu eða flokki
— þá er voðinn vís. Þessvegna
megum við aldrei þegja yfir lyg-
inni né leggja of strangt mat á
sannleikann. Gefum gaum að því
að þeir sem beita fögrum orðum í
baráttu sinni við „óvini sann-
leikans" geta fyrr en varir verið
sestir í stól Gletkins eða Biöncu
Ray. Heimurinn er eitt stórt
leiksvið og getum við vérið viss
um að lokaorð okkar frammi
fyrir gæslumönnum sannleikans
verða ekki samhljóða varnaðar-
orðum félaga Rubashov er
mælti: Saga mín mun sýna ykk-
ur, hvernig hið minnsta víxlspor
frá stefnu Flokksins hlýtur óvið-
ráðanlega að enda í andbylt-
ingarsinnuðu glæpaferli.
Skorradalur:
Bifreiðin gjöreyðilagðist
Grund í Skorradal, 30. október.
UMFERÐARÓHAPP varð klukkan átta í morgun, skammt frá Múlastöðum,
er Lada-bifreið lenti útaf veginum.
Bifreiðin er gjörónýt. Ökumaður, sem var einn í bflnum, hruflaðist í andliti
og á hendi, en sakaði ekki að öðru leyti, sem furðulegt má telja, eftir útliti
bflsins að daema.
Davíð.
„Til fundar
við Jesúm
frá Nasaret“
ÆSKAN hefur hafið útgáfu á nýjum
bókaflokki sem nefnist „Til fundar
við ...“ og er ætlaður börnum og
unglingum. Fyrsta bókin í þeim
flokki er „Til fundar við Jesú frá
Nasaret" eftir Paul Leer-Salvesen í
þýðingu Rúnu Gísladóttur.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Höfundur varpar fram spurn-
ingum sem eflaust leita á ung-
menni. Hann svarar mörgum
þeirra, en minnir jafnframt á að
ekki fæst svar við öllu. „Hvernig
er Jesús? Margir hafa sagt frá
honum og æviferli hans. En eng-
inn samtíðarmanna hans teiknaði
hann eða lýsti útliti hans. Við
verðum því sjálf að gera okkur
mynd af honum í huga okkar."
Sagan um Jesú er hér sögð á
annan hátt en við eigum að venj-
ast. Frásögnin er einföld og skýr,
en jafnframt áleitin og vekur til
umhugsunar."
Næstu bækur í bókaflokknum
verða um Chaplin, Bítlana og
Martin Luther King.
Höfundur bókarinnar um Ella, Edda
Björgvinsdóttir (t.v.) og Helga
Thorberg.
Bókin um
Ella
BÓKAÚTGÁFAN sendir frá sér í
jólabókaflóðinu bók, sem þær Helga
Thorberg og Edda Björgvinsdóttir
hafa skrifað og nefnist hún „Elli“.
Bókin er byggð á útvarpsþáttum
þeirra Helgu og Eddu „A tali“ og
fjallar hún, eins og þættirnir, um
Élla, skyldfólk hans og vini.
Bókin um EJla er væntanleg á
markað um miðjan nóvember-
mánuð.
-Nýþjónusta i
Umboðsmaður
í Chicago
lceland Steamship Company Ltd.
c/o Lyons Inc.
1 st Joliet Road
McCook, III. 60525
Tel.: (312) 442-6410
í kjölfar góörar reynslu af
nýjum þjónustuhöfnum víða í
Evrópu hefur Eimskip nú
opnaðfyrstu þjónustuhöfnina í
Bandaríkjunum. Hún er staðsett í
hinni miklu flutningaborg Chicago,
þar sem daglega koma og fara vörur
fráog til landa um allan heim.
Um leið höfum við bætt þjónustuna í
Ameríkusiglingum enn frekar. Nú förum við
reglulega til New York, Portsmouth og
Halifax og aukum hagræðinguna enn frekar
með greiðara vörustreymi innan úr landi til sjávar.
Flutningur er okkar f ag iJ P
E ir AS\ K P 1 h
Sími 27100