Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 31 Afmæliskveðja: Sveinn Ólafsson hljómlistarmaður Alveg var ég furðu lostinn við lestur blaðanna báðum megin við síðasta mánudag, að Félag ísl. hljómlistarmanna, Sinfóníu- hljómsveit íslands, Ríkisútvarpið, aðrir fjölmiðlar og þjóðin öll skyldi gleyma því að óska honum Sveini Olafssyni til hamingju með 70 ára afmælið. Sveinn er búinn að leika fyrir okkur á hljóðfæri í meira en 50 ár og fólk þakkar ekki einu sinni fyrir, opinberlega. Orðu- nefnd nælir engum fálkakrossi í brjóst hans, sem hefur að geyma svo stórt hjarta, meira að segja viðgert í Bretlandi. Hvað erum við að hugsa? Er ekki ástæða til að staldra við og lofa manninn. Við njótum góðs af verkum sem hann vann og enn er hann að vinna. Sveinn Ólafsson fæddist á Bíldu- dal 6. nóvember 1913 og munstraði á skútu hjá föður sínum aðeins 10 ára gamall og á sjóferðabók upp á það. Móðir hans lék á orgel og önn- ur hljóðfæri, svo eftir að fjölskyld- an flutti til Reykjavíkur, þegar Sveinn var 13 ára, var keypt fiðla hjá Helga Hallgrímssyni á 13 krónur og bogi á 7 krónur. Þetta réð örlögum nokkuð, þar eð ungi maðurinn varð fyrst fiðluleikari og síðar víóluleikari á fyrsta púlti í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hefðu fjárráð verið meiri var píanó óskahljóðfæri Sveins, en hann lét sér þetta nægja og hefur eiginlega verið nægjusamur síðan, allajafna. Fyrsti kennarinn var auðvitað Þórarinn heitinn Guðmundsson en á 18. árinu var atvinnumennskan hafin eftir fyrsta árið í Tónlist- arskólanum og þá lauk sendils- og fiskvinnslustörfum Sveins í 70 króna mánaðarlaunum hjá frú Dalsted á restaurant Fjallkonunni í Grjótaþorpinu. Þar léku þeir Árni Björnsson, tónskáld, uns hinn síðarnefndi réð þá til Guðrúnar á Birninum í Hafnarfirði, þar sem Poul Bernburg og Vilhjálmur heit- inn Guðjónsson bættust í hópinn. Næst lék Sveinn með Aage Lor- ange í Iðnó, uns hann tók að vinna á Hótel Borg 1934. Þá var Sveinn búinn að eiga saxófón í eitt ár, en á það hljóðfæri átti hann eftir að skara fram úr næstu ára- tugina hér á landi og þó víðar væri leitað. Sem fiðluleikari lauk hann burtfararprófi 1937 en þar var að- alkennari hans Stepanic nokkur, afbragðs fiðluleikari. Á Hótel Borg var Sveinn næstum óslitið til árs- ins 1951, en þá voru tækifæri til að leika sígilda tónlist orðin fleiri enda hafði hugur hans þangað stefnt allar götur, þó aldrei verði „sveifluskömmin" af honum skaf- in. Björn Ólafsson leiðbeindi Sveini nokkuð eftir að hann kom heim frá námi, en 1942 fer sá síðarnefndi yfir á víólu og þeir stofna fyrsta íslenska strokkvartettinn ásamt Þorvaldi Steingrímssyni og dr. Edelstein. 1938 höfðu þeir Vil- hjálmur Guðjónsson skroppið til Kaupmannahafnar um Bergen með ms. Lyru gömlu og næstum verið tældir í útlegð með gylliboð- um, en blessunarlega fyrir tónlist- arlíf í frumvexti komu þeir aftur og Sveinn tók að leika með Út- varpshljómsveitinni og fastréðst til hennar 1. janúar 1945 eftir að hafa verið lausamaður um langa hríð. Þessi ríkisstarfsmaður fór svo til Sinfóníuhljómsveitarinnar á eins konar láns- og leigukjörum og lék til 1974, er hann fékk aðsvif á pallinum og gerðist lasinn um skeið. Sveinn vék þá af fyrsta púlti til að minnka álagið á sér en í hópnum er hann ennþá. Sveinn fór í hjartaaðgerð til Bretlands fyrir nokkrum árum og hefur öðlast mikið af fyrri krafti sínum. Hann lék m.a. á 50 ára af- mælishátíð FÍH á splunkunýjan saxófón aðeins stuttu eftir heim- komuna og aðgerðina. Honum rann blóð til skyldunnar enda einn af 6 formönnum stéttarfélagsins og það á erfiðu baráttuskeiði þess. Þar var Sveinn ósérhlífinn sem og við annað á lífsleiðinni. 1940 kvæntist hann sinni ágæt- iskonu, Hönnu Sigurbjörnsdóttur í Vísi, sem hefur stutt dyggilega við bak iistamannsins í eiginmannin- um. Þau eiga þrjá myndarlega syni, tæknifræðing, bifvélavirkja og lækni, sem eiga kostakonur og mannvænleg börn. Ekki veit ég, hvort Sveini er nokkur þægð í svona pistli, en hann hefur þó haft það varanleg áhrif á okkur kollega sína, a.m.k. hér fyrrum, að undirritaður gat með engu móti látið þetta merka afmæli fara framhjá án þess að reisa litla vörðu. Bestu hamingjuóskir, „gamle swinger", þakka þér og þínum allt gamalt og gott og þá sérstaklega sumarið með Birni R. 1957. Ég veit að allir sem til þín þekkja óska þér hins sama. 6. nóv. 1983, Hrafn Pálsson. VERÐHRUN Á KULDASKOM Verö áöur 1.095.- Verö nú 895.- Stæröir 36—45 Verö áöur 990.- Verö nú 790.- Stæröir 36—45 Sendum í póstkröfu Það eru litlu hlutirnir sem gera húsgagna- versiun stóra I»ess vegna er þér óhætt aö líta inn til okkar, hvergi nokkurs staðar er meira úrval á einum stað. Hérna sérðu hluta af úrvalinu okkar af tækjaskápum. Hagsýnn velur það besta HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.