Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 7 r. Karlar — Konur NUDD - NUDD - NUDD Megrunar- og afslöppunarnudd. Megrunarnudd, vöövabólgunudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill. ^ Opiötil kl. 10 öll kvöld Bílattnði. Sími 40609. Nudd- og sólbaðsstofa Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85, Kópavogi :,a HW: f \ AÐEINS ÞAD BEZTA ER NÓGU GOTT: Siemem Siemens — eldavélar — ís — trystiskápar. Siemens — uppþvottavóiar — þvottavélar. SIEMENS-einkaumboö: Siemens — ryksugur — rakatæki. SMITH & NORLAND H/F, Siemens — kaffivélar — smátæki. Nóatúni 4, Siemens — sjónvörp — feröaviötæki. v : sími: 28300. J Nýtt stúcLíó fyrir sérpantaðar andlitsmyndatökur 73íQantai kaðuzinn »'»y — <~ffrettisyötti 12-18 Range Rover 1975 Drapplltur. Vél og kassl nýupptaklé. Lltaí gler. Ný dekk o.tl. Góður jeppl. Verö kr 280 þús. Honda Civic Wagon 1982 Brúnsanseraöur framdrlfsbíll, eklnn aö- eins 21 bús. km. Verö kr. 285 þús. Mazda 929 Sedan 1983 Grænsans., aflstýri o.fl. Ekinn aðeint 66 þús. km. Verö kr. 380 þús. Gullfallegur bíll Volvo 244 DL 1982, karrý-gulur, sjálfsk., aflstýri, 2 dekkjagangar. Verö 420 þús. (Skipti ó ódýrari.) Daihatsu Charade 1982 Rauöbrúnn, •jéltsk., eklnn aöeins 18 þús. km. Útvarp + segulband, 2 dekkjagangar. Verö kr. 220 þús. rionda Accord EX 1980 Grásans., 5 gíra aflstýri, ekinn aöeins 42 þús. km. Verö 220 þús. (Skipti möguleg.) Buick Skylark 1980 4 cyl.. belnsk. (4 gíra), eklnn 36 þús. km. Verö kr. 290 þús. BMW 315 1982 Svartur, eklnn aöeins 13 þús. km. Útvarp + segulband o.fl. Verö kr. 320 þús. M. Benz 200 1981 Blár, sjálfsk. m/öllu. Sóllúga o.fl. Ekinn aöeins 24 þús. km. Verö kr. 650 þús. ■fir: víkJ Vináttufélag (slands og Kúbu Aftalfundur I dag laugardag 5. nóvember kl. 14 í Sóknar- salnum við Freyjugötu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Einar Hjörleifsson og Kriis- tinaBjörklundsegjafráGrenada og Nicara- gua. Fjölmennum. Stjórnin Til varnar Kúbu í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Einar Hjörleifsson þar sem innrásin á Grenada er harðlega fordæmd. Höfundur- inn er kynntur með þessum oröum: „Einar Hjörleifsson er sálfræðingur að menntun og hefur ferðast um fjölmörg lönd í Mið- og Suður-Ameríku.“ í Þjóöviljanum um helgina birtist auglýsingin sem er endur- prentuð hér fyrir ofan. Þar kemur fram að Einar Hjörleifsson er meðal frammámanna t vináttufélagi íslands og Kúbu. Hann held- ur með Kúbumönnum á Grenada og telur innrás þeirra á eyjuna réttlætanlega en ekki síöari innrásina þar sem Bandaríkja- menn voru í fararbroddi. Um þennan tví- skinnung er fjallað í Staksteinum í dag. Kúbuvínur andmælír í Morgunblaöinu í gær birtist grein eftir Einar Hjorleifsson sem ber yfir- skriftinæ Innrás og áróö- urslygi. Þar er ráðist harkalega art js im skortun um sem Morgunblaðið hef- ur látið í Ijós á innrásinni á Grenada og því sem þar hefur gerst sírtan. Höfund- ur gripur meóal annars til samanburðarfrKÓinnar sem er jafnan haldreipi þeirra sem reyna art bera blak af olbeldishneigð heimskommúnismans hvort heldur hún birtist grímulaus eins og í Afgan- istan eða er í felum eins og á Grenada. Vitnar Einar Hjörleifsson í forystugrein Morgunblaðsins um innrás Sovétmanna í Afganistan í árslok 1979 og ber saman við forystugrein blaðsins um innrásina undir forystu Bandaríkjamanna á Grenada. Sírtan segir höf- undur: „Morgunblartið virrtist telja það skipta höf- uðmáli hrer stendur á bak við hernartaríblutunina, ekki hvað í henni felst.“ Þessa setningu Einars Hjörleifssonar er naurtsyn- legt að íhuga frekar, hún snertir kjarna málsins. Það hefur nefnilega hvað eftir annað sannast að það fer eftir því hver stendur á bak við hernaðaríhlutun „hvað í henni felst". Það felst ekki í innrásinni á Gren- ada að Bandaríkjamenn stli að svipta íbúa landsins stjórn eigin mála. Banda- ríska þingið hefur sett her- liðinu ákveðinn frest til að hverfa á brott frá eyjunni. íbúar Grenada hafa fagnað komu bandarísku her- mannanna og líta fremur á þá sem bjargvætti en her- námslið. Innrásin á Gren- ada var meðal annars gerð í því skyni að uppræta hulduher Sovétmanna ( gervi kúbanskra „bygg- ingaverkamanna" og sov- éskra scndiráðsmanna, hulduher sem var að færa Grenada-búa í fjötra fá- tæktar og kúgunar í nafni Karls Marx. Sé tæplega fjögurra ára blóðbað í Afganistan borið saman við það sem er að gerast á Grenada kemur f Ijós að „gömlu, lúnu klisj- urnar um ógnanir heims- kommúnLsmans", svo að vitnað sé til orða Einars Hjörleifssonar, eru enn í fullu gildi, því að þær hafa að geyma þau sannindi að kommúnistar svífast einsk- is til að ná völdum og halda þeim. Meiri fjöldi fólks hefur flúið frá Afgan- istan en nokkru öðru landi á síðari tímum. Þær millj- ónir sem þannig hafa greitt atkvæði gegn heimskomm- únismanum með fótunum vita að það ræður úrslitum um þart hvað í hernaðar- íhlutun flest hver stendur á bak við hana. Uppgjör milli stjórnkerfa Til þess að átta sig á yf- irburðum lýðræðislegra stjórnarhátta andspænis einræðinu verða menn að hafa þrek til að gera upp á milli stjórnkerfa í lýðræð- isríkjunum og kommún- I istaríkjunum. Þetta upp- gjör óttast marxistar mest af öllu. lllutlaus niðurstaða í því hlýtur að leiða til þess að menn hafni kommún- ismanum, neiti að undir- gangast þær hörmungar sem eru óhjákvæmileg fylgja hans. „Lífsháski lýð- ræðisins kemur frá hægri" sagði ritstjóri Þjóðviljans fyrir nokkrum misserum þegar um það var rætt, að Sovétmenn væru að undir- búa innrás í Pólland til að berja á verkalýðnum þar. Á sínum tíma lögðu vinstrisinnaðir saman- burðafræðingar ástandið í Póllandi og Tyrklandi að jöfnu. Þeir töldu þart hræsni ef menn andmæltu herlögum í Póllandi án þess art nefna Tyrkland í sömu andrá. Sýnir þróunin í Tyrklandi að „lífsháski lýðræðisins komi frá hægri“? En „hægri“ merk- ir hið sama í orðabók Þjóð- viljaritstjórans og herfor- ingjastjórn. Nú á skömm- um tíma hefur verið efnt til kosninga í tveimur löndum þar sem herforingjar hafa farirt með völd, í Argentínu og Tyrklandi. Hvaða skref verða stigin næst í þessum löndum til að koma herfor- ingjum úr pólitískum áhrifastöðum er ekki að fullu Ijóst. En hitt er víst að hvergi nokkurs staöar þar sem kommúnistar hafa náð alræðisvöldum hefur verið efnt til kosninga með líkum hætti og í Tyrklandi og Argentínu. Þegar vakið er máls á sögulegum staðreyndum eins og þessum sem eru kommúnistum í óhag grípa þeir til þess þrautaráðs að saka andmælendur sfna um að vera talsmenn her- foringjastjórna og óalandi andstæðinga lýðræðls! Öfugmælin eru jafnan hluti af málfiutningi sam- anburðarfræðinganna og verða það svo lengi sem þeir leggja stund á aö halda því fram að einræðið í fátæktarríkjum kommún- ismans sé æðsta stig lýð- { ræðislegra stjórnarhátta! M arteinn Hér stend ég eftir Roland H. Bainton í þýdingu sr. Guðmundar Óla Ólafssonar Bókaútgáfan Salt hf. kynnir einstæða bók um þennan stórbrotna mann, sem breytti gangi mála í Evrópu. Nú eru liðin 500 ár frá fæðingu hans. Hver var þessi umdeildi maður? Bók Baintons svarar því. Hún hefur hlotið frábæra dóma austan hafs og vestan og er talin bókmenntaverk. Bókin er í senn fróðleg og auðlesin. Hún verður seld í áskrift og geta menn tryggt sér eintak með því að fylla út pöntunarseðilinn hér að neðan og senda hann útgáfunni. Einnig er hægt að óska eftir heimser.dum kynningarbæklingi um bókina. Áskriftarverð er aðeins kr. 798,-. Nafn:_______________________________________________ Heimili: __________________________________________ Nafnnúmer: ___________________________________Sími: Óska eftir aö kaupa bókina um Lúther □ Óska eftir kynningarbæklingi □ Bókaútgáfan Salt hf., Freyjugötu 27, box 1203, 121 Reykjavík, ísland, sími: 91-18188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.