Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 35 stjóri, hefur verið kvaddur frá okkur, af þeim sem öllu ræður og stjórnar. Já, þannig er lífið, og enginn veit hver fyrstur fer til æðri heima. En mig setti hljóðan, er ég frétti það, að góður vinur væri kominn úr sumarleyfi og lægi á sjúkrahúsi í Reykjavík mik- ið veikur. En síst af öllu datt mér í hug, að þessi kviki og duglegi drengur færi svo fljótt og skyndi- lega frá okkur, og það á besta aldri. Valdemar var mikill athafnamaður, og lagði víða gjörva hönd að góðum málum, m.a. var hann einn af stofnendum Tollvörugeymslunnar hér á Akur- eyri, Norðlenskri tryggingu o.fl. o.fl., sem ekki er ástæða til að vera að telja hér upp, í þessum fáu og fátæklegu minningarorðum. Hann var mikill félagsmálamaður, og hefur m.a. Oddfellowreglan misst þar athafnasaman og góðan liðs- mann, en þar starfaði hann af lífi og sál, eins og öðru sem hann gekk að. Áhugi hans var mikill á öllum þeim málum er hann starfaði að, og helst vildi hann að sem allra flest kæmist í framkvæmd sem fyrst, og jafnvel um leið og málin voru ákveðin. Þá veit ég að hann rétti mörgum hjálparhönd sem hann vissi að þurftu þess með, en þannig hugsaði hann alltaf, var alltaf reiðubúinn að rétta fram bróðurhönd sína, en þannig hugsa allir þeir sem góðvild og mann- kærleika hafa í öndvegi, eins og var hjá Valdemar. Ættir hans ætla ég ekki að rekja, en það munu sjálfsagt aðrir gera sem þeim eru kunnugri, en hann var fæddur í Hrísey, og því sannur Eyfirðingur. Að lokum þakka ég forsjóninni af alhug fyrir að kynnast allnáið jafn ágætum dreng, og mun ég aldrei gleyma þeim mörgu og hlýju handtökum, þá er hann heimsótti mig mjög oft á dvöl minni á sjúkrahúsum. Og að end- ingu leyfi ég mér að taka mér í munn, og gera að hans orðum, orð okkar ástfólgna skálds Davfðs Stefánssonar, er hann segir: Ég kem til að flytja þér kærar þakkir og kveðja þig, vinur og bróðir. Skip mitt bíður... það skyggir að kvöldi og skeflir í fornar slóðir. Þú veist, að ég get ekki verið hér lengur og verð að sigla og fara. Ef einhver spyr, hví ég lagði frá landi, þá láttu þögnina svara. Eiginkonu og öðrum vanda- mönnum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Valdemars Baldvinssonar. Maríus Helgason í dag fer fram frá Akureyrar- kirkjur útför Valdemars Baldvins- sonar, stórkaupmanns, sem lést í Landakotsspítala þann 1. nóvem- ber síðastliðinn, aðeins 62 ára að aldri. Ótrúlegt er að þessi voðalegi sjúkdómur hafi getað yfirbugað svo hressan og duglegan mann sem Valdemar, á svo skömmum tíma. Einhvern veginn fannst manni Valdemar eiga svo margt ógert á ókomnum árum, því stöð- ugt var hann að byggja upp, en nú hefur hann verið kallaður burt yf- ir móðuna miklu til mikilvægari starfa. Það er aðeins ætlun mín með þessum fáu línum að þakka fyrir Millý Mollý Mandý bók NÝLEGA er komin út fimmta og síðasta bókin í bókaflokknum um telpuna Millý Mollý Mandý eftir J.L. Brisíey. Þessi síðasta bók heitir „Millý Mollý Mandý — augasteinn allra". Bókin er 88 blaðsíður með mörg- um myndum. Þýðandi er Vilberg- ur Júlíusson skólastjóri. góð kynni og alla góðmennsku hans í minn garð. Valdemar kynntist ég vorið ’80, en það vor fluttist ég norður til Akureyrar um tíma. Mér varð strax ljóst að Valdemar var mjög sérstakur maður. Hann var sterk- ur persónuleiki sem hafði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum. Dugnað- ur, eljusemi og léttleiki einkenndu hann og að öllum hlutum gekk hann með sama áhuganum. Hann átti gott með að kynnast nýju fólki svo strax fannst mér ég hafa þekkt hann alla tíð. Hjálpsemi og lipurð átti sér engin takmörk. Oft þurfti ég að kvabba á Valdemar í sambandi við ýmislegt og ekki var til sá hlutur sem honum fannst ekki sjálfsagt að aðstoða með. Honum á ég margt að þakka. Með láti Valdemars er höggvið skarð í raðir samferðamanna sem erfitt verður að fylla. Konu hans, Kristjönu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína við þennan mikla missi. „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (Matth. Jochumsson) Stella K. Víðisdóttir. Vinur minn og tengdafaðir Valdemar Baldvinsson er látinn, 62 ára að aldri. Valdemar var fæddur í Hrísey 14. september 1921. Hann var sonur hjónanna Baldvins Bergssonar skósmiðs og Eínar Ágústu Valdemarsdóttur. Valdemar átti eina systur, Guð- rúnu, sem er búsett í Hrísey. For- eldrar Valdemars voru bæði heyrnarlaus og mállaus. Valdemar ólst upp í föðurhúsum, en einnig hafði móðursystir hans, Steinunn, umsjá með honum. Valdemar hef- ur sagt mér frá uppvaxtarárum sínum og kemur þar strax frain að hann var mikill athafna- og hug- sjónamaður. Gagnfræðingur var hann að mennt og er það timanna tákn að hann komst ekki til náms fyrr en um áramót vegna fjárskorts, en hann vann sér fyrir skólagjöldum meðal annars með daglegri ræst- ingu hjá útibúi KEA í Hrísey. Snemma hneigðist hugur til versl- unarstarfa og hóf hann verslun- arstörf hjá útibúi KEA í Hrísey. Frá Hrísey lá leiðin til Akureyrar og vann hann hjá KEA í járn- og glervörudeild til að byrja með, en varð síðan deildarstjóri skódeildar KEA 1944-1958. 1958 gerðist hann framkvæmdastjóri Sana og var þar allt til hann stofnaði heildverslun Valdemars Bald- vinssonar, árið 1966. Hann hóf rekstur heildverslunarinnar að Geislagötu 12 í leiguhúsnæði. Fljótt eftir að hann byrjaði rekst- ur hóf hann byggingu heildversl- unar að Tryggvagötu 22 og hóf þar rekstur 1. apríl 1967. Umsvif fyrir- tækisins uxu og í fyrra hóf hann leit að lóð fyrir nýtt, hentugt hús- næði yfir starfsemi sína. Hann tók virkan þátt í atvinnu- málum bæjarins og féll þungt hve lítið var gert til að laða að og skapa ný atvinnutækifæri. Hann var mikill stuðningsmaður stór- iðju við Eyjafjörð og taldi það eitt af frumskilyrðum hagvaxtar og góðrar afkomu fólksins hér við fjörðinn. Valdemar var mikill áhugamað- ur um skógrækt. Hann átti sumar- hús að Hrafnagili í Eyjafirði þar sem hann gróðursetti og ræktaði tré af mikilli eljusemi. Nú í vor bar þar skugga á er hann fékk bréf frá hreppsnefnd þess efnis að taka tré sín og fjarlægja. Þetta féll honum þungt, en hóf þegar leit að landi til að geta haldið sinni rækt- un áfram. Hann hafði fyrir skömmu gert tilboð í litla eyði- jörð, en því var hafnað. Eftir að hann var farinn í sumarfrí til út- landa var síðan gengið að tilboð- inu og voru það honum mikil gleðitíðindi er hann hringdi að utan og frétti það. Ekki verður annað sagt um hann, en að hann væri fullur bjartsýni, áræðni og atorku sem fáir búa yfir og gekk hann ávallt heill og óskiptur til starfa. Valde- mar var frumkvöðull að stofnun nokkurra fyrirtækja og unni þeim öllum vel. Valdemar var félagi í Oddfellow-reglunni og rækti þann félagsskap af kostgæfni og er mik- ill missir af honum þaðan. Mestur mun þó missirinn vera eftirlifandi eiginkonu hans, Kristjönu Hólm- geirsdóttur, mikilli sómakonu, og börnum þeirra, Valgerði Elínu, Þórhildi Steinunni, Hólmgeir og Baldvin. Valdemar átti áður Sigrúnu Bjarglindi, sem er eins og væri hún ein af börnum Kristjönu. Barnabörnin eru 15 og fráfall afa þeim mikill missir, þar sem hann var mikill vinur þeirra og hafði ávallt tíma til að snúast i kringum þau. Hér hefur verið stiklað á stóru en af miklu að taka. Ég bið Guðs blessunar nánustu ættingj- um hans og vinum. Þorsteinn Þorsteinsson Landssamband stangarveiðifélaga: Birgir J. Jóhannsson endurkjörinn formaður ÞRÍTUGASTI og þriöji aöalfundur Landssambands stangaveiðifélaga var haldin á Hótel Esju 8. og 9. október síðastliöinn. Birgir J. Jóhannsson, sem var formaöur LS síðastliðið starfsár, var endurkjörinn. Aðrir í stjórn erú Gylfi Pálsson, Mosfellssveit, varaformaður, Rósar Eggertsson, Reykjavík, ritari, Hjör- leifur Gunnarsson, Hafnarfirði, gjaldkeri, og Sigurður Pálsson, Keflavík, meðstjórnandi. Varamenn J.LBRISLEV í stjórn eru Karl ómar Jónsson, Reykjavík, Sigurður Sveinsson, Sel- fossi, og Matthías Einarsson, Akur- eyri. Á fundinum fóru m.a. fram pall- borðsumræður um samstarf stanga- veiðimanna og hafbeitarstöðva, en hafbeitarstöðvar hafa verið reistar við laxveiðiár, m.a. Staðarhólsá og Hvolsá í Saurbæ. Þeir sem þátt tóku í umræðunum frá stangaveiði- mönnum voru Magnús Ólafsson og Ragnar Pétursson, frá veiðiréttar- eigendum Hinrik Þórðarson og Böðvar Sigvaldason, frá fiskræktar- mönnum Eyjólfur Konráð Jónsson og frá Veiðimálastofnun Árni Is- aksson. Umræður urðu miklar um þetta efni. Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt einróma á þessum 33. aðal- fundi LS: „Með vísun til samþykktar Alþing- augasteinn allra SETBEBG is í mars 1983 og 66. greinar Al- þjóðahafréttarsáttmálans, beinir að- alfundur Landssambands Stanga- veiðifélaga, haldinn að Hótel Esju 8. og 9. október 1983, þeim tilmælum til ríkisstjórnar íslands, að hefja nú þegar viðræður við færeysku land- stjórnina og aðrar þjóðir sem hlut eiga að máli um bann við laxveiðum í sjó utan 12 mílna landhelgi og leita jafnframt samráðs upprunaríkja laxastofna um málið." G __________ e DEuH ° ri Jeep R Veturinn er genginn í garð. Fyrirbyggið óþægindi. Mótorstillum Yfirförum bílinn og bendum á hvaö þurfi aö lagfæra. Mótorstilling dregur verulega úr bensíneyöslu. Hafiö samband viö verkstjóra, símar: 77756 og 77200. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi, sími 77200. E I G E N D U R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.