Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÖVEMBER 1983 3 Lítil flugvél nauðlenti við Egilsstaöaflugvöll: „Hafði sáralítinn tíma til að verða hræddur" — segir Þórhallur Þorsteinsson flugmaður vélarinnar „ÉG MISSTI aflið af mótornum skömmu eftir flugtak og vélin var þá aðeins í um 100 metra hæð. Ég hafði sáralítinn tíma til þess að vera hræddur og ákvað að láta vél- ina svífa niður á túnið, þar sem ég þekki aðstæður vel,“ sagði Þórhall- ur Þorsteinsson í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann varð fyrir því á þriðjudag að flugvél sem hann flaug missti afl við flugtak af Egilsstaðaflugvelli. Nauðlenti hann síðan vélinni, sem er eins hreyfils og af Cessna gerð, á svokölíuðu Finnsstaða- nesi, sem er skammt frá norður- enda flugbrautarinnar á Egils- stöðum. „Ég hafði hugsað mér að ef ekki tækist að láta vélina svífa yfir á túnið, en þarna var kýll sem ég þurfti að komast yfir, að sveigja vélinni frá og lenda á ár- eyrum þarna við. En svo sá ég það að ég myndi hafa það af yfir kýlinn og yfir á túnið, og þá bað ég þann sem með mér var og er einkaflugmaður líka, að tilkynna það að við værum að nauðlenda við brautarendann," sagði Þór- hallur. „Síðan lentum við og vélin grófst tiltölulega fljótt í snjó að framan, en hörð skán var yfir, þannig að vélin valt í lending- unni yfir á vinstri væng og hvolfdi síðan. Vélin er minna „Kafsöltun" allt frá Austfjörð- um til Akraness „KAFSÖLTUN" er nú allt frá Austfjörðum og suður og vestur með landinu allt til Akraness. Mik- il veiði hefur verið undanfarna daga og að kvöldi þriðjudagsins var búið að salta í um 165.000 tunnur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var mikið saltað í gær, en þar sem saltað var fram á nótt fengust ekki nákvæmar upplýsingar um magnið. Á þriðjudag og aðfaranótt miðviku- dags var vitað fjölmörg skip með um 45.000 tunna afla samtals. í gær var síld landað á Raufarhöfn og eitthvað mun hafa farið norð- ur fyrir. Var þá „kafsöltun" á flestum Austfjarðahöfnum, Hornafirði og allt vestur um til Akraness. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. gæti söltun lokið alveg á næstu dögum, verði veiði áfram eins mikil og undanfarna daga. Síldin er enn fremur smá, en þó ber nokkuð á stórri síld innan um og eru farmarnir fremur mis- jafnir hvað stærð síldarinnar varðar. FVItSTA loðnan á vertíðinni veidd- ist í birtingu í gærmorgun. Eftir því, sem næst verður komizt, fengu 4 skip þá 200 til 300 lestir hvert. Um 20 skip voru komin á miðin um 50 mílur út af Langanesi í gærkvöldi. Loðnan er ekki veiðanleg í dagsbirtu vegna þess hve djúpt hún liggur og því biðu skipin átekta til myrkurs í von um ineiri afla. Hafa þau því ekki tilkynnt loðnunefnd um löndunarstað. Eft- ir því, sem næst verður komizt, voru það Hákon ÞH, Súlan EA, Kap II VE og Hrafn GK sem afla fengu. Ólafsvík: Már á veiðar eftir 2ja mánaða frátafir Ólafsvík, 9. nóvember. TOGARINN Már hélt til veiða síð- astliðinn mánudag eftir um það bil tveggja mánaða frátafir vegna vél- arviðgerðar. Þrátt fyrir þessa töf togarans hefur ekki orðið atvinnu- leysi hér. Línubátar hafa fengið 4—6 tonn í róðri en gæftir hafa þó verið stopular. Hjá netabátum hefur aflinn verið misjafn, 3—9 tonn í róðri. Dragnótabátar hafa af og til fengið góðan afla. í gær fékk Auðbjörg til dæmis 16,2 tonn. Þegar þetta er skrifað er hér blíðuveður, og dragnóta- bátarnir blasa við augum hér úti á víkinni og virðast hlakka yfir veiði. Helgi © INNLENT skemmd en ég hélt í gær; stél og vængir eru talsvert skemmd, en búkurinn er alveg heill," sagði Þórhallur. Þórhallur gat þess að menn frá Loftferðaeftirlitinu hefðu komið til Egilsstaða í gær og ekki væri ljóst hvað valdið hefði mótor- stöðvuninni, en hugsanlegt væri talið að orsökin væri grugg og vatn í bensini. Þórhallur og félagi hans, Hall- dór Bergsson, sluppu ómeiddir frá óhappinu. Morgunblaöiö/Bernhard. Flugvélin TF-RPM, af gerðinni Cessna 150, sem varð að nauðlenda við Hellubæ í Hálsasveit í Borgarflrði í fyrradag eftir að hafa flogið á raflínu. Flugmaðurinn slapp ómeiddur. Fyrsta loðnan veiddist í gær Í8WSS IÍINU EIN4 S4NN4 SKÍmiANDI Sviss er fyrir skíðafólk það sem skíðin eru fyrir skíðaskóna; Rétti staðurinn að vera á. Og áfangastaður skíðaferða Arnarflugs til Sviss er engu líkur. Wallis-dalur- inn er gjarnan nefndur Kalifornía Svisslendinga vegna einstakrar veðursæld- ar, og Anzére er skíðabær sem skíðasnillingarnir svissnesku sækja sjálfir óspart í. íbúðir farþega Arnarflugs eru nýjar og glæsilegar og í Anzére hefur verið hugsað fyrir öllum hugsanlegum þægindum til handa gestunum - skíða- brekkurnar eru rétt við dyrnar og engar biðraðir við lyfturnar. Þar eru skíðaskólar fyrir byrjendur og lengra komna, barnapössun, glæsileg heilsu- rækt, sundlaugar - og ótal veitingahús og fjörugir næturklúbbar. VERD FR4 KR.16.599 (miðað við 4 í stúdíóíbúð) Innifalið: Flug þriðjudagsmorgna frá Keflavík til Genfar um Amsterdam, rútuferð til Anzére, íbúðagisting í 13 nætur, þrif á íbúð, fararstjórn og ferðin heim aftur. SKELUJM OKKURÍ „SVISSNESKAÍ’ SKÍD4IÍÓPINN Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs, jí|pK Lágmúla 7, sími 84477 umboðsmanna eða ferðaskrifstofanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.