Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
# # # Morgunbladið/KÖE.
Happdrætti Sjalfstæðisflokksins:
Dregið á laugardag
DREGIÐ verður í happdrætti Sjálfstæðisflokksins á laugardag. Aðalvinning-
ur er fullbúinn sumarbústaður frá Húsasmiöjunni að verðmæti 500.000
krónur, en að auki eru 10 vöruúttektarvinningar hver að upphæð 15 þúsund
krónur. Myndin er tekin af bústaðnum, þar sem hann stendur við Sjálfstæð-
ishúsið og við bústaðinn eru starfsmenn happdrættisins.
„Frelsi er aðal-
forsenda friðar“
- segja talsmenn friðarhreyfingar framhaldsskólanema
„FriðarhreyOng framhaldsskóla-
nema er ein stærsta friðarhreyfing á
landinu. Á undirskriftalistum, sem
hafa verið í gangi hjá framhaldsskól-
um víðs vegar um landið, hafa nú um
1000 manns lýst yfir stuðningi sínum
við hreyfinguna og stefnu hennar,"
,sagði l*ór Sigfússon í spjalli við blm.
Morgunblaðsins í gær. Þór á sæti í
ellefu manna framkvæmdastjórn
Friðarhreyfingar framhaldsskóla-
nema.
„Samtökin voru stofnuð á 70
Aukasýning á
sænsku myndinni
„Hástökkvarinn“
Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós
hefur aukasýningu á sænsku kvik-
myndinni „Hástökkvarinn" fimmtu-
daginn 10. nóvember kl. 17.15 í
Norræna húsinu.
Aðalhlutverkið er leikið af Asko
Sarkola og mælir hann ekki orð af
vörum alla myndina. Aðgöngu-
miðar eru seldir í bókasafni og við
innganginn og kosta 20 krónur.
(Úr fréttatilkvnnrngu!.
Afmæli
75 ÁRA er í dag, 10. nóvember,
Björn Stefánsson fyrrum kaupfé-
lagsstjóri, nú til heimilis að
Kvisthaga 9 hér í Rvík. Eiginkona
hans er Þórunn Sveinsdóttir.
Hann er að heiman í dag.
manna fundi í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, 11. október síðastliðinn.
Fulltrúum úr hinum ýmsu fram-
haldsskólum víðs vegar af landinu,
fjölgar nú stöðugt. Við höfum í
hyggju að byggja starfsemina aðal-
lega upp á útgáfu bæklinga og
barmmerkja auk þess sem fundir
verða haldnir. Þá gerum við okkur
vonir um að geta kynnt starfsemi
hreyfingarinnar í skólum, sé þess
óskað.
Friðarhreyfing framhaldsskóla-
nema hafnar alfarið hugmyndum
um einhliða afvopnun, til að tryggja
frið. Um þetta hefur orðið einhver
ágreiningur, en við teljum að gagn-
kvæm alhliða afvopnun, undir al-
þjóðlegu eftirliti sé nauðsynleg til
að friður sé tryggður.
Við tökum undir kröfu um skipu-
lega fækkun kjarnorkuvopna og síð-
an algjört bann við framleiðslu
slíkra vopna. Við viljum benda á að
tortryggni hljóti alltaf að gæta í
samskiptum lýðræðisþjóðanna við
þær þjóðir, þar sem ekki ríkja hin
sjálfsögðu mannréttindi, þ.e.a.s.
prentfrelsi, trúfrelsi og ferðafrelsi.
Við leggjum áherslu á að frelsi sé
ein aðalforsenda friðar,“ sagði Þór
Sigfússon að lokum.
Þór gat þess einnig að í tilefni af
stofnun friðarhreyfingarinnar hefði
Guðjón Guðmundsson ort ljóð og
væri það nú „baráttusöngur" hreyf-
ingarinnar.
Ráðstefna um fjár-
mál sveitarfélaga
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
efnir til ráöstefnu um fjármál sveitar-
félaga að Hótel Sögu í Reykjavík, í
dag, fimmtudag.
A ráðstefnunni verða kynntar
helstu forsendur fjárhagsáætlana
sveitarfélaga fyrir komandi ár og
ýmis gögn um fjárhagsstöðu sveit-
arfélaganna um þessar mundir. Al-
exander Stefánsson, félagsmála-
ráðherra, flytur ávarp og Jón Sig-
urðsson forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, flytur erindi um fjárhag sveit-
arfélaga og þjóðhagshorfur. Loks
verður á ráðstefnunni rætt um
samstarf ríkis og sveitarfélaga um
aðgerðir til hagræðingar í opinber-
um rekstri.
(Úr rrétUtilkynninmi.)
Frumvarp um tóbaksvamir:
Dánarlíkur reykingafólks
verulega meiri en annarra
segir í greinargerð með stjórnarfrumvarpi
Matthías Bjarnason, heilbrigð-
isráðherra, mælti í gær fyrir frum-
varpi til laga um tóbaksvarnir. Það
er stefnumið laganna að „draga úr
tóbaksneyzlu og þar með því
heilsutjóni, sem hún veldur, og aö
vernda fólk fyrir áhrifum tóbaks-
neyzlu, þ.m.t. óbeinna tóbaksreyk-
inga“, en þar er átt við áhrif tób-
aksrcykinga á þá, er sæta tóbaks-
reyk frá öðrum.
Meðal nýjunga í frumvarpinu
eru ótvíræð ákvæði um, hver eigi
að fara með yfirstjórn tóbaks-
varna (heilbrigðisráðuneytið),
ákvæði um tóbaksvarnaráð,
ákvæði um aðvaranir á tóbaks-
varningi, ákvæði um fortaks-
laust bann tóbaksauglýsinga,
bann við sölu tóbaks á ákveðnum
tilteknum stöðum (sjálfsalar,
heilbrigðisstofnanir, skólar
o.s.frv.) og til ákveðinna ald-
urshópa (barna og unglinga),
bann við tóbaksnotkun í
grunnskólum, dagvistum barna
og víðar, s.s. bann við tóbaks-
notkun í farartækjum (þó ekki í
millilandaflugi né farþegarými
skipa), stefnumótandi ákvæði
um fræðslu um skaðsemi tóbaks,
tóbaksvarnir verði þáttur heilsu-
gæzlu og að heilbrigðisnefndir
undir yfirstjórn Hollustu-
verndar ríkisins hafi eftirlit með
framkvæmd laganna.
í greinargerð með frumvarp-
inu er vitnað til skýrslu konung-
lega brezka læknafélagsins, sem
telur „sigarettureykingar" jafn-
veigamikla orsök dauðsfalla og
hinar miklu farsóttir, sem herj-
uðu á fyrri kynslóðir í landinu".
Þá er vitnað til fræðslurits, sem
gefið var út í samvinnu við
Krabbameinsfélag Reykjavíkur,
þar sem fram kemur að líflíkur
25 ára karla, sem ekki reykja, sé
að meðaltali 73,6 ár — eða 8,3
árum meiri en þeirra er reykja. í
aldurshópnum 45—64 ára eru
dánarlíkur af öllum ástæðum
nær tvöfaldar hjá þeim sem
reykja miðað við aðra, er reykja
ekki.
Guðrún Helgadóttir (Abl.)
gagnrýndi bæði orðalag og efnis-
innihald nokkurra frumvarps-
greina, sem hún taldi þrengja
persónurétt fólks, er neytti tób-
aks.
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.)
taldi það tvískinnung hjá ríkinu
að hafa tekjur af tóbakssölu þeg-
ar skaðsemi þess væri jafn ljós
og raun ber vitni.
Steingrímur Sigfússon (Abl.)
taldi frumvarpið horfa til réttr-
ar áttar.
Matthías Bjarnason
heilbrigðisráðherra
Matthías Bjarnason, ráðherra,
taldi bann við reykingum í leigu-
bifreiðum hafa gefizt vel. Rétt
væri að „friða" fleiri vettvanga.
Ólafur Þ. Þórðarson (F) taldi
mótsögn í því þegar sömu aðilar
og harðast mæltu gegn mengun,
kjarnorkuvopnum og öðru því,
sem lífi stafaði hætta af, héldu
uppi vörnum fyrir tóbaksnotkun,
er væri stórtækur mengunar- og
dauðavaldur.
Salome Þorkelsdóttir:
„Sópað undan mottu
og þrifið úr hornum“
„ÞAÐ þykir ekki vel aö verki stað-
ið í húshaldi að taka þannig til
hendi að fara ekki hornin, þegar
gólf eru þrifin, að ég tali nú ekki
um að sópa undir mottuna," sagði
Salome Þorkelsdóttir í umræðu á
Alþingi í gær, er bráðabirgðalög
um verðlagsmál vóru á dagskrá.
„Það getur ekki endað nema á
einn veg. Það kemur að skulda-
dögum; einhver annar þrífur und-
an mottunni og úr hornunum."
„Það er nákvæmlega þetta
sem núverandi ríkisstjórn hefur
verið að gera síðan hún tók við.
Sópa undan mottu fyrrverandi
stjórnar og hreinsa úr hornun-
um.
Salome minnti á, hvern veg
vandamálum svo til allra þjóð-
lífsþátta, ekki sízt efnahags-
mála, hafi verið sópað undir
mottu frests og aðgerðarleysis,
með þeim afleiðingum m.a., að
verðbólga var komin í
130—140% og atvinnulíf að
stöðvun.
Núverandi ríkisstjórn hefur
þegar náð mikilvægum árangri,
sem á öllu ríður að verði viðvar-
andi, svo hjól megi snúast í þjóð-
arbúskapnum, sagði hún og efn-
islega eftir haft.
Hún minnti á orð Svavars
Gestssonar, fyrrv. ráðherra, í
sjónvarpsviðtali. Hann hafi sagt
að það gerði enginn að gamni
sínu að skerða kjör fólks en það
geti verið nauðsynlegt. Þau orð
Salome Þorkelsdóttir
standi enn í gildi þó Svavar hafi
skipt um hlutverk.
Stuttar þingfréttir:
Stjórnarfrumvörp til lögræð-
is- og sveitarstjórnarlaga
• Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, mælti í gær
fyrir stjórnarfrumvarpi um
verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.
• Eiður Guðnason (A) mælti
fyrir frumvarpi um að færa
verzlun með matjurtir og yl-
ræktarframleiðslu í frjálsræðis-
átt, sem og að afnema einkarétt
á innflutningi kartaflna.
• Fram var haldið umræðu um
frumvarp Jóhönnu Sigurðar-
dóttur (A) um „endurmat á
störfum láglaunahópa".
• Kristín S. Kvaran (BJ) mælti
fyrir frumvarpi um kosningar til
Áiþingis, að hægt skuli að kjósa
frambjóðendur af fleirum en
einum framboðslista.
• Fram hefur verið lögð tillaga
til heimildar á fullgildingu sam-
komulags um breytingu á starfs-
samningi Norðurlanda, vegna
þátttöku Álandseyja, Færeyja
og Grænlands í norrænu sam-
starfi.
• Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp til lögræðislaga.
• Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp að sveitarstjórnar-
lögum, sem kveður m.a. á um að
kjördagur verði sá sami hjá
kaupstöðum og hreppum í síðari
hluta aprílmánaðar.
KONUR - Munið verðlaunasamkeppni
Útsýnar og SÁÁ