Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. elntakiö. Vandi atvinnugreina Skráðir atvinnuleysisdagar í októbermánuði sl. vóru 14.600 talsins, sem svarar til þess að 676 manns eða 0,6% af Islendingum á vinnualdri hafi verið atvinnulausir allan mán- uðinn. Tíu fyrirtæki í sjávar- útvegi, veiðum og vinnslu, sögðu upp um 200 starfs- mönnum í þessum mánuði. Vitað er að fjöldi fyrirtækja í þessari undirstöðugrein þjóð- arbúsins hangir á rekstrar- legri horrim, bæði vegna afla- samdráttar og óhóflegs láns- fjárkostnaðar. Fyrir aðeins tveimur árum gaf þorskurinn, okkar helzti nytjafiskur, 470.000 tonn í þjóðarbúið. Fiskifræðingar leggja nú til að ekki verði gengið nær stofninum en með 200.000 tonna afla 1984, ef halda eigi í horfi, eða vinna nokkuð á, um stærð hrygn- ingarstofnsins. Þessi fiski- fræðilega staðreynd þrengir enn kjör og möguleika þjóðar- innar verulega. Sigurður Kristinsson, for- seti Landssambands iðnaðar- manna, sagði m.a. á 40. iðn- þingi íslendinga: „Þá ber þess og sérstaklega að geta, að erfið afkoma og greiðslustaða sjávarútvegsins og raunar fleiri innlendra at- vinnugreina er nú farin að bitna nokkuð á þeim iðngrein- um, sem öðrum fremur fram- leiða fjárfestingarvörur fyrir atvinnulífið og annast viðhald á þeim, einkum í málm- og skipasmíðaiðnaði, byggingar- og verktakaiðnaði og rafiðn- aði, en þetta eru einmitt um- fangsmestu iðngreinarnar innan Landssambands iðnað- armanna." Sigurður tók skýrt fram að ekki væri um neyðarástand að ræða, þó vandinn væri sums staðar stór, eins og í skipa- smíðaiðnaði, og svæðisbundið í byggingariðnaði. Brýnt væri engu að síður að „tryggja fyrirtækjum í þessum iðn- greinum aðstoð til hagræð- ingar og vöruþróunar, enda leggi fyrirtækin fram áætlanir í þeim efnum." Forseti Landssambands iðn- aðarmanna sagði orðrétt: „Þær hagstjórnaraðgerðir, sem nú hefur verið gripið til og ég hef lýst nokkrum orðum, skipta allan atvinnurekstur á íslandi miklu. Nái yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar um lækkun verðbólgu fram að ganga, ekki aðeins um skamma hríð heldur til lengri tíma, mun allur rekstur verða auðveldari og áætlanagerð batna, jafnt hjá einkaaðilum sem opinberum. Sé vikið að iðnaðinum sérstaklega er mér bæði ljúft og skylt að lýsa því yfir hér, að öll iðnfyrirtæki njóti þeirra almennu hags- bóta, sem í atlögunni gegn verðbólgunni felast." Af framangreindu má sjá, að hefði ekki verið gripið til þeirra efnahagsaðgerða, sem gert var í sumar, til að ná niður verðbólgu og viðskipta- halla og rétta nokkuð af rekstrarstöðu undirstöðuat- vinnuvega, byggjum við í dag við víðfeðmt atvinnuleysi. Það er grundvallaratriði ef tryggja á viðunandi atvinnu- ástand í landinu og forða hruni í þjóðarbúskapnum, að efnahagsleg markmið ríkis- stjórnarinnar nái fram að ganga. í þeim efnum eru ekki aðeins pólitískir forsjármenn þjóðarinnar undir smásjá al- mennings, heldur ekki síður viðsemjendur á vinnumarkaði. Undirstöðuatvinnuvegir, eins og sjávarútvegur og iðn- aður, sem felur í sér vaxtar- broddinn að nýrri lífskjara- sókn þjóðarinnar, skipta sköp- um um heill eða hrun í þjóðar- búskapnum og lífskjörum þjóðarinnar. Það er heillavæn- legra fyrir þegna þjóðfélagsins að standa saman um lausn vandans en slást á rústum ís- lenzkrar velferðar. Velferð fólks skipi öndvegið Mmargt hefur vel tekizt í heilbrigðiskerfi okkar, enda verðum við íslendingar allra karla og kerlinga elztir. Engu að síður verðum við fyrir stórum skakkaföllum af völd- um vissra sjúkdóma, eins og krabbameins og hjarta- og æðasjúkdóma. Þar skortir enn verulega á að við höfum byggt upp heimavarnir við hæfi, þó heilbrigðisstéttir séu í stakk búnar til stærri átaka. K-bygging Landspítala, sem hýsa á krabbameinssjúklinga, bæði í geisla- og lyfjameðferð, er brýnasta mannvirkjagerðin á sviði heilbrigðismála í dag, samhliða kaupum á geisla- meðferðartæki. K-bygging á jafnframt að hýsa skurðstof- ur, en fjöldi skurðaðgerða á Landspítala eru um 4000 á ári, rannsóknastofur og stoðdeild- ir. Aðstæður í þjóðarbúskapn- um bjóða að vísu ekki upp á mikið framkvæmdasvigrúm. Morgunblaðið vill þó leggjast á sveifina með þeim, sem halda fram hlut heilbrigðis- kerfisins í skiptingu takmark- aðs fjármagns. Velferð fólks, ekki sízt heilsufarslega, þarf að skipa öndvegið í þeirri þróun til betri tíma, sem við öll kjósum að stuðla að. Heyrðum ókennilegt hljóð og sáum ljósleiftur — rætt við Höskuld Skarphéðinsson, skipherra á varðskipinu Óðni, á slysstaðnum í Jökulfjörðum isafirði, 9. nóvember, frá Hjálmari Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „JÁ, VIÐ höfum fundið leifar af flakinu, sem staðfesta að hér hafi átt sér stað hörmulegt slvs,“ sagði Höskuldur Skarphéðinsson, skip- herra á Óðni, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann skömmu fyrir hádegi í gær um borð í varðskipinu í Jökulfjörðum skammt frá þar sem talið er að TF-Rán hafi hrapað í sjóinn. „Hvað raunverulega gerðist verður að bíða rannsóknar þeirra aðila, sem það heyrir und- ir, en það heyrðist skyndilega ókennilegt hljóð í talstöðinni og síðan kom ljósleiftur eins og frá lendingarljósum þyrlunnar. Síð- an heyrðist ekkert meira," sagði Höskuldur. Höskuldur sagði að þyrlan hefði komið frá Reykjavík og tekið eldsneyti á ísafirði í gær og lent á Óðni kl. 17:52. Áhafnar- meðlimirnir hefðu borðað og hvílt sig og flugvirki hefði yfir- farið þyrluna. Um kvöldið hefði þyrlan ætlað í æfingaflug, þar sem m.a. átti að æfa hífingar upp í þyrluna og fara í flug um Djúpið. í morgun hefði þyrlan átt að fara með vörur frá Súða- vík í Galtarvita. Klukkan 14 í dag átti TF-Rán að vera komin til Reykjavíkur vegna verkefnis, sem beið hennar þar. „Þeir fóru í loftið klukkan 22.53,“ sagði Höskuldur enn- fremur. „Örskammri stundu síð- ar heyrðist eitthvað óskiljanlegt í talstöðinni og menn sáu ljós- leiftrið. Ég hafði farið hérna yfir í ganginn og var að reyna að fylgjast með þyrlunni eftir flugtakið. Ég get ekki almenni- lega gert mér grein fyrir hve langur tími leið, en það hafa í mesta lagi verið 1—2 mínútur þangað til þetta heyrðist í tal- stöðinni og ljósið sást.“ Höskuldur sagði að Óðinn og línubáturinn Orri frá ísafirði hefðu í sama mund fundið brak úr þyrlunni, m.a. stykki úr rotor- blaði, að því er þeir töldu, og óuppblásið björgunarvesti. Rækju- og línubátar komu til hjálpar við leitina og töldu varðskipsmenn átján báta. Fé- lagar í björgunarsveitum SVFÍ og hjálparsveitum skáta voru komnir á staðinn um kl. 12.30 þeir fyrstu og gengu fjörur um nóttina, þar sem heitir Kvíar. Höskuldur Skarphéðinsson skipherra um borð í Óðni. MorKunblaðlö/Frl6Þi6fur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.