Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 57 Klóka-kortið hið franska og lít- il frönsk heimilistölva sem vinnur undur með kortinu og hleypir notendum einnig beint í skrá yfir símnotendur. I'að er líka hægt að nota klóka-kortið sem skiptimynt í síma. ALUCAF Á ÞRIÐJUDÖGUM ★★★★ ★ EVRÓPULEIKUR FH OG MACCABY — O — VALSMENNÁ LEIÐ TIL BRASILÍU ÞRÓTTUR 35 ÁRA — O — * Itarlegar og spennandi íþróttafréttir Mikið bar á Frakklandi og Bretlandi. Hér sést yfir aðalsvæði sýningarinnar. Það fór mikið fyrir símtækjum á sýningunni. Eitt þeirra sem bandaríska fyrirtækið ROLM framleiðir fyrir stórfyrirtæki er búið því undri að þegar síminn hringir sést skrifað á honum hver sé að hringja. Fólk getur því ráðið hverjum það svarar og hverjum ekki. Það getur einnig ýtt á hnapp og þá segir á síma þess sem hring- ir „hringdu seinna". Annað tæki frá sama fyrirtæki er búið inn- byggðri símaskrá og takka svo að síminn hringi sjálfur í viðkom- andi. Hann getur verið stilltur þannig að ekki þurfi að halda á tólinu og eins þannig að aðeins heyrist í öðrum aðilanum. Þessi símar eru allir tengdir tölvu, sem getur tekið við skilaboðum og gef- ið skilaboð sem eru töluð inn á hana. En svo eru líka tölvur sem skilja mannamál og bregðast við því. Japanir hafa framleitt tölvu sem getur þýtt tungumál, t.d. ensku og spænsku eða japönsku og frönsku. Það mun gera stórfyrirtækjum kleift að ráða símastúlkur sem kunna einungis sitt eigið tungu- mál. ITT-fyrirtækið er nú að reyna sig áfram í Bandaríkjunum með tölvu sem getur alveg tekið við starfi símastúlkunnar. Þeir sýndu símaborð á sýningunni sem var þannig að maður lyfti upp símtóli og sagði: „Call (bíp) Mr. (bíp) Srnith" eða „Hringja-í-Guð- rúnu“. Bípin heyrðust milli orða í tölvunni en hún tengdi rétt og síminn hringdi hjá réttum aðila. ITT býst við að þetta verði komið á markaðinn eftir svona 3 ár. Þeg- ar tækin frá ROLM verða svo tengd við þetta þarf enginn að sitja við símaborð lengur. Svíar voru samir við sig og sýndu að þeir láta tæknina verða samfélaginu til góðs. Þeir eru að tölvuvæða alla neyðarþjónustu í landinu og hafa þegar komið upp tölvumiðstöðvum í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. 90.000 er neyðarnúmerið um allt land og tölva lætur hringja á réttri neyð- arvakt. Ef óhapp hendir í Stokk- hólmi er spurt hvað sé að, nafn, heimilisfang og síma og neyðar- hjálpin er send af stað innan ör- fárra sekúndna, löngu áður en símtalinu er lokið. Ef um bruna í hóteli er t.d. að ræða, eru upplýs- ingar um aðbúnað á staðnum sendar af tölvunni í bílana svo björgunarmennirnir geta kynnt sér aðstæður á leiðinni. „Tíma- sparnaður bjargar mannslífum," segir Svíinn. Svíþjóð stendur öðrum Norður- landaþjóðum framar í tækni- þróuninni en Norðurlöndin öll nema Island voru með veglega sýningarbása á Telecom 83. Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri Islands, sótti sýninguna ásamt nokkrum íslenskum yfirverkfræð- ingum hjá stofnuninni. Jón kvað mjög gagnlegt að skoða sýningar sem þessa og hitta þá sem starfa við fjarskipti erlendis en síðustu sýningu, sem haldin var 1979, fékk hann ekki að fara á. Hann sagði að við íslendingar stæðum mjög framarlega í fjarskiptabúnaði og benti t.d. á að Norðmenn hefðu ákveðið að fá sér stafræna raf- eindastöð eins og þá sem þegar er verið að reyna á íslandi. Taka Norðmenn hana í notkun eftir 2 ár. Hin nýja stöð, sem er í Ármúla, mun væntanlega verða tekin í notkun í febrúar. 1.000 nýir áskrif- endur munu fyrst verða tengdir við hana en síðan 2.000 til viðbót- ar. Þar fá allir 6 tölustafa númer. Stöðin mun gera fleirum kleift að tala í einu og opna aðra mögu- leika. Reikningar frá símanum verða sundurliðaðir þannig að hægt verður að sjá hvert var hringt og hversu lengi var talað. Nýtfskulegri þjónusta verður (Myndir ab) hægt að veita, t.d. þá að láta sím- ann hringja hjá kunningjanum sem maður er að fara í heimsókn til, láta símann vekja sig á tiltekn- um tíma og veita sér upplýsingar um fleira en veðrið, t.d. bíóauglýs- ingar, sjónvarpsdagskrána, opnunartíma apótekanna o.s.frv., o.s.frv. Þetta er allt gert með því að velja viss númer og ekki þarf að segja orð við nokkra sálu hinum megin á línunni. Það mun taka sinn tíma að allir símnotendur á Islandi fái þessa þjónustu, en það eru milli 85.000 og 90.000 númer. Jón sagði að ekki væri hægt að kasta gömlu tækjun- um á haugana en öll endurnýjun á símanum er af nýjustu og full- komnustu gerð. Leyfi ráðherra hefur þegar verið veitt til kaupa á gagnaflutningaskiptistöð. Hún mun taka við af póstinum og gera þeim sem eru með skerma kleift að senda bréf og myndir milli staða. Jón sagði að þannig myndu t.d. læknar á Landspftalanum geta fengið línurit eða aðrar upplýs- ingar frá Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð á svipstundu. Flestar tölvur eru enn sem kom- ið er svo merkilegar með sig að þær tala ekki við hvaða tölvu sem er. Tölvufyrirtæki hafa reynt að fullkomna eigin tölvur og koma þeim á markað burtséð frá öðrum tölvum. En næsta stig i þróuninni verður að samræma tölvurnar þannig að þær geti allar rabbað saman, flutt póst hver frá annarri og sparað fólki tíma og erfiði. Tæknibyltingin hófst þegar ör- kubburinn kom til sögunnar. Þess- ir kubbar búa yfir þúsundum ein- inga sem hafa tekið við af lömp- um, spólum og rofum sem fylla t.d. gömul, stór útvarpstæki. Þróunin heldur áfram enn, samkeppnin er hvergi jafn hörð og á þessu sviði og eins og Jón Skúlason sagði: „Enginn veit hvar endirinn verð- ur.“ ab Hundahald í Reykjavík? Almennur fundur um leyfi til hundahalds og ófremdarástand þeirra mála í Reykjavík, veröur haldinn aö Hótel Sögu Súlnasal sunnudaginn 20.11. ’83 kl. 20.00. Hundaræktarfélap íslands, Hundavinafélag Islands, Dýraspítali Watsons, Dýraverndunarfélag Reykjavíkur, Samband Dýraverndunarfélaga íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.