Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 61 Konurnar með herbergislyklana stukku inn á „hárgreidslustofuna“ þegar Flestar klámbúöirnar í Ziirich líta ósköp penar út að utan. þer sáu myndavélina. Vændiskonur fara að sjást í dyra- gettum og á götum úti eftir að skyggja tekur. Vændiskonurnar í Ziirich hafa ekki stofnað sitt eigiö verkalýös- félag eins og stöllur þeirra í París og sitja ekki úti í gluggum viö spil eöa prjóna eins og þær í Brussel. Þær halda annaö hvort til í stof- unum og auglýsa í blööum eöa fara út á götu. Melludólgar stjórna þeim, sjá um aö enginn annar taki þeirra pláss á götunni og eru tímaverðir þegar í rúmiö er komið. Vændiskonurnar veröa annaö hvort aö borga þeim allt sem þær vinna sér inn og þiggja vasapeninga eöa borga þeim vissa upphæö á dag, yfirleitt um 300 sv. franka á dag eöa um 4000 ísl. kr. Melludólgar stunda ólöglega starfsemi í Sviss en Bertschi sagöi aö þaö væri mjög erfitt aö hafa hendur í hári þeirra. Vænd- iskonurnar óttast þá og segja ekki til þeirra. Bertschi sagöi aö starfsemi þeirra væri skipulögö, sannkölluö sex-mafía. Þeir heföu líkiega samstarf viö Hell's Angels í Hamborg og þessir hringlr skiptust á vændiskonum milli borga. En hann sagöi aö lögregl- an gæti enn ekki sannaö þetta. Löglegur útivistartími vænd- iskvenna var takmarkaöur i fyrra frá klukkan átta á kvöldin og fram á morgun. Það var gert til aö hafa ekki ósiösamlegt líferni fyrir augunum á börnum. Þessum reglum er fylgt mjög lauslega. Sekt lögreglunnar er lág eöa 100 sv. frankar. Vændiskonurnar munar ekki svo um aö borga þá upphæö þar sem hún er yfirleitt hiö lægsta sem þær fá fyrir sitt verk. Bertschi sagöi aö þaö væri nauösynlegt aö hækka sektina verulega svo lögum veröi fram- fylgt og konurnar haldi sig á þeim slóöum sem þær mega vera á og færi sig ekki stööugt inn á ný svæöi. Flestar klámbúöirnar eru í eigu nokkurra einstaklinga. Þær eru reknar eins og hverjar aörar verslanir nema hvaö afgreiðslu- tíminn er annar. Þar eru klám- blöö og bækur, ótrúlegasti tækjabúnaöur og videó-filmur til sölu. Gömul kona sat viö kass- ann í einni versluninni og heföi eins getaö veriö aö selja sokka. Henni fannst lítiö varið í vöruna sem hún seldi. Inn af búðunum eru yfirleltt videótæki þar sem hægt er aö skoöa filmuna án þess aö kaupa. Bertschi sagöi aö nú mætti hvorki selja nó sýna myndir af grófustu sort í búöunum né í bíóunum. Han sagöi aö þaö væri nokkuö erfitt aö hafa eftirlit meö þessu en lögreglan reyndi. Kvikmyndahúsin mega sýna myndir eins og Emmanuelle og jafnvel Deep Throat en myndir sem hafa engan söguþráö, ekk- ert listrænt gildi og fjalla varla um annað en samfarir og pynt- ingar á börnum og dýrum eru haröbannaðar. „Áriö 1981 skilaöi sórfræö- inganefnd áliti á lögum varöandl klám hér í Ziirich," sagöi Bertschi. „Hún lagöi til aö frjáls- legri lög yröu sett og um tíma leit út fyrir aö svo yröi. En andrúms- loftiö hefur breyst og nú heyrast óánægjuraddir frá íbúum borgar- innar. Húsaleigan hækkar á svæöum þar sem vændiskonur opna stofur, umferö eykst í hverfinu þegar klúbbar og kvikmyndahús flytja þangaö og umhverfiö veröur ekki lengur hæft börnum. Gömlu lögin virö- ast þess vegna verða áfram í gildi og nú hefur lögreglan unniö bug á unglingaóeiröunum sem voru hér í borginni og getur snúiö sér gegn kláminu." „Klámiönaöurinn“ í Zurich veltir um 150 milljónum sv. franka á ári og hefur um 4000 karlkúnna á dag. Þaö er lítiö miö- aö viö stórborgir stærri landa í Vestur-Evrópu eöa í Bandaríkj- unum. Nú benda nýjustu kannan- ir, sem hafa veriö geröar þar, til þess aö lauslæti karla og kvenna sé aö minnka. „ihaldsvindar geisa í landinu," er haft eftir for- stööukonu Kinsey-kynlífsrann- sóknarstofnunarinnar í Bloom- ington, Indiana, og könnun sem er gerö á fimm ára fresti í Ohio- ríkisháskólanum hefur leitt í Ijós aö fjöldi kvenna, sem höföu sam- farir áöur en þær giftu sig, jókst mjög á 7. áratugnum og var 80% áriö 1975 en hefur nú minnkaö og var 50% áriö 1980. Kynsjúk- dómarnir Herpes og AIDS hafa væntanlega nokkur áhrif j þessa átt, en svo fær fólk líka bara leiö á klámi og lauslæti eins og flestu ööru. ab. Snjókeðjur fyrir öll farartæki. (fflwnaust h.t SIDUMULA 7-9 • SÍMI 82722 REYKiAVÍK ♦ útsölustaöir: APÓTEK Vesturbæjar Háaleitis Borgar Noröurbæjar Hfj. PLOSTUM^ VINNUTEIKNINGAR & BREIDDAÐ63CM. -LENGDOTAKMÖRKUÐ □ISKOR HJARÐARHAGA 27 ®22680„ Helgar- og vikuferdir Brottfarir alla laugard. og þridjud. Verd frá kr. 8.984 pr.m. (2 í herb.) FERÐASKRIFSTOFA, Iönaöarhúsinu Hallveigarstíg 1. Simar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.