Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
73
urinn fer ekki í launkofa með, að
Tsékoff stendur honum hjarta
nær: „Tsékoff hefur vakið okkur
til vitundar um mikilleik Rúss-
lands“, segir ein af söguhetjunum,
„hann hefur lýst rússneskri al-
þýðu, mönnum af öllum þjóðfé-
lagsstigum og á hverju aldurs-
skeiði lífsins sem er. Hann hefur
sagt þessu fólki frá lýðræðinu,
rússnesku lýðræði... Hann hefur
sagt, að höfuðatriðið sé að vera
maður, síðan séu menn biskupar,
Rússar, kaupmenn, tatarar og
verkamenn. Menn eru bæði vondir
og góðir, en ekki sem tatarar,
Úkraínumenn, verkamenn eða
biskupar, allir eru jafnir af því að
þeir eru menn. — Byrjum á því að
elska og virða manninn og hafa
samúð með honum, án þess blómg-
ast ekkert hjá okkur. Það er þetta
sem kallast lýðræði, lýðræði
rússnesku þjóðarinnar, en það
hefur aldrei séð dagsins ljós.
í þúsund ár hefur rússnesk al-
þýða kynnst lífinu í allri sinni
nekt, sínum volduga mikilleik, en
hún hefur aldrei kynnst einum
hlut, lýðræðinu. (Bls. 263—264.)
Þessi maður sem talar svo
fjálglega um lýðræðið, er hann
ekki uppreisnarmaður? velta við-
mælendur hans fyrir sér.
Grossman vitnar stundum í
Balzac, og í þessum mannlega
harmleik birtist á sviðinu fólk
hvaðanæva að, frá Moskvu, úr
þýskum fangabúðum, frá Kolyma,
Kúbytséff, Berditséff, Stalíngrad,
hér eru svipmyndir af von Paulus,
sovéska herráðinu, af Mannstein
og Rokossovsky, Hitler og Stalín.
Hver myndin rekur aðra.
Fjendur allt
frá æsku
Sagan fjallar um Tsjapoknik-
off-fólkið, fjölskyldu frá Stal-
íngrad, og Viktor Sturm Legendre,
eðlisfræðing frá Berditséff. Ætt-
færslu vantar, en útgefandi hefur
bætt við í bókarlok korti af víg-
stöðvunum f Rússlandi frá des-
ember 1941 til nóvember 1942,
ásamt korti af orustunni um Stal-
íngrad.
Höfundur leiðir okkur inn í
þýskar fangabúðir, þar sem hinar
áköfustu stjórnmálaumræður fara
fram milli „erfðafjenda", Tsérn-
etsoffs, mensévika sem flúið hafði
land, og Mostoffskis, marxista
„með hreina fortíð", sem segist
vera gáttaður á því hve rógur
þessa strokumanns sé yfirþyrm-
andi, því að ekki sé fótur fyrir
neinu sem hann segi.
„Hvílíkur ógnarstaður hljóta
þessar fangabúðir að vera,“ segir
hann hlæjandi, „þegar jafnvel
endurfundir við mensévika geta
hlýjað manni um hjartarætur."
Er hægt að samsinna höfundi
þegar hann fjallar um samruna
andstæðna og telur ranghverfu
jafngilda rétthverfu, að Stalín sé
af sama sauðahúsi og Hitler, að
ákavíti og vodka hafi sömu áhrif,
að mörkin milli góðs og ills séu
ekki til, þar sem — svo vitnað sé í
Tolstoj-sinnann Ikonnikoff —
„þeir menn sem vilja mannkyninu
vel megna ekki að hindra hið illa,
og jafnvel glæpir nasista eru
framdir í nafni hins góða“.
Þessi djúpa örvænting og upp-
gjöf allra vona, þessi vilji til
hreinskilni, þessi afneitun tví-
hyggju og trúar á góðan málstað,
hefur kostað Vassili Grossman,
opinbera rithöfundinn litlausa,
þunga og langæja reynslu að kom-
ast á þetta stig. Sem rithöfundur
og blaðamaður við Rauðu stjörn-
una, máigagn hersins, hefur hann
eins og Ehrenburg og Konstantín
Simonoff séð margt: hörmungar
styrjaldarinnar, hugrekki stríðs-
hetjanna, herstjórnina báðum
megin víglínunnar, fjöldamorð
Þjóðverja, fjöldagrafirnar í Úkra-
ínu, Kolyma-fangabúðirnar, gas-
klefana, Stalíngrad, útrýmingar-
búðirnar í Treblinka.
Vitundin um
uppruna sinn
í ritgerðum sínum um Vassili
Grossman leggja þeir Simon
Markish, sonur gyðingaskáldsins
Peretz Markish,* og Efim Etkind
höfuðáherslu á það, hve hægt og
seint Grossman vaknaði til vit-
undar um gyðinglegan uppruna
sinn og andsemítismann í Sovét-
ríkjunum. 1 grein sinni um höf-
undinn telur Markish, að þetta
hafði ráðið mestu um það að
breyta þessum hreinræktaða sósí-
alrealista í harðsnúinn andstæð-
ing sovétvaldsins.
f kveðjubréfi til sonar síns, rit-
uðu í gyðingahverfinu í Berditséff
(einmitt þar sem móðir Gross-
mans dó) skrifar móðir Viktors
Strums: „Mér hefur aldrei fundist
ég vera gyðingur; allt frá barn-
æsku hef ég lifað meðal rússn-
eskra vina. Eftirlætisskáld mín
voru Púskín og Nekrassoff, og
leikritið sem ég grét yfir ásamt
öllum í salnum á ráðstefnu hér-
aðslæknanna var Vanja frændi
með Stanislavski í aðalhlut-
verkinu. Og þó, á þessum hræði-
legum dögum, var hjarta mitt
fullt af móðurlegri viðkvæmni
gagnvart gyðingum. Ég hafði ekki
fundið til þessarar ástar fyrr.
Lífslöngunin er öllum öðrum
kenndum yfirsterkari; gyðinga-
hverfið er sá staður í heiminum
þar sem vonin er mest; þar hefur
jafnvel verið komið á fót
fæðingarstofu." Þannig skrifar
þessi móðir rétt fyrir andlát sitt
og gerir þessa játningu fyrir syni
sínum: „Mér þótti of vænt um
þig ... Hvernig á ég að ljúka þessu
bréfi? Eru til orð í þessum heimi
sem megna að lýsa ást minni til
þín? Ég kyssi þig, ég kyssi hár
þitt, enni þitt, augu þín ... lifðu,
lifðu, lifðu ætíð ... “
Þetta bréf frá móður af gyð-
ingaættum3* ætti skilið sess í úr-
vali rússneskra nútímabók-
mennta, engu síður en lýsingin á
nýstéttarfjölskyldunni eða væmnu
rausi kerfiskarla, eða þá lýsingin
á Kúbytséff, þangað sem erlendir
sendiráðsstarfsmenn og blaða-
menn voru fluttir. (Jean Cathala
minnist á þetta fólk í bókinni
Hvorki blóm né byssa)4* Af þessu
tagi er líka myndin af hinum stað-
fasta kommúnista Abartsjúk, sem
jafnvel í Kolyma-fangabúðunum
reynir að halda fast við trúna; eða
þá hugleiðingin um undirgefnina,
þetta sérkennilega og dularfulla
fyrirbæri tuttugustu aldarinnar.
Allar þessar blaðsíður eiga það
skilið að verða sígildar. Eða þá
lýsingin á leiguhjalli 6 í Stal-
íngrad, eða svipmyndin af nasista-
foringjanum Liss, sem skýrir fyrir
Mostoffski grundvallareðli alræð-
isstefnunnar; koma gyðinganna til
fangabúðanna i gripaflutn-
ingavögnum; uppgjöf von Paulus-
ar, eða hugleiðingar ömmunnar,
gamals popúlista yfir rústum
Stalíngrads: „Svona er lífið, það er
sárast að yfirgefa húsið, þar sem
maður hefur þjáðst svona mikið."
Minnisverðar svipmyndir af
þessu tagi eru ófáar í þessu mikla
skáldverki, sem er fullt af ósvik-
inni hlýju gagnvart öllu því fólki
sem þar kemur fram. Það hvarflar
að manni, að hefði Grossman átt
kost á útgefanda mundi hann að
öllum líkindum hafa stytt bókina.
Það er augljóst að kafla vantar.
Maður verður agndofa að rekast á
línur, þar sem höfundurinn hefur
framið ritskoðun á sjálfum sér,
gripinn ótímabærri sjálfsrýni:
Dag nokkurn spurði Strum
hann blátt áfram:
„/................................./
/................................../“
Vassili Grossman, lágvaxinn,
óáleitinn, hrekklaus hversdags-
maður stígur næstum ókunnur
fram úr skugganum til að kveikja
á þeim kyndli sem tuttugu ár í
hreinsunareldi Ljubjanka hafa
ekki náð að kæfa. Hvað eru tutt-
ugu ár í sögu umburðarleysisins?
... Nú sem fyrr er óhugsandi að
leyft verði að birta þessa bók í
Sovétríkjunum. Hún mundi verða
gerð upptæk, bönnuð af sömu óbil-
girninni og fyrir tuttugu árum. En
ein spurning leitar sífellt á hug-
ann: Hver fór með míkrófilmurn-
ar út úr húsi hr. Andropoffs?
Le Cas Grossman eftir Simon Markish,
þýtt úr rússnesku af Dominique Negrel,
útgefið af Juillard/L’Age d’homme.
^ Um er að ræða skáldsögu Viktors Nekr-
assoffs í skotgröfunum vid Stalíngrad.
Hlaut Stalínverðlaunin 1946.
^ „Maður getur ekki varist þeirri hugsun,
að hugsæileg og andmarxísk viðhorf séu
ekki einungis áberandi hjá hetjum sög-
unnar, heldur einnig hjá höfundinum
sjálfum. Grossman lýsir venjulegri
rússneskri fjölskyldu sem samsafni smá-
sáiarlegra einstaklinga.“ (Molodoi komm-
ounist, apríl 1953.)
Hetjan í skáldsögunni Fyrir réttan málstað
minnist á þetta bréf án þess að rekja
innihald þess.
Albin Michel, 1982.
P + I
Ævi-
atriði
12. desember 1905. — Vassili
Grossman fæðist í borginni Berd-
itséff í Úkraínu, þar sem fjöldi gyö-
inga býr. Stundum kölluö „Jerúsal-
em“ Volhyníu, en þar haföi Balzac
kvænst frú Hanska.
1929—1933. — Efnafræöinám
viö Moskvuháskóla. Gerist verk-
fræöingur í námu i Donbass og
síöar í blýantaverksmiöju í
Moskvu.
1934. — Birtir fyrstu frásögn
stna í tímaritinu Literatura gazeta.
Bar hún heitiö í borginni Berdit-
séff og vakti athygli Gorkis.
1937—1940. — Fyrsta skáld-
saga hans, Stephan Koltsjúgín
gefin út. Segir frá því hvernig
verkamaöur gerist bolséviki.
1941—1945. — Stríösfréttaritari
viö Rauöu Stjörnuna (Krasnaia
Zvezda), málgagn hersins. Fylgir
Rauöa hernum frá Stalíngrad til
Berlínar. Ritar fyrstu skáldsöguna
sem gefin var út um stríðiö. Fólkið
er ódauólegt (1942).
1944. — Meölimur andfasista-
nefndar gyöinga. Vinnur ásamt llya
Ehrenburg aö gerö svartrar bókar
um útrýmingu gyðinga (bókin var
eyöilögö 1948 af KGB, því aö þá
stóðu gyöingaofsóknir sem hæst í
Sovétríkjunum). Kemur til Trebl-
inka ásamt Rauöa hernum.
1952. — Skáldsagan Fyrir rétt-
an málstaö gefin út. Hlýtur
óvægna gagnrýni, þar sem höfundi
er boriö á brýn, að hafa ekki „skiliö
aö flokkurinn var hiö skipuleggj-
andi afl bak viö sigurinn“. Gross-
man viöurkennir villu sína í bréfi til
Rithöfundasambandsins.
1960. — Lýkur við Líf og örlög og
sendir handritið til tímaritsins
Znamia. Febrúar 1961. — Handrit
og minnisblöö af Lífi og örlögum
gerö upptæk af KGB.
1963. — Lýkur viö skáldsöguna
Allt streymir ...
14. september 1964. — Vassili
Grossman deyr i Moskvu.
1977 — Tvö handrit á mikrófilm-
um af Lífi og örlögum berast á
dularfullan hátt til Vínarborgar.
1980. — Líf og örlög gefin út í
fyrsta sinn á rússnesku hjá
Juillard-útgáfufyrirtækinu í Frakkl-
andi.
í±ma
r.frr
ilæliliii
rvtrtl r~
» < i <-:• v-H-i 4*4
mmm
V rir
vivivíEtíJij V
11»
111
tht+HrtÍlrttHfH+ft
rrímifir
írtrt: {i'ífí' 4444 í
hcij:
m
Þaö er engum ofsögum sagt
af kæliskápaúrvalinu hjá okkur enda leitum við
fanga beggja vegna Atlantshafsins. Við höfum á lager
;x ; x;.
eða útvegum með stuttum fyrirvara 55 gerðir
af Philips og Phlico kæliskápum. Stærðir, litir og
notkunarmöguleikar þeirra fullnægja kröfum flestrfj
Pú getur t.d. fengið lítinn byrjendakæliskáp með inn -
byggðu frystihólfi fyrir ísmola og lærissneiðar, tvískiptan
vísitöluskáp þar sem frystir og kælir eru álíka stórir,
§8}; eða „ekta amerískan'' með ísmolavél
r-m ■ ogöllutilheyrandi.
Taktu nú mál af „gatinu" og hringdu eða komdu og kynntu
þér úvarlið.
:■ ..'.>4.\'-í-*4- f * 4-1 -r(
heimilistæki
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTUN 8 - 15655