Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Gettv
fjölskyldan
RAUNIR
HINNA
RÍKU
eftir
Russel Miller
Jean Paul Getty I byggði í
kyrrþey upp heilt olíu-
heimsveldi. Nafn hans teng-
ist stálhörðu kaupsýsluviti
og óhemju auöævum. Son-
arsonur hans, Jean Paul
Getty III, komst fyrst í frétt-
irnar 1973, þegar mann-
ræningjar skáru annað eyr-
að af honum suður á Ítalíu
til þess að knýja afa þessa
(þá) 16 ára unglings til þess
að greiöa lausnargjaldiö
þegar í stað.
Suma dagana tekst honum að grilla aðeins í útlínur
hlutanna umhverfís og óljóst sér hann bjarma dauflega
fyrir litum í gegnum rökkurslæðurnar, sem hylja blind
augu hans. Hann gerir örvæntingarfullar tilraunir til að
tala og stundum tekst honum jafnvel að mynda orð og
orð, sem eru næstum því skiljanleg. Það var alveg
nýlega, að hann gat orðið aftur farið að staulast örlítið
um með aðstoð tveggja hjúkrunarkvenna, þótt lamaðir
útlimir hans séu algjörlega samanherptir og honum til
næsta lítils gagns.
Samt sem áður hefur hann náð mun meiri framför-
um en nokkur hefði getað látíð sér til hugar koma, og
enda þótt hann eigi aldrei eftir að verða alveg heill
heil.su aftur, þá eru þó góðar horfur á því, að Jean Paul
Getty III verði einn góðan veðurdag fær um að ganga
um aftur á hækjum; og ef til vill á hann meira að segja
eftir að fá örlitla sjón aftur.
f þessu sambandi er það vissu-
lega mikil hjálp fyrir hann, hve
ungur hann er að árum: Hann er
26 ára gamall, en frá því að hann
fékk slag fyrir tveimur árum, hef-
ur hann búið á heimili móður
sinnar í stóru einbýlishúsi, sem
stendur í undurfögru umhverfi í
Brentwood, einni af útborgum Los
Angeles.
Sex daga vikunnar stunda
sjúkraþjálfarar Paul, og hann er
allt upp í tólf tíma á dag í þjálfun
hjá þeim. Allan sólarhringinn er
hjúkrunarkona á næsta leiti til
taks, þegar þarf að mata hann,
þvo og klæða. Tvisvar á dag er
hann borinn út í upphitaða sund-
laugina við húsið, þar sem hann er
látinn gera ýmsar æfingar í þjálf-
unarskyni, en þær eiga smátt og
smátt að veita lífi í máttvana lík-
ama hans og fá lamaða útlimina
til að hreyfast á ný.
Nærgætni hans nánustu
Yngri bróðir hans, Mark, 22 ára,
heimsækir hann um nærri því
hverja einustu helgi, situr klukku-
stundum saman við hlið hans og
reynir að koma honum til að
hlæja, les upphátt fyrir hann eða
aðstoðar hann við að æfa arm-
beygjur. Aileen systir hans, tutt-
ugu og þriggja ára gömul, hringir
I hann, þegar hún getur ekki kom-
ið því við að fara frá kjólabúðinni
sinni í Santa Barbara til þess að
heimsækja hann. Hin tvítuga Ari-
adne, sem stundar háskólanám við
Bennington College í Vermont,
dvelur heima í Brentwood í öllum
fríunum sínum, til þess að geta
verið hjá bróður sínum.
Enda þótt Paul hafi þegar verið
skilinn við hina þýzku eiginkonu
sína, Martine Zacher, þegar hann
fékk slagið, heldur hún samt enn
þann dag í dag tryggð við hann og
heimsækir hann eins oft og hún
hefur efni á að ferðast hina löngu
leið frá San Francisco, þar sem
hún vinnur hluta úr degi við af-
greiðslustörf í bókabúð.
En það er þó móðir Pauls, Gail
Harris Getty, sem mest allra legg-
ur sig fram við að hjálpa honum
og telja kjark í hapn. Og ef hann
svo sjálfur reynir við og við að
velta fyrir sér hlutunum svolítið
nánar, þá gætir hann þess að láta
helzt engan verða varan við það.
En það gæti víst heldur enginn láð
honum, þótt hann kæmist að
þeirri niðurstöðu, eftir að hafa lit-
ið yfir farinn veg á stuttri ævi, að
það hafi verið honum bölvun að
hafa fæðzt með ættarnafnið
Getty.
Þegar Jean Paul Getty var að
heimsækja vini sína í kommúnu
einni í Los Angeles hinn 5. apríl
1981 og sofnaði á sófa við það
tækifæri, þá veitti enginn því hina
minnstu athygli. Það var alls ekk-
ert óvenjulegt við það, að Paul
væri hálfslappur af áfengis- eða
eiturlyfjaneyzlu eða þá af hvoru-
tveggja. Allir, sem eitthvað
þekktu til hans, vissu ofur vel, að
hann var vanur að drekka rúm-
lega einn lítra af viskíi á degi
hverjum. Tveimur klukkustundum
síðar reyndi svo hin ítalska vin-
kona hans, Emmanuella Stuzzhi,
að vekja hann, en Paul sýndi engin
minnstu viðbrögð. „Hann er ekki
sofandi," sagði þá einhver við-
staddra, „hann liggur í dái.“
Sjúkrabíll var fenginn til að aka
hinum meðvitundarlausa á
sjúkrahús, og nokkrum klukku-