Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 \9I2 Un.vtiul Prtii Svnditile j,5jóoUSt>'pi^ stiLUr sig stöSuqt CKftar ex. Dýr mericurinnar.'" Kf hann va-ri oðruvísi va-ri ’ann HuAclómU-);ur! I’ú hlýtur art hafa lesið vitlaust á hlaðið um sanisctningu rúmsins, gt-tur oltki annað verið. HÖGNI HREKKVÍSI Próf. Hallesby: Hefur varla komist á sakaskrá fyrir að van- telja gjöf til skatts Séra Kolbeinn l>orleifsson skrif- ar: „Að undanförnu hefur maður að nafni Leifur Sveinsson skrifað árásarnreinar í Morgunblaðið á Billy Graham og Ole Hallesby, sem á sínum tíma kom hingað til lands og skyldi eftir hér ýmis þau frækorn, sem á liðnum áratugum hafa reynst til mikillar blessunar fyrir íslenska kirkju og leikmannastarf hennar. Iæifur Sveinsson ber það á pró- fessor Hallesby, að hann hafi orð- ið sekur um skattsvik í Noregi, og því sé nafn hans aðeins varðveitt á sakaskrá þar í landi. Það kann að vera að einhverjar persónulegar ástæður liggi að baki þeirri heift, sem lýsir sér í þvílíkum áburði á hendur einum frægasta kirkju- leiðtoga Norðurlanda á þessari öld. Víst er um það, að próf. Hall- esby hefur varla komist á saka- skrá í iandi sínu fyrir að vantelja gjöf til skatts, en sú vantalning var leiðrétt eftir réttum leiðum, og hefði tæplega þótt umtalsins verð, nema vegna þess, að í hlut átti prófessor Hallesby, þá orðinn gamall maður, og eitt af óvönduð- ustu blöðum í Noregi, sem í Próf. Hallesby í fangaklæðum. nokkra áratugi hafði ofsótt mann- inn eins og landráðamann. En eitt er víst og satt. Á tíma- bili réðu þeir menn ríkjum í Nor- egi, sem raunverulega settu pró- fessor Hallesby í fangelsi. Það voru nasistar, sem réðust inn í Noreg nokkrum árum eftir för hans til fslands. Þá var það, sem prófessor Hallesby þurfti að drýgja mesta afrek lífs síns: að halda saman norsku kirkjunni prestlausri og biskupalausri. Þessi barátta hans gegn nasistum hafði nær kostað hann lífið, en sem bet- ur fer var hann ekki sendur í útrýmingarbúðir í Þýskalandi, heldur í Grini-fangelsið. Myndin, sem fylgir þessum pistli, sýnir prófessor Hallesby í fangaklæðun- um í Grini. Ekki reikna ég með því, að Leif- ur Sveinsson vilji láta telja sig til þeirra manna, sem settu Hallesby á þessa sakaskrá. Það verður því að teljast athugaleysi hans að láta sér önnur eins orð um munn fara um norska þjóðhetju. Prófessor Hallesby og fylgjend- ur hans eru í flokki þeirra grand- vörustu manna, sem ég þekki. Stúdentarnir, sem með honum komu hingað sumarið 1936, hafa allir sýnt sig að vera úrvalsmenn þar sem þeir hafa haslað sér völl: Biskup í Stafangri, kristniboðs- læknir í Eþíópíu, gyðingatrúboði, forgöngumaður kristilegra fræðslumála. Þessir menn komu með nýjan söng og nýjan kristni- boðsáhuga inn í íslenskt kirkjulíf. Eigi veldur sá er varar llildur Dagsson skrifar „á mánu- degi til mæðu“ 14. nóv.: „Háttvirti Velvakandi! Sunnudaginn 13. nóvember sl. birtist í Morgunblaðinu grein und- ir fyrirsögn, sem rituð var með stórum svörtum stöfum: „ís- landssagan umrituð.” — Ég las þessa grein. — Að lestri loknum varð mér á að hugsa: „Ja, undar- legt er þetta fólk, sem öllu vill breyta og brjóta niður gamlar hefðir, hvað skyldi það nú taka sér fyrir hendur næst? — Jú, er lokið hefur verið við að umrita íslands- söguna, liggur þá ekki beinast við að hefjast handa við að umrita ís- lendingasögurnar?" — Það fór um mig hrollur. Eg gekk að bókahillunni og renndi fingrunum eftir nokkrum Vinsamlegast takið auglýs- inguna niður Halldór S. Gröndal skrifar: „Ég harma það mjög, að bóka- útgáfan Salt hefur látið setja upp auglýsingu þá, sem nú er í öllum strætisvögnum Reykjavíkur. Auglýsingin er bæði niðrandi og auðmýkjandi fyrir presta og fjöl- skyldur þeirra. Auk þess verkar hún neikvætt, að mínu mati, fyrir kristna trú og kirkju. Hvaða tilgangi þjónar þessi auglýsing? Er hún í samræmi við markmið Salts? Það er hægt að þola háð og spott frá hinu illa og árum þess, en erf- itt þegar það kemur frá kristilegu útgáfufyrirtæki. Vinsamlegast takið auglýsing- una niður.“ Jú, þá fengi t.d. skólasálfræðingur nóg að gera við að sálgreina Gísla Súrsson fyrir skólabörnum, og það eftir eigin höfði! Hrædd er ég um, að eftir slíka sálfræðilega meðferð, stæði Gísli Súrsson aðeins eftir sem galinn maður í gamalli sögu.“ íslendingasögum, sem þar voru. — Úr hillunni dró ég gamla þvælda bók, á titilblaðinu, sem þegar hafði rifnað af, stóð: „Saga Gísla Súrssonar." — Ég horfði lengi á lokaða bókina í höndum mínum og eins og stórskrýtin manneskja sagði ég við bókina: „Kæra gamla bók, leynast ef til vill í þér ein- hverjar setningar, sem þetta nú- tíma fólk á „breytingaskeiði" myndi telja æskilegt að breyta eða láta sporlaust hverfa á braut?“ — Ég lokaði augunum, opnaði bók- ina, og renndi í blindni fingri eftir ókunnri blaðsíðu. — Ég opnaði augun og las þessa setningu, sem fingur minn hafði staðnæmst við: „Auðr tekr til orða: „Oft hlýzt illt af hjali kvenna, ok má þó vera hér hljótist í meira lagi illt af, ok leitum okkr nú ráðs.“ — í skelfingu skellti ég bókinni aftur! — Það var og. Skyldu leynast fleiri svona aga- legar setningar í bókinni? — Ég lokaði augunum, opnaði bókina, og í blindni renndi ég fingri eftir blaði. Ég opnaði augun og las þessa setningu, sem fingurinn hafði staðnæmst við: „Börkr verðr við þetta ákaflega reiðr ok mælti: „Nú vil ek þegar aftr snúa ok drepa Gísla; en þó veit ek eigi,“ sagði hann, „hvat satt er í þessu, er Þórdís segir, ok þykkir mér hitt eigi ólíkara, at engu gegni ok, eru oft köld kvenna ráð.“ — Nú lokaði ég ekki bókinni aftur, heldur las hana alla frá upphafi til enda. Við skulum vona, að þeir, sem lesið hafa þessa bók, geri sér grein fyrir því, að upphaf ógæfu Gísla var hið illa hjal kvennanna. — Ef ofangreindar tvær setningar yrðu felldar niður úr sögunni, þá yrði sagan illskiljanleg þeim, sem ættu eftir að lesa hana þannig. — í raun væri þá það band rofið, sem tengir saman orsakir og afleið- ingar í sögunni. — Hver yrði af- leiðingin af því? — Jú, þá fengi t.d. skólasálfræðingur nóg að gera við að sálgreina Gísla Súrsson fyrir skólabörnum, og það eftir eigin höfði. Hrædd er ég um að eftir slíka sálfræðilega meðferð, stæði Gísli Súrsson aðeins eftir sem galinn maður í gamalli sögu. Nú vil ég sem fávís kona spyrja hinar vísu konur í menntamála- ráðuneytinu, hvort það kunni að leynast þarna á prjónunum hjá þeim nú þegar einhver ráðagerð um það að umrita íslendingasög- urnar líka? Ef svo er, þá hygg ég, að skynsamlegt væri fyrir alla ís- lendinga, sem í einlægni hafa áhuga á að efla það, sem íslenzkt er — að vera vel vakandi, — og ekki nóg með það, — heldur gerast nú einu sinni framsýnir á þessari tækniöld! — Eigi veldur sá er var- ar. — Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Kveðja."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.