Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
93
AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MANUDEGI
a, . TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Fólk gái að sér
þegar það kaup-
ir jólastjörnu
Hilmar Magnússon, Ekru,
Biskupstungum, hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Svoleiðis er að ég er með
framleiðslu á Jólastjörnum"
og sel í verslanir í Reykjavík.
Flokka ég plönturnar í þrjá
flokka eftir gæðum og er
heildsöluverðið hjá mér 130
krónur fyrir fyrsta flokk, 110
krónur fyrir annan flokk og 90
krónur fyrir þriðja flokk. Þeg-
ar ég var staddur í Reykjavík
í gær (fimmtud. 17. nóv.) leit
ég inn í sex blómaverslanir og
var heldur óhress með að sjá,
að flokkunum hafði verið
blandað saman og kostuðu
þriðja flokks plöntur upp í 260
krónur. Af þessari ástæðu
hvet ég fólk til að gá vel að
sér, þegar það kaupir jóla-
stjörnu fyrir hátíðirnar.
Skermurinn til
mikilla lýta
Pétur Sveinsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ég hringi út af skerminum
sem Rússarnir voru að setja
upp á húsið hjá sér í Túngöt-
unni. Nú leyfi ég mér að
hvetja nefnd þá, er hefur af-
skipti af útliti húsa í borginni,
t.d. þegar fólk ætlar að breyta
hjá sér, að láta nú duglega í
sér heyra. Ég vona satt að
segja, að hún skipi Rússunum
að taka þetta apparat niður,
því að það er forljótt. Húsið er
í fallegu umhverfi, auk þess
sem húsið sjálft er snoturt, og
að mínu mati fer það ekkert á
milli mála, að skermurinn er
til mikilla lýta þarna.
Rjúpnaskytta frá Akureyri
komstf hann krappan:
Skreið í skurði
af ótía viö gamla
konu með riffil
HJ( l'M'Kini fré tion nffli vír alt h.nn. hnm
f»n* «>r»|»K.-*ll u* •ll-i-l»*n lif. .tuhk hun hv.llr*. . n*>l*
rrynntai 'ihir .1 *«kl lil -k.ir.l \ ur é.iur -ih»n <*r<.
Kennsla á villigötum:
Hvenær á að snúa
undanhaldi í sókn?
Háskólakennari og faðir skrifar:
„Minnkandi námskröfur
Við, sem nú erum að nálgast
miðjan aldur, minnumst þess sum,
hve skyldunámið í bernsku okkar
var auðvelt og gerði litlar kröfur
til okkar. Duglegir krakkar, sem
höfðu verið í góðri tímakennslu 2
klukkustundir á dag, kunnu oft
jafn mikið og 9 ára og við höfðum
lært 12 ára. Jafnvel hið ógnarlega
landspróf hafði misst svo brodd
sinn á 10 árum tilveru sinnar, að
metárgangar innrituðust ár hvert
í menntaskóla og taka varð upp
nýja mannskæða prófsíu í 3. bekk.
En þótt mikill tími hafi farið til
spillis í skyldunámi fyrir 30 árum
og litlar kröfur gerðar til nem-
enda, getur engum dulist, að mjög
er undanhaldið hraðara á síðustu
árum og lætur nærri að kalla megi
flótta.
Einstaklings-
bundin kennsla?
Margir grunnskólar láta það í
veðri vaka, að takmark þeirra sé
einstaklingsbundin kennsla. Sann-
leikurinn er oft hið gagnstæða.
Duglegum nemendum er mark-
visst haldið niðri. Minntu börnun-
um er bannað að læra meira en
ákveðinn stafafjölda á ári. Amast
er við því, að börnum sé kennt að
lesa á heimilum sínum og engin
verðug verkefni boðin nemendum,
sem hafa næmi og dugnað.
Mengjadellan olli því, að margt
ungt fólk hefur ekki frumstæða
reikningstækni á valdi sínu, en
nýjungar af því tagi eru oft
innleiddar án nægjanlegra undir-
búningsrannsókna, stundum eftir
að upphafsþjóð nýjunganna er að
gefast upp á þeim (sbr. mengja-
kerfið). Vitað er, að frábærir
hæfileikanemendur hneigjast oft
til mótþróa og jafnvel afbrota, ef
þeir fá ekki verkefni við sitt hæfi.
Hvergi er niðurlægingin meiri
en í húmanískum fræðum. Engum,
sem átt hefur barn í skóla undan-
farna einn til tvo áratugi getur
blandast hugur um það, að þekk-
ingu ungmenna á umhverfi, sögu
og menningu íslands og annarra
landa hefur stórhrakað. Þeir, sem
láta í ljós undrun við nemendur,
að þeir kunni ekki skil á Snorra,
Reykholti, Shakespeare eða Strat-
ford, fá kannski að svari fyrirlest-
ur um helstu borgir og lifnaðar-
hætti í Tansaníu. Ef til vill fór eitt
námsár í vinnubók um Austur-
Afríku, virðingarvert verkefni, en
varla brýnt samfara fullkomnu
þekkingarleysi um eigin heima-
haga.
Greinileg afturför er einnig
sýnileg í tungumálakennslu, ein-
kum í íslensku. Rétt er þó að taka
fram, að á ýmsum sviðum raunvís-
inda hafa orðið umtalsverðar
framfarir. Kennslubækur á fram-
haldsskólastigi eru betri og
aðgengilegri en áður og námskröf-
ur lítið minni.
Jón Arason tekinn af
Kveikja þessa greinarkorns er
viðtal við námsstjóra í samfélags-
fræði (Morgunblaðið 13. nóvember
1983) meðal annars um væntan-
lega nýskipun í sögukennslu í
grunnskólum landsins. Ekki skal
efast um það, að kona þessi sé vel
menntuð í sínum samfélagsfræð-
um og velviljuð í starfi. Rétt er þó
að vara við boðskap hennar. Ætl-
un námsstjórans er að einskorða
námsefni í íslandssögu við tíma-
bilin 870 til 930, 1700 til 1720 og
1840 til 1880 eða samtals um 120
ár. Með þessu móti eru þeir end-
anlega útlægir úr íslenskum
grunnskólum, Snorri Sturluson,
Jón Arason, Guðbrandur Þor-
láksson og Hallgrímur Pétursson,
svo að nokkrir séu nefndir. Verk
þeirra, þjóðfélag þeirra tíma og
stjórnmálaviðburðir koma íslend-
ingum framtíðar ekki við. Þennan
sigur á fortíðinni á að vinna undir
gunnfána „samfélagsfræði", loð-
innar fræðigreinar í leit að hlut-
verki.
Ný námsskrá í „samfélagsfræð-
um“ mun tæpast ein sér ganga að
þjóðarvitund fslendinga dauðri.
En foreldrar þessa lands hljóta að
spyrja: Hvenær á að snúa undan-
haldi í sókn? Hvenær fá nemendur
verkefni, sem reyna sæmilega á
námshæfni þeirra og skilning?
Við erum ekki ein í heiminum. Á
öllum öldum höfum við orðið að
leggja hart að okkur i baráttu við
umheiminn til að tryggja efnalega
afkomu og frelsi þjóðarinnar.
Þeirri baráttu munum við tapa, ef
ungmenni landsins fá ekki
kjarnmikið og markvisst vega-
nesti í skólum landsins."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Veðrið er að slota.
Rétt væri: Veðrinu er að slota.
GA V/öGA g 1iLVt9AU
Læknastofa
Hef opnaö stofu í Læknastööinni, Álfheimum
74, símatími: miövikudaga kl. 13.00—13.30,
sími 86338.
Fridrik Páll Jónsson,
háls-, nef- og eyrnalæknir.
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miiai vii 4,5% vexti umfram veritr. pr. 100 kr.
1. FLOKKUR 2. FLOKKUR
Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 4,5%vextirgildatil Sölugengi pr. 100 kr. 4,5% vextirgildati!
1970 1971 14.390 15.09.1985 16.373 02.05.84
1972 13.167 25.01.1986 10.786 15.09 1986
1973 8.265 15.09.1987 7.963 25.01.1988
1974 5.230 15.09.1988 - -
1975 3.863 10.01 1984 2.871 25.01.1984
1976 2.617 10.03.1984 2.168 25.01.1984
1977 1.899 25.03.1984 1.603 10.09.1984
1978 1 288 25.03.1984 1.024 10.09.1984
1979 879 25.02.1984 664 15.09.1984
1980 585 15.04.1985 453 25.10.1985
1981 389 25.01.1986 290 15.10.1986
1982 270 01.03.1985 201 01.10.1985
1983 156 01.03.1986 ~
VEÐSKULDABRÉF
VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 qialddaqa á ári
Láns- Avöxtun Söluqen 3! Söluqem 3'
tlmi Sölu- umfram 18% 20% 18% 20%
ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV" ársvextir ársvextir HLV"
1 95,18 2 9 77 78 91 83 84 86
2 92,18 2 9 67 68 85 73 75 79
3 90,15 21/2 9 58 60 79 64 66 72
4 87,68 21/2 9 51 53 73 57 59 66
5 85,36 3 9 45 47 68 51 53 61
6 82,73 3 91/4
7 80,60 3 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabréfa er háð
8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út
9 75,80 3 91/2 fyrir hvert bréf sem tekið er í umboðssölu.
10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir.
Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega
SALA Á SPARISKÍRTEINUM
RÍKISSJÓÐS 19832. FLOKKI
STENDUR YFIR,
- EININGAR: 500 kr., 1000 kr„ 5000 kr„ lOOOOkr.
- ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU: 4,16%
- LÁNSTÍMI: 17 ár
- INNLEYSANLEG í SEÐLABANKA: 15. nóvember 1986
2 innlausnardagar á ári
KAUPÞING HR
Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988
s.86988
Vfsa
vikunnar
Miklir á velli og vilja hark
í veiðistellingunum,
en þurfa að fella fót og kjark
fvrir kellingunum.
Hákur.
+-.h,,k, fÉ6 MINNTI HHNR
PRÐ PE6HR ÞÚ
\ ^TRKKST ONÍ
■'VxSLORÞRÖNR.
y