Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 46

Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Úr heimi kvikmyndanna Regnboginn: The Osterman Weekend (Svikamyllan) Rutger Hauer t»r tiltögn hjá Sam Peckinpah. í fimm ár hafa aðdéendur bandaríska leikstjórans Sam Peckinpah beöió eftir kvikmynd frá hans hendi. Nú er hún komin og heitir The Osterman Week- end, gerö eftir metsölubók Ro- bert Ludlums. Peckinpah hefur lítið veriö á ferli innan kvik- myndaheimsins síöan hann geröi Convoy 1978 meö þeim Kris Kristofferson og Ali MacGraw. Hann er kominn á efri ár og hefur átt viö nokkra vanheilsu aö stríöa. Áriö 1979 fékk hann hjartaáfall og notast nú viö gangráö. En hann var ekki aö baki dottinn og honum leist vel á aö leikstýra TOW þegar honum bauöst þaö (hann haföi hafnað öörum verkefnum) því hann seg- ist aldrei geta skiliö sig frá ást- inni sinni, kvikmyndunum. „Aö búa til kvikmynd er ástarævintýri, mesta ástarævintýri í heimi,“ segir hann, sá gamli, og viröist ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Rutger Hauer, John Hurt, Craig T. Nelson, Dennis Hooper og Burt Lancaster eru aöalleikararnir í The Osterman Weekend eða Ost- erman-helgin. Myndin verður bráðlega sýnd í Regnboganum og skilst mér að þeir muni kalla hana Svikamyllan þar. Myndin og saga Ludlums er um fjóra vini, sem hafa þaö aö siö aö hittast reglulega á heimili einhvers þeirra og nefna þeir helgina Osterman, eftir einum vininum. Einn vinurinn er John Tanner (Rutger Hauer) og er hann stjórn- andi vinsæls sjónvarpsþáttar .Augliti til auglitis" og hefur gaman af aö rakka í sig háttsetta gesti fyrir framan milljónir áhorfenda. Tanner vill fá í þáttinn sinn yfir- mann CIA, Maxwell Danforth (Burt Lancaster), sem stefnir aö forseta- embættinu. Til þess aö Tanner fái ósk sína uppfyllta þarf hann aö vinna meö hættulegum CIA-njósn- ara, sem fær hann til að trúa því, meö sönnunargögnum, aö þrír bestu vinir hans séu KGB-njósnar- ar. Osterman-helgin er í nánd og þar kemur aö því aö Tanner veröur aö mæta þessum vinum sínum eina langa og hryllilega helgi. Hverjir eru aö hóta þeim? Hverjum er hægt aö treysta? Hver mun lifa af? Og þaö er vissulega ekki allt sem sýnist eins og nafniö Svika- myllan ber meö sér. Leikarinn Rutger Hauer er fæddur í Hollandi (Hollendingar tala stundum um hann sem þeirra Paul Newman) og er þetta fyrsta stóra hlutverkiö sem hann hefur meö höndum í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið í um 20 alþjóö- legum myndum og stefnir víst á aö gerast stjarna í Bandaríkjunum. Hann leikur í Blade Runner og sjónvarpsmyndinni Inside the Third Reich og á móti Stallone í Night Hawks. Hann leikur ekki stór hlutverk í þessum myndum en hann elur þá von í brjósti aö litlu hlutverkin séu aö baki. „Ég get vel borið uppi kvikmynd," segir hann. „Ég er ekki aukaleikari." 15 ára strauk Hauer aö heiman og fór á sjóinn, svolitiö sem viröist vera hefö í ættinni því afi hans og langafi geröu slíkt hiö sama þegar þeir voru ungir. Hann haföi þó litla ánægju af aó skrúbba þilför og geröist aftur landkrabbi, vann sem rafvirki og smiöur og gekk í skóla á kvöldin. Fljótlega vaknaöi áhugi hans á leiklist og eftir aö hafa menntaó sig i greininni og leikiö nokkuó á sviöi í Hollandi geröist hann kvikmyndaleikari og hefur frami hans í þeim efnum veriö æöi skjótur. Hauer er um tveir metrar á hæö, meö mikiö Ijóst hár og hefur alla buröi til aó bera nafnbótina Paul Newman von Holland. Og hann stefnir aö stjörnudómi. „Á staö eins og Hollywood,“ segir hann, „er auóvelt aö halda aö ef þú vilt fá eitthvaö, sé allt sem þú þarft aö gera aö sækjast fast eftir því. Þetta er ekki satt. Þú getur aöeins gert fátt eitt. Afgangurinn er í him- inshöndum. Og í klipparaherberg- inu.“ John Hurt er nokkuö reyndari leikari en Hauer svo ekki sé meira sagt. Hann hefur í gegnum árin hlotiö fjölda vióurkenninga fyrir leik sinn, á sviöi, í kvikmyndum og í sjónvarpi. Nægir aö nefna nokkur hlutverk hans eins og kynvillinginn í The Naked Civil Servant, fang- ann í Midnight Expresa og fíla- manninn í The Elephant Man. Hurt segist hafa fengiö leik- bakteríuna þegar hann sá Alec Guinness ( hlutverki Fagins ( Oliver Twist. Á því sýktist hann. Hann var 16 ára og faöir hans, sem var klerkur, var ekkert á því aö sonurinn færi út í leiklistina. Hann átti aö gera eitthvaö svipaö og systir hans og bróöir, sem eru kennari og kaþólskur prestur. En hugur Hurts stefndi á aörar brautir og hann lagöi út í leiklistarnám í London. Þaö yröi of langt mal aö rekja leiklistarferil Hurts. Hann kom viö sögu í mynd Michael Cimino Heav- en’s Gate og þegar í Ijós kom aö myndin var mislukkuö sagöi hann: „Cimino er hæfileikaríkur leikari, sem Ijóslega ruglaöist á trjánum Burt Lancaster í hlutverki sínu ( The Osterman Weekend. og skóginum.“ Hann lék á móti Ry- an O’Neal í Partners á síðasta ári, en þaö nýjasta sem hann er aó vinna aö er mynd sem heitir Champion og er um veðreiöa- knapa. Sam Peckinpah hefur gert þrettán kvikmyndir um æfina og lítur á sig í „grundvallaratriöum sem sögumann”. Myndin sem geröi hann frægan var The Wild Bunch, vestri meö William Holden og Robert Ryan í aöalhlutverkum. Peckinpah varö þekktur fyrir ofbeldiö í myndinni og þeim sem á eftir komu, hraöar klippingar og „slow-motion“ eöa sýnt-hægt at- riði. Upprunalega var myndin tveir og hálfur tími og státaöi af 3.642 einstökum klippingum. Hann var ekkert óvanur aö fást vió vestra. Fyrsta handritiö sem hann geröi fyrir sjónvarp var fyrir Gunsmoke og þaö þótti nógu gott til aö hann geröi tólf í viöbót. Eftir þaö skrifaöi hann býsnin öll af vestrahandritum fyrir sjónvarp, en þegar hann um síðir fór aö fást viö bíómyndir í fullri lengd lenti hann í vandræöum. Hann geröi Major Dundee meö Charlton Heston og Richard Harris í Mexikó en var rek- inn áóur en hann hafói endanlega lokiö viö hana og fram á þennan Laugarasbio: Sophie’s Choice (Val Sophie) Peter MacNicol, Meryl Streep og Kevin Kline ( hlutverkum sínum. Laugarásbíó frumsýnir um þessa helgi myndina „Sophie’s Choice", sem var ein af „stóru” kvikmyndunum á síöasta ári. Hún var frumsýnd skömmu fyrir síöustu áramót, hefur hún farið sigurför um heiminn. Kvikmyndin er gerö eftir skáldsögu bandaríska rithöf- undarins William Styrons; bókin er í vissum skilningi sjálfsævisaga Styrons. Árin eftir heimsstyrjöldina síöari reyndi William fyrir sér sem rithöfundur. Þaö var á þeim árum sem hann kynntist ungri pólskri konu, sem haföi flúiö fööurland sitt. Styron komst fljótt aö því aö kona þessi átti óvenjulega og sorglega ævi aö baki og komst svo aö hinu sanna. William Styron varö þekktur fyrir ritstörf sín og hin pólska vinkona hans hvarf í þoku gleymskunnar. Þaö var svo ekki fyrr en árið i979 aö Styron sendi frá sér skáldsöguna „Sophie's Choice“, en þá haföi hann unniö aö bókinni frá árinu 1967, er hann sendi frá sér hina frægu bók „Játn- ingar Nat Turners”. William Styron haföi varla fyrr lokiö viö verkið en maöur að nafni Alan J. Pakula keypti kvikmynda- réttinn fyrir væna summu. Bókin var sett á markaö og seldist í milj- ónum eintaka. Tuttugu og tveggja ára gamall maöur, sem gengur með skáld- skapardrauma, Stingo aö nafni (staögengill Styrons), lelgir ódýrt herbergi í Brooklyn áriö 1947. Stingo, leikinn af Peter MacNicol, er sögumaöur jafnt bókarinnar sem myndarinnar. i sama húsi býr Soffía Zawist- owska (leikin af Meryl Streep), ásamt elskhuga sínum Nathan (leikinn af Kevin Kline). Par, sem ýmist rifst eins og hanar um hænu eöa fellur í faöma og er ástfangn- asta par undir sólu. Þaö líöur ekki langur tími þar til Stingo kynnist Soffíu og Nathan. Þaö eru gleöistundir í lífi hins verö- andi rithöfundar. Stingo kemst smám saman aö sögu Soffíu, lífi hennar í Póllandi undir stjórn nas- ista og dvöl hennar í útrýmingar- búöum. í fyrri parti myndarinnar kynnumst viö sögunni frá sjónar- hóli Soffíu sjálfrar, á óbeinan hátt. Miöbik myndarinnar er langur kafli sem gerist í útrýmingarbúöunum og sýnir hörmungarsögu þessarar ungu konu. Síöasti hluti myndar- innar greinir frá lokadögum vina- hópsins, örlögum Soffíu og Nath- ans. Stingo hinn ungi hefur öölast mikla reynslu viö kynni sín viö skapheita pariö. Eftirsótt hlutverk í aöalhlutverkinu, Soffíu Zawist- owska, er Meryl Streep. Hún er aö öllum líkindum ein virtasta leik- kona Bandaríkjanna um þessar mundir. Hver man ekki eftir henni í „Hjartarbananum", „Holocaust“, „Kramer Vs. Kramer" og „Hjákonu franska sjóliöans"? Þegar Ijóst var aö kvikmynd yröi gerö eftir þessari bók William Styr- ons, varö hlutverk Soffíu geysilega eftirsótt meöal fremstu leikkvenna báöum megin Atlantshafsins. Leikkonur eins og Gila Von Weit- erhausen (þekkt á meginlandi Evr- ópu), Hanna Schygulla (lék í mörg- um Fassbinder-myndum) óg fjöl- margar amerískar stjörnur sóttu fast aö leikstjóranum Alan Pakula aö fá hlutverkiö. Þaö þarf aö fara tíu ár aftur í tímann til aö finna hliöstæöu; er leitaö var logandi Ijósi aö manni í hlutverk Don Corleone, ööru nafni Guöfööurins. Leikstjórinn Pakula var staöráö- inn í aö erlend kona yröi aö túlka Soffíu, helst evrópsk. En Meryl Streep gekk svo fast aö honum aö hann sannfærðist. Hlutverkiö er erfitt fyrir hvern sem leikur þaö. Auk þess aö kunna Brooklyn-málhreiminn, varö leikkonan aö gjöra svo vel aö geta talaö þýsku reiprennandi sem er ekki á allra færi. Ekki nóg meö þaö. Pólsku varö hún líka aö tala, pólsk konan. Meryl Streep fékk sér einkakennara og nam þessar tvær tungur í tvo mánuöi áöur en kvikmyndatakan hófst. Áöur en Meryl Streep lék í kvikmyndinni „Julia” áriö 1977, haföi hún mikla reynslu úr leikhús- inu. „Julia“ mun sniöin fyrir Jane Fonda, sem Meryl keppir nú viö sem drottning kvikmyndanna. Sama ár lék hún aukahlutverk í „Hjartarbananum” og varö þaö hlutverk til aö vekja á henni veru- lega athygli. Tveimur árum síöar, 1979, hlaut hún Óskarinn fyrir aukahlutverk í mynd Dustin Hoff- mans „Kramer gegn Kramer”. Sumariö 1980 lék Meryl í „The French Lieutenant’s Woman”, mynd sem Karel Reisz geröi eftir bók John Fowles. Hún var útnefnd til Óskarsverölauna. „Sophie’s Choice“ var útnefnd til fjölmargra Óskarsverölauna í apríl síöastliönum, en aöeins Meryl Streep hampaöi styttu af Óskari aö verölaunaafhendingunni lok- inni. Hennar stærsti sigur til þessa. Kevin Kline Tveir menn standa sitt hvoru megin viö Soffíu Zawistowska, Stingo og Nathan; Peter MacNicol og Kevin Kline. Þegar leikstjóri myndarinnar, Alan Pakula, fór aö ræöa viö Meryl Streep um hlutverkin í myndinni, stakk Meryl aö honum tillögu sem hún hvikaöi aldrei frá: „Þaö er aöeins einn karlmaöur sem kemur til greina í hlutverk Nathans. Hann heitir Kevin Kline."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.