Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Þorskafli á íslandsmiðum: Hefur ekki ver- ið minni í 35 ár IHIRSKAFLI landsmanna þogar einn mánuður er eftir af árinu nemur alls 276.500 lestum samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags fslands. Er það 77.479 lestum minna en á sama tíma í fjrra, en þá höfðu veiðzt 353.979 lestir. Alls veiddust í fyrra um 382.000 lestir af þorski. Miðað við aflabrögð síðustu mánaða stefnir því í að 300.000 lestir af þorski náist ekki af íslandsmiðum á þessu ári og eru veiðar útlendinga þá taldar með. Heildarþorskafli af íslandsmiðum hefur ekki verið undir 300.000 lestum eða minni en nú síðan árið 1948, eða í 35 ár, en þá var hann 293.334 lestir. Þorskafli báta í nóvember síð- astliðnum reyndist 4.493 lestir, en í sama mánuði í fyrra var hann 6.934 eða 2.441 lest meiri. Annar botn- fiskafli báta í nóvember var nú 1.515 lestum minni en í fyrra. Heildarafli báta í nóvember var hins vegar 106.853 lestir eða 62.023 lestum meiri en í fyrra og munar Kópavogur: Breyttar innheimtu- reglur BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur breytt reglum um innheimtu út- svara og aðstöðugjalda hjá fyrir- tækjum og reiknast nú vanskila- vextir af vangoldnum greiðslum 31 degi eftir að skuld gjaldfellur, en áður var fresturinn 45 dagar. Björn Þorsteinsson, bæjar- ritari Kópavogskaupstaðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hér væri um einhliða ákvörðun bæjarráðs að ræða sem grundvallaðist á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Væri ástæða breytingarinnar sú að erfiðlega gengi að inn- heimta gjöldin og væri sam- þykktin hugsuð sem hvati í þá átt að hraða innheimtu. þar mestu um loðnuna, en í nóv- ember nú veiddust 63.000 lestir af loðnu en ekkert í sama mánuði í fyrra. Það sem af er árinu er þorsk- afli báta rúmum fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra eða 145.530 lestir á móti 200.193. Heildaraflinn það sem af er árinu er hins vegar 10.475 lestum meiri nú. Þorskafli togara í nóvember reyndist 11.010 lestir á móti 12.034 eða 1.024 lestum minni nú. Þá er annar botnfiskafli togara í nóv- ember 2.026 lestum minni nú. Heildarafli togara í nóvember er því 3.050 lestum minni nú en í fyrra. Það sem af er árinu er þorsk- afli togara 22.816 lestum minni en á sama tíma í fyrra eða 130.970 lestir á móti 153.786 lestum. Annar botnfiskafli togara er nánast sá sami nú og í yrra eða um 200.000 lestir. Heildarafli togara nú er því 23.308 lestum minni en í fyrra. Eins og áður sagði er þorskafli landsmanna nú 77.479 lestum minni en í fyrra, en annar botn- fiskafli er 5.837 lestum meiri. Heildaraflinn fyrstu 11 mánuðina er 714.183 lestir en var í fyrra 727.016 lestir, þannig að loðnuveið- in nú fer langt með að bæta upp samdráttinn í þorskveiðunum hvað aflamagn varðar. Heildarafli síð- asta árs var 783.166 lestir en fyrir þann tíma fór heildarafli síðast niður fyrir 800.000 lestir árið 1968. Sjávarútvegsráðherra boðaði nefndarmenn í sjávarútvegsnefndum Alþingis til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærmorgun. Fundarefnið var væntanlegt frumvarp um breytta fiskveiðistefnu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Ráðherra hafi samráð við nefndir Alþingis Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins fjallaði um drög að frumvarpi um breytta fiskveiðistefnu á fundi sínum í gær. Samþykkti þingflokk- urinn að heimila ráðherrum flutn- ing frumvarpsins, þó með tilskil- inni breytingu. Þingflokkur Fram- sóknarflokksins hefur þegar sam- þykkt framlagningu frumvarpsins og töldu viðmælendur blm. Mbl. úr þingflokki Sjálfstæðisflokks, að — og leiti álits hagsmunaaðila frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í dag, föstudag. Eins og Mbl. hefur skýrt frá töldu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að frumvarpið í þeirri mynd sem það var lagt fyrir þingflokkana gerði ráð fyrir of miklum völdum til handa sjáv- arútvegsráðherra. Breytingin sem þingflokkurinn vill að gerð verði áður en frumvarpið verður lagt fram er sú, að inn í frum- varpið komi ákvæði þess efnis, að sjávarútvegsráðherra hafi samráð við sjávarútvegsnefndir beggja deilda Alþingis og leiti álits hagsmunaaðila. Línulögn RARIK til Kópaskers: 135 kílówött í stað 66 til að losna við tolla VERIÐ er að byggja stofnlínu á vegum Rafmagnsveitna ríkisins frá Akureyri til Kópaskers. Sam- kvæmt áætlun átti að leggja 66 kílówatta línu þessa leið en þeirri ákvörðun var breytt og er Ástæðurnar eru fyrst og fremst minnkandi sjávarafli — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins „ÞESSAR tölur sýna afleiðingar minnkandi afla en bera hins vegar á engan hátt vott um að við séum komin í alvarlega stöðu í þessum efnum, en ástæða er til að fylgjast gaumgæfilega með,“ sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæð- isflokksins, er nýbirtar tölur um aukið atvinnuleysi voru bornar und- ir hann í gærkvöldi. „Það er alveg ljóst að ástæðan er minni afli,“ sagði Þorsteinn enn fremur, „kaupmáttarskerðingin hefur ekki haft nein teljandi áhrif í þessu efni, enda er hér mikil velta, ytri ástæður valda þessum breytingum. A næsta ári getum við þurft að mæta staðbundnum atvinnuvandamálum, enda mun þá fiskaflinn enn dragast saman og sú kvótaskipting sem nú er til umræðu mun leiða til þess að ekki verður undan því vikist að taka á vanda af því tagi. — Það er til marks um það hve hér er alvarlegt mál á ferðinni, að samkvæmt þeim tölum er fiskifræðingar ræða nú um, eru horfur á að aflinn næsta ár verði í heild jafn mikill og að- eins afli bátaflotans fyrir tveimur árum.“ Þorsteinn sagði að nauðsynlegt væri að fara að huga að úrræðum vegna þessa vanda. Til dæmis þyrfti að koma á fót atvinnumála- nefndum með þátttöku launþega og vinnuveitenda sem fjölluðu um málið og huguðu að úrbótum, hver á sínum stað. Þá þyrfti að huga að því að efla fjölbreytni atvinnulífs- ins og í því sambandi hlytu menn meðal annars að hugleiða stór- iðjuuppbyggingu. Þá sagði hann einnig að sú mikla velta, sem nú væri í þjóðfélaginu, sýndi að hægt væri að auka sparnað og stuðla þyrfti að því, bæði innan banka- kerfisins og ekki síður í atvinnu- rekstrinum sjálfum. Slíkt væri ein leið að því marki að styðja at- vinnulífið í landinu. línulögnin miðuð við 135 kfló- wött, þar sem tolla þarf að greiða af 66 kw línulagnaefni en enga af 135 kw-efni. Lengd línu þessarar verður um 80 km, en búið er að leggja um 20 km. Að sögn Ingólfs Árnasonar, rafveitustjóra RARIK á Akureyri, er kostnað- ur um 1 millj. kr. á kílómetra. Hann sagði það rétt vera að ákveðið hefði verið að hafa lín- una 135 kw til að þurfa ekki að greiða tolla af efninu til línu- lagnarinnar. „Tollasystemið er svona gáfulegt og við erum margbúnir að reyna að fá þessu breytt, — að stofnlínur séu undanþegnar tolli, en það hefur ekki tekist," sagði hann. Ingólfur sagði einnig, að auð- vitað hefði 66 kw-lína nægt miðað við aðstæður í dag, en þetta væri aðeins spursmál um það að byggja línuna fyrir minni peninga. Hann kvað það síðan annað nál hvað rétt hefði verið í þessu máli frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Ingvi Hrafn hættir STARF þingfréttamanns sjón- varpsins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Er gert ráð fyrir, að ráðið verði í stöðuna frá áramót- um, en þá lætur Ingvi Hrafn Jónsson, fréttamaður, af því starfi að eigin ósk. Um er að ræða hálft stöðugildi. Umsóknarfrestur renn- ur út 15. desember. Kaupmáttarrýrnun hefur ekki leitt til minnkandi atvinnu é — aflabresti er um að kenna, segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „ÞAÐ hefur alltaf verið Ijóst að eitthvað myndi slakna á eftirspurn eftir vinnuafli nú á haustmánuðum eins og alltaf gerist, það hefur verið Ijóst að það yrði í ríkari mæli nú en áður,“ sagði Steingrfmur Her- mannsson forsætisráðherra, er Morgunblaðið spurði hann í gær álits á nýjum tölum um aukið at- vinnuleysi hér á landi. „Hér kemur fyrst og fremst til samdráttur í sjáv- arútveginum, og auk þess er um að ræða staðbundin vandamál á nokkr- um stöðum, sem þarfnast sérstakrar umfjöllunar. Ríkisstjórnin hefur að sjálf- sögðu fjallað um þessi mál og tölu- vert hefur verið um það rætt að setja á fót nefnd til að skoða þessi mál á hverjum stað og kanna hvaða ráðstafanir megi gera af opinberri hálfu til að koma í veg fyrir óeðlilegt atvinnuleysi. — Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af þessu en með tilliti til hins mikla samdráttar í sjávarútvegi er afar hætt við að atvinnuöryggi sé stefnt í voða á einstökum stöðum. Hitt er svo annað mál að allar spár um mikið atvinnuleysi hafa reynst rangar og því fer fjarri til dæmis að verulegur samdráttur hafi orðið í byggingariðnaði. Eg get heldur ekki séð að minnkandi kaupmáttur hafi leitt til minnk- andi atvinnu, eins og verkalýðs- foringjar hafa talað um! Þetta er fyrst og fremst bundið erfiðleikum í sjávarútvegi, en málið er alvar- legt og ríkisstjórnin hefur fullan hug á að fylgjast vandlega með þróuninni," sagði forsætisráð- herra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.