Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 „Úr aldaannál" sýnt á Fáskrúðsfirði Fiskúósfirdi 5. desember. Leikhópurinn Vera frumsýndi leikritið „Ur aldaannál" eftir Böðvar Guðmundsson í Félagsheimilinu Skrúð á lostudagskvöld. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson og hann annaðist einnig gerð leikmyndar. Tónlist, sem sérstaklega var samin fyrir þessa sýningu, samdi Haraldur Bragason og lék hann einnig undir. Efni leikritsins er sótt í Móðu- harðindin og segir frá hörmung- um þeirra tíma. Efnið er aust- firzkt að stofni og helztu söguhetj- ur eru þrír umrenningar. Segir í leikritinu frá hrakningum þeirra, einn er drepinn af félögum sínum ofan við bæinn Streiti í Breiðdal, annar deyr af hungri í byrgi sunn- an við Eskifjarðará og að lokum var sá þriðji, og þeirra forhertast- ur, hálshöggvinn við Mjóeyri í Eskifirði í október 1786. Basar á Hótel Vík Kvennalista- og kvennafram- boðskonur halda kökubasar og kaffisölu á Hótel Vík á laugardag milli klukkan 14 og 16. Þær Edda og Helga verða þarna á tali og Elli verður til sölu áritaður segir í fréttatilkynningu. Leikendur eru 10 talsins og með aðalhlutverk fara Magnús Stef- ánsson, Kjartan Ólafsson, Þorgeir Gunnþórsson, Jens Pétur Jensen og Steinn Björgvin Jónasson. Leikurum var vel tekið á frumsýn- ingu og annarri sýningu, sem var á sunnudag. Á næstunni er ráð- gert að sýna leikritið annars stað- ar á Austfjörðum. — Albert Þorlákshöfn: Tónleikar í tilefni aðventunnar Þoriákahöfn, 8. desember. Söngfélag Þorlákshafnar heldur tónleika í tilefni aðventunnar í Fé- lagsheimili Þorlákshafnar laugar- daginn 10. desember klukkan 16.00. Tónleikarfiir verða endurteknir fimmtudaginn 15. desember klukkan 20.30. Kór söngfélags Þorlákshafnar ásamt barnakór syngja. Á dagskránni varður með- al annars jólakantata með undir- leik strengjasveitar. Söngstjóri er Hilmar Agnarsson. J.H.S. Vatnsyfirborð í Skeiðará hækkar enn „ÞAÐ hefur heldur hækkað í Skeið- ará síðastliðinn sólarhring, þannig að þaö orkar ekki tvímælis að Skeið- arárhlaup er hafið. Það er óvenjulegt við þetta hlaup, að vatnsyfirborðið í Grímsvötnum hefur ekki náð þeirri hæð, sem þurft hefur áður til að framkalla Skeiðarárhlaup og vantar töluvert á,“ sagði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður í samtali við blm. Mbl. „Skýringin á Skeiðarárhlaupum úr Grímsvötnum hefur verið sú, Ólafur árit- ar Ólafsbók í DAG, föstudag, áritar Ólafur Jó- hannesson, fv. ráðherra, Ólafsbók í Bókaverslun ísafoldar kl. 2—4, og í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar kl. 4—6. Þeir, sem þegar hafa eignast bókina, geta komið á fyrrgreinda staði með bækur sínar til þess að fá þær áritaðar. að vatnið hafi þurft að ná ákveð- inni hæð til þess að geta lyft ísn- um og þrengt sér undir. En vatnið hefur ekki náð þeirri hæð nú. Hugsanlegt er að í gosinu í Grímsvötnum í maí síðastliðnum hafi myndast hitakeila þegar gos- efnin streymdu upp á yfirborðið og raskað því jafnvægi sem verið hefur — hitinn kann að hafa brætt ís á öðrum stöðum. En þetta er ókannað mál. Engin fullkomin vissa er um að hlaupið sé úr Grímsvötnum, þó hæpið sé að ætla annað. Það kem- ur í ljós þegar flogið verður yfir og í ljós kemur hvort lækkað hefur í Grímsvötnum og hvort sprungu- myndun sé á svæðinu. Ljóst er, að breyting hefur orðið á — styttra er á milli hlaupa — og eftirtektarvert er að vatnið skuli ekki þurfa að ná sömu hæð og hingað til og benda má á, að þegar Skeiðará hljóp 1981, þá lækkaði vatnsborðið í Grímsvötnum ekki eins mikið og það hafði gert áður. Vatnsborðið var 50 metrum hærra við lok hlaupsins, en áður hafði þekkst," sagði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður. Leikendur í Úr aldaannál. Ljósm. Mbl. Albert Kemp Rekstrarkostnaður langt fram úr áætlun: 35 milljón kr. aukafjár veiting til grunnskóla — skólabflstjórar Húnavallaskóla hættu akstri og kennsla féll niður Rekstrarkostnaður grunnskóla hefur farið langt umfram það, sem gert var ráð fyrir á fjárlögum fyrir 1983. Hefur komið til þess, t.d. í Húnavallaskóla í A-Húnavatnssýslu, að kennsla hefur stöðvast vegna skorts á rekstrarfé. Nú hefur verið ákveðið að veita 35 milljón króna aukafjárveitingu til grunnskólanna og er verið að ganga frá skiptingu þess fjár í menntamálaráðuneytinu, að því er Sigurður Helgason, deild- arstjóri grunnskóladeildar ráðuneyt- isins, sagði í samtali við blaðamann Mbl. „Ef áætlanir standast þá á þetta að duga út árið. Með þessu er verið að reyna að hreinsa upp skuldir," sagði Sigurður Helgason. „Þetta fé fer til sveitarfélaganna upp í rekstrarkostnað grunnskólanna en um skiptinguna hef ég ekki töl- ur ennþá." Það var vegna þessa ástands, sem skólabílstjórar við Húna- vallaskóla lögðu niður vinnu sl. mánudag með þeim afleiðingum, að kennsla féll niður í skólanum þann dag. Bílstjórarnir, sem eru ellefu taisins, höfðu tilkynnt fyrir síðustu helgi að þeir myndu ekki mæta til vinnu á mánudag hefði ekki verið búið að gera upp við þá akstursskuldir á föstudeginum, að sögn Eggerts Leví, skólastjóra Húnavallaskóla. „Þetta voru samtals um 600 þús- und krónur, eða allur akstur í október," sagði Eggert í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það losnaði um þetta allt á mánudag- inn, þegar ákveðið var í fjármála- ráðuneytinu að útvega þessa auka- fjárveitingu. Nú virðist málið vera leyst, að minnsta kosti í bili. Greiðsla fyrir akstur í nóvember á að koma eigi síðar en 15. desember og þá gæti sama staða komið upp þótt maður voni auðvitað að svo verði ekki. Þessi greiðslutregða hefur verið síðan í maí, þá fóru greiðslurnar að koma seint. Apríl og maí-greiðslur til bílstjóranna komu ekki fyrr en í júlí og sept- ember. Sveitarfélögin sjö, sem standa að þessum skóla, brúuðu bilið mánuðum saman en höfðu ekki endalaust bolmagn til þess og gátu ekki lengur borgað hluta ríkisins í þessum kostnaði." Nær 160 nemendur á grunn- skólaaldri eru í Húnavallaskóia. Nemendum er ekið daglega í skól- ann og heim aftur. Skólasvæðið er stórt, nær yfir sjö hreppa, eins og áður sagði. Úrslitakvöld Músíktilrauna Úrslitakvöld Músíktilrauna SATT og Tónabæjar fer fram aö Kjar- valsstöðum í kvöld og hefst kl. 19.30. Undanfarnar fjórar vikur hef- ur staöið yfir keppni á milli fjöl- margra hljómsveita um 8 sæti á úr- slitak völdinu. Lokasprettur undanrásanna var í gærkvöldi og þar sem þeim lauk svo seint var ekki kostur að hafa nöfn sigurvegaranna með í þessari frétt. Fyrir kvöldið í gær höfðu sex hljómsveitir tryggt sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu. Þær eru Hvers vegna?, Band nútímans, Þarmagustarnir, Dúkkulísurnar, % og Bylur. Þessar sex ásamt þeim tveimur, sem komust áfram í gærkvöldi, reyna með sér í kvöld. Heiðursgestur í kvöld verður hljómsveitin Egó, sem kemur nú fram í fyrsta skipti í langan tíma. Nýr trommari hefur tekið sæti í hljómsveitinni og er aðeins 15 ára gamall. Hefur hann ekki leikið með sveitinni áður á opinberum vettvangi. Skemmtikraftar í Austur- strætinu á laugardögum til jóla HALLBJÖRN lljartarson, dreif- býlissöngvari frá Skagaströnd, fer ríðandi á hvítum hesti um Austur- stræti um þrjúleytið á morgun, laugardag, og syngur angurværa söngva sína fyrir vegfarendur. Það eru kaupmenn í og við Austur- stræti sem hafa kvatt Hallbjörn til borgarinnar til að minna á, að „Austurstræti er sér á báti, það er mesti og merkasti stórmarkaði r landsins,“ eins og einn kaupmann- anna orðaði það í gær við blm. Morgunblaðsins. Fleiri skemmtikraftar verða í göngugötunni á morgun og næsta laugardag. Auk Hall- björns koma fram: Laddi, Graham Smith, Jón Gústafsson og hljómsveitin Tappi tíkarrass, sem senn hættir spilamennsku sinni og kveður nú með nýrri hljómplötu. Jólasveinar verða á vappi um götuna og torgið með sitthvað í pokum fyrir krakkana. „Undanfarin ár hefur verið nokkur lægð í verslun í miðborg- inni, lífsmáttinn hefur dregið úr þeim bæjarhluta," sagði Asgeir Hannes Eiríksson, pyisusaii, sem hefur orð fyrir kaupmönn- um Austurstrætis. „Nú höfum við séð merki þess, að almennur vilji sé til að blása lífsanda í göt- una enda er allt, sem nöfnum tjáir að nefna, hér og í nágrenn- inu. Hér fá viðskiptavinir t.d. personulega þjónustu, sem ekki er alls staðar boðið upp á, hér eru veitingastaðir, útimarkaðir og fleira. Með skemmtiatrið- unum hér um helgar, á meðan verslanir eru opnar lengur til hagræðis fyrir borgarbúa, vilj- um við vekja athygli fólks á yndi Austurstrætis sem mannlífs- og verslunarstaðar." Iðunn gefur út bókatíðindi BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér ný bókatíðindi sem hafa að geyma heildarskrá yfir allar fáanleg- ar bækur útgáfunnar í október. Alls eru rúmlega 700 titlar í skránni. Bókaskrá af þessu tagi er nýj- ung í starfi forlagsins því aldrei hefur verið gefin út svo vönduð og ítarleg heildarskrá yfir útgáfu- bækur Iðunnar. Bókunum er raðað eftir efnisflokkum í skránni og flestum þeirra fylgir stutt lýsing þar sem gerð er grein fyrir efni og eðli bókanna auk almennra bók- fræðilegra upplýsinga. Bókatíð- indin eru jafnframt ríkulega myndskreytt. Til að auðvelda þjónustu við viðskiptavini Iðunnar fylgir pöntunarlisti Bókatíðinun- um ásamt upplýsingum um verð bókanna. Eins og áður koma nú í desem- ber út ný Bókatíðindi með skrá og kynningu á öllum útgáfubókum ársins 1983. Þessi Bókatíðindi eru glæsilega úr garði gerð og þeim fylgir jafnframt sérstakur pönt- unar- og verðlisti. Bókatíðindin geta viðskiptavinir Iðunnar fengið send sér að kostn- aðarlausu með því að hringja eða skrifa til útgáfunnar. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í MINNINGARGREIN Huldu Á. Stefánsdóttur um Herdísi Guð- mundsdóttur handmenntakennara í Mbl. sl. miðvikudag misritaðist nafn á konu, sem nefnd var þar til. Þessi kona hét Nanna Áberg. í greininni stóð Hanna Ásberg. Þetta leiðréttist hér með og grein- arhöfundur beðinn afsökunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.