Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 27 Markmið nýs húsnæðisfrumvarps: „Landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum“ — sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra f stjórnarfumvarpi um Húsnæð- isstofnun ríkisins, sem Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, mælti fyrir á Alþingi í gær, er m.a kveðið á um lán til byggingar leigu- íbúða eða heimila fyrir aldraða og dagvistunarstofnana, bæði fyrir börn og aldraða. Heimilt skal að selja lífeyrisþegum hlutdeild í íbúð, sem byggð er samkvæmt þessu ákvæði, með þeim kvöðum að eignarhluti kaupanda standi óhreyfður í íbúðinni á meðan hann hefur afnot af henni, en greiðist síð- an með fullum verðbótum sam- kvæmt lánskjaravísitölu en án vaxta. Nánari reglur um slíka hluta- eign verði sett í reglugerð. Að fengnu leyfi Neðlahanka skal sveit- arfélögum eða öðrum, sem byggja samkvæmt þessari grein, heimilt að selja verðtryggð skuldabréf til ein- staklinga, sem með kaupum á þeim vilja tryggja sér leigurétt eða vistun. lána, greiðari greiðslum nýbygg- gjalddagar húsnæðislána verði ingalána (greidd í 2 hlutum), leng- ingu nýbyggingarlána úr 26 árum í 31 ár, og lengingu lána til kaupa á eldri íbúðum úr 16 árum í 21 ár og að öll lán verði afborgunarlaus fyrstu tvö skuldaár, sem og að fjórir á ári. Markmið laganna er, að sögn ráðherra, að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi hús- næðismála að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Alexander Stefánsson A-hluti ríkisreiknings 1982: 1.125 m.kr. fram úr fjárlögum Aukafjárveitingar, umlram heimildir fjárlaga 1982, reyndust 1125 m.kr., samkvæmt fylgiriti með ríkisreikningi 1982, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Greiðslu- heimiidir urðu 15,5% hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. 55.045 þ ús., viðskiptaráðuneytið 329.185 þ ús. og ríkisendurskoð- un 527 þús.; samtals 1124,5 m. kr. Fylgirit með ríkisreikningi 1982: Ferðakostnaður tæpar 120 milljónir — Risnukostnaður 14,5 m.kr. Frumvarpið er í níu köflum: 1) Markmið laganna, 2) Hlutverk og skipulag stofnunar, 3) Bygg- ingarsjóður, 4) Byggingarsjóður verkamanna og félagslegar íbúðir, 5) Forkaupsréttur sveitarfélaga, 6) Tækni- og þjónustudeild Hús- næðisstofnunar, 7) Skyldusparn- aður ungs fólks til íbúðabygginga, 8) Byggingarsamvinnufélög og 9) Ýmis ákvæði. í ákvæði til bráð- birgða segir að ríkisstjórn sé heimilt að lækka vexti af hluta- verðtryggðum lánum Bygginga- sjóðs ríkisins, sem veitt vóru á ár- unum 1974 til 1979 ef uppfærðar eftirstöðvar nema meiru en 415 þús. krónum. I frumvarpinu er tekið mið af samþykkt ríkisstjórnarinnar frá í september sl. um 50% hækkun Aukafjárveitingar, umfram fjárlagaheimildir 1982, reyndust sem hér segir: Embætti forseta íslands 430 þúsund krónur, for- sætisráðuneyti 3.307 þús., menntamálaráðuneyti 79.465 þús., utanríkisráðuneyti 8.327 þús., landbúnaðarráðuneyti 46.014 þús., sjávarútvegsráðu- neyti 8.365 þús., dóms- og kirkjumálaráðuneyti 53,562 þús., félagsmálaráðuneyti 12.415 þús., heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti 445.914 þús (þar af Tryggingastofnun ríkisins 315.580 þús. og ríkisspítalar 20.594 þús.), fjármálaráðuneyti 20.223 þús., samgönguráðuneyti 61.162 þús., iðnaðarráðuneyti FASTUR risnukostnaður A-hluta ríkisreiknings, þ.e. æðstu stjórnar og ráðuneyta, reyndist, skv. fylgi- riti með ríkisreikningi 1982, sam- tals kr. 2.647.000,-. Annar risnu- kostnaður sömu aðila reyndist kr. 9.289.000,-. Fastur risnukostnaður B-hluta ríkisreiknings reyndist kr. 83.000 og annar risnukostnaður kr. 2.487,000,-. Samtals var því fastur risnukostnaður í ríkisbú- skapnum kr. 2.730.000 og annar risnukostnaður kr. 11.776. Fastur ferðakostnaður A-hluta reyndist innanlands kr. 41.042.000,- og erlendis kr. 42.663.000,- og B-hluta innan- lands kr. 27.646.000,- og utan- lands kr. 8.228.000,-. Samtals ferðakostnaður innanlands kr. 68.688.000,- og utanlands 50.891.000,-. Frumvarp um lántöku vegna byggingar flugstöðvar: Lántaka allt að 616 millj. króna heimiluð FRUMVARP til laga um lántöku og fleira vegna byggingar ilugstöðvar á Keflavíkurflugvelli var lagt fram á Alþingi í gær, fimmtudag. Sam- kvæmt fruravarpinu er fjármálaráð- herra heimilað að taka allt að 616 milljóna króna lán, eða að jafnvirði allt að 22 milljónum Bandaríkjadala. Þá segir í frumvarpinu að Bifreiðakostnaður æðstu stjórnar ríkisins og einstakra ráðuneyta reyndist samtals sem hér segir 1982, samkvæmt fylgiriti með ríkisreikn- ingi þess árs: 1) leigubflar með öku- manni 8.471 þús. krónur, bfla- leigubflar 11.125 þús. krónur, starfsmannabflar 37.645 þús. krón- ur. annar akstur 15.178 þús. krónur og rekstrar- og viðhaldskostnaður 337 ríkisbifreiða 40.959 þús. krónur. Menntamálaráðuneytið er drýgst í kostnaði leigubíla með ökumanni 3.049 þús. krónur og heilbrigðisráðuneytið næst með 2.758 þús. krónur. lánsfjárhæð vegna framkvæmda ár hvert skuli ákveðin í lánsfjár- lögum í samræmi við fjárfestingar — lánsfjáráætlun. Þá er ennfrem- ur ákvæði um það í 1. grein frum- varpsins að fella niður eða endur- greiða aðflutningsgjöld, sérstakt tímabundið vörugjald og söluskatt af byggingarefni, vélum, tækjum Notkun bílaleigubíla er lang mest hjá samgönguráðuneyti 5.153 þús. krónur en næst er iðnaðar- ráðuneyti 2.067 þús. krónur, sjávarútvegsráðuneyti með 1.146 þús. og dómsmálaráðuneyti með 1.036 þús. krónur. Bifreiðakostnaður ríkisstofnana og fyrirtækja (B-hluti ríkisreikn- ings) reyndist: leigubílar með öku- manni 2.298 þús. krónur, bílaleigu- bílar 13.197 þús. krónur, starfs- mannabílar 13.160 þús. krónur, annar skattur 6.502 þús. krónur og rekstrar og viðhaldskostnaður 459 ríkisbifreiða 63.160 þús. krónur. og búnaði til framkvæmdanna. Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt að fella niður eða endur- greiða gjöld þessi af vinnuvélum sem notaðar verða við byggingar- framkvæmdir samkvæmt þessum lögum. Við ákvörðun endur- greiðslu gjalda af vinnuvélum skal höfð hliðsjón af fyrningu vélanna vegna notkunar þeirra við bygg- ingarframkvæmdirnar. Fjármála- ráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd þessarar heimild- ar og getur þar m.a. kveðið á um fyrningar og fyrningahlutföll vegna endurgreiðslu gjalda af vinnuvélum. Samkvæmt frumvarpinu hefur utanríkisráðherra yfirumsjón með byggingu flugstöðvarinnar og tengdra mannvirkja. SEXHUNDRUÐ og flmmtán nefndir með þrjúþúsund eitt hundrað og flmmtíu nefndarmenn störfuðu á vegum einstakra ráðuneyta 1982, samkvæmt skýrslu fjárhags- og hag- sýsiustofnunar um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1982, sem fram var lögð á Alþingi í gær. Þóknun til þessa nefndarfjölda íslensk-sænska félagið: Lúsíuhátíð barna í Félags- stofnun stúdenta HIN árlega Lúsíuhátíð barnanna verður haldin í Félagsstofnun stúd- enta laugardaginn 10. des. kl. 15.00. Hátíðin er opin öllum foreldrum og börnum, sem hafa áhuga á að við- halda þessum sænska jólasið. Lúsía kemur í heimsókn ásamt meyjum sínum og sveinum. Þau sem verða með í Lúsíugöngunni komi kl. 14.00 og hafi sjálf með sér kyrtla og kertaljós. Að venju er óskað eftir að fólk leggi til tertu eða smákökur á kaffiborðið. Aðgangseyrir er 70 krónur. reyndist 18,2 m.kr., annar kostn- aður 4,1 m. kr. eða samtals 22,3 millj. kr. í árslok 1982 vóru nefndirnar heldur færri, hafði fækkað í 548. Flestar vóru nefndirnar á vegum menntamálaráðuneytis, 171, en næstflestar á vegum iðnaðarráðu- neytis, 73. Bifreiðakostnaður ríkisins 1982: Rúmlega tvö hundr- uð milljónir króna (FrétUtilkynning). Stjórnir, nefndir og ráð 1982: 615 nefndir — 3.150 nefndarmenn Eskifjörður: 7.400 tonn af loðnu kom- in á land EskiHrði. 8. desember. SÍDAN loðnuvertíðin hófst eru komin á land hér á Eskiflrði 7.400 tonn af loðnu, sem brædd verður í verksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar. í dag eru þrjú skip að landa, Jón Kjartansson með 900 tonn, Eldborg 800 og ísleifur 400. Síldarbátar sem hafa verið að veiðum á firðinum hafa fengið góðan afla. Til dæmis komu þrír bátar inn í gær og höfðu fengið 80 til 130 tonn af fallegri síld. Segja sjómenn mikla síld í fjörð- unum núna. En aftur á móti hefur verið tregt hjá línubátum en í fyrri - viku öfluðu bátarnir mjög vel á línu og var það allt fallegur og góður þorskur. Virtist vera mikil þorsk- gengd hér í firðinum. Hólmatindur kom inn í morgun með 70 tonn af fiski. Ævar Ormasýking getur hamlað vexti fiska „ÞAÐ getur dregið úr vexti flska að sýkjast stöðugt af selormum, en þeir hringormar, sem þrífast f inn- yflum, hafa meiri áhrif á vöxtinn samkvæmt rannsóknum. Það er líklegt að flskar þoli ekki nema ákveðinn fjölda hringorma í vefjum og þegar hámarkinu er náð, drepst flskurinn," sagði Björn Dagbjarts- son, formaður hringormanefndar, í samtali við blra. Morgunblaðsins. „Hvert hámarkið er vitum við ekki, en við höfum fengið sýktan fisk sem var mjög horaður og átti stutt eftir. Það voru 600 hringormar í honum. Það eru dæmi til þess, að menn hafa orð- ið að henda sýktum fiskum vegna þess að ekki hefur verið nokkur lífsins leið að vinna þá,“ sagði Björn Dagbjartsson. Á Fiskiþingi kom meðal ann- ars fram að nú eru að meðaltali 6 hringormar í kílói af þorskflök- um á Vestfjörðum auk orma í innyflum. Einn fulltrúa þar lagði fram eftirfarandi dæmi það að lútandi: „Sé það margfaldað upp í þyngd meðalmanns, um 75 kíló, mætti reikna með um 600 ormum alls í manninum og líka væri gert ráð fyrir ákveðnum fjölda í inn- yflum. Mér þykir líklegt að þeim manni liði ekki verulega vel.“ Táknmálskennsla í skóla landsins Undirskriftalistar eru nú í gangi þar sem farið ei fram á að kennsla táknmáls verði tekin upp í skólum landsins. Verða listarnir síðan afhent- ir raenntamálaráðherra, frú Kagnhildi Helgadóttur. Laufey Jakobsdóttir er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnun- inni. Sagði hún í samtali við blm. Morgunblaðsins að borið hefði á miklum áhuga fyrir slíkri kennslu, bæði meðal skólafólks á öllum aldri og málleysingja. Taldi Laufey að táknmálskennslu bæri að hefja strax á barnaskólastigum grunn- skólans og að sú kennsla yrði sam- bærileg við tungumálakennslu al- mennt. Með slíkri kennslu yrði börnum og fullorðnum gert auð- veldara að tjá sig og skilja kunn- ingja sína sem þyrftu að nota táknmál „því það er með ungl- ingana eins og aðra, fólk veigrar sér oft við samræðum við þá sem eru mállausir, hreinlega af því að fólk veit ekki hvernig það á að bera sig að,“ sagði Laufey. Varðandi þær viðtökur sem und- irskriftalistarnir hafa hlotið sagði Laufey að vel mætti við una, en það eru unglingar sem sjá um undir- skriftasöfnunina í skólum. Sagðist Laufey vonast til að listarnir myndu hrinda af stað umræðu með- al almennings um málefni mál- og heyrnarlausra og það hversu mjög mætti bæta úr aðstöðu þeirra með táknmálskennslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.