Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 37 Ný þingmál Endurskoðun þing- skaparlaga — frum- varp að hafnalögum Spurt er um kaup á landhelgisþyrlu, skemmdarverk að Hellnum, söluskatt af snjóruðningi og kísil- málmverksmiðju í Reyðarfírði Endurskoðun þingskaparlaga Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs þings, flytur, ásamt Svavari Gestssyni (Abl.), Eiði Guðnasyni (A), Guðmundi Einars- syni (BJ), Páli Péturssyni (F), Guð- rúnu Agnarsdóttur (Kvl.) og ólafi G. Einarssyni (S), tillögu til þingsálykt- unar um að kjósa 9 manna nefnd alþingismanna „til að endurskoða gildandi lög um þingsköp Alþingis. Nefndina skulu skipa: forseti Sam- einaðs þings, forsetar þingdeilda og einn þingmaður frá hverjum þing- flokki. Prestsembætti í Vest- mannaeyjum lagt nidur Fram er komið stjórnarfrum- varp, þess efnis, að annað prests- embættið í Vestmannaeyjum verði lagt niður, enda komi i stað þess eitt prestsembætti til viðbótar skv. 2. mgr. 6 gr. laga um prestakalla- skipan (farprestur). Frumvarp þetta var áður samþykkt á Kirkju- þingi 1983 og um það gert sam- þykkt á aðalsafnaðarfundi Ofan- leitissóknar í Vestmannaeyjum og héraðsfundi Kjalarnesprófasts- dæmis. Ekki hefur verið starfandi nema einn prestur í Eyjum „eftir gos“. Stuðningur viö UMFÍ og ÍSÍ Helgi Seljan og fl. þingmenn Al- þýðubandalagsins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um skipulegan stuðning hins opinbera við ungmenna- og íþróttahreyf- ingu. Tillagan felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að undir- búa og semja löggjöf um þetta efni. Sérstök áherzla skal lögð á al- Formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, Þorsteinn Pálsson og Kjartan Jó- hannsson, stinga saman nefj- um á þingfundi. Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn Alþýðubandalags, hafa ásamt fleirum, séð um að nýting ræðustóls Alþingis minnki ekki. (Ljósm. Mbl. RAX) menningsíþróttir, samstarf skóla og félagssamtaka, skipulega nýt- ingu íþróttastarfsemi í baráttu gegn vímuefnaneyzlu, skipulegt form á fjárhagsstuðningi og fjár- magnsnýting ríkisframlaga verði við það miðuð „að stórauka þátt- töku almennings og þá ungs fólks sérstaklega" í íþróttum. Jaröhitaréttindi Hjörleifur Guttormsson (Abl.) flytur frumvarp um jarðhitarétt- indi. Frumvarpið kveður m.a. á um að landareign, sem háð er einka- eignarrétti, fylgi réttur til umráða og hagnýtingar jarðhita á og undir yfirborði í allt að 100 m dýpi. „ís- lenzka ríkið eigi rétt til jarðhita sem liggur dýpra en 100 m undir yfirborði landareigna." Fyrirspurnir • Árni Johnsen (S) spyr dóms- málaráðherra, hvort áformað sé og þá hve skjótt að kaupa nýja þyrlu til Landhelgisgæzlunnar í stað TF-Ránar. • Pétur Sigurðsson (S) spyr dómsmálaráðherra, hvað líði máli því sem ákæruvaldið höfðaði gegn aðilum sem eyðilögðu undirstöður að sumarbústöðum Landssamtaka íslenzkra útvegsmanna að Helln- um á Snæfellsnesi í júlí 1980. • Magnús R. Guðmundsson (BJ) spyr fjármálaráðherra, hvort vænta megi heimildar skv. lögum nr. 24/1983 til endurgreiðslu á söluskatti af kostnaði sveitarfé- laga við snjóruðning. Sami þingmaður spyr viðskipta- ráðherra, hvort hann hafi beitt sér fyrir aðgerðum til að samræma verðstefnu íslenzkra fisksölufyr- irtækja í Bandaríkjunum; hvort gerð hafi verið könnun á birgðum fyrirtækja á haustmánuðum o.fl. um þetta efni. • Hjörleifur Guttormsson (Abl.) spyr iðnaðarráðherra, hvort hann hyggist leita heimildar Alþingis til að hefja framkvæmdir við kísil- málmverksmiðju í Reyðarfirði, hvenær sé áformað að hefja fram- kvæmdir og byrja rekstur, hvað hafi gerzt í viðræðum við erlenda aðila um hugsanlega eignaraðild að verksmiðjunni. Frumvarp að nýjum hafnalögum Fram hefur verið lagt endurflutt stjórnarfrumvarp að nýjum hafna- lögum. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir: 1) í stað samstarfsnefndar um hafnamál komi hafnaráð, 2) frum- kvæði um hafnargerðir sé hjá eig- anda hafnar og framkvæmdir á hans ábyrgð, 3) starfsemi Hafnamála- stofnunar beinist meira en verið hef- ur að frumrannsóknum, tæknilegu eftirliti og áætlanagerð, 4) ríkissjóð- ur greiði 100% kostnað við frum- rannsóknir, 90% stofnkostnað við dýpkun aðalsiglingaleiðar að höfn, 5) ákvæðum er breytt varðandi hafna- gerðaáætlun, 6) hægt er í vissum til- fellum að lækka ríkissjóðsframlag til hafnagerða og rennur þá mis- munur til hafnabótasjóðs, 7) ein gjaldskrá verði sett fyrir allar hafn- ir, 8) landshafnaform verði lagt niður. Frumvarpið er að meginefni frá stjornskipaðri nefnd (1981) og endurskoðun laganna er til komin vegna óska frá Hafnasambandi ís- lands. Langvarandi fjársvelti Námsgagnastofnunar: Tillaga um verkefnaflutning frá skóla- rannsóknadeild til námsgagnastofnunar Það kom og fram í máli ráð- herra, er hún ræddi hagræði í störfum, að gert er ráð fyrir að auka verkefni Námsgagnastofnun- ar, sem fyrst og fremst er fólgið í að flytja námsefnisgerð frá skóla- rannsóknardeild til stofnunarinn- ar. En slíkt krefst húsnæðis og mannafla. Framanritað kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Hjör- leifi Guttormssyni (Abl.), um hvaða horfur væru á að stofnunin gæti sinnt lögboðnu hlutverki sínu með tilliti til fjárveitinga. Kagnhildur Helgadóttir í frumvarpi til fjárlaga 1984 eru 28 m.kr. ætlaðar til Námsgagna- stofnunar, sagði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráöherra, í Al- þingi sl. þriðjudag. Ljóst er að sú fjárveiting nægir hvergi til að stofn- unin geti sinnt hlutverki sínu. Námsgagnastofnun hefur farið fram á helmingi hærra fjárlagaframlag, til að mæta stofnkostnaði fram- kvæmda, m.a. til að koma við auk- inni hagræðingu í rekstri. Vandi stofnunarinnar á ekki sízt rætur að rekja til ónógra fjárveitinga á liðn- um árum. Menntamálaráðherra sagði verulegra fjármuna þörf til að koma málum hennar, hvað varðar húsnæði og starfskraft, í viðun- andi horf. Unnið væri nú að hag- kvæmnisathugun í tengslum við tæknivæðingu, svo sem tölvunotk- un í þágu stofnunarinnar og úttekt á lager og fleira. Öllum er ljóst, sagði ráðherra, að ef stofnunin á að sinna nauðsynlegri útgáfu námsgagna næsta ár, þannig að hið langvarandi fjársvelti hennar bitni ekki á almennu skólastarfi, þarf hún aukna fjármuni. Á þessu er skilningur í fjárveitinganefnd „og ég er þess fullviss að fjárveit- ing til stofnunarinnar mun hækka nokkuð í meðförum Alþingis. Hins vegar stendur eftir sá vandi, sem snýr að áframhaldandi uppbygg- ingu stofnunarinnar, og tryggja henni öruggari fjárhagsgrund- völl“. Danskir leðurhægindastólar KM-HUSGOGN Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.