Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER1983 Eyrbekking- ar taka við af Vík í Mýr- dal í ál- pönnumálinu VÍK í Mýrdal er nú út úr mynd- inni varðandi staðsetningu fyrir- hugaðrar álpönnusteypu í sam- vinnu við danska aðila, þar sem fyrirtækið þykir ekki henta í Vík- urbyggð af ýmsum ástæðum. Sam- band sunnlenskra sveitarfélaga, sem hefur haft forgöngu um stað- setningu álpönnusteypunnar hér- lendis, mun veita einkaaðilum á Eyrarbakka tækifæri til þess að kanna möguleika á stofnsetningu álpönnusteypu. Hins vegar mun danska fyrirtækið hafa áhuga á því að kanna möguleika á upp- setningu og rekstri smærri fyrir- tækja í Vík í samvinnu við heima- menn og verður reynt að full- kanna það mál á næstu 3—6 mán- uðum. „Vík í Mýrdal fellur frá í sam- bandi við álpönnusteypuna," sagði Hjörtur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri SASS, „en danska fyrirtækið stefnir að því í sam- vinnu við SASS að ná verkefnum fyrir Vík í Mýrdal þar sem um yrði að ræða fyrirtæki með 5—10 starfsmenn og verður leitað eftir fleiri en einu verkefni á næstu 3—6 mánuðum. Flugbjörgunarsveitarmenn taka við hinni höfðinglegu gjöf frá Elding Trading. Morgum>i«oio/*.n»uan tinarsson. Gefa Flugbjörgunarsveitiimi talstöðvar fyrir 600—800 þúsund krónur: Stöðvarnar gera gæfumun- inn í leitum og æfingum Eyrbekkingar munu hins veg- ar fá tækifæri til að kanna möguleika á álpönnusteypu fram yfir jól, en þar er um 20—40 starfsmanna fyrirtæki að ræða og miðað við útflutning til Bandaríkjanna og fleiri landa, en danska fyrirtækið yrði hluthafi í íslenska fyrirtækinu og myndi jafnframt sjá um markaðsdreif- ingu. Fulltrúar frá Vík í Mýrdal og SASS fóru fyrir skömmu til Danmerkur til þess að kynna sér álpönnusteypu, en talið er heppi- legra að aðrir aðilar en Víkurbú- ar taki að sér verkefni af þeirri stærðargráðu á þessu stigi máls- — segir Sigurdur Harðarson, formaður fjarskiptadeildar sveitarinnar Flugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík barst nýverið höfðingleg gjöf frá fyrirtækinu Elding Trading, en það eru tvær mjög vandaðar talstöðvar frá Marconi-fyrirtækinu, sem Elding Trading hefur umboð fyrir hér á landi. Sigurður Harðarson, formaður fjarskiptadeildar Flugbjörgunar- sveitarinnar, sagði í samtaii við Mbl., að um væri að ræða tvær 10 watta svokallaðar SSB-talstöðvar, en verðmæti hvorrar um sig er á bilinu 3—400 þúsund krónur. „Talstöðvar af þessari gerð virka vel í mishæðóttu landslagi, þar sem svokallaðar VHS-tal- stöðvar geta dottið út, en björgun- arsveitirnar nota slíkar stöðvar að langmestu leyti í dag. Það kemur sér því virkilega vel fyrir okkur að fá þessar nýju stöðvar til að nota með, en þær eru útbúnar þannig að gott er að bera þær á bakinu," sagði Sigurður ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Sigurð Harðarson, að þetta væru einu stöðvarnar af þessari gerð hér á landi og reyndar á Norður- löndunum. „Marconi-fyrirtækið er ekki með þær í almennri sölu, heldur hafa þær verið framleiddar fyrir kanadíska herinn. Reyndar voru þessar stöðvar hjá kanadíska hernum, en voru síðan yfirfarnar hjá verksmiðjunum." Sigurður sagði Flugbjörgun- arsveitina vera tiltölulega vel setta hvað fjarskipti varði, eftir að hafa fengið þessa höfðinglegu gjöf, sem í raun gerði gæfumuninn í leitum og æfingum. Presturinn í Hrísey segir starfi sínu lausu Kjararannsóknanefnd kannar laun hinna lægst launuðu: Á ekkert skylt við kaup- kröfur eins og mál standa Biskupsembættinu hefur borizt uppsagnarbréf séra Sigurðar Arngrímssonar, prests í Hrísey, en hann hafði áður lýst því yfir, að hann hygðist segja starfi sínu lausu. Morgunblaðið hafði sam- band við Sigurð og innti hann eftir ástæðum uppsagnarinnar, en hann vildi ekki segja annað en það að persónulegar ástæður lægju að baki. — segir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju KJARARANNSÓKNANEFND hefur nú hrundiö af stað könnun á launum lágtekjufólks og nokkrum félagslegum þáttum þess. Nær könnunin til helztu verkalýösfélaga á höfuðborgarsvæöinu og úti á landi og eru þátt- takendur á fimmta þúsund. Veröa þeim sendir tilheyrandi spurningalistar til útfyllingar og er óskaö aö þeir verði útfylltir og endursendir sem fyrst. Ætlunin er aö niðurstaöa könnunarinnar liggi fyrir í janúarlok. Könnun þessari er haldið aðgreindri frá kjarasamningum, en er gerö til þess að fá sem skýrastar upplýsingar um tekjur þessa fólks. Bók Benjamíns Eiríks- sonar „Ég er“ komin út ÉG ER“ nefnist nýútkomin bók eftir dr. Bcnjamín Eiríksson, fyrrv. bankastjóra. Þetta er stórt ritgerðasafn, nærri 400 síður, um þjóðmál og gefa kaflaskipti hugmynd um efni. Fyrst er forspjallskafli með ýmsum greinum, þá greinar um efnahagsmál, þriðji kafli um stjórnmál, fjórði kafli með nokkrum greinum nefnist „Ég um mig“, þá kemur umfjöllun um trúmál, sjötti kafli greina nefnist „A víðavangi**, síðan greinar um málið og menninguna. Að lokum er nafnaskrá. í bókinni er fjöldi mynda á 60 myndasíðum, blandaðar engu síður en efnið og tengdar því, en eins og höfundur segir í formála, þá er „útkoman sú, að myndirnar gera bókina að nokkru að ævisögu í myndum, þótt efni hennar sé að mestu annars eðlis“. Myndirnar stækka það brot ævisögu sem í henni er. Arnartak gefur bókina út, prentsmiðja Arna V aldimarssonar prentar og er hún bundin í Örkinni. efnis eru m.a. skrif gegn guð- fræði þriggja höfuðklerka ís- lensku kirkjunnar. Dr. Benjamín Eiríksson hefur haft víðfeðm kynni af lífi eigin þjóðar og stórþjóða og mótar það efnistök hagfræðingsins. Hann átti glæstan námsferil við sex erlenda háskóla. Var í Berlín og Moskvu 1932—38, fil. kand. í hagfræði og slavneskum málum og bókmenntum við háskólann í Stokkhólmi 1938, lauk meistara- Margar greinanna hafa birst í blöðum á undanförnum árum, en meira en helmingur bókarefnis er áður óbirt, með fjölbreyttu ívafi endurminninga frá ýmsum skeiðum ævinnar, er dr. Benja- mín dvaldi við háskóla í Berlín og Moskvu á umbrotatímum nasisma og kommúnisma. Á þeirri dvöl reisir hann úttekt sína á nasismanum og kommún- ismanum og skipar í guðfræði- legt samhengi. En meðal óbirts Dr. Benjamín ásamt útgefanda. gráðu í hagfræði og stjórnmála- fræði við ríkisháskólann í Minn- esota 1944, doktorsgráðu við Harvard 1946, var starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC 1946—51, ráðu- nautur ríkisstjórnar fslands í efnahagsmálum 1951—53 og bankastjóri Framkvæmdabank- ans 1953—65. í formála bókar- innar kveðst dr. Benjamín varla hafa skrifað staf í 14 ár, en tók þá að skrifa svolítið, aðallega um trúmál, án þess þó að birta neitt. Þá komu málefni Hitaveitunnar á dagskrá í blöðum rétt oinu sinni og setti að honum hroll og hann hlaut að fara af stað. Efnið hefur svo vaxið fram og útkom- an er bók. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að í meginatriðum væri tilgangur þessarar könnunar að finna láglaunafólkið á annan hátt en gert hefur verið áður, það er í gegn um skattakerfið. Talið væri að könnun sem þessi gæfi réttari og ljósari mynd en hægt væri að fá með hinni aðferðinni. Það væri talið mjög brýnt að ná til þessa fólks vegna þess, að vit- að væri að það næði ekki endum saman lengur og ætti í talsverð- um fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi könnun ætti ekkert skylt við kaupkröfur eins og málin stæðu nú. Þetta væri aðeins launakönnun, sem síðar kynni að vera höfð til hliðsjónar, þegar kjaramálin yrðu rædd milli að- ilja vinnumarkaðsins. Bjarni sagðist vona að þetta gæfi gleggri mynd af ástandinu eins og það væri nú þegar orðið hvað varðaði kaup og kjör þeirra lægst launuðu. Fulltrúar aðilja vinnumarkaðsins hefðu unnið þessa spurningalista með starfs- fólki Kjararannsóknanefndar og hefðu menn lagt sig fram um að einfalda þá. Eitt af höfuðatrið- unum varðandi könnunina væri, að spurningunum yrði svarað fljótt og vel. Því fleiri sem svör- uðu, þeim mun marktækari yrði könnunin. Það væri undir hverj- um og einum komið hvernig til tækist. Svör hvers og eins yrðu algjört trúnaðarmál, en talið væri að heildarniðurstöður kæmu öllum til góða, launþegum, stjórnvöldum og þeim, sem að könnuninni standa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.