Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Bæjarstjórn Akureyrar: Setur Landsvirkjun stólinn fyrir dyrnar — engar erlendar lántökur fyrr en fjár- hagslegt uppgjör liggur fyrir Akureyri, 6. desember. Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í dag var lagt fram bréf frá Landsvirkj- un, þar sem leitað er samþykkis bæjarstjórnar sem eignaraðila að Lands- virkjun til erlendrar lántöku að upphæð allt að 60 milljónir svissneskra franka. Andvirði lánsins á að verja til að greiða upp jafnháa upphæð af dollaraláni hjá Hambros Bank. Gestir við opnun Náttúrufræðistofunnar í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Morgunblaðið/Ól. K. M. Náttúrufræðistofa Kópa vogs opnuð almenningi Fram kom í máli Helga Bergs, bæjarstjóra, að ekki hefur enn tekizt að fá endanlegt fjárhagslegt uppgjör frá Landsvirkjun varð- andi sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæjarstjórnar til þess. Vegna þessa máls lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var einróma: „Bæjarstjórn ítrekar samþykkt sína um fjárhagslegt uppgjör vegna sameiningar Laxárvirkjun- ar og Landsvirkjunar frá 6. sept- ember 1983 og leggur áherzlu á, að því verði lokið áður en leitað verði heimildar til að taka ný lán vegna Landsvirkjunar. Heimild bæjar- stjórnar samkvæmt 5. lið í fundar- gerð bæjarráðs frá 22. nóvember 1983 (um heimild til fyrrgreindra lántöku) nær eingöngu til fjár- mögnunar eldra láns, en ekki til nýrra skuldbindinga." Fram kom í máli eins bæjar- fulltrúa og var ekki mótmælt, að allt að 90 milljónum króna hafi runnið til Landsvirkjunar frá Lax- árvirkjun við sameininguna og þó eitthvað af þeim fjármunum hafi skilað sér aftur til bæjarins, þótti bæjarfulltrúum að meira mætti til koma, Ljóst virðist af samþykkt þessari, að bæjarstjórn Akureyrar hyggst setja stjórn Landsvirkjun- ar stólinn fyrir dyrnar varðandi erlendar lántökur, þar til fjár- hagslegt uppgjör vegna sam- einingarinnar fæst. HINN þriðja desember síðastliðinn var sýningarsalur Náttúrufræðistofu Kópavogs að Digranesvegi 12 opnað- ur almenningi að viðstöddum gest- um. í húsnæði Náttúrufræðistofunn- ar er nú sýning á hryggleysingja- safni sem Kópavogsbær keypti af Jóni Bogasyni. Er safnið eitt hið merkasta sinnar tegundar hér á landi og eru í því bæði innlendar og erlendar dýrategundir, þar af um 10 tegundir sem ekki hafa fundist ísland áður. Einnig er þar sýning á íslenzkum mávategundum og eru um 40 uppstoppaðir mávar á sýning- unni. Fæst þar góður samanburður á tcgundum og litaafbrigðum fugl- anna. Markmið Náttúrufræðistofu Kópavogs eru: a) Að safna saman og varðveita heimildir um náttúrufar lands okkar. b) Að standa að sýningu náttúru- gripa og vinna að fræðslu í al- mennri náttúrufræði. c) Að stuðla eftir föngum að nátt- úruvernd og fræðslu um um- hverfismál. d) Að stuðla eftir föngum að al- mennum náttúrurannsóknum. Hafnar eru rannsóknir á nátt- úrufari bæjarlands Kópavogs á vegum stofunnar. Sl. sumar var gerð gróðurrannsókn á Borgar- holti, sem er friðlýst svæði. Fund- ust þar 103 tegundir háplantna á svæði sem aðeins er um 3 ha að stærð. Jafnframt var gerð rann- sókn á útbreiðslu mosa í bæjar- landi Kópavogs og fundust um 90 tegundir, þar af ein ný á fslandi. Af öðrum rannsóknarverkefn- um, sem hafin eru, má nefna könnun á varpfuglum í bæjarland- inu og rannsókn á jarðfræði bæj- arlandsins. Forstöðumaður NFSK er Árni Waag og auk hans er Jón Bogason starfsmaður og verður stofan opin almenningi á miðvikudögum og laugardögum kl. 13—16 fyrst um sinn. VERDTILBODA VORUM Geriö verösamanburð og spariö Sykur pr. kg. Hveiti, Pillsbury 5 Ibs. Hveiti, Falke 2 kg. Smjörlíki, Ljóma 500 gr. Púöursykur, Ijós ’/a kg. Flórsykur 'U kg. Síróp, Golden 500 gr. 14.50. 48.50. 24.70. 24.70. 13.45. 12.10. 54.90. Verslió tímanlega fyrir jól HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík „Hlutafé mun marg- faldast á næstunni“ HLUTAFÉ Stálfélagsins hf. mun margfaldast á næstunni, þegar allir þeir sem lofað hafa hlutafé, hafa fullgilt hlutafjárloforð sín, að því er segir í fréttatilkynningu frá stjórn Stálfélagsins hf. Segir þar að erlend- ir aðilar hafi sent tilboð um kaup á hlutafé í félaginu en nánar verður sagt frá málefnum félagsins og því kosin ný stjórn á framhaldsaðal- fundi 17. þessa mánaðar. Stálfélagið mun innan skamms hefja framkvæmdir í landi Hvassahrauns á Vatnsleysuströnd þar sem verksmiðju félagsins hef- ur verið valinn staður, segir í fréttatilkynningunni. „Fyrsta byggingin er 600 fermetra skrif- stofu- og þjónustuhús, sem Bygg- ingariðjan hefur steypt í eining- um. Á framkvæmdatíma munu verktakar fá þar húsnæði fyrir starfsemi sína. Síðar verða þar skrifstofur félagsins, rannsókn- arstofa, mötuneyti og hreinlætis- aðstaða fyrir starfsmenn verk- smiðju. Bygging þessi mun vænt- anlega verða reist um áramótin en Almenna verkfræðistofan vinnur nú að hönnun Ióðar og útboðs- gagna fyrir lóðaframkvæmdir," segir ennfremur. Upphaflega var áætlað að stofn- kostnaður stálversins yrði 22 milljónir bandaríkjadala. I frétta- tilkynningu stjórnarinnar, sem undirrituð er af Leifi Hannessyni, nýkjörnum stjórnarformanni, seg- ir að sú áætlun hafi verið endur- skoðuð með tilliti til „þess ástands, sem nú ríkir á stálmark- aðinum. Þessi athugun hefur leitt í ljós, að mögulegt er að lækka stofnkostnað um allt að %, með því að nýta þá möguleika, sem nú liggur fyrir. Hægt er að kaupa hluta tækjabúnaðar af erlendum aðilum, sem leggja niður vinnslu sína vegna slæms markaðsástands heima fyrir að byggja upp hér á landi með notkun rafmagns í stað olíu. Félagið hefur fengið for- kaupsrétt á hluta vélakosts frá Svíþjóð og tilboða verið aflað frá Þýskalandi, Ameríku og Japan. Frá sumum þessum aðilum hafa einnig borist tilboð um kaup á hlutafé í Stálfélaginu hf.,“ segir í fréttatilkynningunni. Hluthafar eru nú um átta- hundruð. Greitt hlutafé er um 5 milljónir, eða um 5% af settu marki. Helgi Þorsteinsson endurkjörinn formaður HveragerAi, 6. deaember. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags- ins Ingólfs í Hveragerði var ha- ldinn þann 30. nóv. sl. í Hótel Hveragerði. Þar fóru fram venju- leg aðalfundarstörf. Gestur fund- arins var Árni Johnsen alþingis- maður. Á fundinum var Helgi Þor- steinsson múrarameistari endur- kjörinn formaður, og stjórn, full- trúaráð, kjördæmisráð og endur- skoðendur eru að mestu leyti skip- uð sama fólki og á síðasta ári. Auk venjulegrar starfsemi á starfsárinu vann félagið að prófkjöri og kosningum á vegum flokksins á sl. vori, eins og lög gera ráð fyrir og var mikil ánægja meðal félagsmanna með árangur- inn. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur varð 35 ára á þessu ári og minntist þess með samkomu í Eden þann 12. janúar, að viðstöddum fjölda gesta. Á aðalfundinum hélt Árni Johnsen alþingismaður ræðu og ræddi um stjórnmálaviðhorfið og svaraði mörgum fyrirspurnum. Fundurinn stóð í 3 klukkustund- ir, fundarstjóri var Ólafur Óskarsson. Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.