Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 mjög eðlilegt myndefni fyrir ha- na, sem ólst upp í Stykkishólmi. Var myndin sett upp úti á tengi- vegg milli húsa og er 2,10x3,60 m á stærð, keramiskt málverk. Er sú mynd nú á leið til íslands og er gjöf Sjafnar til systranna á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi til minningar um ömmu hennar Kristensu Valdísi Jónsdóttur, sem lést sumarið áður en hún hóf gerð myndarinnar. Amma Sjafnar átti 15 börn og féll aldr- ei verk úr hendi, en hafði þó allt- af nægan tíma til að sinn ungri telpu, og er hún í huga Sjafnar ímynd andlegs og líkamlegs þreks genginnar kynslóðar. Haf- skip flytur lágmyndina til ís- lands og gefur skipafélagið flutninginn að undirlagi Árna Árnasonar forstjóra þess hér í Höfn. Systurnar í Stykkishólmi sjá um flutning innanlands og uppsetningu og hefur arkitekt nýju sjúkrahúsbyggingarinnar fundið myndinni stað. St. Franz- iskusysturnar í Stykkishólmi og skóli þeirra höfðu mikil áhrif á Sjöfn í uppvextinum, en þar hafði hún greiðan aðgang að teikniáhöldum og öðru því, sem að myndlist lýtur. Var slíkt dýrmætt listhneigðu barni. Haustið 1982 sótti Sjöfn um inngöngu í kennaradeild Lista- akademíunnar og var tekin í þann útvalda hóp. Eru miklu meiri kröfur gerðar í kennara- deildinni en í hinum almennu deildum skólans, enda er námið þar undirbúningur kennslu í æðri skólum og er það eina deild Listaakademíunnar, sem gefur réttindi til starfa og til inngöngu í „Magisterforeningen“. Aðeins einn íslendingur mun hafa lokið námi frá kennaradeildinni, en Sjöfn mun ljúka því í vor eftir aíls 5 ár við akademíuna. Eftir kennaraprófið fara nemendur í æfingakennslu í menntaskólum og eiga að skila sérefnisritgerð. Sjöfn Haraldsdóttir er afar ánægð með nám sitt í deildinni og þakklát fyrir þau tækifæri, sem hún hefur fengið, ekki sízt að hafa í öll skiptin verið valin til þátttöku í samkeppni SDS. Það hefur gert hana sjálfstæðari sem listamann að fá að spreyta sig á þann sérstaka hátt. Hún saknar þess, að ekki skuli fleiri íslendingar hafa verið nemendur Listaakademíunnar þessi ár. Er- um við landar hennar hér í borg stoltir af árangri hennar og von- um, að hún fái að reyna við ís- lenzk verkefni í náinni framtíð. G.L. Ásg. Kaupmannahöfn: Sjöfn veggskreytir r Kóngsins Nýji Jón.shúsi, 25. nóvember. MÁNUDAGINN 21. nóvember var opnuö sýning í Sameinuðu dönsku sparisjóðunum, SDS, við Kóngsins Nýjatorg á verkum ungra lista- manna, sem allir stunda nám við Konunglegu dönsku listaakademí- una, en sú virðulega stofnun er til húsa handan torgsins á móti húsi SDS. Er sýningarinnar getið hér, vegna þess að einn hinna ungu listamanna er íslenzk stúlka, Sjöfn Haraldsdóttir, en verk hennar hafa vakið mikla athygli. Fyrir 3 árum ákvað stjórn SDS að taka upp samvinnu við Listaakademíuna, þ.e. þá deild hennar, sem nefnist „Mur og rumkunst" og prófessor Robert Jacobsen stýrir. Samvinnan fólst í því, að SDS lagði fram 100 þús- und dkr. árlega í 3 ár til kaupa á efni og aðstoð, en nemendur prófessorsins fá að skreyta bakgarða, hlið og veggi húsa- kynna sparisjóðsins að vild. Þó fer fram val á verkunum með samkeppni og sitja í dómnefnd- inni rektor, prófessor og kennar- ar akademíunnar ásamt full- trúum listafélag SDS. Því ákvæði í samningnum er vert að vekja athygli á, að listamennirn- ir eiga sjálfir verk sín og geta ráðstafað þeim að ári liðnu. Ellefu nemendur prófessors Jacobsen hafa tekið þátt í þessu verkefni undanfarin 3 ár hafa 2 þeirra náð þeim árangri að vera með í öll skiptin og er Sjöfn Har- aldsdóttir annar þeirra. Hefur unga fólkið unnið 20 stór verk, sem öll hafa verið sett upp við húsakynni SDS til skiptis. Að þessu sinni tóku 6 nemendur þátt í samvinnunni sem hefur gefið mjög góða raun að sam- dóma áliti beggja aðilanna við kóngsins Nýjatorg. Heitir sýn- ingin „6x mur og rum“ og gefur þar að líta nýju listaverkin 6 og 3 eldri verk að auki. Opnun sýningarinnar var með hefðbundnum hætti og lýsti Niels Owe bankastjóri góðum samskiptum starfsfólks spari- sjóðsins og ungu listamannanna og sagði virðingu starfsmanna fyrir listsköpun í heild hafa auk- izt. Að þessu sinni væri lista- verkunum komið fyrir bæði úti og inni, í bakgarði, á þakbrún og við aðalinngang, en á þeim virð- ulega stað er lágmynd Sjafnar Haraldsdóttur. Þá talaði menn- ingarmálaráðherra Dana, Mimi Stilling-Jacobsen, sem dáðist að frumkvæði SDS að veita ungu listafólki möguleika á listsköpun með þessum hætti og þakkaði það. — Prófessor Robert Jacob- sen gladdist yfir góðum árangri þriggja ára samstarfs, sem ýms- ir höfðu spáð hrakförum í upp- hafi. Hann sagði listamenn óska eftir möguleikum á listabraut- inni, en ekki styrkjum. — Að lokum ávarpaði einn nemandinn, Viktor Hall, sýningargesti og þakkaði SDS fyrir hið dýrmæta tækifæri, sem hið opinbera hefði ekki skilning á að veita. Nám þeirra skólasystkinanna veitti ekki réttindi á sama hátt og flest annað nám, en verk þeirra væru einn liðurinn í að gera borgina lífrænni. Rektor Konunglegu dönsku listaakademíunnar, Helge Bert- ram, er líka prófessor kennara- deildarinnar, þar sem Sjöfn stundar nú nám. Hann sagði í viðtali, að kennsla hefði hafizt í þeirri deild 1964 og væri hún framhald af hinum almennu deildum akademíunnar. Um- sóknir um inngöngu í Listaaka- demíuna eru rúmlega 400 á ári, en aðeins 30 nemendur komast að og sækja margir um ár eftir ár. Hann sagði Sjöfn frábæra að myndsköpun og vinnugleði, og að allt gengi eins og af sjálfu sér í listiðkun hennar. Hún sýni skýr og jákvæð áhrif frá umhverfi bernskuáranna og mikinn þroska, en algengara væri, að nemendur væru heldur ráðvilltir í listsköpun sinni. Mikilvægt væri fyrir listamenn úr fámenni að fá að þroskast í stærri sam- félagi. Verk Sjafnar að þessu sinni heitir Bylgjur og hreyfing og sýnir stíganda bylgjunnar frá strönd til hafs og munstrin, sem hún skilur eftir á sandinum, og er því bylgjan hugmyndagjafi myndarinnar og má rekja þau hughrif til uppvaxtar Sjafnar við íslenzka sjávarströnd. Ár er síðan hún hóf undirbúning og vann hún verkið á keramikverk- stæði kennaradeildar Listaaka- demíunnar undir handleiðslu kennara síns, Niels Lösman Iversen. Er lágmyndin úr stein- leir og bjó Sjöfn ieirinn til sjálf til þess að fá rétta liti og áferð og er yfirborðið óslétt, m.a. vegna þess að hún blandaði fjörusandi í leirinn. Hægri hlið myndarinnar táknar ströndina, en síðan koma lágar hvítar öld- ur, sem verða smátt og smátt hærri og brúnni. Þá verður litur- inn grænleitur og loks blár. Myndin er nær 4 metrar á lengd og er í 20 hlutum, og eru litirnir fengnir með því að gegnumhita leirinn, sem annars er hvítur. Sjöfn Haraldsdóttir er fædd 1953 í Stykkishólmi og alin upp þar, en fór til náms í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1969. Þaðan tók hún kennara- próf 1973 og nam þar síðan frjálsa myndlist árið eftir og var um leið myndmenntakennari við kvennaskóiann í Reykjavík, Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og fleiri skóia til ársins 1977, er hún varð nemandi í Konunglegu dönsku listaakademíunni í deild, sem heitir „Mur og rumkunst". Þá var hún aftur kennari heima í tvö ár og „frjáls" nemandi í keramik við Myndlista- og hand- íðaskólann. Haustið 1980 hélt Sjöfn einkasýningu á keramisk- um veggmyndum, flísum og lág- myndum í Djúpinu í Reykjavík, og seldust verkin upp. Þá hélt Sjöfn áfram námi við Listaaka- demíuna dönsku næstu tvö árin hjá prófessor Robert Jacobsen, en þar er mjög alhliða kennsla, svo sem mosaik, plastik, steypa, innlituð steypa, fresko, málm- suða og keramik til myndgerðar. 1980 hófst samkeppni SDS og var Sjöfn þar þátttakandi eins og áður segir og bauðst um svip- að leyti það verkefni að vinna veggmynd fyrir Víðistaðaskóla, þar sem hún hafði kennt. Vann hún að báðum myndunum í einu úr sama efni, „glass fiber“- steypu, sem ekki þarf að styrkja með járni og gat því þykkt myndanna orðið allt niður í 25 mm og er sveigjanleikinn einnig miklu meir.i en annarrar steypu. í báðum myndunum lék hún með form og efnisáferð „struktur". Öðru sinni tók hin unga lista- kona þátt í samkeppni SDS og þá með fuglamynd, sem var Niðjatal Margrétar Þorbjargar og Thors Jen- sen komið út í TILEFNI 120 ára afmælis Thors Jensen, sem var hinn 3. desember síðastliðinn, hefur Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefið út „Niðjatal hjón- anna Margrétar Þorbjargar og Thors Jensen“, sem Tómas Hall- grímsson hefur skráð, en hann er einn afkomenda hjónanna. Svo sem alkunna er var Thor Jensen einn mesti athafnamaður þessa lands og brautryðjandi á mörgum sviðum í íslenzku at- vinnulífi. Árið 1963, á 100 ára af- mæli Thors Jensen, gáfu þeir Haukur Thors og ólafur Hall- grímsson út fjölritaða ættarskrá Thors og Margrétar og er sú bók, sem nú er gefin út byggð á henni að nokkru leyti. Thor Jensen var fæddur í Dan- mörku og alinn þar upp, en fluttist ungur til íslands og ól hér starfs- aldur sinn. Hann kvæntist Mar- gréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá Hraunhöfn í Staðarsveit og áttu þau hjón tólf börn. Ellefu þeirra náðu þroskaaldri og urðu meira eða minna þjóðkunn. Niðjatalið er að öllu leyti unnið í Prentsmiðjunni Hólar, en kápu- gerð annaðist Sigþór Jakobsson. Verzlunarráð Islands: Fagnar hug- myndum um virðisauka- skatt Á FUNDI stjórnar Verzlunarráðs íslands 5. desember síðastliðinn var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Stjórn Verzlunarráðs fslands fagnar því frumkvæði fjármála- ráðherra að hefja umræðu um upptöku virðisaukaskatts i stað söluskatts með því að kynna á Al- þingi frumvarp til laga um skatt þennan. Virðisaukaskattur er hlutlaus gagnvart framleiðslu, dreifingu og neyslu og kemur í veg fyrir upp- söfnunaráhrif söluskatts. Á þann hátt verður meira jafnræði milli atvinnugreina innanlands og sam- keppnisstaða gagnvart útlöndum batnar. Virðisaukaskattur verður að ná til allrar vöru og þjónustu og sama skattahlutfallið verður að gilda alls staðar. Stjórn Verzlunarráðsins hvetur því til að frumvarpið fái ítarlega skoðun og stefnt verði að af- greiðslu þess á yfirstandandi þingi. Virðisaukaskattur ætti þá að geta leyst söluskattinn af hólmi strax í ársbyrjun 1986.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.