Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Væri það efni í brag? Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Jakobína Sigurðardóttir: KVÆÐI, ný og aukin útgáfa. 154 bls. Mál og menning. Jakobína Sigurðardóttir ritar nokkur formálsorð að þessari nýju útgáfu kvæða sinna. Þar segir hún meðal annars: „Þegar það kom til orða, að Mál og menning gæfi út kvæðabók mína öðru sinni, fannst mér nokkur vandi þar á. í fyrsta lagi hef ég ekki álitið mig „ljóð- skáld“ í bókmenntalegum skiln- ingi. Kvæði mín eru að mestu tækifæris- og stemmningaljóð, svo sem ort hafa alþýðuskáld á íslandi um aldaraðir. Slík kvæði eru oftast tíma- og staðbundin." Þetta er auðvitað skrifað af mikilli hógværð, en einnig af mik- illi skynsemi. Það sem þarna er sagt á við um langflest kvæðin. Það vantar líkt og einhvern herslumun til að þau geti talist mikilvæg ljóðlist, óháð tíma og rúmi. Engu að síður þarf engum að dyljast, að skáld heldur hér á penna. Þótt Jakobína sé þekktust fyrir sögur sínar, fer ekki hjá því að hæfileikar hennar njóti sín einnig í ljóðagerðinni, þó ekki sé það í eins ríkum mæli. Bók þessi ber nafn með rentu. Innihaldið er kvæði, í hefðbundn- um skilningi orðsins. Stuðlar, höf- uðstafir, regluleg hrynjandi og endarim. Allt eins og „á“ að vera. Fyrsta kvæðið í bókinni heitir „Fátækt" og er svona: Lítið gaf mér lífið, langspilið slitið fátækra feðra féll mér í arf. Einn lét þar strengurinn, ein lék þar höndin fjötruðum fingrum fábreytnislag. Þetta kvæði þykir mér ágætt dæmi um þann stíl er einkennir þetta safn. Hefðin er sterk, en málið ljóst og nútímalegt. Þetta ágæta kvæði sker sig þó úr hópn- um að öðru leyti, því það er eitt af aðeins fáeinum kvæðum sem eru stutt. Yfirleitt eru kvæði Jakobínu nokkuð löng. Kannski er það vegna þess að prósaskáld hugsi í orðum og setningum en ljóðskáld fremur í myndum. Ekki finnst mér þó að kvæðin séu of löng. Mörg þeirra eru epísk, þ.e. segja sögu, að meira eða minna leyti og þá er jú þörf margra orða og Jak- obínu virðist einkar auðvelt að fella þessi orð í viðeigandi laðir hefðbundins ljóðforms. Efni ljóðanna er margvíslegt, enda kvæði frá síðustu fjörutíu ár- um eða meira. Mörg eru ort út af sögulegum atburðum í samtíman- um, svo sem stríðinu, hernáminu og fleiru. Nokkur eru erfiljóð eða Ijóðkveðjur til ákveðinna ein- staklinga, en sum eru persónuleg og þykja mér þau bera af. Þar koma orðin frá hjarta og sálar- fylgsnum skáldsins með meiri þungá en ella. Sem dæmi langar mig að vitna í kvæðið „Náttmál" frá árinu 1946. Þar er á ferðinni efni sem mörgu skáldinu hefur löngum verið hugleikið. Örlög óortra ljóða í amstri hversdags- leikans. Upphafs- og lokaerindin eru svona: Vísirinn tifar, tíminn líður án tafar. Hvað gerðist í dag? Hreingeming, þvottur, verksmiðjuvinna. — Væri það efni í brag? Ef til vill, og þó, — ég óskaði annars, mín íslenska, framsækna þjóð. Það líður að nótt og enn á ég eftir að yrkja [þér dagsins ljóð. Kom nótt með þinn frið. Lát daggir drjúpa á dauðþyrstan, brennandi svörð. Gef andartak hvíld öllum örþreyttum [börnum og öllu, sem þjáist á jörð. Læg húgarins öldur, unz hljómar í strengjum hvers hjarta þitt mildasta lag. Svæf þrána, sem brennir mitt brjóst, svo [ég titra af beyg við hvern rísandi dag. í kvæðunum um hernámið og herinn og NATO ber trúarleg ein- feldni oftast listina ofurliði. Er hryggilegt að sjá ágæta höfunda senda frá sér á prent jafn fávís- legt hnoð og kvæðið „27. septem- ber 1974“. Reyndar er til sérstök bók með safni slíkra ljóðslysa. Hún heitir „Sól skal ráða“, held ég, og kom út fyrir nokkrum árum hjá Máli og menningu. Þó leynd- ust nú nokkur ágæt ljóð þar inni á milli og svo er einnig í Nató- kvæðastabba Jakobínu. Á þessum helsprengjutímum er erfiðara en nokkru sinni fyrr fyrir foreldra að hugsa til framtíðar barna sinna, því nú er allsendis óvíst að hún verði til yfirleitt. Þetta sést líka í sumum kvæðum Jakobínu og eru þau kvæði meðal hinna bestu í bókinni. Kvæði eins og „Vökuró", „Fimm börn“, „Son- argæla" og lokaljóðið „Fljúgðu til stjarnanna". Að lokum er þess að geta, að kápa bókarinnar er einkar falleg og gerð af Jóni Reykdal. Mig lang- ar þó, áður en ég set lokapunkt aftan við þessi skrif, að vitna í enn eitt ljóð eftir Jakobínu. Flestir gætu víst tekið heils hugar undir þessi orð í síðasta erindi „Sonar- gælu“: Ymur mér í brjósti andvarp milljóna, eitt í öllum áttum veraldar: Hvað bíður handa hvítra og dökkra, hlýrra lifandi handa mannsbarna? Var eitthvað skrifað í ský ... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Skrifað í skýin: Jóhannes Snorrason, Minningar II. Útg. Snæljós 1983 Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, hversu langtum betri flugsamgöngur eru nauð- synlegar hér á landinu, kannski væri réttara að segja að þær þyldu í reynd enga bið. Framsýnir brautryðjendur á sviði flugmála hafa venjulega séð lengra fram í tímann og hvatt til úrbóta en oftar en ekki talað fyrir daufum eyrum. Brautryðjendur á hvaða sviði sem er — landkönnuðir, sæfarar, bílstjórar, flugmenn — hafa án efa þurft að hafa til að bera ótrú- lega árvekni og útsjónarsemi. Flugmenn teljast líklega enn til hópsins, þó að fiugið hafi fyrir æði löngu slitið fyrstu skónum. Áð þessu nú sögðu er alveg hægt Jóhannes Snorrason að taka undir með kollega sem velti því fyrir sér á dögunum, af hverju karlmenn sem eru komnir yfir vissan aldur fyndu sig knúna til að skrifa æviminningar sínar. En æviminningabók er ákaflega langt frá því að vera sett undir einn hatt: þar er að finna listræn verk og stórbrotin, miðlungs mælgi og eiginlega allt þar á milli. Spurningin er líka eftir hverju er verið að sækjast, og á þar bæði við lesanda og frásagnarmann. Jóhannes Snorrason á einna lengsta og heilladrýgsta sogu 1 þróun flugsins hér. Ég las ekki fyrri minningabók hans, en hér er lítið farið út í persónulegar frá- sagnir, heldur gefnar greinargóð- ar skýrslur um ferðalög út og suð- ur. Hér er sem sagt á einum stað ótrúlega mikill fróðleikur, sem Jó- hannes á auðvelt með að koma til skila, því að hann er ágætlega rit- fær. En þessi aðferð hans sem ugglaust er með ráðum gerð, að víkja sjálfum sér að mestu til hlið- ar, verður einnig til þess að bókin er ósköp þynnkuleg aflestrar og skýrslubragurinn á frásögninni beinlínis þreytandi. Það dugar ekki að ætla að lyfta bókinni ögn með því að snara inn í hana létt- um lýsingum hér og hvar. Aftur á móti segir það auðvitaö heilmikið um manninn sjálfan, hversu und- urmikið næmi hann hefur fyrir tign íslenzkrar náttúru. Þar en eiginlega bara þar verður vart við Jóhannes Snorrason sjálfan. Og öldungis finnst mér fráleitt að tala um minningar — þetta er skýrsla um minningar. Sýning Katrínar H. Ágústsdóttur Myndlist Bragi Ásgeirsson Undirritaður hefur verið þess vel vitandi, að staðið hefur verið að nokkrum listsýningum í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi er fullan rétt hafa átt á umfjöllun hér í blaðinu. Að sú hefur ekki orðið raunin er öðru frekar vegna þess að fjöldi sýn- inga, sem eru nær kjarna borg- arinnar, hefur verið slíkur í haust að eitthvað hlaut að mæta afgangi. Þótt ég hafi lengi verið á leið- inni til að skoða þessa ágætu framkvæmd sem menningarmið- stöðin Gerðuberg er, verð ég að viðurkenna að ég hafði aldrei stigið þar inn fæti, er mig bar að garði á dögunum. Fyrir marga er Breiðholtið rosahverfi er líkja má við útlönd, því að það er þeim framandi, algjörlega óþekkt stærð og langt í frá forvitnilegt öllum þeim er ekki eiga farar- kost er flytur þá fljótt og vel á milli staða, jafnvel langar vega- lengdir. Katrín H. Agústsdóttir, er um þessar mundir sýnir 36 vatns- litamyndir í húsakynnum menn- ingarmiðstöðvarinnar, er vel kunn fyrir batík-myndir sínar, kjóla og önnur klæði, en öllu minna þekkt á vettvangi vatns- litamynda. Það er þó nokkuð langt síðan list hennar tók að þróast frá batík og yfir í vatns- litatækni og má það vera afleið- ing þess að hún notaði á stund- um pensla við vinnu sína. Smám saman hefur hún svo fjarlægst batíkina og verður það að teljast skaði vegna þess að t.d. kjólar hennar voru mikið augnayndi, svo og menningarlega útfærðir. En menn hugsa ekki um slíkt er þeir þróast smám saman yfir á annan vettvang myndlistar heldur eru hugfangnir af hinni nýju tækni er við blasir. Slík breyting er viðkvæm og erfið, — líkast hjartaflutningi og tekur því tímann sinn. Er litið er á myndir Katrínar, þá skynjar skoðandinn ákveðinn ferskleika í þeim en um leið að listakonan er í mótun á þessu sviði og mun vafalítið geta enn- þá betur og gera betur. Þetta staðfesta myndir svo sem: „Gráa húsið“ (7), „Undir jökli" (18), „Hlíðin" (21), „Fjara“ (33) og „Húmar að kveldi" (36), en allar eru þær fersklega málaðar og vel upp byggðar. En minnisstæðust er mér þó myndin „Vetrarsnjór" (23), því að þar brýtur hún upp á nýjum og djarfari tæknibrögð- um og ferst það vel úr hendi. Myndin sýnir að Katrín má vel voga meiru en hún gerir og fara frjálslegar með efniviðinn. Auk vatnslitamyndanna eru sýndar nokkrar slæður unnar í batíktækni og leist mér þar hrifmestar myndir nr. 6 og 11, en þar koma fram mjög hnitmiðuð og einföld flatarmálsform. í heild er þetta snotur sýning er staðfestir ágæta hæfileika gerandans á sviði vatnslitatækn- innar og staðfestir styrk hennar í batík-tækninni. Gítarbyltingin í Gamla bíói Jazz Svsinbjörn I. Baldvinsson Jazzvakning er ekki af baki dottin. Enn einu sinni tókst þess- um fjárvana félagsskap að bjóða upp á jazz á heimsmælikvarða þann 5. des. síðastliðinn. Það var tríó gítarleikarans John Scofield. Með honum leika engir aukvisar, þeir Steve Swallow, rafbassaséni, og Adam Nussbaum á trommur. John Scofield er einn hinna mörgu ágætu gítarista sem átt hafa sinn þátt í hálfgerðri bylt- ingu í jazzgítarleik á síðustu ár- um. Þetta eru ungir menn sem margir hafa alist upp við rokk- tónlist og sumir hafið tónlistar- feril sinn á þeim vettvangi, en siðar leiðst þófið við að spila und- ir hjá bassatrommu og leitað á vit jazzins til að öðlast tónlistar- legt frelsi. Meðferðis úr rokkinu hafa þeir svo haft nýtt og kröft- ugt „sánd“ og óttaleysi gagnvart þungum trommuslætti. Ég sá og heyrði Scofield leika með kvartett Dave Liebmans í Höfn fyrir nokkrum árum og var þá ekki mjög hrifinn af leik hans. Til þess voru nóturnar of margar. Sú sveit lék einvörðungu einhvers konar ákaflega harkalegt bebop sem er óskaplega lýjandi tónlist þegar til lengdar lætur. Það kom snemma í ljós í Gamla Bíói á dögunum að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Scofield hrannaði upp nótnafjöll- unum í Montmartre á sínum tíma. Það er mun meiri tónlist í leik hans nú, meiri lagræn hugs- un og líka hefur hann fært sig nær uppruna sínum og kjörsvæði rafgítarsins, rokkinu. Gróflega mætti skipta þeirri tónlist sem tríóið lék hér, í þrennt: Mjög hart bebop, jazzað rokk og folkjazz í anda Pat Metheny og fleiri inn- anbúðarmanna hjá ECM-plötu- fyrirtækinu. Tríóið afgreiddi í upphafi „Confirmation" eftir Parker og var það hreinasta unun á að hlýða. Á eftir fylgdi hægur og rokklegur blús, en síðan var hrað- inn aukinn og leikið af verulegum krafti fram að því að Scofield lék einn. Eftir snotrar fingra- og hljómæfingar læddist lagið „Georgia on my Mind“ fram sal- inn, fagurblátt og hlaðið orku, eins og þar stendur. Síðan komu Swallow og Nussbaum aftur á sviðið og tríóið vatt sér í hart bebop um skeið. Svo var komið að andante-kaflanum, þar sem Sco- field og Swallow léku m.a. dúó í fallegri og svífandi tónsmíð. Það var eiginlega í eina skiptið sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.